Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1973, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1973, Síða 8
Sig-urbjartur Jóhannesson títsýni af Dyrhólaey ogr allt vestur undir Eyjaf jöll. Samkvæmt tillögunni hér að neðan mundu hafnarmannvirkin skerast inn í sandinn, sem hér sést vestanvert við hamarinn. Á að gera höfn við Dyrhólar ey? Þetta er gömul spuming og ný. Fyrst mun hafa verið hreyft við þessari hug- mynd fyrir röskum hundrað ár rnn. Nú liggja fyrir nokkrar til lögur um hafnargerð við Dyr- hólaey. Tvær þeirra eru ýtar- lega unnar, en það er tillaga hafnarmálastjóra, sem lokið var í október 1972 og tillaga Pálma Jóhannessonar, verk- fræðings, sem er prófverkefni, gert árið 1969, auk þess gerði dr. Per Bruun lauslega tillögu að höfn þarna árið 1963. Það hefði ekki komið sér illa fyr- ir islenzku þjóðina, ef nú hefði verið höfn við Dyrhólaey, en eitthvert tregðulögmál virðist hafa ríkt í sambandi við fram- kvæmd þessa máls. Sigurbjartur Jóhannesson, byggingafræðingur, tók skipu lag af byggðarkjarna við Dyr- hólaey sem verkefni í sérnámi við bæjar- og héraðsskipulags deild Háskólans í Þrándheimi veturinn 1972. Hann starfar nú sem skipulagsfræðingur hjá framkvæmdastofnun ríkisins við byggðaáætlanir, auk þess sem hann tekur að sér ýmis verkefni við skipulag og hönn un húsa á teiknistofu sinni. Tækniform s.f., að Víghólastíg 24 í Kópavogi. Byggðaráætl- un Sigurbjarts hefur nú ver- ið fjölrituð og dreift til ýmissa ráðamanna, sem hafa þessi mál til athugunar. — Sigurbjartur, þú hefur trú á að brátt muni rísa höfn og fjölmennur byggðarkjarni við Dyrhólaey? — Já, bæði ég og margir aðr ir, sem afskipti hafa haft af málinu, sérstaklega þó Skaft- fellingar sjálfir og þeirra for- ystumenn. En vitamálastjóri hefur af hálfu opinberra yfir- valda haft málið í athugun og hefur hann af ýmsum ástæðum ekki verið mjög hlynntur fram gangi þess. Þó virðist hann hlynntari þessari hafnar- gerð nú eftir náttúruhamfarirn ar í Vestmannaeyjum. 1 skipulagi mínu geri ég ráð fyrir að höfnin í Vestmanna- eyjum starfi við óbreyttar að- stæður og bendi einmitt sérstaklega á það hvernig höfn og byggðarkjarni við Dyrhólaey muni koma Vest- mannaeyingum að gagni. Að mínu mati á þvi að stuðla að allri hugsanlegri uppbyggingu í Vestmannaeyjum, þó að höfn sé byggð við Dyrhólaey. þær ógnvænlegu hamfarir, sem þar hafa dunið yfir, hafa sýnt fram á, hver hætta það er, að þjappa undirstöðuatvinnuvegum þjóð- arbúsins saman á lítið svæði. Ef hafnargerð við Dyrhólaey er stefnt gegn einhverju, þá er það gegn ofþenslu Reykjavík- ur og Reykjanessvæðisins. Engar aðgerðir aðrar munu jafn auðveldlega snúa við flótta fólks úr strjálbýlinu til Reykjavíkur og nágrennis. — Hvar hefur þú gert ráð fyr ir, að þéttbýlið verði við hina nýju höfn? — Þær tillögur, sem gerðar hafa verið um hafnargarð þarna, eru á þann veg ólíkar, að önnur gerir ráð fyrir höfn austan Dyrhólaeyjar, en hin vestan hennar. Ég bendi á mögulega staðsetningu byggðar kjarna séu notaðar hafnartil- lögur þeirra Páima Jóhannes- sonar og dr. Per Bruun, en vinn svo nánar úr hugmynd inni um höfn vestan Dyrhóla- eyjar, sem er tillaga dr. Per Bruun. Af ýmsum orsök- um virðist hún vera hentugri. Þá myndar til dæmis eyjan sjálf að nokkru eystri hafnar- garðinn og styttra er út á mik- ið sjávardýpi þarna vestanmeg in, en það auðveldar hafnar- gerðina og einnig tel ég að auð veldara sé að byggja höfn í áföngum á þessum stað. Á með- fylgjandi myndum má sjá, hvernig ég hugsa mér byggð- ina tengda hafnarsvæðinu. Mörg atriði voru tekin til greina, er ég leitaði að hentug- asta staðnum fyrir byggðina. Má þar nefna minnstu spill- ingu landbúnaðarsvæðis, bezta vegarstæði, veðurfar og jarð- veg, skuggamyndanir á svæð- inu og margt fleira. Reyndust forsendur hagstæðar byggðar- myndun í Dyrhólahverfi. 1 Tillaga lað þóttbýliskjama við Dyrhólaey, ef höfn er gerð vestan hennar. Hafnarútfærsla dr. Per Bruuns, prófessors N.T.H. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.