Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1972, Side 14
því að festa svívirðingar um þá
á miða. Einihvern daginn kom
honum í hug setning, sem hon-
um fannst tjá allt, sem honum
bjó í brjósti. Hann helgaði þess
ari setningu sérstakan miða og
reit: „1 stuttu máli sagt: ísland
— ensk nýlenda undir Dana-
kóngi.“
TILVlSAMK í HEIMILDIB:
1(») Huírleiðiniíar, miði dagsettur
23. janíiar 1940.
17) „Islandsbericht" Gerlachs.
18) Hugleiðingar.
19) Allar tilvitnanir að fyrstu
greinaskilum kaflans eru úr
Hueleiðingum.
20) Frumskýrsla.
21) Gerlach til Himmlers, 3. des-
ember 1939.
22) Gerlach til Wolffs, 3. desember
1939.
23) Hugleiðingar.
24) Gerlach til Himmlers, 19. októ-
ber 1939.
25) Frumskýrsla.
26) „Islandsberichí“ Gerlachs.
27) Hugleiðingar.
28) Ibid.
29) Frásögn af fundi forsætisráð-
herra og Gerlachs eftir Stefán
Forvarðsson, 22. janúar 1940.
Sjá einnig mótmæli Gerlachs:
Gerlach til Hermanns Jónasson-
ar, 2. október; 13. nóvember;
15. desember 1939. 6. marz
1940, „Summary".
30) Gerlach til Wolffs, 3. desember
1939.
31) Himmler tii Gerlachs, 28. des-
ember 1939.
Síðasta þrautin
Framli. af bls. 5.
fimmtíu pund, sem frændi þinn á
að fá."
Þrír dagar drögnuðust áfram á
sama hátt. Sam var þögull, en
hann hafði auga með henni allan
tímann. Hann snerti hana ekki
andartak — á neinum tíma sólar
hringsins. Kviksetningin hafði
ekki gert honum líkamlegt mein,
en maður gat látið sér detta í
hug, að hann hefði orðið fyrir
heilaskemmd við áfallið. Það
streymdí frá honum undarlegur
þögull styrkleiki. Hann hafði allt
af ráðskazt með hana og þvaðr-
að og raupað, en nú ofsótti hann
hana á allt annan hátt; hún fann
að hún var á hans valdi og undir
eftirliti, jafnvel þegar hún var al
ein úti. Henni fannst hún yrði að
flýja, hún skyldi fara til Dai
frænda síns, hún mundi æpa og
fullyrða, að Sam væri að velta
fyrir sér einhverri hræðilegri
hegningu, kannski ætlaði hann
að myrða hana. Hann sýndi eng-
in merki þess, að hann ætlaði að
fara að vinna aftur. Ef hann að-
eins gæti komið sér á hundaveð-
hlaup.
Margoft var hún komin niður á
sporvagnsstöðina, en hún sneri
alltaf við aftur. Og í hvert sinn
sat hann við kamínuna álútur yf-
ir dagblaðí. Ef hún sagði eitthvað
fékk hún skipun um að þegja.
„Hvernig á ég að skrapa alla
þessa peninga saman?" sífraði
hún með þráa í röddinni.
„Þú getur svelt þig,“ sagði
hann kaldur. ,,Þú skalt bara
reyna að kaupa híaiín aftur, þá
skal ég taka í þig — gerðu ráð
fyrir því."
Sjaldan er ein báran stök. Meg-
an var ekki heima daginn, sem
skeytið kom, það var Sam sem
tók við því og opnaði það. Hún
fann það á eldhúsborðinu —
„Kem síðdegis á morgun. Ted.“
Sam sat niðursokkinn í bók eftir
14
Dickens, sem hann hafði fengið
lánaða hjá nágranna. Hann sagði
ekkert og hún sá það á baksvipn-
um, að það væri vonlaust að
draga orð upp úr honum. Hún
fór upp og lagði sig í rúmið með
nagandi tilfinningu í magagróf-
inni. En andartaki seinna datt
henni nokkuð í hug, og hún sett-
ist upp með hefndarblik í augum.
