Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Blaðsíða 8
Listneminn
frá
Brjánslæk
mmmmmmmm
' ‘i V' ' ”* '
Askja úr birki með ártalinu 1803. (Lengd 22,8 sm, hæð 3,4 sm, breidd 4,7 sm). A botn öskjunnar
er skorið Sr. E. Guðbrandsson, en inni á lokinu stendur: „( mína minning/G. Briem.“ Sr. E. Guð-
brandsson er tvímælalaust Einar Guðbrandsson (1775—1842) prestur að Hjaltabakka og síðast að
Auðkúlu, bróðir Gunnlaugs. Hann kvæntist 1803 og virðist einsýnt, að askjan sé brúðargjöf frá Gunn-
laugi. Hún barst Þjóðminjasafninu að gjöf árið 1915 frá Eiríki Briem prófessor, sonarsyni Gunnlaugs.
en það sé meginreg-la í lögum,
að emgöngu sá, sem slík skuld-
birnding sé gefin, geti leyst
mann frá henni.
Hann biður þess að verða
ekki neyddur til eiðrofa með
ofbeldi; jafnframt því sem
hann lýsir sig alls öfúsan til
að taka við embætti i þjónustu
rikis þess, sem stofna skal.
Loks kveðst hann helzt óska,
að sér verði leyft að hverfa til
Danmerkur. Lætur hann
glöggt i það skina i bréfinu,
að sér sé eklcert að vanbúnaði
að hverfa af landinu, enda hafi
sér vegnað öllu betur i Dan-
mörku en á íslandi.
Þrátt fyrir þetta er auðsætt,
að Gunnlaugi var það ekkert
fagnaðarefni að vera hrakinn
úr landi sinu og embætti. Var
það vissulega annað en
tilhlökkunarefni að ferðast
með konu og fjögur ung börn
með seglskútu yfir hafið
á ófriðartímum og án þess að
hafa að nokkru starfi að
hverfa í Danmörku. Hins veg-
ar hefur Gunnlaugur verið of
stórlátur til þess að viður-
kenna þetta fyrir Jörgensen
og lætur því í Ijós, að sér sé
ekkert að vanbúnaði að hverfa
brott.
Loks fer hann þess á leit, að
bókasafn sitt verði keypt til
almannanota, svo og hús þau,
er hann átti að Kjarna, en jörð
in var opinber eign. Þar bjó
hanm, er þessir atburðir
gerðust.
Jörgensen svaraði Gunn-
laugi vinsamiega, leyfði honum
að segja af sér embættinu og
gaf fyrirheit um, að hann yrði
fluttur til Danmerkur við
fyrstu heinituigleiika. Emnig gaf
hann Gunnlaugi fyrirheit um,
að bókasafn hans yrði keypt.
Loks hét hann aðstoð, ef drátt-
ur yrði á utanför.
Þegar hér var komið, taldi
Gunnlaugur Briem sig hafa
fengið iausn úr embætti. Hann
kvaddi bréfabók sína með svo-
feldum orðum:
„Hér endað, en hér eftir sem
hingað til treystandi drottni.
Lokið 23. ágúst 1809.“
Jörgensen setti Guðmund
Scheving sýslumann í Barða-
strandarsýslu (1777—1837) til
að gegna amtmannsstörfum í
Norður- og Austuramti og
gegndi Guðmundur því emb-
ætti í nokkra daga. Skipaði
hann Pál Benediktsson að
Munkaþverá (1786—1843) til
að taka við embætti af Gunn-
larugi. Var Páil iþá 23 vetra
gamall bóndapiltur og sat í
embætti í 5 nætur. Reyndar
varð hann síðar oft og einatt
í þjónustu sýslumanna og m.a.
settur sýslumaður Snæfells-
sýslu um þriggja mánaða skeið,
svo að ekki hefur Guðmundi
m,eð öllu missýnzt um þennan
unga mann.
En eins og kunnugt er, stóð
veldi Jörgensens ekki lengi,
því að daginn áður en Gunn-
iaugur kvaddi bréfabók sína
— eða 22. ágúst 1809 — var
veldi Jörgensens lokið, þótt
ekki bærust boð um það norð-
ur fyrr en síðar. Tók þá Gunn-
laugur við embætti sínu
að nýju og allt féll í hið
sama far sem fyrr.
Búskapur að Kjarna
og Grund í Eyjafirði
Þegar Gunniaugur er orðinn
sýs'lumaður og setztur að
Kjama í Eyjafjarðarsýslu,
gerist hann athafnasamur um
búnaðarframkvæmdir. Rak
hann jafnan siðan myndarleg-
an búskap, fyrst að Kjarna og
síðar að Grund. Bætti hann og
húsakost jarðanna beggja og
nutu þær framkvæmdir góðs sf
hagleik hans.
