Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1972, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1972, Blaðsíða 15
ÓGLEYMANLEGT JAZZKVÖLD Mánudag-inn 23. 10. gerðist sá merkisatburður í tónlistar- lífi borgarinnar, að jasskvöld var haldið í Þjóðleikhúskjall- aranum. Þar voru saman komn ir allir beztu jassleikarar landsins og skemmtu þeir á- heyrendum vel. Jasskvöld þetta hófst á mjög óvenjulegan hátt; það byrjaði nefniiega á réttum tima, en það er hrein undantekning ef tónleikar á íslandi byrja stund vísiega. I um það bil tuttugu mínútur áður en hljómsveitin hóf Ieik sinn, „jömmuðu" þeir Guðmundur Ingólfsson og Ás- kell Másson og var það með af brigðum skemmtilegur „sessi- on“. Þvi miður gat Guðmund- ur ekki verið með allt kvöldið, vegna þess að hann þurfti að spila með annarri hljómsveit i Þórskaffi, en þó gaf hann sér tima til að spila einn æðisleg- an blús með hljómsveitinni. Það var eitt albezta atriði kvöldsins. Guðmundur lék á píanó og sýndi, að hann á eng- an sinn jafningja á þessu sviði hérlendis og jafnvel þótt víð- ar væri leitað. Þórir Baldurs- son lék á orgel og var mjög góður. Blásarar voru Rúnar Georgsson á tenórsaxófón og Halldór Pálsson á alltsaxófón og voru þeir í einu orði sagt stórkostlegir. Áskell lék á bongótrommur og var eins og venjulega með afbrigðum skemmtilegur. Alfreð Alfreðs- son lék mjög vel á trommurn- ar og Árni Scheving á bassa og stóð sig með ágætum. Hið eiginlega „jassband" samanstóð af þeim Áma Shev- ing á bassa, Þóri Baldurssyni á orgel og píanó, Rúnari Georgs og Halldóri Pálssyni á saxófóna og flautu, Alfreð Al- freðs á trommur og svo spilaði Áskell stundum á bongótromm urnar. Allir þessir menn stóðu sig með stakri prýði. Þó held ég að menn kvöldsins hafi verið Áskell og Halldór, en þeir eru báðir með afbrigðum færir á liljóðfæri sín. Halldór er örugg lega einn albezti saxófónleik- ari landsins. Hann er nýkom- inn frá Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði nám við tón listaháskóla og nú kennir liann í Kópavogi. Árni Scheving er löngu orð- inn landsþekktur sem jassleik ari. Hann er einnig liðtækur vibrafónleikari. Hann leikur á Loftleiðum um þessar mundir. Alfreð er gamall og góður trommuleikari og spilar nú i Leikhúskjallaranum. Um Rún- ar veit ég ekkert annað en það ,að hann er afbragðs saxó- fónleikari og spilar með Ragn- ari Bjarnsyni á Sögu. Áskel þekkja allir orðið, en hann vakti fyrst athygli á sér með Combóinu, sem frægt var á sín um tíma fyrir ýmsa einkenni- lega hluti, sem þeir fram- kvæmdu með leik sinum, en frægastur er hann þó fyrir veru sína í Náttúru. Þórir Baldursson er fyrir löngu orð- inn kunnur um öll Norðurlönd fyrir hinn frábæra orgelleik sinn. Hann starfar nú í Sví- þjóð og hefur gert undanfarin ár. Hann er í stuttu leyfi hér heima og fer eftir nokkra daga aftur til Svíaríkis. I heild var þessi hljómsveit frábærlega góð og flutti þá beztu jasstónlist sem ég hef heyrt hér á landi, flutta af íslenzkum hljóðfæraleikurum. Einna helzt fannst mér þó pianóleikur Þóris veikur fram- an af, en lagaðist er á leið, en liann bætti það vel upp með af bragðs orgelleik. Um einstök lög er lítið að segja, því allur flutningur fé- laganna var svo mjög jafngóð ur. Þó fannst mér „Lady Be Good,“ „Be Your Seives“ og Billy Joe“ einna skemmti- legust. Krafturinn var gífur- legur og fór alda hrifningar um mannskapinn; áttu Áskell og blásararnir mestan heiður- inn af því. Einnig voru lögin „Can’t Buy Me Love“ og „Wel come To My Dream“ skemmti- leg. Eins og fyrr segir, var kvöld þetta í alla staði hið skemmti- legasta. Hljóðfæraleikararnir spiluðu allir eins og englar, og sýndu, að við eigum jassleik- ara á heimsmælikvarða. Húsið var þétt setið og var stemning in eins og hún bezt getur orð- ið. Fólk var þarna saman kom- ið til að hlusta á listamennina tjá sig, en jassinn er nú einu sinni þannig gerður, að hljóð- færaleikararnir geta tjáð sig í leik sínum. Þess vegna kom fram sú upþástunga að dansað yrði einnig á samkomum þess- um, svo áheyrendur gætu einn ig tjáð sig í dansi eftir tónlist- inni. Þetta er fyrsta jasskvöld, sem haldið hefur verið hér í óratíma, og var óneitanlega þörf á að fá slíka skemmtun. Með þessu á að endurvekja virka starfsemi Jassklúbbs Reykjavíkur. Ætlunin er að reyna að haida jasskvöld á nánudagskvöldum, hálfsmánað- arlega fram að áramótum, og eftir það jafnvel vikulega. Jass klúbburinn á mikið lof skilið fyrir þetta frábæra framlag og er það örugglega von allra þeirra, er þarna voru saman komnir, að samkomur sem þessi megi verða sem tíðastar. Þær setja óneitanlega mikinn svip á menningarlíf liöfuðborgarinn ar. Mættu- popptónlistarmenn einnig taka upp starfsemi með þessu sarna sniði, þvi nauðsyn legt er að fá að hlusta á vand aða popptónlist annars staðar en á dansleikjum, og sýn- ist mér þetta heppilegasta lausnin, fyrst enginn treystlr sér til að halda slika tónleika hér, svo sómasamlegt teljist. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.