Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1973, Qupperneq 12
Sérsmíðaður stóll frá því
um 1900, sem einhverjum
hefur einhvem tlma þótt
fallegur.
Þessi stóll vakti hneykslun
margra um 1930, vegna
þess að þama var fitjað
upp á nýju formi.
HELGAR-
ÞANKAR
Að
stjórna
sér
sjálfur
Sigvaldi
H j álmarsson
f7
í tímans rás
Stólar og sæti hafa tekið á sig margvís-
legar myndir í tímans rás. Nýjar stíltegundir
hafa skotið upp kollinum og ýmist orðið lang-
lífar eða horfið fljótlega aftur fyrir fullt og
allt.
Skrítinn stóll frá því um
1700, enskur að uppruna.
f honum má sitja á tvo
vegu.
Þessi stóll er teldnn með
aðeins til að sýna að stól-
ar geta verið afspymu-
ljótir.
Eldgosið í Heimaey og brott-
flutningur fólksins þaðan á fá-
um klukkustundum, alls um
5000 manns, er vafalaust mesti
viðburður aldarinnar hér á
landi.
Hverjir aðrir en íslendingar
geta stært sig af því að 2 %%
þjóðarinnar hafi verið flutt á
brott alllanga sjóleið á 5 kls't.
án þess meira kæmi fyrir en
barn fingurbrotnaði og nokkr-
ar .konur tækju léttasótt?
Sannarlega stóð vffl á: flot-
inn í hofn. Og sannarlega verð-
ur lítill hópur reiknings-
lega stærri hluti fámennr-
ar þjóðar.
En þá er aðeins litið á eina
hliðina á málinu.
íslendingar eru minnsta þjóð
í heími sem heldur sig með
nokkurri virðingu til jafns við
miljjóna þjóðir. Og til þess
slíkt sé hægt verður hver ein-
staklingur ekki aðeins að vera
reikningslega stærri hluti
heildarinnar, hann verður að
rísa undir stærra hlutverki.
Ef við tökum einhver 200
þúsund holt og bölt útúr öðru
landi, ti'l að mynda einhverja
smáborg með tflheyrandi
sveitum, þá Skortir það fólk
vafalaust ekki gáfur og tivers
konar göfuga hæfni á við okk-
ur hér; ekki dettur mér í hug
að við séum á neinn hátt merki'
Hentugnr stóll frá 1950 til
fjöldaframleiðslu. Þó er
enginn vafi að mikil vinna
liggnr að baki hinni upp-
runalegu gerð þessa stóls.
Þennan stól eða álíka má
víða sjá. Hann er ódýr og
því víða í fjöldafram-
leiðslu.
legri en annað fólk sem bardús
ar á þessari plánetu. Þó er það
kannsiki eitt: kjarkur til að
standa einir ef með þarf. Það
höfum viö lært af glímunni við
náttúruöflin.
I
Mér sýndist á dögunum þeg-
ar ég fylgdisit gömlum frétta-
manns augum með atburðunum
í Vestman'naeyjum morgun-
inn fræga að þetta séreinkenni
ísfendingsins kæmi skýrt í Ijós.
Ég vil ekki vanþakka skipu-
leggjendum og stjórnendum
þeirra starf. Þess vegna bið ég
forláts á að staðhæfa (en get
þó ekki annað ef ég á að vera
hreinski'linn) að starfið var
ekki snilldarlega skipulagt og
stjórnin var ekki sérlega góð,
að minnsta kosti fékk hvorugt
neitt verulegt tækifæri ti'l að
koma í Ijós.
i
Ég styð þessa skoðun mína
meðal annars með því að
reynslan sýnir að íslendingar
láta illa að stjórn og þola ekki
skipulag. Þeir eru þannig inn-
réttaðir.
Þeir vilja stjórna sér sjálfir.
Ef stjórn og skipulág verka
þá er mannfólikið einsog sauð-
fé s©m er rekið áfram í blindni.
Maöur sér þetta stundum í öðr-
um löndum. Og við sérstaka
manntegund dugar víst ekkert
annað — annars æðir fólk útí
Amerískur stóll gerður
fyrir fjöldaframleiðslu,
aðlaðandi á sinn hátt.
Þessi stóll minnir á Loðvik-
ana og Frakkland, enda
rokoko-stíll, léttur og sí-
gildur.
voðann eða liggur æpandi og
hefst ekkert að.
Fjærri fór því að siíikt gerð-
ist í Eyjum: Enginn var rek-
inn, engum var skipað.
Fólk bara fór á fætur, gekk
út og til skips.
Við ættum að kunna að meta
þetta og haga okkar máfum þar
eftir.
Norðmenn böröust ailra
þjóða harðast í síðari heims-
styrjöldinni — þó varla mest
fyrir góða stjórn foringjanna:
þess þurfti ekki: hver maður
var sinn eigin foringi. Og þá
er ekki hægt að tapa, þá er
bara hægt að falla.
Skipulag er nauðsynlegt,
stjórn ,er nauðsynleg, en hvor-
ugt kemur þó í staðinn fyrir
það mikia undur ef hver maður
vill og getur stjórnað sér sjá'lf-
ur.
Það er þá sem hlutirnir ger-
ast á undan áætlun.
Vestmannaeyingar stjórnuðu
sér greinilega sjélfir.
Eitthvað var talað um felmt-
ur, maður hafi komið með kj’öt-
læri og kona með mjólkur-
fernu. Sem betur fer uröu menn
hræddir. Hræðsia er ek/ki sama
og hugleysi, hræðsfa er vit-
und um hættu og þess vegna
merki'legir vitsmunir. Hug-
prúður maður verður að hafa
Stóll í stil endurreisnar-
timans. Ákveðið, sterkt
form.
„Jugend“-stillinn frá því
um 1900. Sem betur fer
ekki lengur í tízku.
hæfileika tii að vera hræddur,
annars er hann fífl og vanaiega
steindauður eftir andartak.
Á ísiandi verður það
sem fólk vill. Ef það viii ekki
þá verður það aldrei.
Mig undrar að stjómmála-
menn og aðrir sem yfir fólki
ráða skuli ekki hafa gert þetta
sjónarmið að sínu.
Þjóðir einsog (siendingar
þurfa „iéiega" ríkisstjórn. En
'hún má ekki vera sjóniaus.
Góð stjórn er jú fóigin í því
að hjálpa mönnum til að stjórna
sér sjálfir.
Þetta merkir að áróður er
þýðinga rlítifl.
Sá sem smjaðrar og betlar
um atkvæði vekur ekki traust.
í stað þess ætti að höfða til
ábyrgðartilfi'nnirígar og það
duglega. Hefur nokkurn tíma
brugðizt á ísiandi ef svo var
gert?
Bjarni Benediktsson gerði
það í kreppunni 1968, og Emil
Jónsson í þeim kröggum sem að
steðjuðu 1959. Og mér heyrð-
ist að Lúðví'k og Hannrbal
væru um daginn að ýja í þá
áttina.
Ég held þei'm farnist betur í
pólitik á Islandi sem hótar (eða
aiit að því) heldur en hinum
sem lofar.
25.1.1973.