Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1973, Blaðsíða 8
Á útmánuðum kom Foringinn í þýzka
útvarpið og reyndi að tala kjark í þjóð-
ina. Enginn vissi be'tur en hann, hvað
þýzka þjóðin hafði orðið að þola, sagði
Foringinn við þetta tækifæri.
Tii vinstri: Fólk flykktist í kvikmynda-
húsin — ekki endilega til að sjá umtal-
aðar myndir eða verk einhvers frægs
leikstjóra — heldur umfram allt tii að
sjá hinar dáðu Hollywoodstjörnur. Hér
er ein þeirra: Katarine Hepburn.
Rif juð upp nokkur
atriði úr Morgun-
blaðinu frá
útmánuðum
omeri/kl
/mjöf fyfir
/Irid/ -
Gísli Sijgurðsson tók saman
Lagt upp í árásarferð frá Englandi. Eftir 27 ár eru mörg hern-
aðartæki þessa tíma talin frumstæð. En þau dugðu, vegna þess
að andstæðingarnir réðu heidur ekki yfir skárri tækni.
©
Þegar litið er aftur til ársbyrjunar 1945
virðist hreint ekki lítill tími hafa liðið - næst-
um þrír áratugir. Hver áratugur hefur sinn
svip, sína tízku, hetjur, afrek, stríð og vanda-
mál. Á útmánuðum 1945 var barizt af hörku
í síðari heimsstyrjöldinni - en þá var mjög
farið að halla undan fæti fyrir Þjóðverjum og
augljóst að hverju stefndi. Eftir margra ára
hörmungar var líkt og vor í loftinu; líkur á að
eðlilegt líf gæti hafizt að nýju á þessu ári.
Mikil bjartsýni ríkti þráttfyrir allt.
Síðan höfum við upplifað kalda stríðið,
vígbúnaðarkapphlaupið, kjarnorkusprengju,
vetnisprengju, mengun, skiptingu heimsins í
áhrifasvæði, Kóreustyrjöld, Víetnamstyrjöld,
sex daga stríð ísaels og Araba, Biafra-harm-
leik, kynþáttaóeirðir, forsetamorð, offjölgun,
flóttamannavandamál og styrjöld í Bangla
Desh, eiturlyfjaplágu, stúdentaóeirðir, vax-
andi ofbeldi, sprengjuæði og mannrán í vax-
andi mæli. En einnig: Geimskot og tunglferðir,
stórkostlega bættar samgöngur, efnahags-
undur, ný lífsviðhorf, fáhvarf frá peninga- og
efnishyggju, náttúruvernd, Jesús-byltinu,
abstrakt-list, pop-list, Bítlana og hippahreyf-
inguna, svo að eitthvað sé nefnt.
Hvernig getur nokkuð staðið óbreytt í ver-
öldinni eftir allt þetta?
— i —
Unga fólkið, sem lítur aftur í
tímann, finnst árið 1945 vera
aftur í grárri forneskju. Það
var í gamla daga, þegar pabbi
og mamma (kal'linn og allt það)
voru ung og dönsuðu polka eða
eitthvað svoleiðis á harmoniku
böilum, en ungu stúlkurn-
ar sungu Oh Johnny, oh
Johnny, how I love you, og
lentu í ástandinu. Nú eru
braggaböilin úr sögunni sem
betur fer, en nýtt ,,ástand“
komið í staðinn: Unglinga-
vandamál, hvítasunnufyllirý,
og svo náttúrlega partíin, sem
eru nýlegt fyrirbrigði og ganga
árið um kring. Munurinn er
einkum sá, að ungu stúlkurnar
í partium ár,sins 1973 eru miklu
yngri en „ástandsdömumar“
voru á stríðsárunum. Og þá var
ekki einu sinni talað um hass
og LSD ekki ti'l.
Fátt spaglar samtímann bet-
ur en dagblöðin. Þessvegna er
fróðlegt að taka Morgunblaðið
frá 1945 og flietta því. Þrátt
fyrir ýmsar augljósar breyting
ar, er hægt að finna margar
hiiðstæður í fréttum samtímans.
Svo margt er iþað í mannlegu
atferli, sem sífellt endurtekur
sig.
Eðlilega voru stríðsfréttir of
arlega á baugi veturinn 1945.
Eftir talsvert langa þögn birt-
ist Hitler í þýzka útvarpinu og
flutti þjóðinni nýársboðskap.
Hann var hrærður yfir því,
hvernig rnil'ljónimar höfðu
streymt í verksmiðjurnar til að
framleiða fleiri skriðdreka, eft-
ir að hann gaf skipun um alls-
herjar herkvaðningu. For-
inginn kvað þýzku þjóðina búa
við ógurlegar fórnir og þján-
ingar. Enginn vissi 'betur en
hann, sagði Hitler, hve ógur-
lega ýmsar borgir Þýzkalands
væru leiknar, þar sem þúsund-
ir kvenna og barna höfðu ver-
ið myrt á hinn hryl'lilegasta
hátt af flugmönnum óvinanna.
25—40 milljónir manna verið
fluttar burtu í þrældóm, ef þjóð
in tapar stríðinu, sagði foring-
inn að lokum — og enginn
vissi þetta betur en hann.
— 2 —
Ungu mennirnir veturinn
1945 spókuðu sig með barða-
stóra hatta líkt og þá mátti sjá
í Hollywoodkvikmyndum; auk
þess gengu þeir í tvíhnepptum,
Stuttum jökkum og firna víð-
um buxum. Núna brosum við út
í annað að myndum frá þess-
um tíma; samt eru þessir stæl-
ar harla fátæklegir á móti
skrautMæðnaði ungra manna á
vorum dögum og ekki líkt því
eins broslegir og ungir menn í
skósíðum frökkum af ömmu
gömlu. Ungu stúlkurnar
1945 reyndu að vera í útliti
eins og Judy Garland og aðr-
ar filmstjörnur frá Hollywood
á þeim tima: pilsfaldurinn of-
an við hnéð, heljarmiklir axl-
arskúfar, varirnar málaðar
knallrauðar; engin hálfvelgja á
því, enda stríðstímar, en hár-
ið 'látið falla niður á herðarn-
ar 'líkt og á smátelpum.
En núna? Hvað hefur mátt
lesa í blöðunum að undan-
förnu. „Tízkan frá 1945 er kom
:in aftur“. Og tízkuiblöðin biritu
myndir af módelum tizkuhús-
anna, sem voru í ednu og öllu
klæddar eins og ungu stúlk-
urnar, sem fögnuðu stríðslok-
um 1945. Munurinn var ein-
ungis sá, að þá var þessi still
etftirherma.