Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1974, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1974, Síða 12
• • SOLBLIK Dyr snyrtivöruverzlunarinnar opnast og skyndilega fyllistgatan nálykt kransarnir, líkkisturnar, blómin, nellikkur, nellikkur. Þetta er ekki vínbar heldur sápuhús, hárkollur i glugganum, kvennærföt og skartgripir, likt og verðlaun iskottjaldi. Hér var eitt sinn veitingahús með básum, ' og ösku og úrgangi, á gólfinu. Peningur i glymskrattann og rafmagnsgitarinn fyllir lof tið, meðan bankarnirþenjast út, meðan tízkuauglýsingarnar splundrast í götumyndinni, milli flöktandi auglýsingaljósanna ogflótta bílanna yf ir malbikið. Undir ógnandi tjaldhimni streymir mannf jöldinn, ferðamannalest: heima-húsmæður, skjalatöskumenn með pappíra, einskisvirði, gervi-afgreiðslustúlkur, apamaðurinn frá Hong Kong og allir hinir. Hjá sjónvarps-Jóni á „rétta horninu" er hægt að rekast á sjálfan sig á sjónvarpsskerminum. Frá hafnarrónunum bersthávaði. í pylsuvagninum á torginu f lúrast hljóðhimnurnar af transistormúsik: remúlaði, tómats- og sinnepssósan minna á apa með niðurgang. Storkurinn hef ir hreiðrað um sig á pósthúsþakinu. Sólingyllirbronsstyttu riddarans Konungurinn likist sporvagnsstjóra.sitjandi áónýtum hringekjuhesti. Hann riður yf ir góðviIjuð auglýsingaspjöld með sköllóttum hökutoppsherra sem egnirtil bardaga við danska alrikisstefnu. Feitur fulltrúi pantar ölkrús á svölum Hótel Englands og á næsta kaff ihúsi eru tveir ferðamenn sammála um að Fiskasafnið sé leiðinlegt. Hinum megin á götunni er mangað um list og jarðarfarir, þarer lika plássfyrirdýrasala sem hefur tvo deyjandi fiska og eina saurlifa mottu fyrir augunum. Áalmenningssalerninu er bréfberi með skarð í vör, krotandi orð sem hann þorir ekki að segja við konuna sina. Þefurinn úr eldhúsi hótelsins og mígildisins blandast saman og dúf urnar eru hálfringlaðar á blóðbeikinu. Undirþví sitja eftiriaunamenn á bekkjum, og með misjöfnum áhuga fylgja litbrigði Ijósaugans bilum og teiknimynda-hreyf ingum fótgangenda, það er eitthvað skordýrslegt yf ir bænum, skriður, smýgur, sólblik á fleskorminum græðgi fálmarans þúsundir augna, vængir sem flögra eitthvað staðnæmast suða, suða, þráður og net blóðkoppar spýja nál i bakskel. Dauðinn á botni sultukrukkunnar rotnandi skoltar. TVO LJOÐ eftir danska skáldið Ulf Gudmundsen Úr bókinni Iberisk sommer Ulf Gudmundsen hefur m.a. gefið út Ijóð, sem Alfreð Flóki hefur myndskreytt. Þegar Ulf Gudmundsen kom hingaS í upplestrarferð fyrir skömmu las hann Sólblik upp í Norræna húsinu. Rétt i þessu segir einhver, hamingjan er að eiga einhvern tilaðelska eitthvað tilað vinna að og vona. Stúlka sýnir afgreiðslubrosið. Dvergur skrifar hneykslanleg lesendabréf. í spítalagarðinum mókir fótalausi maðurinn, og i skemmtigarðinum er hvislað þú skilur ekkert ekkert. Og þrösturinn b'niránamaðk úr grasvellinum. VERZLUN LEE CHONG Hvernig gengur? spurði ég og hann yppti öxlum muldraði. Þetta gengur upp og niður. En ætti ég að segja eins og er þá liður mér djöfulfega. Viðstóðum i verzluninni niðri við höfnina og mér varð hugsað til Cannery Row og