Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1973, Blaðsíða 5
°Skyi\dil\appdrættía SMÁSAGA EFTIR SALLY BENSON — Kvöldverðarkjó'll dugar ékki, sagði Margaret frænka, — ég hef þegar keypt miða handa þér á tvo dali — og verð að sitja uppi með hann ef þú ferð ékki. Það getur aldrei komið til mála að skila honum aftur, við svona tækifæri. Millie Osborne hughreysti hana brosandi. Góða frænka, sagði hún, — auðvitað er ég með kvöld- kjól með mér. Ég gæti e'kki hugsað mér að fára hingað án hans. — Því er ég fegin, sagði Margaret frænka, — en ungt fólk er svo kærulaust nú á dcgum, að mað- ur getur aldrei verið viss. Enda þótt Mil'lie væri orðin þrjátíu og sjö ára, fannst henni ekkert athugavert við það. að frænka hennar kallaði hana unga. — Ég vildi að ég hefði hugsað út i það. Þetta uppátæki með ballið, á ég við. Ekki svo að skilja, að húsið hennar Carrie Fletcher sé ekki fullgott, en þó ég segi sjá'lf frá, þá held eg að ég kunni engu Síður að skipuleggja annað eins og þetta. — Já, það kanntu sannariega, Margaret trænka, sagði Millie. — Mér finnst ég Ihafa verið í fleiri ynd islegum boðum hjá þér en á nokkrum öðrurn stað í heimi. Aldrei gleymi ég teboðinu fyrir hana Mörtu Douglas hjá þér í fyrravetur. — Þó ekki væri, sagði Margaret frænika. — Hvenær er þetta ball? spurði Mi'llie. — Auðvitað í kvöld. Carrie Fietcher mundi afdrei láta sér detta í hug að láta ballið ná yfir á sunnu- daginn. En ég verð ekki nema rétt fram yfir skyndi happdrættið. Ég á fimm hefti af miðum. — Þú ert nú 'líka alltof örlát, tautaði Millie Osborne. — Já, sagði Margaret frænka. — Carrie Fletcher er ekki með nema þrjú. Mér fannst það nú hetdur lítið, þegar hún sagði mér það, ef á það er litið, að vinningarnir hafa allir fengizt gefins. Þar hafa all- ir- verið afskaplega örlátir. Frú Goldhammer, sem rekur gjafabúðina, gaf tvö yndisleg teppi. Frú Harris gaf ferðaútvarpstæki — hún verzlar með út- varpstæki, skilurðu. Og ungfrú Hultgren, með fegrunarbúðina, gaf fimmtán dala permanent. Það eru alls sex vinningar. Ég heid, að hitt sé kokteilhristari eða einhver svoleiðis vitleysa, svo rafmagnsk'lukka og bókastoðir. En mig langar nú mest í teppin. — Ég vona bara, að þú vinnir þau, Margaret frænka! Þú sem ert með fimm hefti, ættir það skiiið. — Það eru sex miðar í hverju hefti, sagði Margaret frænka. — Og þar sem hver miði er tuttugu og fimm sent, þá yrði það hálfur annar dalur, heftið, en Carrie Fletcher fannst nú samt, að það yrði að ívitna eitthvað þeim, sem væru svo örlátir að kaupa hei'lt hefti. Þess vegna ákvað hún, að hvert hefti Skyldi kosta einn dal og tuttugu og fimm! Hún gekk yfir að kommóðunni og færði Ijósbláan náfapúða, nákvæmlega á miðja kommóðuna. — Harry fer ekki neitt, sagði hún, — hann þolir ekki hávaðann. Ég hefði nú vi'ljað út- vega þér einhvern herra til að fara með þér, en mér gat bara ekki dottið neinn einhleypur maður í hug. — Það gerir ekkert til, sagði Miillie Osborne. — Afls ekki neitt. Við skulum bara skemmta okkur vel saman. Og þú verður að 'lofa mér að borga miðann minn. — Nei, sagði Margaret frænka. — Ég gef þér hann. En ef þú hins vegar vfldir endflega láta eitthvað af hendi rakna, eins og ég veit, að þú vilt, þá gætirðu keypt eitt hefti í skyndihappdrættinu. Ég þóttist afveg vita, að þú vi'ldir það, og þess vegna náði ég í eitt hefti hjá henni Carrie Fletcher. — Já, auðvitað! sagði Mi'Hie Osborne. Hún opnaði veskið sitt og tók upp einn dat og tuttugu og fimm sent og rétti Margaret frænku. — Svo verður ýmisfegt fleira smávegis, sagði Marga- ret frærika. — Svo að