Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1974, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1974, Qupperneq 5
vorir Halldór Pétursson teiknaði Forfeðrum okkar var margt vel gefið. Þrátt fyrir ónóga skólagöngu virðast þeir hafa skilið ýmis grundvallarlögmál lífsins á borð við okkur. Eitt slíkt lög- mál er fólgið í kúnstinni að neyta afls- munar. Ekki kunnum við það betur en þeir. í staðinn fyrir að við burðumst með skattarannsóknardeild, lögreglu og vegatoll (sem nú er að vísu niður lagður í bili) þá sáu þeir um þetta allt sjálfir, forfeður okkar. Þegar svo bar undir tóku þeir vegatollinn sjálfir. Væri tollurinn ekki greiddur möglunarlaust, eða lofað að fylgja kempunni í næsta mannslag, var hægt að byrja eins og Halldór Pétursson sýnir á teikningunni: A) Sýna i eggjar sverðsins og renna gómum um það, svo ekki yrði misskil- ið. B) Sliga hest ferðalangsins að aft- an með því óþokkabragði, að stíga ofan á hestinn aftantil. Fór þá hesturinn að ókyrrast nema kostagripur væri, en eigandinn samþykkti hvað sem var, til dæmis að segja allt sem hann vissi um mannaferðir í héraði og annað, sem að gagni gæti komið. Líklega sleppur ferðalangurinn með höfuðið á sínum stað i þetta sinn — það sjáum við á góðseminni í svip kappans. Hér er ein- ungis unnið friðsamlega að undirbún- ingi einhvers, sem kannski verður ekki alveg eins fallegt. Á þessum árum hafði Sakharov enn ánægju af starfi sínu. Sovét- menn voru i óða önn að smiða fyrstu vetnissprengjuna. Sak- harov hélt sig vera að stuðla að friði i heiminum meðþvi að koma á valdajafnvægi. Seinna fékk hann svipað samvizkubit og bandarfski vísindamaðurinn Oppenheimer. Hann sá, að ekki einungis kjarnorkutilraunir heldur öll stefnan um valdajafn- vægið var glæpsamleg. Einkum olli hættan á langtíma geislavirku úrfelli honum áhyggj- ur. Árið 1958 reit hann yfirmanni sínum bréf um nauðsyn þess að stöðva tilraunir, sem þá voru á döfinni. Yfirmaðurinn var honum sammála og hélt á fund Krúsjoffs. En Krúsjoff var ekki til viðræðu um málið, og tilraunirnar voru gerðar. Næst mótmælti Sakharov árið 1961 á fundi helztu vísinda- manna með ráðamönnum lands- ins um geysintiklar tilraunir, sem áttu að hefjast í lok 22. þings kommúnistaflokksins. Á þessum fundi sagði Krúsjoff frá fyrir- hugaðri byggingu Berlínarmúrs- ins, sem umheimurinn vissi ekkert um fyrr en þar að kom. Sakharov sagði Krúsjoff, að til- raunirnar hefðu litla eða enga tæknilega þýðingu og væru auk þess hættulegar í fleiri en einu tilliti. Þetta gramdist Krúsjoff. Sagði hann, að Sakharov væri ágætur vísindamaður, en hefði ekki vit á stjórnmálum, og þar við sat. Þriðja sinn andmælti Sak- harov 1962 og nefndi þá til svipaðar ástæður. Ráðherrann yfir kjarnorkuvopnaáætluninni lofaði, að hætt yrði við tilraunirn- ar, en Sakharov komst að því, að ætlunin var að svíkja það loforð. Hann hringdi því í Krúsjoff. Ilann kvaðst mundu ráðfæra sig við fulltrúa sinn. Fulltrúinn hringdi síðan í Sakharov, en þá hafði tilraununum verið flýtt og of seint að hindra þær. Þetta fékk mjög á Sakharov. Hann segist aldrei hafa fundið til jafnmikils vanmáttar. Hann komst að raun um það, að hann hafði ekki einu sinni atkvæðisrétt um sitt eigið verk. Atburður þessi skipti sköpum í lífi hans. Nú skildist honum, að til einskis var að ræða við þessa menn. Árið 1963 sömdu Sovétrikin og Bandarikin um bann við tilraun- um i andrúmslofti og létti Sakharov nokkuð við það. Þó kæfði bannið síður en svo óánægju hans, og hann hélt áfram að mótmæla. Yfirboðarar hans héldu, að þetta stafaði af dánægju í starfi. En þeir höfðu alrangt fyrir sér. Honum gengu siðferðilegar ástæður til. Einu sinni enn vakti Sakharov reiði Krúsjoffs. Árið 1964 mót- mælti hann kjöri Nuzhdins, náins aðstoðarmanns Lysenkos, (lif- fræðingsins, er réð öllum erfða- fræðirannsóknum undir stjórn Stalins og Krúsjoffs með hörmu- legum afleiðingum) til vísinda- akademíunnar. Krúsjoff skipaði leyniþjónustunni að reyna að klekkja á Sakharov og lækka í honum rostann, en skömmu siðar félí Krúsjoff og Sakharov slapp. Þó var hann lækkaður í tign. Það hafði hins vegar þau áhrif, að hann var frjálsari að umgangast fólk og hitti nú ýmsa aðra tals- menn frjálsræðis og niann- réttinda, svo sem Solzhenitsyn. Árið 1967 tók hann að mótmæla persónulega við flokksforingja handtökum einstakra manna, svo sem