Nú var tækifærið — nú eða
aldrei.
Daginn eftir klæddi hún sig í
stáss, lagaði litarháttinn og tók
aspirín. Svo sagði hún við Sam:
„Það kemur gestur og drekkur te
með mér í dag.“
„Svo," sagði hann, „jæja, ég er
heima." Svo hélt hann áfram að
lesa í bókinni. Þetta gat gert
hverja manneskju vitlausa.
„Hvenær byrjar þú að vinna,"
þvingaði hún sig til að spyrja.
„Þér verður tjáð það á sínum
tíma. . . en þú skalt ekki gera
ráð fyrir, að ég nenni að þræla
fyrir fimmtíu pundunum handa
frænda þínum, ekki aldeilis! Það
geturðu sjálf baslað við, þótt það
taki þig tíu ár.“
„Djöfull. . . djöfullinn þinn!"
hvíslaði hún. En sama tilfinning-
in hljóp í magann á henni og
áður. Sam hélt áfram að lesa.
Það kom aðeins ein lest síðdeg-
is. Hún hefði getaö farið á stöð-
ina, en hún hélt sig heima. Hún
vildi ekki eiga það á hættu, að
Ted hætti við að koma heim
fyrst Sam var þar. Vatnið var
komið að suðu á eldavélinni, þeg-
nr heyrðist í dyrahamrinum. Sam
hélt áfram að lesa; hann var enn-
þá í hversdagsbuxunum og hafði
brett upp skyrtuermarnar. Hún
lokaði eldhúsdyrunum á eftir sér,
hjartað barðist í hálsinum á
henni. Á útidyratröppunum stóð
Ted með diplómattösku, með nýj-
an hatt og regnfrakkann snyrti-
lega brotinn saman á handleggn-
um. Hann leit afbragðsvel út,
hugsaði hún, og maður, sem ferð-
aðist svona langt til að hitta vin,
sem hann hafði hitt í leyfi, hlaut
að hafa töluverðan áhuga. Sjálfs
álit hennar jókst. „Daginn, Meg-
an — cg þori að veðja, að þú
bjóst aldrei við að sjá mig,"
sagði hann, og fór hjá sér.
Hún brosti blítt og titraði að-
eins og reyndi að líta út sem hin
kúgaða kona, sem sárbiður um
hjálp. Hún þrýsti handlegg
hans, volaði dálítið við öxl hans
og lét hann finna ilminn úr hári
sínu, sem hún hafði þvegið um
morguninn. „Núnú, hvað er að?
— Svona svona. Hefur þú sakn-
að mín?"
„Það hefur nokkuð komið fyr-
ir," hvíslaði hún. „Maðurinn minn
er hérna."
Hann stirðnaði. „Já, en, þú
sagðir mér að hann væri dáinn."
„Það voru mistök. Honum var
bjargaö eftir að hafa verið graf-
inn í námunni í heila viku. . . Oh,
Ted, eins og hann hefur verið
vondur við mig. Þetta er að gera
mig brjálaða. Ég get ekki ihaldið
þetta út lengur, ég get það ekki."
Hún límdi sig við arm hans.
Konan höfðar sjaldan til vernd
artilfinningar mannsins án árang
urs. Þrátt fyrir að Ted væri stöð
ugt í óvissu um ástandið, lýsti
svipur hans ákveðni. Hann
hafði verið í Indlandi og leit á
s:g sem heimsmann. Þetta herfi-
lega kolanámuhérað með svörtum
klettum kom honum í illt skap,
og hér stóð hann fyrir framan
fíngerða konu, sem á sorglegan
hátt var bundin þessum stað
vegna rustafengins ómennis, sem
fór bölvanlega með hana.
