Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1972, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1972, Side 13
 iPil iiil : . - SBSösSr'1-™ Á síðustu árum hefur stjórnmálaum- rœða í landinu breytzt nokkuð frá því sem áöur var; hún hefur óneitanlega fœrzt í heldur viðkunnanlegra horf. Engu að síð- ur eymir þó enn af gömlum vinnubrögð- um og gagnkvœmri tortryggni. Eflaust hafa hin sterku tengsl flestra dagblað- anna við stjórnmálaflokka ráðið mestu um, hvernig stjórnmálaumrœðan hefur þróazt hér á landi, þó að margt annað hafi þar vitaskuld komið til. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar hafa í raun réttri vantreyst blaðamönn- um og fréttamönnum til þess að fjalla um pólitísk málefni upp á eigin spýtur. Stjórnmálamennimir virðast hafa gefið sér þá staðreynd, að al.lir fréttamenn frá öðrum blöðum en þeirra eigin málgagni ;litu á það sem heilaga slcyldu sína að ■rangtúlka ummœli og þyrla. upp meira og minna tilbúnum sögum. — Máltœkið seg- ir, að illur eigi sér ills von. Þessi hugsunarháttur hefur leitt til þess, að stjórnmálaflokkarnir hafa lagt ‘sig í framkróka við að halda allri innri starfsemi sinni leyndri að miklu leyti. Þaf hefur pukrið verið allsráðandi. Bœði metkileg og ómerkileg málefni hafa þannig verið hulin leyndardómsfullum hjúpi. Þesai hugsunarháttur hefur á hinn bóginn haft œsandi áhrif á blöðin. Þau telja auðvitað hvert smámál vera hinn mesta hvalreka, ef það hefur verið hulið leyndardómsfullri blœju einhvers stjórn- málaflokks. Þannig komust t.a.m. tvö dagblöð yfir plögg, sem nokkrir einstaklingar höfðu lagt fram á þingi ungpólitískra samtaka. Plöggin höfðu legið á glámbekk og senni- lega lxefur engin talið þau svo mikilvœg, að þau mœttu ekki komast í annarra hend- ur. En blöðin litu vitaskuld á þetta sem hin mestu leyndarskjöl, þar sem þau voru komin úr herbúðum stjórnmálasamtaka. Undir stríðsfyrirsögnum töldu þau svo lesendum sínum trú um, að hin mikilvœgu leyndarskjöl túlkuðu stefnu viðkomandi stjórnmálasamtaka. Endaleysur af þessu tagi má auðveld- lega koma í veg fyrir með bœttum sam- skiptum stjórnmálaflokkanna ■ og blað- anna. Fyrir rúmu ári opnaði einn af stjórn- málaflokkunum t.a.m. flokksþing sitt fyr- ir fréttamönnum og öðrum forvitnum, sem á vildu hlýða. Nii hafa allir stjórn- málaflókkarnir, n ema sá stœrsti, leyft fréttamönnum að fylgjast með störfum flokksþinga sinna eða landsfunda. Þessi nýjung er mjög til fyrirmyndar og á ef- laust eftiir að liafa heppileg áhrif á stjórn- málaumræður í landinu, þegar stundir líða fram. Ýmsir hafa þó bent á annmarka, sem þetta fyrirkomulag getur haft í för með sér. Þannig er ugglaust rétt, að mörg mál eru raunverulega afgreidd utan hins raun- verulega flokksþings, þegar fréttamenn fylgjast með störfum þess. En þá er á það að líta, að þess háttar atburðir gerast einnig, þó að landsfundirnir eða flokks- þingin séu lokuð. Flokkarnir hafa verið tregir á að opna fundi sína með þessum hœtti, þar eð þeir hafa óttast að blöð andstœðra flokka myndu þyrla wpp moldviðri og rógi, ef ágreiningur kæmi upp milli fundarmanna. En þá ber einnig að hafa í huga, að nœr- vera fréttamanna hefur þau áhrif, að menn vanda betur en áður rœður sínar og umræður verða málefnalegri fxjrir