Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1973, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1973, Síða 15
Kornið og sigðin Framíiald af bls. 11. inn að glata samhenginu við fornar menningarerfðir, þó að þau að meira eða minna leyti yrki órímað eða finni sig knú- in til að túlka viðhorf sín við torræðum viðfangsefnum á nokkuð torræðan táknræn- an hátt, enda 'hefur það itíðkazt í íslenzkum skáldskap svo langt aftur í aldir sem við til hans þekkjum." Matthías þagnaði, svo sem hikaði andartak og hóf um leið höfuðið eins og hann vildi horfa gegnum loft stofunnar. Leit síðan á mig kipruðum, en hvössum augum undan þungum brúnum og hélt áfram fljót- mæltari og háværari en áður, en stundum þó eins og hann leitaði eftir orði og orði: „En það er hárrétt, að ís- lenzk skáld þurfa að finna sig hafa að gegna skyldum við þjóð sína, ef islenzk menning og íslenzkt þjóðerni á að geta lifað og gegnt sínu hlutverki. Og til þess að svo geti orðið, verða skáldin yfirleitt að leita jákvæðra sjónarmiða, hvað sem líður eriendum straumum og stefnum, sem soramarka nú meir og meir menningu jafnt vestrænna velferðarrikja, þar sem allt líðst og er tekið gott og gilt, og ríkjanna austan járntjaldsins, þar sem réttur- inn til að hafa í sig og á kost- ar sviptingu þess frelsis, sem hverjum manni er nauðsyn- legt til sjálfstæðs menningar- lifs. En i eðli sinu jákvæð geta viðhorf skáldanna aðeins orðið með einu móti. Ég veit, að þú hefur flestum öðrum frem- ur gefið þvi gaum, að í íslenzk- um skáldskap hefur ávallt gætt sem líftaugar trúarlegra og sið rænna áhrifa, allt frá þvi fyrsta, sem við höfum af sann- ar sagnir eða óræk persónu- leg kynni, fyrst sæmdar- og manndómshugsjónar heiðn- innar og síðan í vaxandi mæli tengsla þessa hvors tveggja við trúna á forsjá þess skap- andi máttar, sem visindin eiga ekki til, en blæs lifsanda í fræ- ið jafnt á láði sem legi. Forn- bókmenntirnar fengu komið i veg fyrir, að Islendingar væru gerðir að biblíulegum bókstafs þrælum, og upplýsingarstefn- unni tókst ekki að svipta Egg- ert Ólafsson guðstrú sinni, heldur varð hún og trúin á landið og þjóðina í krafti manndóms hennar og menning- ar, kjarninn í skáldskap hans og menningarlegum boðskap, og þannig var þetta allt fram á þessa öld hjá meginþorra ís- lenzkra skálda. Jafnvel efnis- hyggjuáhrif Brandesar á ís- ienzk skáld urðu, með tveimur eða þremur undantekningum, síður en svo varanleg, og þó að Stephan G. fagni því, að hann trúi ekki á neinn allsráð- andi guð, sem hafi lostið son hans eldingu, þá hefur hann ort þessar ljóðlínur, sem hafa reynzt mörgum lífgrös á hörðu voru efnishyggjunnar: „Sæla reynast sönn á storð, sú mun ein að gróa.“ Og Einar Bene- diktsson, sem hefur flogið allra íslenzkra skálda hæst. og víð- ast, segir þessi ævarandi sann- indi: „Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa.“ ls- lenzk nútiðarskáld verða að koma auga á það, að til er sú óyggjandi sönnun fyrir tilveru guðdómlegra máttarvaida, að þrátt fyrir alla sína þekkingu og snilli, eru visindin ekki gædd hinum skapandi mætti föður gróandans og geta þess vegna ekki orðið til sannrar blessunar, heldur verða til menningarlegs -niðurdreps, nema þau lúti og þjóni hon- um.