Ebenezer Henderson 4) heim
sótti Gunnlaug árið 1814, er
hann bjó að Kjarna, og í ferða
bók sinni lýsir hann staönum
svo: „Garður er þar og honum
skipt i tvennt. Eru snjöll spak
mæli rituð yfir hliðinu og til-
högun á honum smekkvisleg.
Lækjarsprænur eru þar til að
vökva hann og er þeim veitt
þangað frá mylnu, sem er þar
skammt frá.“ Hið innra lýsir
Henderson húsakynnum á
þessa leið: „. . . fór ég inn í
annað stórt (herbergi) við iilið
ina á því, en það var í raun
réttri svefnherbergi vinnu-
fólksins. Rúmin voru hrein og
snoturlega frá þeim geng-
ið, sem of lítið er hugsað um á
Islandi, og loftræsting í her-
berginu var góð.“ Aðrir ferða-
lanigar Thienemann og Gunther
5) að nafni heimsóttu Gunn-
laug iað Grund um 1820 og lýsa
þeir bænium með svofelld-
um orðum: „Er þar byggt að
iandsvenju, en þó vandað hið
bezta til alls. Bærinn er hlað-
inn úr grashnausum, en vegg-
irnir eru sléttir utan og fara
vel. Ibúðarherbergi eru þiljuð
innan og oliuborin, sem nauð-
synlegt er vegna rakajns. Yfir
dyrum hússins eru snjallar
áletranir, sem herra Briem hef-
ur sjálfur skorið fallega í tré
og lýsir vel hugarfari hans . . .
Skammt frá húsinu er grænmet
isgarður, þar sem ræktaðar eru
kartöflur, kál og rófur. Aðal-
dagstofa heimilisins er þiljuð
innan og með trégólfi og
gluggum."
Af ummælum þessum er og
ljóst, að Gunnlaugur hef-
ur stundað garðrækt auk
hinma hefðbundnu búgreina.
Að visu hafði hún verið iðkuð
áður, og er þar skemmst að
minnast fósturföður hans, séra
Björns Halldórssonar í Sauð-
lauksdal. En um þær mundir
sem Gunnlaugur verður sýslu-
maður og hefur búskap er hún
í mikilli lægð, þótt hún fari svo
aftur vaxandi næstu áratugi.
Af handritum og öðrum skjöl
um Gunniaugs má ráða, að
hann hefur ekki látið reka á
reiðanum i búskap sinum, held-
ur haldið nákvæmar skýrslur
um ýmislegt, er að honum laut.
Sýnast full rök til að segja, að
Gunnlaugur hafi rekið búskap
sinn meira með hliðsjón af vís-
indalegum aðferðum en al-
mennt gerðist þeim tíma.
Af ritatali hans hér á eftir
kemur og í ljós, að hann hef-
ur ritað ýmislegt um búskap
þ.ám. garðraékt.
Ritstörf
Gunnlaugur Briem ritaði ým-
islegt, þótt ekki birtist það á
prenti. Er flest af þvi, sem nú
er til, í handriitaisafni Lands-
bókasafns. Sem dæmi skal
þetta talið.
1. Quid sentimus? Quid faci-
endum? Lögfræðiritgerð sú
um valdarán Jörgensens,
sem áður er vikið að.
2. Stjörnuleiðarvtsir.
3. NokkraT húss- og búnaöar-
reglur.
4. Aðski'ljanlegt til minnis um
kvikfénaðarrækt.
Eru þessi rit í Lbs. 197, fol.
5. Nokkrar bréflínur . . .
áhrærandi niðurjöfnun
aukatillags, til fátækra og
reglu fyrir því verki með
meiru hreppstjórn aðlút-
andi. (Ritað 1815, Lbs. 526,
4fio).
6. Eitt og annað viðvíkjandi
fénaðarrækt til minnis upp
skrifað 1816 (Lbs. 736 4to).
7. Um garðyrkju m.m. (Ritað
1827, Lbs. 468, 8vo).
8. Ótvíluga stundaklukk-
an eður mörkun dagtíða af
himintunglanna gangi. (Rit
að c.a. 1820, Lbs. 469, 8vo).
9. Varia Gunnlaugs sýslu-
manns Briems.
1. Ræðukorn um lof og
last.
2. Um míðkvæði.
3. Ritgerð um Bibliuna.
4. Aðgæzlur við Reskriftið
af 25ta juli 1808.
5. Minnisgreinar um sýslu-
rekstur og sýslumanns-
störf.
6. Hverjum degi nægir sín
þjáning. (Búskaparmimn-
isibiöð 1817—1821) (Lbs.
601, 8vo).
10. Stafrófskver i landmælinga
listinni samantekið af bí-
lætasmið Gunnl. Briem síð-
ar sýslum. 1796. (ÍB. 86.
8vo.)