bragð- iö. Þannig getur þessi mji siður bœtt innri starfsemi flokkanna, a.m.k. á yfirborðinu. Þetta verður blöðunum einnig aðhald um vandaðri frásagnir. Þegar fréttamönn- um er gefinn kostur á að fylgjast með umrœðum innan flokkanna, er ekki leng- ur unnt að spinna upp sögur, sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Áður gátu blöðin skotið sér d bak við vafasam- ar heimildir í þessum efnum. Þó að hér sé í sjálfu sér ekki um stór- vœgilegt atriði að rœða, horfir það þó til mikilla bóta. Það gefur blöðunum mögu- ieika til þess að taka pólitískar hrœring- ar nýjum tökum með því að skeggræða og bera saman þœr staðreyndir, sem óhrekj- anlega hafa komið fram. Raunar er full nauðsyn á að stjórnmála- flokkarnir opni starfsemi sína enn meir og lyefi fólkinu í landinu að skyggnast ivn i völundarhúsin, ef það kœrir sig um. Þorsteinn Pálsson. ímm0. ir. Þessa erfiðu sonnettu hefur Helgi Hálfdanarson þýtt á ís- lenzku og nefnt hana Eining, sem er nafnbreyting, því Correspon- dances getur aldrei 'þýtt eining. Það getur stundum verið óhjá- kvæmiiegt fyrir .þýðendur að breyta Ijóðaheitum, en í þessu tilviki virðist það ekki hafa verið nauðsynlegt, og er einkum bagalegt fyrir það, að um bók- menntasögulegt fyrirbæri er að ræða. Um þetta væri þó ekki að sakast, ef þýðingin gæfi rétta hugmynd um inntak sonnettunn- ar á frummálinu, en svo er ekki. Það er því vonlaust að tilfæra hana í því skyni að gera lesend- um úrlausn um bókmenntasögu- legt gildi hennar. Með þessum orð- um er ég hins vegar ekki að leggja neinn dóm á skáldskapar- gildi íslenzka Ijóðsins. Þessi sonnetta hefur verið skil- in þannig að Baudelaire hafi gert ráð fyrir tengslum á milli ólíkra fyrirbæra eins og ilms, litar og hljóðs.. Menn skrifuðu raun- ar mikið um þessa hiuti á tíma- bili, þóttust til dæmis hafa upp- götvað að ákveðnir tónar í tón- stiganum samsvöruðu ákveðnum litum, og minnir mig að einhver hafi sagt frá því hér í íslenzka ríkisötvarpinu (kannski Jón Þór- arinsson?) en ekki veit ég hversu vísindalegar þær hugmyndir voru. Seinna var farið að tengja saman óskyld fyrirbæri í skáld- skapnum sjálfum, hvað sem leið tengslum þeirra í náttúrunni. Þetta má glöggt finna hjá skáldi eins og Arthur Rimbaud, sem var fæddur 1854, og síðan í nútíma Ijóðagerð. En með þessum breyt- ingum urðu jafnframt þær breyt- ingar í Ijóðforminu að tekið var í ríkara mæli að yrkja Ijóð í óbundnu máli (Rimbaud, Lautréamont og síðan fjölmargir aðrir). Ef til vili má kalla þetta byltingu í Ijóðlist, og er þá skylt að hafa í huga, að Baudelaire var einn helzti upphafsmaðurinn með prósaljóðum sínum, Petits poems en prose. Sú bylting í Ijóðagerð- inni verður hins vegar miklu víð- tækari með Arthur Rimbaud og prósaljóðum hans. Þar kemur til sögunnar# nýtt skáldskaparmál, hlaðið er saman óskyldum hug- myndum eða fyrirbærum líkt og tíðkað var meðal súrrealista, þeg- ar að þeim kom. Baudelaire var, eins og áður segir, fallinn frá þegar symból- isminn varð stefna I bókmenntum. Helzti fulltrúi symbólismans var Ijóðskáldið Stephane Mallarmé. Hann er sagður hafa verið hæg- látur og Ijúfur maður. Hann bjó fyrst eftir að hann lauk háskóla- prófi úti á landsbyggðinni, síðan í Parísarborg, þar sem hann tók viKulega á móti