Samt lét hann sér nægja að
muldra varfærnislega: „Já, en
viltu að ég tali við hann?"
„Já,“ hvíslaði hún lágt.
„Og ætlar þú þá að koma með
mér?“ spurði hann dálítið ergileg
ur.
Hún lagði höfuðið full trúnað-
artrausts við öxl hans og sagði
svo vart heyrðist: „Já".
Sam stóð upp frá bókinni þeg-
ar þau komu inn. Það hafði ver-
ið lagt snyrtilega á borð fyrir te
drykkjuna, jafnvel þótt brauð-
ið væri af skornum skammti. Sam
sýndist luralegur og vinnulúinn
við hliðina á Ted, sem var hár og
grannvaxinn. Allt í einu hafði
tendrazt glóð í augum Megan og
hún sagði við manninn sinn, sem
kinkaði stuttlega kolli til komu-
manns: „Þetta er vinur minn, sem
ég hitti í Westor-super-Mare."
„Friðill þinn, áttu við," urraði
hann og sendi Ted hörkulegt
augnaráð.
„Viltu ekki fá þér sæti, Ted,"
spurði hún og lét sem hún hefði
ekki heyrt athugasemd Sams. Svo
fór hún að hella vatrii í tepott-
inn.
„Hó, hinkraðu við!" hrópaði
Sam. „Friðlar konu minnar skulu
ekki sitja og drekka te í minu
húsi!"
„Láttu ekki svona," sagði hún í
vafa og hélt áfram að hella vatn
inu á.
Hann lyfti öðrum fætinum og
spatkaði tepottinum úr höndun-
um á henni. Hann maskaðist á
eldavélinni.
Ted spratt ósjálfrátt á fætur
og hatturinn hans datt í gólfið.
Megan fór að skæla, kannski
hafði hún brennt sig á höndun-
um. „Heyrið nú!“ hrópaði Ted.
Sam hallaði sér aftur á bak í
stólnum og horfði beint á hann.
„Hvað hafið þér hugsað yður að
gera við hana þessa? spurði hann
og röddin var örugg og kurteis-
leg.
„Hann tekur mig með sér,"
hrópaði Megan fokvond. Varir
hennar herptust og augu hennar
skutu ógnandi gneistum. En að-
eins andartak, því að hún hafði
te'kið eftir, að Ted stóð og horfði
á hana. Svo fleygði hún sér grát-
andi á eldhúsbekkinn.
Sam bauð Ted stillilega að fá
sér sæti aftur. Svo sneri hann sér
algjörlega að gestinum og lofaði
Megan að skæla.
„Heyrið nú, hr. hvað-þér-nú-
heitið, nú skal ég segja yður
nokkuð. . . Mín vegna megið þér
gjarnan ta'ka hana með yður, ef
þér kærið yður um. Hún er tæfa,
en það er gott efni í henni — og
hún þarf aðeins á tamningu að
halda. Hafið þér nokkurn tíma
haft veiðihund undir höndum?"
Ted, sem var orðinn fölur og
hnípinn, hristi höfuðið. „Nei,"
hélt Sam áfram „þá vitið þér ekki
hvernig á að temja (þá, en það er
það sem ég veit, þetta er hvort
öðru líkt. Maður verður alltaf að
púla fyrir þennan eða hinn. Ég
púla fyrir þá þarna í námunni,
og lít þannig á, að konan verði
að puða fyrir manninn sinn. —
Hún þarna," hann benti með
þumalfingrinum í áttina til Meg-
an, „hún nennir því ekki, hún
stendur í þeirri meiningu, fjand-
inn hafi það, að hún geti haft
endaskipti á heimslögmálinu og
dinglað og damlað áíi þess að
bera virðingu fyrir nokkrum
sköpuðum 'hlut . . . Vitið iþér hvað
hún gerði í sömu andrá og henni
hafði verið sagt, að ég næðist
aldrei upp úr námugöngunum?