Auk þess, sem hér er talið,
liggja eftir Gunmlaug miklar
ættartölusyrpur og nokkuð
fékkst hann við að yrkja, þótt
naumast verði hann talinn i
tölu góðskálda.
Börn þeirra Gunn-
laugs og Valgeröar
Briem
í upphafi var vikið að því,
að Gunnlaugur Briem væri
einn mesti ættfaðir á íslandi á
síðari öldum. Eru niðjar hans
og Valgerðar nú orðnir fjöl-
mennir og hafa ýmsir þeirra
komið við sögu þjóðarinn-
ar. Margir bera enn í dag ætt-
arnafn hans, sem dregið er af
Brjánslæk á Barðaströnd — bæ
þeim, sem Gunnlaugur fæddist
á. Er ritháttur nafnsins í mið-
aldaskjölum m.a. Briamslækr,
ef treysta má Islenzku forn-
bréfíasaifni, og sýnist hann vera
fyrirmynd ættarnafnsins.
Börn þeirra Valgerðar og
Gunnlaugs urðu 10:
1. Jóhann Gunnlaugur, f. 19.
apníl 1801, d. 10. marz 1880,
prestur í Danmörku, síðast
í Gunslev á Falstri. Er ætt
frá honum komin í Dan-
mörku.
2. .Kristján Gunnlaugur, f. 5.
des. 1802, d. um 1840, tré-
smiður, búsettur í París og
iézt þar. Er hann Gunnlaug
ur Briem, sá, sem myndin
er af í ferðabók Paul
Gaimard.
3. Kristjana Jóhanna, f. 19.
jan. 1805, d. 15. april 1886.
Ferðaðist unig víðs vegar
um Evrópu og dvaldist m.a.
í Róm. Ritaði merkileg bréf
um ferðir sínar. Giftist í
Þýzkalandi dr. Carl Wil-
helm Sehiitz, skólakennara
í Bielefeld, og er fjölmenn
ætt frá þeim komin í Þýzka
landi.
4. Ólafur Eggert, f. 29. nóv.
1808, d. 15. jam. 1859, itimb-
urmeistari að Grund í Eyja
firði, kvæntur Dómhildi
Þorsteinsdóttur frá Stokka
hiöðum.
5. Rannveig Sigríður, f. 15.
sept. 1810, d. 22. sm.
6. Eggert Ólafur, f. 15. okt.
1811, d. 11. marz 1894,
sýslumaður, síðast að Reyni
stað í Skagafjarðarsýslu,
kvæntur Ingibjörgu Eiríks-
dóttur Sverrisen.
7. Jóhanna Kristjana, f. 14.
nóv. 1813, d. 23. okt. 1878.
Gitft 1. Gunnari Gunnars-
syni presti í Laufási v.
Eyjafjörð. 2. Þorsteini Páls
syni presti að Hálsi í
Fnjóskadal.
8. Jóhann Kristján, f. 27.
júní 1817, d. 10. júlí s.á.
9. Jóhann Kristján, f. 7. ágúst
1818, d. 18. apríl 1894, próf-
astur í Hruna, kvæntur
Sigríði Stefiánsdóttur í
Oddgeirshólum
10. Tryggvi Daníel, f. 29. júlí
1820, d. 10. ágúst 1821.
Niðjatal þeirra var gefið út
árið 1915, og tóku það saman
Eirikur Briem prófessor og
Tryggvi Gunnarsson banka-
stjóri, sem báðir voru barna-
börn Gunnlaugs og Valgerðar.
Um skeið hefur verið unnið að
endurskoðun þess.
Ævilok og eftirmæli
Gunnlaugur Briem lézt 17.
febrúar 1834 og var 62 ára
að aldri. Hafði hann þá eins og
áður er að vikið gegnt amt-
mannsembætti um nokkurt
skeið. Tókst honum að skila
þvi af sér í hendur Bjama
Thorarensens skálds skömmu
áður en hann lagðist banaleg-
una. Hann var jarðsettur að
Grund í Eyjafirði og mælti séra
Jón lærði í Möðrufelli
yfir moldum hans.
Æviferill Gunnlaugs er á
ýmsan hátt óvenjulegur. Hann
er meðal fyrstu Islendinga, sem
virðist ætla að leggja út á lista
mannsbraut og helga sig þeirri
grein listar, sem lýtur að gerð
höggmynda og er ekki annað
að sjá en hann hafi náð þar
fullkomlega viðhlítandi
árangri. Er hann hefur
skamma stund unnið að list
sinni, hverfur hann af þeirri
braut, og gerist í þess stað
embætitis- og búsýsliumaður á Is-
landi. Kemst hann í embættum
til þeirra metorða, sem mestum
var unnt að ná hér á landi
— og það án þess að hafa
stundað embættisnám nema að
óverulegu leyti.
Áður er þess getið, að Gunn-
Framhald á bls. 15.