sardfnanna hans Steinbecks. Úti á bökkunum var má vager og ferjan kom másandi inn þegar ég stakk tímaritinu i vasann. Pillur, sagði hann út i bláinn, pillur það er ekki vegna þess þær hjálpi en ég kemst ekki af án þeiria. Á heimleiðinni fór ég að velta fyrir mér hvort auðnuleysingjarnir séu hamingjusamir. h.j. þýddi Reynum að vera víðsýnir Framhald af bls. 11 annað mál, að ekkert er óum- breytanlegt í ríki náttúrunnar og vatnsflaumurinn breytir hverjum fossi smám saman. Dropinn holar steininn og trúlega breyttist foss- brúnin minna eftir því sem drop- arnir yrðu færri. Stundum getur komið til kasta Náttúruverndar- ráðs, hvort endurbæta eigi eitt- hvað, sem aflaga hefur farið af völdum náttúrunnar. Ekki alls fyrir löngu brotnaði skarð i berg- brún Seljalandsfoss. Vatnið dreifðist ekki eins og áður og menn voru að ég held sammála um, að hann hefði ófrikkað. Náttúruverndarráð var að því spurt, hvort það hefði nokkuð á móti þvi að gert yrði við skarðið með því að fella í það stein. Við höfðum siður en svo nokkuð við það að athuga. Þá má nefna að áhugamenn gerðu við Hvítserk á Húnaflóa með steinsteypu, þar sem sýnt var að annars myndi hann fljótlega hrynja.“ ,,Ég hygg að brýna nauðsyn beri til að þið séuð mjög lifandi í Nátt- úruverndarráði. En sú skoðun heyrist stundum, að ráð af þessu tagi séu varasöm og geti út frá öfgafullum náttúruverndarsjón- armiðum orðið hemill á þarfar framkvæmdir." „Sá ótti er varla á rökum reist- ur og ég vil aðeins undirstrika og endurtaka það, sem ég sagði áður, að við reynum að vera vfðsýnir í náttúruverndarráði.“ „Hvernig er ráðið myndað?“ „Rúmlega hundrað manna nátt- úruverndarþing kemur saman á þriggja ára fresti og það kýs Nátt- úruverndarráð, sem aftur á móti er rikisstofnun. Það framfylgir náttúruverndarlögunum og ráð- stafar þvi fé, sem úthlutað er til þessara þarfa á ári hverju. Ég tel þetta sé mjög athyglisvert fyrir- komulag og þekki ekkert dæmi um, að slíkt þing fulltrúa úr landshlutum og samtökum kjósi stjórn rikisstofnunar. Á þessu ári var okkur úthlutað 25 milljónum króna og þar af fer helmingurinn til framkvæmda i þjóðgörðum. Afgangurinn fer f önnur verk- efni; þau vantar sannarlega ekki og lítill vandi að verja þessum krónum skynsamlega.“ Álfagull Framhald af bls. 13 þrungin. Guðrun settist á rúmstokkinn hjá Birni og grúfði sig yfir hann. „Elsku bróðir minn," sagði hún og grét. Klukkan sló tólf. En er tár hennar féllu á andlit hans opnaði hann augun. „Hefi ég sofið lengi," mælti Björn og neri stírurnar úr augunum. „í eitt ár," mælti Guðrún. Þá grét Björn í fyrsta sinn, en Guðrún hló í gegnum tárin, — og þá sló klukkan tölfta höggið." Ég minntist þess í upphafi þessarar greinar, hvernig kapphlaup um lifsgæði, undir forustu ýmsra launþegaleiðtoga, hefði gegnsýrt þjóðfélagið Hfsleiða og öfund, og komið því .til leiðar, að gjaldeyrir okkar er orðinn, vægast sagt okkur til litillar sæmdar, — aðeins litið brot af gjaldeyri þeirra landa, sem okkur standa næst, t.d. Norður- landa. Þessu til sönnunar ætla ég að minna á ummæli tveggja áhrifa- Framhald á bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.