Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1972, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1972, Side 4
Þaö er alveg eðlilegt aö hinir iifandi syrgi þá sem eru nýlega dánir og hugs- unin um erföaskrá og fé frá líftrygginga- félaginu komi þar næst. Megan Pugh, sem var kona Sams tvífingraða, hugsaöi fyrst um tryggingu manns síns daginn þann, er undirforstjórinn viö námuna kom persónu- lega inn i eldhúsiö hennar og sagöi henni, að öll von væri úti um að bjarga Sam og hinum tveim sem lokaöir voru inn í nám- unni. Megan gretti sig þvingað. En hugsan ir hennar voru allar á ringulreið. Það væri til skammar ef hún neyddist til að ganga í svörtu um hríö. í Parísarmagasíni Lewis hafði hún séð kirsuberjarauðan kjól, sem hún var sjúk í aö eignast. „Það er vatnið," sagöi hr. Rowlands með sorgarhreim í röddinni, ,,þeir eru áreiöan- lega drukknaöir." Hugsunin um, aö menn- irnir þrír hefðu aö öllum líkindum hlotið miklu hryllilegri dauðdaga, olli honum óþægindum og hann sneiddi helzt hjá henni, drukknun hljóðaöi öllu betur. ,,Verð- ur víst ómögulegt að komast inn til þeirra að sinni," muldraði hann, „kannski aldrei, steinblokkirnar eru á stærð við hús og vatniö fossar inn. Öll náman fyllist af vatní ef viö sprengjum þær.“ — Fyrir fjór um dögum hafði stór skriöa fallið í nám- unni, í fjóra daga höföu mennirnir veriö lokaöir inni. Sam haföi veriö tryggöur fyrir fimmtíu pund hjá Globus & Atlasfélaginu, skírtein ið hans hékk á veggnum, og þar við bætt- ust einnig skaöabætur frá námufélaginu. Hún gæti farið til strandarinnar, loksins gæti hún flutzt burt úr dalnum og búiö ein- hvers staöar annars staöar. Og hvers vegna skyldi hún ganga í svörtu, hún mundi líta dauflega út í svörtu. Kannski var það á margan hátt eðlilegt að Megan tók þessu svona ónáttúrlega. Sam haföi alla tíö verið sínkur á pen- inga, þegar hún átti í hlut; það var engin leið aö halda honum frá hundaveðhlaup- unum, en þaö var ekki þannig, aö hann drykki, og aldrei haföi hann bariö hana. Hann gekk undir nafninu Sam tvífingr- aði, því aö einu sinni haföi hann í námu- slysi misst þrjá fingur annarrar handar. Það skrítna var, aö með tímanum hafði hann komizt upp á lag meö aö halda hlut- um járngripi meö þeim tvei-m fingrum, sem eftir voru. Það voru nú tvö ár síðan þau höfðu setzt á brúðarbekkinn, og þá nokkrum mánuðum eftir brúðkaupið haföi hún áttað sig á að henni höfðu orðið á mis- tök. Sem vonbiðill hafði hann sprangað stoltur sem hani viö hlið hennar, og hún hafði haldið aö þaö væri vegna ánægjunn- ar af að vera með henni. Sem eiginmaður varð hann, strax frekur og yfirráðagjarn, og þegar hún kvartaði yfir, að hann væri aldrei heima, svaraði hann: „Getur maður kannski flutt hundaveðhlaupin heim í stof- una? Sef ég kannski ekki eins og þókn- anlegt er heima á hverri nóttu? Hvað get- urðu heimtað meira?" En hún vildi að hann tæki hana með sér út, hún vi'ldi eignast föt, hún vildi ferð ast, hún vildi ekki vera eins og luralegu konurnar í námudalnum, sem aldrei fóru út fyrir dyr, nema þegar þær fóru í búðir eða kirkju. Þau höfðu rifizt heiftarlega. En þessi tvö ár höfðu sigrað hana. Dalurinn vár heimkynni karlmannanna — með bör- um, klúbbum, hundaveðhlaupi, fótbolta — allt saman bara fyrir karlmenn. „Félagið lætur yður áreiðanlega fá skaðabætur, það er ég viss um,“ sagði hr. Rowland til þess að segja eitthvað. Hann hélt, að fjarrænt blik hennar stafaði af áfallinu og ýmsum áhyggjum. „Hve miklar?" spurði hún. Hr. Rowland tinaði ihöfðinu. „Það verða að fara fram umræður og rannsókn áður en ákvörðun veröur tekin.“ Hann var gugginn og þreytulegur við þessar erfiðu aðstæður en margra ára reynsla af námu slysum hafði hert hann. En svo var guði fyrir að þakka, að kona Sams tvífingraða var ekki með neitt múður eins og sumar hinar óhamingjusömu konur, einkum hinar ungu. Hann stóð þunglamalega á fætur í því augnamiði að fara til hinna tveggja ekknanna með þessi erfiðu tíðindi. Niðri í sinni dimmu gröf lágu mennirnir — lausir við sorgir hinna lifandi. Megan Pugh var skynsöm. Hún var ekkert að gera kröfu til að finna þá sem fórust og grafa þá á ný í vígðri mold. Megan læsti útidyrunum á eftir honum. Hún kærði sig ekki um að nábúarnir kæmu til að sýna hluttekningu. Nú þurfti að hngsa fyrir mörgum hlutum. Hún var ekki bundin af neinu. Það var ekkert barn sem gat tafið áætlanir hennar. Hinir löngu dagar voru liönir. Næsta morgun var hún snemma á fótum, og fyrir hálf tíu sat hún í einum sporvagninum sem gekk milli þorp anna í dalnum. Júlísólin skejn í heiði. Það yrði dásamlegt að fara niður á ströndina, ef veðrið héldist svona. Hún fór úr við endastöðina, gekk upp að húsi, sem sneri að járnbrautinni, og barði að dyrum. Frændi hennar Dai átti það, hann var smyrjari við járnbrautina og bókhaldari í frítímum. Dai var enginn kjáni þegar um peninga var að ræða. Kon- an hans bjó til te þegar hún hafði heyrt fréttirnar. Hún tók mið af þurrum augum Megan og spurði: „Hvað ætlastu nú fyr- ir?