“ Ég gerði mig líklegan til að grípa fram i, en Matthias band aði við mér hendi og sagði: „Nei, láttu mig halda áfram, ég er að verða búinn . . . Og skyldi það ekki vera skáldun- um nú sem fyrr veglegt hlut- verk, að halda tryggð við bók- menntir okkar frá liðnum öld- um í máli og að verulegu leyti í rímhefð — og jafnframt við hinn frá upphafi trúarlega og siðgæðislega kjarna þeirra?" Hann þagnaði, og ég sagði: „Það er nú einmitt þetta, sem hefur verið minn óskadraum- ur.“ Matthías reis á fætur, laut næstum þvi ofan að mér og sagði í lágum og heitum rómi: „En Guðmundur Hagalín, það er erfitt fyrir ungt nútið- arskáld að ganga á fund Guðs, eins og það er hóptamið af er- lendri og innlendri tizku, sem erlent mótaðir menntamenn snobba fyrir og styðja. Skáld in verða að afklæðast flestu því, sem þau telja sig skarta, eftirhermuhneigðinni, skoðana- tízkunni, fordildinni, sýndar- mennskunni — og íklæðast hinu meðfædda tigna, mér ligg- ur við að segja .heilaga trúnað- artrausti barns við föður kné . . . Nema þér séuð sem börn, sagði Hann, sem útskúfaður er hjá þeim, sem þykjast vera að skipuleggja þjóðfélög, þar sem ríki jafnrétti og bræðralag, en við á Vesturlöndum eigum að þakka þá mannhelgi, sem við njótum, og er skilyrðið fyrir frelsi okkar til að leitast við, þrátt fyrir öll okkar víxlspor, að gera að raunsönnum veru- leika þessi orð Hans: Sannleik- urinn niun gera yður frjálsa." Svo rétti Matthías úr sér, gekk til Unnar og kvaddi hana með handabandi, og síðan fylgdi ég honum til dyra. Og við kvöddumst eins og hann hefði litið allra snöggvast inn á leið sinni fram hjá, sagt nokkur orð um blessað vor- veðrið og síðan rokið af stað. En það voru falleg blóm með fram gangstéttinni, og hann stanzaði andartak, leit til mín, sem stóð i dyrunum og kall- aði: „Ég er viss um, að þið Unn- ur slitið ekki upp svona blóm.“ Og svo var hann þotinn. Lakkrís og lausnarg j ald Framh. af bls. 7 að vera ekki vakinn fyirr. Og eftir tvo bolla af svörtu kaffi skellti hann útidyrahurðinni og var horfinn. — Hann hefur ekkert mætt í skúrnum í morgun —, sögðu hinir alvisu Bakkastigsbræður, og sá eldiri var foúinn að stinga heilli lakkrísrúllu upp í sig. Sá yngri maulaði enn sitt súkkulaðikex. — Pafobi ætílar lika að reka hann af bátnum —, áréttaði hann orð eldri bróðurins. — Það.er ekki hægt að stóla á svona aumingja —. — Þið eruð að ljúga , sagði drengurinn. Hann pafobi fór að foeita í morgun, ég sá þeg- ar hann fór út —. — Og æti’ann hafi ekki ver- ið að beita áðan niður við apó- tek —, hvein í þeim eldri. Áherzlan var svo mikil á setningunni, að svört lakkris slefan lak ofím á peysuna. Svo heyrðist söturhljóð um leið og hann saug slefuna aftur upp um munnvikin. — Ætl’ann sé ekki að beita sprittinu, sem við keyptum fyr ir hann —, bætti sá yngri við og svo hlógu þeir báðir bræð- urnir á Bakkastignum. — Voruð þið að kaupa fyr- ir hann? — spurði drengurinn og var nú lágraddaðri en áð- ur. — Ég trúi ekki á ykkur, að þið hafið verið að kaupa fyrir hann —. — Hah, hann gaf okkur líka fimmtíukall fyrir, öskraði sá eldri og veifaði lakkrisrúllu yfir höfði sér. — Viltu lakkrís? Viltu lakkris frá honum pabba þínum? Viltu lakkrís frá aum- ingja? — Lakkrísrúllan slitn- aði I miðjum sveig og sá hlut- inn, sem laus var frá miðflótta aflinu, sveif til jarðar innan við bárujárnið. Það er erfitt að vera stór kall á