Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1974, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1974, Síða 13
Hér í verstöSinni þykir sjálfsagt að unglingar fái talsverða undirstöSu í bókstafareikningi. Yfirleitt líta þau á þá tegund stærðfræSi sem einhverskonar gestaþraut, sem maður neyðist til aS glugga í til þess að fá ekki núll á prófi. Aftur á móti þykir yfirleitt óþarft, að hin upp- vaxandi kynslóð fái nasasjón af sjávarútvegi, hvað þá að kennd séu þau vinnubrögð, sem líf okkar í þessu landi byggist á. Það mun hafa verið Jón Gissurarson, sem forgöngu hafði um sjóvinnunámskeiö í gagn- fræðaskóla fyrir um það bil 20 árum. En skiln- ingur á nauðsyn þess hefur ekki vaxið meir en svo, að nú eru haldin sjóvinnunámskeið í aðeins einum gagnfræðaskóla í Reykjavík. Sjávarútvegsráöuneytiö og Fiskifélagið munu hafa haft forgöngu um að senda tvo menn út á land til að sjá um sjóvinnunámskeið í skólum og gagnfræðaskólarnir á Snæfellsnesi og á Austfjörðum hafa tekiö þeirri aðstoð fegins hendi. íslenzka fræðslukerfið býr við eina gífurlega meinsemd, sem að minni hyggju yfirskyggir allt annað, þegar rætt er um að uppfræða þá, sem landið erfa. Frá sjö ára aldri til tvítugs er skólafólki haldið að bókum og námsgreinum. En strax í barnaskóla sér hver sæmilega skyn- samur nemandi, að hluti af námsefninu hefur mjög óljóst gildi, svo ekki sé meira sagt. Ef það er aðeins veikur grunur í barnaskóla að svo sé, þá verður það að vissu í gagnfræðaskólun- um. Flestir kennarar berjast vonlítilli baráttu við námsleiöann, sem er afleiðing þess, að nemendur sjá ekki tilganginn með talsveröum hluta af því stagli, sem námskráin gerir ráð fyrir. Talað er um stöðuga endurnýjun fræðslukerf- isins, endurmenntun kennara, vélvædda náms- tækni og þar fram eftir götunum. Hinsvegar virðist siður á dagskrá, að námsefnið hafi ótvíræða þýðingu fyrir einstakling í nútíma þjóðfélagi. Spurningin er: Hvað getur almenn undirbúningsstofnun eins og gagnfræðaskóli gert? Á hann að ýta undir þroska, víðsýni og sjálfstæða hugsun, — eða er hann til þess að sem flestir nái lágmarkseinkunn i einhverju þrugli, sem þeir hafa andstyggð á og ætla sér aldrei að líta i framar. Er það til þess arna, sem við höfum sett á laggirnar og stöndum undir þessu dýra fyrirtæki? Eða er þetta allt saman sett á svið uppá sport? Þess verður stundum vart, að menn leggja að jöfnu nýjungar og framfarir; að ný kenning eða ný aðferð hljóti að taka fram því sem áður hefur veriÖ notazt við. Mér kemur í hug tungumálakennslan, sem hefur ótvíræða þýðingu. Hana bar á góma, þegar ég ræddi við ungan og áhugasaman skólamann á dögunum. Var hann harla ánægður yfir þeim framförum frá „latínu- skólastaglinu", sem hann kvað okkur hafa búið við, sem tókum landspróf um 1950. Þá var lögð áherzla á málfræði, þýðingu og að geta skrifað stil á viðkomandi máli. Talmál og fram- burður var síður rækt, en menn urðu sendi- bréfsfærir tiltölulega fljótt. Nú skildist mér að hér hefðu orðið miklar framfarir; nánast bylting. Megin áherzlan lögð á talmál og framburð, en engin málfræði að kalla og lítið skrifað framanaf. Málfræðin kæmi síðar, sagði hann, þegar nemandinn hefði fengið tilfinningu fyrir málinu. Mikið hljómaði þetta fallega. Maður gat imyndað sér, að frá kennslustofunum bærist kliður af fágaðri Oxfordensku með dálitlu ívafi af Sjeikspír eins og enskir leikarar nota. Að gamni mínu fór ég að kanna máliö og komst að þeirri raunalegu niðurstöðu að talmál og framburður var fjárakornið ekkert skárra en löngum hefur tiðkazt i gagnfræÖaskólum. Annað var þó stórum verra: Krakkagreyin gátu naumast komiö saman óbjagaðri setningu á pappír, enda kunnu þau ekki nema lítið brot af þeirri málfræði, sem áður var miðað við að nemendur þekktu á þessu stigi. Þess vegna er eðlilegt að sú spurning vakni, í hverju hinar mjög svo lofsverðu framfarir séu fólgnar. Við