“ Það var alltaf eitthvað sérstakt við Megan, hún gat valdi’ð hatti, húð hennar var fersk og hún hafði góðar tennur. Meg- an leit ennþá vel út. „Til að byrja með verð ég að eiga náð- ugu daga," svaraði Megan, „eiga nokkra náðuga daga út við Weston-super-Mare — til að átta mig.“ „Þú ættir nú að gæta betur að þér næst þegar þú giftir þig," sagði kona Dais hvasst. „Hann hélt mér lokaðri inni,“ sagði Meg- an heiftug. „Já, reglulega gamaldags kurfur — það var hann Sam þinn. Kona var nokkuð, sem maður fékk í eitt skipti fyrir öll, og þá átti maður hana." Klukkan tólf kom Dai heim til að borða hádegismat. Hann vann sér inn meiri pen- inga við sína einkaiðju en við járnbraut- ina, og hann hafði engan ýmigust á frænku sinni. Megan tók. tryggingarskírt- einið Sams upp úr töskunni. Allar hinar vikulegu innborganir voru færðar þar eins og vera bar. „Og svo koma skaðabæturnar frá fé- laginu," bætti hún við. Frú Bevan við hlið- ina á mér fékk nundrað pund þegar maður inn hennar fórst." Hún bað frænda sinn um fimmtíu punda skyndilán, þar eð áreiðanlega vika eða lengra mun^i líða áður en tryggingamenn- irnir hefðu lokið rannsókninni og yrðu til- búnir til að greiða út peningana. Fyrir þennan greiða var hún til með að borga honum tvö pund í þóknun. Hann gat feng ið tryggingarskírteinið að veði, og svo ætl aði hún að tala við mennina hjá trygg- ingafélaginu og segja þeim, að frændi sinn Dai sæi um fjárreiður hennar. Sjálf ætl- aði hún að fara til Weston-super-Mare strax; áfallið hafði gengið nærri taugum hennar. Hugsunin um að græða tvö pund á við- skiptum, sem þar að auki voru örugg, átti nú við hann, og hann leyfði sér meira að segja að fitja upp á gríni: „Nú já, Meg- an, þú kynnir nú að finna þér eitthvert leikfang í Weston-super-Mare? Kannski í buxum? Ha, ha.“ Það leit svo sem ekki vel út, en daginn eftir laumaðist hún samt af stað. Hún tók lestina til baðstaðarins, greiddi hið háa verð, sem krafizt var í gistihúsinu, og fór strax að skoða beztu tízkuhús bæjarins og áður en klukkutími var liðinn hafði hún notað tíu pund. Djörfustu kaup hennar voru hárauður kjóll og taska í sama lit. Þrjá daga í röð eyddi hún næstum öllum tímanum í búðum og fékk aftur trú á ham- ingjunni. Þegar komið var fram á sunnu- dag hafði hún fengið nóg. Hún fór að skoða ströndina og dýrðina og spurði sjálfa sig, hvort það væri ekki til að líta á mennina, sem störfuðu ofanjarðar, sem hún var komin hingað. Því að námumanni — sem kæmi upp úr skítugum göngunum, svartur og hokinn, mundi hún aldrei gift- ast. Weston-super-Mare er indæll staður á sumrin. Hún sat og borðaði ískökur og dag nokkurn síðdegis fór hún til Cheddar til að skoða hina frægu dropsteinshella. Hún hélt sig út af fyrir sig en tók eftir manni nokkrum, sem horfði á hana í stað- inn fyrir að skoða kristallana í hellin- um. Og í vagninum á leiðinni heim sat hann vissulega alveg við hliðina á henni. Þau tóku tal saman. Hann var frá Birming- ham, en hellunum hafði hann ekki minnsta áhuga fyrir; hann sagði að í Ind- landi væru þeir miklu tilkomumeiri. Hann var þokkalegur, hæglátur maður — talaði svo skynsamlega. Hann hafði orðið að fara frá Indlandi vegna malaríu. Hann var rafvirki og var nú ráðinn hjá verksmiðju í Birmingham. Hann var hár og grannur og leit út fyrir að'vera ein- mana; hann langaði víst til að einhver slægist í félag við sig og það var hann, sem hjálpaði henni út úr háa og gamal- dags farþegabílnum. Hún tók boði hans um hressingu á einhverju veitingahúsinu niðri við ströndina. f endaðri annarri vikunni sagði hún honum þaff: „Ég er ekkja. Mað- urinn minn fórst í námunni heima. En ég hef dálitla peninga. Einkaeign," Hún sagði það með ákveðnu stolti því að hún vildi vekja hjá honum virðingu fyrir sér. „Það er stórágætt," sagði Ted Crick'. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.