þú verður að muna, að hafa einhverja aura með þér. Mig minnir, að púnsið sé ffmmtíu sent glasið, og sígaretturnar þrjátíu og fimm pakkinn. Ýmislegt svona smávegis. Mér finnst við verðum að taka þátt í því. — Já, það má ekki mirma vera. — Jæja þá! Margaret frænka leit hvasst kring um sig, til þess að fuflvissa sig um, að al'lt væri i 'lagi. — Ég ætla þá að lofa þér að táka upp farangur- inn þinn í næði. Kvöldverðurinn er stundvíslega klukkan sjö. Þegar Margaret frænka var farin, lokaði Millie Osborne að sér og opnaði ferðatöskuna sína. Hún kom kjólunum sínum vandfega fyrir á fóðruðu herða trén í fataskápnum — þarna var svarti blúndu- kjóllinn 'hennar, sem nota mátti við kvöldverðinn ef hún væri í ermalöngu flauelstreyjunni, svo var þarna stutt pits, sem hægt var aö vera 1 með peysu, og loks dökkbrúnn síðdegiskjóil, og svo svarta káp- an hennar með kraga úr ekta minkasktnni. Margaret frænka hafði sent 'henni skinnin, sem 'þefjuðu af möl- kúlum, fyrir tveimur árum, og Miliie hafði látið sníða þau í snotran kraga á 'kápuna sSna. Og það hafði gengið nóg af skinnum í tilsvarandi hatt. Þégar Miltie hafði lokið við að taka upp, opnaði hú 1 budduna sina. Þar var tíu dala seðill, eins dals seðitl og tuttugu og fimm senta peningur. Hún tók samkvæmistöskuna slna og stakk aurunum í peninga- hólfið. Um 1eið og hún gerði það, datt henni í hug að skilja töskuna eftir í skúffunni og segja Marga- ret frænku, að hún hefði steingtleymt henni. En sam- stundis vissi hún, að þá mundi frænka bara bjóð- ast til að lána henni aura, og síðan krefja hana um þá á morgun. Hún lökaði augunum og fór að hugsa um, hvernig það yrði að fara aftur til New Yolk og eiga ek'ki fyrir húsaleigunni, og hvernig hún ætti að gera grein fyrir því við mannirin við afgreiðslu- borðið. Náttúrlega gæti hún leitað til K.F.U.K., en þá mundu bréf til hennar koma til Allertonhússins, eftir sem áður, og svo gætu vinkonur hennar hringt til hennar þangað. I fyrsta sinn á ævinni greip hana það, sem ka'Ha mátti ofsahræðslu. Og enda þótt hún minnti sjálfa sig á, aö kaupið hennar mundi koma þann fyrsta, eins og endranær, þá voru átta dagar þangað til, og hræðsla hennar og óvissa færðust í aukana. Hún hugsaði með heimþrá til herbergisins síns hjá Allerton, og óskaði þess heitast að vera komin þangað aftur. Hún hefði getað þraukað þetta af. Ef hún svæfi frameftir á morgnana, gæti hún lát- ; ið morgunverðinn duga fram eftir degi, en hann fylgdi með herberginu. Og svo var alltaf hugsanlegt, að henni yrði boðið út í kvöldverð. Hún hafði áldrei j á ævinni verið svöng, og henni fannst varla 'hugsan- legt, að hún yrði það nokkurn tíma. j Hún flýtti sér að fara í bað og klæða sig og gekk síðan niður breiðan, gljáfægðan stigann, niður í bóka stofuna. Þar sat Henry frændi og hlustaði á útvarp- ið, og thún gekk til hans og kyssti hann á kinnina. —- Jæja, Millie, sagði hann, — ég var alveg búinn að gleyma, að þú ætlaðir að koma. Svo hallaði hann sér aftur á bak í stólnum og.lokaði augunum. Hún tók prjónana sína upp úr töskunni og settist í sófann. Það var skuggsýnt í stofunni og bögult ef frá er talið útvarpið. Lampinn viö sófann var of lág- ur og rauðleita birtan af honum þreytandi. Hún prjónaði klaufalega og þurfti oft að telia lykkjurn- ar. Þegar hún heyrði Margaret frænku koma, stoð hún upp. — Jæja, Millie, sagði Margaret frænka. — Þú lít- ur prýðilega út. Alveg prýðilega! Er þetta svarti blúndukjóllinn þinn? — Hann fer svo vel með sig í töskunni, sagði Millie. Framh. á bls. 11 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.