Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1973, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1973, Side 11
sem vakti heims- athygli fyrir rúmum 42 árum 1932 gekk Lindbergh ofursti til vinnustofu sinnar, sem var beint undir fóstruherberginu. Það var allhvasst um kvöldið og ofurst- inn gaf ekki frekari gaetur að hávaða sem hann heyrði, hélt að- eins að hurð hefði skollið í lás. Þegar barnfóstran, Betty Gow tleit inn til barnsins um tíuleytið var rúmið tómt. Hún gekk nið- ur ganginn að svefrtherbergi hjónanna og spurði frú Lind- bergh, hvort barnið væri hjá henni. Og innan stundar var heim ili Lindberghs sem þarna hafði verið stofnað til að umflýja alla fréttaágengnina, orðið miðpunkt- ur heimsathyglinnar. Litlum syni amerísku þjóðhetjunnar ihafði ver ið rærrt. í barnaherberginu fannst tilvís- un: „'Hafið 50 þúsund dollara til reiðu. . . Við vörum þig við því að láta þetta fréttast eða aðvara lögregluna. Það fer vel um barn- ið. . . “ Og nú liðu fjögur ár. Það var oft heitt í kolunum, það gætti mjög stjórnmálalegs þrýstings og ólgu meðal almennings. Rann- sóknir fóru fram af hálfu hins opinbera, sem höfðu í för með sér sjálfsmorð vitnis, en ekki full- nægjandi könrtun. — Jafnvel Al Capone, sem þá sat í fangelsi, kom við málið. Hann'bauðst til að beita á'hrifum sínum til þess að barninu yrði sikilað. Og ef svo yrði, krafðist hann frelsis. Eins og að líkum lætur var tilboði 'hans ekki sinnt. Þetta var allt að því sefasjúkt tilboð, en var þó hugleitt af nokkurri alvöru. Eftir að rannsókn mólsins ihafði staðið yfir í 73 daga, ók vörubíl- stjóri einn inn í kjarrið á jarð- eign Lindberghs, dálítinn spöl frá húsi hans, og þar kom hann auga á lítinn fót. Hann fór að at- huga þetta betur. Þarna var beinagrind af barni og fatadrusl- ur, er héngu utan um hana. Hér voru leifarnar af barni Lind- berghs. Barnsránið hafði snúizt upp í morð. Óhjákvæmilega hleypti þessi fundur mikilli ólgu af stað. Lög- reglan byggði upp sannanir úr því, sem síðar reyndust vera óverulegar líkindasannanir. En tíminn leið og áhugi almennings hjaðnaði. Hið eina, sem hægt var að hengja hatt sinn á, var 50 þús- und doílara lausnarfé, sem hafði verið greitt af einhverjum milli- göngumanni, að mestu 'í dollur- um, með gýlltri áletrun sem nú voru komnir úr umferð að heita mátti. Þeir komu á markaðinn með undantekningum. En eftiYlík inga tók að gæta. Einstöku sinnum næstu tvö ár in, bárust fréttir um, einkum frá Bronxhverfinu í New York, að peningar af þessu tagi kæmu fram. Seðlunum var alltaf raðað eins saman, somir langsum, aðrir þversum. Laugardaginn 13. september 1934 ók maður inn á bensínstöð í Lexington Avenue í New York. Hann bað um fimrfi gaílon af olíu og borgaði þau með tíu doliara seðli með gyfllta letrinu og númer ið A13976634A. Afgreiðslumaður- inn veitti sérkennum hans at- hygli og skrifaði hjá sér b'flnúm- erið á bak seðlinum. Þrem dög- um seinna ,var eigandi skrásetn- ingarnúmersins 4U-13-41 tekinn till yfirheyrslu. Hann hét Bruno Riohard Hauptman, og átti heima í Austurstræti 22 í Wew York. í marz 1935 var Hauptmann yf irheyður og dæmdur sekur. Hann var tekinn af lífi 3. april 1936, en hafði þó haldið fram sak leysi sínu ailt til hiins síðasta. Allt fram á þennan dag rikir nokkur óvissa um það, hvort Hauptmann hafi verið sá rétti barnsræningi — hann kann einungis að hafa fengið í sínar hendur eitthvaö af lausnarfénu. Mikil hystería srreip um sig i sanihanrii vifí leitina að harns- ræning.janum mr réttarhiildin. Að ofan: Hópur áhugamanna fylffist með, þegar Iög-reglan gerir húsleit hjá himim grun- aða og að neðan: Bnn stærri hópur bíður fyrir utan réttar- salinn, þar sem Bruno Haupt- mann (myndin að ofan) var yfirheyrður og dæmdur og síð- ar var hann tekinn af lífi, enda þótt nú þyki ósannað, að hann hafi verið sá, sem barnsránið framdi. Lindberg flugkappi stóð á hátindi frægðar sinnar um þetta leyti. Hann og kona hans Mary (myndin að neðan) höfðu búið við mikla velsæld og þeim hafði veitzt flest sem hugnirinn girnist, þar á meðal efnilegur sonur, sem móðirin er með á myndinni og síðar var myrtur. Sjaldan hefur glæpur hlotið svo mikla og almenna fordæmingu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.