ungum skáldum á heimili sínu, og varð meist- ari þeirra. Hann hafði ekki hvað sízt áhrif á Raul Valery sem varð svo mikill aðdáandi hans að honum þótti Mallarmé hafa fund ið þá einu réttu aðferð til aö yrkja, og væri ekki til neins að reyna að herma hana eftir hon- um. Orti hann þess vegna ekki sjálfur í mörg ár. Mallarmé fæddist árið 1842 og lézt árið 1898. Með sjónarmiðum hans og symbólistanna er allri til- finningasemi (eins og hjá skáld- um rómantísku stefnunnar) vísað á bug. Skáld eins og Mallarmé og Valery verða snillingar í að fela hugsanir sínar bak við óljósar orðræður, fagurlega samtengdar með rími. Þetta getur orðið eins og tónlist, þótt það sé óskiljan- legt hverjum lesanda við fyrstu kynni. Ljóðið hefur með þessum hætti verið slitið úr tengslum við almenning, en miðar hins vegar að þroskaðri listnautn. Ekki þarf lengur að beita frumstæðustu og ofsalegustu tilfinningum i Ijóða- gerðinni. Upphrópánir, hlátur og grátur koma ekki listinni við. Sagt er, að frú ein hafi spurt Stephane Mallarmé hvort hann gréti aldrei í Ijóðum sínum. ,,Ég snýti mér ekki einu sinni,“ svar- aði hann. Um symbólistana og áhrif þeirra kom út merkileg bók í Englandi árið 1931 eftir Edmund Wilson. Þessi bók, sem hann nefndi Axel’s Castle, var seinna gefin út í vasaútgáfu, og mun hafa verið endurútgefin með þeim hætti fyrir nokkrum árum. Ég rakst á eintak í íslenzkri bóka- búð i fyrra, en gáði ekki að ár- tali. I bók sinni spáir Wilson fram í tímann með samanburði á Mallarmé, Valery, Rimbaud, T.S. Eliot, Proust og fleiri skáldum. Og nú geta menn aftur borið hug- myndir Wilsons saman við þróun ina eins og hún hefur orðið. Lík- lega eru Mallarmé og Valery mik- ilvægustu fulltrúar symbólismans í þeim skilningi að þeir reyna kenningar sínar á skáldskapnum til hins ítrasta. Þeir eru mjög erf- iðir viðfangs fyrir þýðendur, þar sem margt í Ijóðum þeirra hefur verið talið óskiljanlegt, og er mér ekki kunnugt um að neinn hafi reynt að kljást við þá hérlendis. Raunar ihefur symbólismanum ver ið ótrúlega lítill gaumur gefinn meðal islenzkra bókmenntamanna fram ti'l þessa dags, allt frá því Einar Benediktsson minntist á hann í Dagskrá fyrir aldamót, en hann vildi sjálfur tileinka sér stefnuna, og hún hefur þrátt fyrir allt haft meiri áhrif á ís- lenzka Ijóðagerð en menn grun- ar. Paradísar missir Framh. af bls. 10 stærsta germanska bróður- þjóð, 82 milljónir manna, há- ir sína þungu örlagabaráttu. Sigur er vís, og við þörfn- umst eikki siðferðisiegs stuðnings annarra landa. En einhvern veginn er því þó svo farið, að þessi framkoma er hryggileg — ekki okkar vegna — heldur þeirra sjálfra vegna.31) Samúð og sigurvissa ríkisleið togans hafa vafalaust verið Gerlach andleg endurnæring í þrengingum hans. 1 skammdeg- israununum glittir á staðfasta trú á nýja og betri tíð. Þá tíð, þegar sigur er unninn og leið- togi hans skipar fyrir verkuim í Evrópu. Þegar hann á alls- kostar við þessa menningar- snauðu, úrkynjuðu þjóð, sem olli honum svo ósegjanlegu hug arangri. Hann stytti sér stund- ir i Túngötunni við að leggja á ráðin um, hvaða tökum bæri að taka Islendinga í framtið- inni. En þangað til varð hann að finna bræði sinni útrás með 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.