Ginzburgs, Daniels og Galanskovs. Flokksbroddunum var nú hætt að lítast á blikuna, lækkuðu hann enn i tign og laun hans um helming. Þá var hann þegar tekinn að safna til bæklingsins „Framfara, friðsam- legrar sambúðar og frelsis andans“, sem varð til þess að loka hann loks úti i kuldanum, þótt þar sé mun vægar til orða tekið en í mörgum síðari yfirlýsingum hans. Hann varar þar við óheilla- vænlegri uppskiptingu mann- kyns og kveður frelsi andans hverju samfélagi lífsnauð- syn. Þá hvetur hann til þess, að vígbúnaðarkapphlaup- inu verði hætt, líkir frammi- stöðu Bandaríkjamanna í Víetnam við hegðan Sovétmanna í Miðausturlöndum, hvetur til samvinnu gegn hungursneyð i heiminum, stingur upp á ýmsum umbótaleiðum handa vestri sem austri og boðar nokkurs konar samruna kerfanna tveggja. Sjálf- ur kveðst hann lita á málin frá sósialísku sjónarhorni. En hann gagnrýnir sovétskipu- lagið einnig harðlega. Hann mót- mælir tilraunum til útflutnings byltingarinnar, „þeirri þjóðsögu, að stéttabaráttan fari harðn- andi“, ritskoðun og myndun yfir- stéttar í landinu. Talið er, að þúsundir manna í Sovétríkjunum hafi lesið ritgerðina, og skoðanir hennar fengu víða hljómgrunn. En ekki með valdhöfum. Sakhar- ov var rekinn úr starfi og fékk ekki annað fyrr en ári siðar, mikl- um mun „övirðulegra" starf, að talið var. Þar hefur hann verið sfðan. Einu sinni i viku fær hann einkabíl og bílstjóra — hann er þó altént í akademíunni. A þremur næstu árum gaf hann út hverja ritgerðina á fætur annarri og var sú síðasta ævinlega harð- orðust. Hann undirritaði and- mæli, bænarskjöl og yfirlýsingar til stuðnings við aðra villutrúar- inenn, krafðist opinna réttarhalda og stóð vörð fyrir utan dómshús. Það var við slíkt tækifæri, að hann hitti fyrst siðari konu sína Elenu. Hún er Armeniumaður i aðra ætt en Gyðingur i hina. Móðir hennar var dæmd til 16 ára þrælkunar og útlegðar árið 1937. Frá.því Elena man eftir sér hefur hún verið að senda einhverjum ættingjum sínum matarpakka í fangelsið. í september 1972 var Sakharov tekinn til yfirheyrslu i fyrsta sinn; hann hafði þá verið að mót- mæla morðunum á ísraelsku íþróttamönnunum i Múnchen. Honum var þó fljótlega sleppt. Hann segist ekki hafa tekið hand- tökuna nærri sér: hins vegar hafi sér sárnað, að nokkrir áhorfendur létu í ljós greinilega Gyðinga- andúð. Ekki er gott að vita, hve skoðanabræður Sakharovs i Sovét eru margir. Almenningur vissi ekki einu sinni um hann fyrr en nýverið og mun þvi taka trúanleg- ar fullyrðingar stjórnvalda um, að hann sé föðurlandssvikari og lið- hlaupi. Og gagnsleysi fyrri mót- mæla og strangari ritskoðun hafa dregið kjark úr mörgum „frjáls- lyndum" menntamönnum og þótt ýrnsir styðji að sjálfsögðu Sakharov enn í baráttu hans fyrir mannréttindum og lækkuðum framlögum til hermála, þá draga úr þeim stuðningi árásir hans á forréttindastéttina, því að þeirri stétt tilheyra einmitt margir mennta- og vísindamenn. Auk þess hefur sú skoðun komið fram, að Sakharov vinni nú fyrst og fremst að þvi að komast úr landi. Sjálfur segist hann aðeins hafa hert róðurinn vegna vaxandi óá- nægju sinnar og áhyggna af af- skiptaleysi Vesturlandamanna af kúguninni í Sovétríkjunum. Ilann segir ástandið jafnvel hafa versnað frá Moskvuheimsókn Nixons forseta í maf 1972. Nokk- uð er það, að öryggislögreglan hefur verið athafnasöm mjög undanfarið eitt og hálft ár og iiar.dtekið fjölda manns. Sakhar- ov viðurkennir, að fylking mót- mælenda hafi þynnzt. Enn hefur hann ekki verið leiddur fyrir rétt og hann hefur ennþá allsæntileg laun. En hann er úr tengslum við fyrra slarf sitt, sumir.sem veittu honum lið, hafa verið reknir úr starfi og ofsóttir á ýmsan hátt, börn hans eru á önd- verðum stjórnmálaskoðunum við hann og hann sér þau sjaldan, stjúpbörn hans eru ofsótt i skól- um og nú nýlega var gerð tilran til að hrekja hann úr sæti sínu í visindaakademíunni. Það tókst þó ekki. Er talið, að ekki yrði erfið- leikum bundið að safna undir- skriftum gegn honum, en hins vegar ekki tryggt, að samstaða næðist í leynilegri atkvæða- greiðslu, sem verður að vera, lög- um samkvæmt. í staðinn hafa yfirvöld safnað undirskriftum þekktra og velmetinna manna og birt í blöðum ásamt árásar- og óhróðursgreinum unt Sakharov og margvislega fúlmennsku hans. Framhald á bls. 15. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.