svona stundum; stund- um þegar annað eins góðmeti og kolsvartur og mjúkur ilm- andi lakkrís glottiir framan í menn og það eina sem þarf til að vinna fyrir honum, er að viðurkenna að einn úr fjöl- skyldunni sé aumingi og ræf- ill. Eitt smjatt og svo er öliu lokið. Bræðumir glottu. Þeir gátu það svo sem með góðri sam- vizku, engum myndi detta í hug að kalla pabba þeirra aumingja, hann sem átti stál- skip og bil, sem kostaði hálfa milljón, hann sem fór til út- landa í sumarfrí. Aldrei myndi honum detta í hug að senda litla drengi í apótekiö til að kaupa spritt, öðru nær. — Komdu —, skipaði sá eldri, og drengurinn tók við- bragð. — Kvurt? — anzaði hann. Oní klappir svanaði sá, sem réð og þar með var þeim málum ráðið. Þegar þeir sem valdið hafa, segja litlum köll- um að 'koma oní kiappir, jafn- gildir það skipunum himnaföð- urins. Það væri reyndar réttast að lemja þi'g svolítið fyrst, en þú sleppur út af fimmtíukall- inum —, og svo glottu bræð- urnir og átu lakkrís. Og drengurinn hoppaði yfir bárujárnið, sem einu sinni hafði verið girðing ag hélt I humátt á eftir tveimur foræðr- um, sem áttu heima á Bakka- stignum og átu lakkrís. Hann saug upp í nefið, kyngdi og fann eitthvað mjúkt renna nið ur í hálsinn með svolitlu lakk- risíbragði, sem yfir.gnæfði soðn mgarbragðið. Svo þurrkaði hann sér um nefið með peysu- erminni. Mikið gat farsjónin verið þokkaieg að útvega manni föður, sem borgaði lausn argjald fyrir lítinn kall, svo að hann yrði ekki laminn. Og svo var farið oní klapp- ir. Auðkúlukirkj ai Framh. af bls. 6 upp af þeim einslagaðar burst- ir með listum á vindskeiðum, en upp af hverri burst er hvít- máluð stöng 1/2 alin á lengd með renndri kúlu á, gul að lit. Fyrir ofan hvert sperrumynd- að op, en neðan burstirnar, koma út 8 fletir og á hverjum þeirra er útskorin 3 blöðuð rós, krómgul á hvitum grunni. Efri hluti turnsins er 8 könt- uð húfa með bröttum hliðum zinklögðum og dregst upp i topp og stendur á honum stöng með stórri kúlu á, gulllitaðri og hvítum krossi efst. Undir húfunni að innan er þak hvít- málað. Öll kirkjan tvímáluð ut- an, hvit að lit, en listar grá- málaðir. Húsið er úr sterku bindings- verki og allt um kring fyllt upp með grjóti á móts við miðja glugga er því þiljað með göml- um fjölum innan á allan bind- inginn. Húsið er 4 álnir 15 þl. undir bita. Frá álnar breiðum flötum loftbekk frá lausholts- röðum gengur 8 myndaður og toppmyndaður hvelfingarstrók ur. Efst í toppi hans er brons- eruð kúla og hangir þar niður úr ljósahjálmur af krist alli. Undir hvelfingaropinu eru kýldir, strikaðir listar. Kring- um hvern glugga er að ir.nan sem utan tilheyrandi gerekti. Hvelfingin, sem er hvítmáluð og þiljurnar, sem eru einmál- aðar, eru úr strikuðum borð- um. Setubekkirnir eru 12 í kirkj unni, 6 hvoru megin gangs, 4% alin á lengd með brikum og fæti undir miðju, bakslám og strikuðum listum og stefna eft- ir hornköntum hússins og auk þess er stuttur bekkur að sunn anverðu við altarið undir syðri hornglugganum. Á gangin- um milli stóianna (1% al. á breidd) eru 2 lausir bekkir 4 álna langir. Altari kirkjunnar er 8 kant- aður skápur með bogamynduð- um fyllingum á hverjum kanti, með skálæstri hurð fyrir og einni hillu í, málað með rauð- um maghonilit. Það stendur á háum palli i vesturenda húss- ins og