Gekk sig til og sló fimmtíu pund
út á líftrygginguna mína og stakk
af til Weston-super-Mare, án
þess að kaupa sér svo mikiö sem
svarta biússu. Þannig er hún.
Allt þetta bölvaða pestárbæli er
með það á milli tannanna. Og af
hverju gerir hún þetta? Allt
vegna þess, að ég fer og horfi á
hundaveðhlaup, þegar ég kem
heim úr fjandans námunni — í
staðinn fyrir að hanga um háls-
inn á henni allt kvöldið eins og
grís, sem vill fá að sjúga. Hún
er ein þeirra kvenna, sem vilja
láta mennina liggja húndflata fyr
ir sér, eruð þér með? Sjáið til,
það er af þessu, sem hún þarf að
læknast — ég er bara að að-
vara yður fyrirfram." Hann gaut
lævíslega hornauga til gestsins,
er var sem lamaður. „En svo er
það nú sem sagt ég, sem hún er
nú gift og ég hef ekki hugsað
mér skilnað. En ef þér viljið fá
hana, þá verði yður að góðu, og
takið hana, þið skuluð ekki
heyra neitt frá mér!"
Ted hafði hlustað á þennan
lestur með undrun og ótta í
þokkalegu andlitinu. Hann opnaði
munninn og lokaði honum aftur.
Nú var komið að því augnabliki,
að ákvörðun yrði tekin. Allt í
einu spratt Megan upp af bekkn-
um með æði í augum.
„Fantur, fífl," skrækti hún og
gekk í áttina til Sams með steytta
hnefa. „Væri ég karlmaður, þá
slægi ég þig niður. Mér er sama
hvort hann tekur mig með sér
eöa ekki. Ég fer frá þér." Froðu-
fellandi af vonzku gekk hún
skrefi nær honum. Hann horfði
beint á hana, en augun fóru að
dansa.
„Þú hefur alltaf verið bölvað-
ur bófi, ég hata þig! Ég vildi aö
þú lægir niðri í námunni og rotn
aðir!" Þau nístu hvort annað með
augunum. Hún æpti: „Ég fer frá
þér, ég fer."
Eins og til að verjast höggi
lyfti Sam höndinni. Það var sú
með tveim fingrunum. Og hún
starði á þá eins og hún væri berg
numin. Það var líkt og brygði fyr-
ir djöfullegu glotti í augnakrók-
um hans. En hann sagði bara
kuldalega: „Gleymdu ekki, að þú
skuldar Dai frænda þínum fimm-
tíu pund — og þekki ég þann
gamla ref rétt, mun hann sannar-
lega finna þig og ná peningum
sínum þótt þú farir á heimsenda."
Megan hörfaði frá honum og
fleygði sér grátandi á bekkinn
aftur. „Hvers vegna varstu ekki
drepinn, hvers vegna dóstu
ekki?" sífraði hún.
Sam sneri sér að gestinum:
„Nú, hvað segið þér þá? Ákveð-
ið yður maður! Kvenfólk þolir
ekki óákveðni. Ef þér viljið fá
hana þá takið hana."
Ted færði hattinn ráðvilltur af
öðru hnénu á hitt. Svo tautaöi
hann: „Ef þér viljið ekki skilja,
er ekkert hægt að gera."
„Nú, ég heyri að þér berið virð
ingu fyrir hjónabandinu," sagði
Sam viðurkennandi og hélt áfram
af veglyndi: „Fyrst þér hélduð að
ég væri dauður, skal ég ekki
álasa yður, þótt þér lékjuð flag-
ara — þó að þér hafið ekkert að
gera hér. . . Nú, þú," hann lækk-
aði röddina og sneri sér að Meg-
an, sem ennþá var grátandi. „Það
iítur ekki út fyrir, að friðillinn
þinn vilji fá þig eftir allt sam-
an. Það getur verið að hann sé
hræddur um, að þú munir rýja
hann og taka út vátryggingar-
féð."
