Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1974, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1974, Page 9
Á leiS að Ófæru- fossi. Hér sést vel, hvernig umhorfs verður, þegar farið er á bílum um allt og sífellt verið að mynda nýjar slóðir. För af þessu tagi geta verið áratugi að gróa upp. <2 í Landmannalaug- um. Viðleitni í þá átt að ekki sé ekið um allt: Skilti hvetja ökumenn til að skilja bílana eftir við grjótgarðinn á myndinni. En gestirnir hafa ekið yfir garðinn milli skiltanna. Talandi tákn um umgengn- ismenningu íslend- inga. þurrkatið. Ég hef sjálfur orðið fyrir óþægindum af því á Þing- völlum. ,,En hvað uin fénað? Er æski- legt að þjóðgarðar séu alfriðaðir fyrir sauðfé til dæmis?“ ,,Það er okkur ekkert trúar- atriði, eins og sumir virðast telja, að gera búfé útlægt af friðlýstum svæðum. Persónulega finnst mér kostur heldur en hitt að hafa búfé á útivistarlöndum þar sem það á við. Villidýr á íslandi eru fá og fáséð eða staðbundin, og því ánægjuleg uppbót að hafa húsdýr- in. Sum svæði eru þess eðlis, að þau þola vel beit. Annars staðar þykir hins vegar rétt að halda við fjölbreyttum gróðri, en það gerist ekki nema beit sé útilokuð. í skóg- lendum tefur beit fyrir eðlilegri endurnýjun og þurfa þau því að vera undir öruggri beitarstjórn, þar sem hún er ekki með öllu bönnuð. Ofbeit er að sjálfsögðu hvergi þoluð. í samræmi við þá stefnu verður búskapur áfram í Jökulsárgljúfrum og eitthvað verður áfram af fé í Skaftafells- högum, en Þingvallaþjóðgarður- inn er alfriðaður fyrir búpen- ingi.“ „Sumarbústaðir þar hafa líka orðið nokkurt hitamál.“ ,,Já, það er rétt. Mér finnst að sumarbústaðir einstakra manna eigi ekki að eiga sér stað í þjóð- görðum og að rétt sé að stefna að því að láta þá hverfa, þótt það taki tíma og kosti nokkurt fé. Ég vona •'kJZ að minnsta kosti, að nýjum bú- stöðum verði ekki bættvið." ,,En er ekki rétt að gera sér grein fyrir því, að einhversstaðar i nánd við þéttbýlið sé kostur á aðgengilegu og fallegu landi til handa þeim, sem endilega vilja koma sér upp sumarbústað?" „Jú, mér finnst að það þurfi að vera fyrir hendi. En sá sem ásæl- ist land undir sumarbústað, kepp- ir venjulega við þá aðila, sem vilja koma upp almenningsað- stöðu, fölkvangi eða þjóðgarði. Þesskonar samkeppni myndast um skóglendi, hraunjaðra, ár- bakka og annarskonar fallega staði, þar sem hlýleiki og viðsýni eru fyrir hendi. Þar sem þessi stjónarmið keppa um sama landið álit ég að fyrst eigi að hugsa um heildina. Þetta segi ég sérstaklega með það i huga hve lítið er um skóg og annað skjólgott land á Islandi. Réttara er að hafa sumar- bústaði i nágrenni útivistarsvæða, sem íbúar þeirra hafa samnot af með öðrum almenningi. I upp- sveitum Árnessýslu hentar land víða vel fyrir sumarbyggð enda er þar hátt í helmingur allra sumar- húsa í landinu i fjórum sveitum. Þar sem svo háttar til má vel hugsa sér að verulegt iand sé lagt til sumarbústaða án þess að þurfi að þrengja að þjóðgarðinum í ná- grenninu. En ég tel, að ástæða sé að kanna, hverjir ætla að byggja sumarbústað með það fyrir augum að rækta og fegra landið f kring og gera eitthvað sérstakt fyrir þá. Það er fólkið með „græna fingur" sem Gunnar Bjarnason kallaði svo í grein i Morgunblaðinu. Þann ræktunar- áhugaþarf aðstyrkja." ,,Nú vitum við að auðvelt er að veita þessari sérstæðu náttúru okkar svöðusár, sem seint gróa og þar á ég einkum við menn með ólæknandi jeppadellu, sem fara að iða í skinnlnu, ef þeir sjá bratta grasbrekku utan vegar. Þeir gætu valdið miklum land- spjöllum eins og átt hefur sér stað við Sófheimajökul og Eldgjá." „Rétt er það, að sá möguleiki er fyrir hendi. En hættan af þess- konar skemmdum er mest uppi á hálendinu, þar sem hjólför eftir bíla geta staðið áratugum saman. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.