altaristafla yfir. Gráðu- grindur standa á brúnum þessa palls; eru með sama lagi og alt- arið og opnar til beggja enda og pílárar, renndir, ganga i kýldan gráðuhring ofan og neð an. Kropin eru föst og klædd rauðum dúk, lögðum brúnum snúrum. Stólar og gráður ómál að enn. 1 kirkjunni er enginn predikunarstóll samkvæmt leyfi biskups og með samþykki prófasts og safnaðarins. Klukkur kirkjunnar hanga í ramböldum í turnstöplinum yf- ir hvelfingartoppinum liggja frá þeim strengir yfir hvelfing una, er leika á trésívalningum og ganga ofan um 2 göt á aust- asta loptpallinum. Upp um hlera á turnpallinum má fara til að aðgæta efri byggingu hússins, og liggja þaðan rið upp i turninn." Eins og framangreind lýsing ber með sér er hér um marg breytna og vandasama smiði að ræða, sem gerð var áður en há skólagengnir húsasmíðameistar ar komu til sögunnar hérlend- is. Lárus Stefánsson, sonur séra Stefáns M Jónssonar á Auð- kúlu er enn á lífi (f. 6.3. 1887). Hann telur sig muna það rétt að faðir sinn hafi teiknað kirkj una eftir mynd og sennilega lýsingu í dönsku blaði. Kemur það heim við það, sem ég hef áður heyrt og verð að taka gilt unz annað reynist sannara. En tilefni þessarar greinar er að mér barst fyrir nokkru myndabók af rússnesku klaustraþorpi skammt fyrir ut- an Moskvu. Eru þar margar smákirkjur í kös og minna undramikið á Auðkúlukirkju, svo sem meðfylgjandi myndir sýna. Ekki ætla ég að sjálf- sögðu að hér sé um bein tengsl að ræða, heldur hitt, að rætur Auðkúlukirkju liggi til ein- hverrar myndar af grísk-róm- verskri smákirkju. Eins og alkunnugt er voru íslendingar rómversk-kaþólskir fram að siðbót um 1550. Finn- ast þess enn margar menjar — einkum á Þjóðminjasafninu. Á síðari öldum hefur hér nokkuð gætt áhrifa ensku kirkjunnar, einkum á sviði guðfræðinnar. Fleiri lindir mætti nefna, sem hafa frjóvgað okkar kirkjuak- ur. En næsta lítið hafa áhrif grisk-kaþólsku kirkjunnar bor izt hingað út. Þess vegna finnst mér eftirtektarvert og ánægju- legt ef Auðkúlu- og Silfrastaða kirkja eru sýnilegt tákn einn- ar kristninnar, sem flestir Islendingar kannast aðeins við af nafni. Nú hefur Auðkúlukirkja ver ið færð á nýjan grunn og er verið að gera á henni gagn- gerðar umbætur. Vonandi tekst að varðveita hana í sinni upp- haflegu mynd. Leiðrétting ÞAU mis.tö’k urðu í 11. tbi. Les- bókar, 18. marz si., að niður féll í lok greinar um Skaftár- e’ida og Lakagi.ga eftir Pálmar Arnarsson, skrá greinarhöi and ar u,m heimildir. Fer þessi heimiidaskrá hér á eftir: Landið þitt, II. bindi eftir Steindór .lónas Steindórsson frá Hlöðuni, ids. 41 og bls. 100 —101. Jarðfræði eftir Þorleif Ein- arsson. Bls. 72 og 307. Islandssaga eftir Jón Aðils. Bls. 282—283. Die Geschiclite der Island- isc.hen Vulkane, eftir Þ. Thor- oddsen. Bls. 15. Oversigt over de islandske vulkaners historie. Þ. Th. BIs. 77. Lýsing íslands I. og II. Þ. Th. Bls. 201 og í II. 40, 73, 156—157. Ferðabök II. Þ. Th. BIs. 157 —156—164. Rit um jarðelda / Skýrslur um Skaftárclda eftir Jón Stein- grímsson. Bls. 199—203. Ferðabók Sveins Pálssonar. Bls. 565, 568—570, 580—582. Náttúrufræðingurinn 1.—2. hefti 1967. Bls. 27—56 (auk allra mynda, -f flest kort). Verdens Geografi. S. B. Böcher og A. II. Kamp. 11. bindi. BIs. 88.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.