Megan hélt áfram að gráta:
„Ég sætti mig ekki við þetta. Þið
eruð sannkallaðir djöflar, báðir
tveir. Ég fyrirfer mér . . ." Hún
spratt upp aftur.
„Þú hefur sjálf komið þér t þessa
KHpu," sagði Sam reiður. „Hvað
með mig, sem var grafinn í heila
viku og kemst að því þegar ég
kem heim, að konan mín fjand-
ast um a'llt á einhverjum baðstað
fyrir líftrygginguna mína? Held-
urðu kannski að maður setjist að
hádegisverðarborðinu eins og
ekkert sé? Herrann kær — hvað
um mig? Ég hef verið dauður,
vakna til lífsins og uppgötva að
heimurinn er rotið forað, að mín
eigin kona hefur ekki einu sinni
þá staðfestu, að draga glugga-
tjöldin fyrir og fara í svarta flík
til að syrgja mig!"
Hún staröi skelfd á bann. í
fyrsta sinn síðan hann kom aft-
ur tók hann að líkjast sínum
gamla Sam, hinum lifandi Sam.
En það var líka eitthvað nýtt við
hann, minni rembingur, meiri
þroski. Hún hörfaði aftur og
varð máttlaus í öllum limum. And
lit hennar varð hrukkótt og gam
alt.
Gesturinn stóð feiminn á fæt-
ur. Eldhúsið var skyndilega mett
að andrúmslofti einkamála, sem
honum komu ekki við. Hann vissi
ekki hvað hann átti að segja. Sam
kom honum til hjálpar: Þér getið
fengið að borða niðri í kránni.
Þeir hafa gott öl þar niður frá.
Og verið sælir."
Ted hvarf þegjandi og hljóða-
laust út úr eldhúsinu. Honum
fannst létt af sér fargi um leið
og hann straukst framhjá dyra-
stafnum.
„Nú, nú, þá er víst alveg úti
um þig?" sagði Sam. „Friðillinn
farinn, skuld upp á fimmtíu pund
og hinn hræðilegi eiginmaður
þinn snúinn aftur frá gröfinni.
Já, já. Þarna eru dyrnar. Við lif-
um í frjálsu landi."
„Hann hefur aldrei verið frið-
ill minn," heyrðist í henni. „Allt
fór skikkanlega fram. Við urðum
bara skotin hvort í öðru..........
Hvernig átti mér að detta í hug
að þeir björguðu þér,“ sagði hún
grátandi, „og hr. Rowlands kom
og sagði að það væri engin von."
„Þú hefðir átt að vera hérna
og ganga í svörtu eins og þér
bar," útskýröi hann, Strangur
eins og prestur. „Hverju er það
líkt, aö spássera hérna um eins
og sikreytt jólatré." Röddin var
farin að 'hitna aftur.
Hún hallaði sér upp að skáp
og fór að gráta. Þegar hún heyröi
hann koma nær lyfti hún höfð-
inu og gerði sig líklega til að æpa
móðursýkislega. Það varð að
langdregnu góli. Síðasta þraut-
in hennar. Hann rétti henni smá
snoppung á hökuna, ekki svo fast
an, en nóg til að senda hana yf-
ir í vegg, þar sem hún hné niður
— í uppgjöf fremur en af högg-
inu. Hún hélt áfram að æpa. Það
var ekki út af Sam, það var eitt-
hvað óhugnanlega yfirþyrmandi
vald, sem ómögulegt var að losna
undan. Hann reisti hana á fætur.
Fingurnir tveir boruðust inn í
bakið á henni. Munnur hans fann
hennar munn, það varð eins og
blossi sem brennir pappírsblað
til ösku. Hún sneri sér og barðist
andartak til að losna. En svo lét
hún undan — og hún varð lif-
andi á ný.