lifum að vísu í veiðimannaþjóðfélagi þar sem aflahrotur og gæftaleysi skiptist á. Kannski er það þess vegna að lögmál happ- drættisvinninganna hefur nú verið fært að prófborðunum. Ég á þar við þessi fáránlegu krossapróf, sem nú tíðkast. Lesa má rétta svarið á prófblaðinu ásamt tveimur röngum svörum. Það er gert ennþá auðveldara en á getraunaseðlum fyrir ensku knattspyrnuna, en formið er svipað. Nemandi sem ekkert veit, getur fengið ágætiseinkunn í svona prófi. Ugg- laust er fólginn i þessu vinnusparnaður fyrir kennarann; varla tekur langan tíma að telja krossana. En hver tekur mark á útkomunni? Slappleikinn er þó engan veginn bundinn við gagnfræðaskólana. Ungur prófessor við Há- skólann hefur sagt mér, að það sé til dæmis vandamál þar, hvað stúdentar séu bágléga læsir á ensku. Hann taldi að aukin áherzla á valgreinar og brautaskiptingu í menntaskólum leiddi einungis til útþynningar og lakari mennt- unar, enda sæi þess stað nú þegar i Háskólan- um. Gísli Sigurðsson. A Ifagull hugleiðing I Ulll l CC3I“| "IVV iccnnuii yj« eftir Inaiald Tnmnwnn eyris 09 stórhækkun skatta! KUU HiyjUlU iW//í(tói)Wímyndum Kröfuhörkuforingjar hir kröfum, sem ekki er hægt « fullnægja, nema með lækkun gjal Ég las fyrir nokkru bók, mér til óblandinnar ánægju og aðdáunar bæði á ævintýrissögunni og höfundi hennar, Bjarna M. Jónssyni. Höfund- ur þessarar bókar lýsir ofbeldi, ágirnd og mætti hins góða svo meistaralega að fáir munu eftir leika. Sagan er lika ágæt spegilmynd af okkar nútimaþjóðfélagi með sinni alkunnu heimtufrekju og óhóflegu ýmsu stétta eru í flestu ekki ósvipað- ir honum Bimi i sögunni, sem ætið var óánægður og ætið i hinu versta skapi, sem bitnaði á Guðrúnu systur hans, sem var mjög góð kona, er ekkert aumt gat séð, og hún var mjög miður sin vegna skapgalla og ágirndar bróður síns. Stutt ágrip sögunnar: „Eitt aðfangadagskvöld þegar Björn var á gangi við hirðingu fjár síns, verður honum litið á lítinn álf sem hafði týnt huliðshjálmi sínum. Hann verður ekki seinn á sér að grípa hann í sterka hendi sína, því að hann hafði heyrt, að álfar ættu gnægð gulls í hamrabústööum sínum, og pínir hann til að lofa sér ein- hverju af álfagullinu ef hann sleppti honum. Álfurinn neyddist til að ganga að þessu, og hann sagði Birni að heimsækja sig á þessum stað á aðfangadag næstu jóla. Á aðfangadag næstu jóla vaknaði Björn löngu fyrir dögun og fór á hinn tiltekna stað. Hann varð að bíða nokkuð lengi, og fór hann að formæla álfinum, því hann hélt að hann mundi svíkja sig. En þegar minnst varði birtist álfurinn og rann þá Birni samstundis reiðin. Björn sleppti nú töfra- hnoðinu, og rann það þegará stað. Eftir nokkurn tíma koma þeir að háum klettum. Álfurinn drepur sprota á berg- ið og lýkst það þegar upp, og þeir sjá inn í höll alsetta gulli og gimsteinum og álfakóngur i hásæti. Björn kvaðst ekki mega tefja; vildi strax fara að fylla stóru pokana, sem hann hafði meðferðis undir gullið. Honum er þá fylgt í stóra geymslu fulla af gulli og hann tekur þegar að fylla pokana. Þegar því er lokið, er honum hjálpað með að koma pokun- um á sleðann sem hann hafði meðferðis. Hann heldur svo á stað og gengur ferðin furðu greiðlega, þótt þungur væri drátturinn. Systir hans heima var mjög áhyggjufull vegna þessarar ferðar; bjóst jafnvel við að sjá hann ekki framar. Þar var komið miönætti, þegar Björn kom heim. Hann var hinn kátasti og bað systur sína að hjálpa sér að bera inn pokana og hugðist láta hana falla í stafi yfir auðæfum sín- um. En honum brá í brún þegar hann opnaði pokana. í þeim fyrsta var tómt loft; úr öðrum pokanum hlupu marg- ir mjálmandi og hvæsandi kettir; í þeim þriðja var að- eins grjót. Björn var örvita af reiði. Hann óð fram og aft ur og barði saman hnefun um. Slika grimmd hafði Guð- rún aldrei séð í neinum öðr um augum. „Hefnd, hefnd," hrópaði Björn æðislega. Hann kreppti hnefana svo hnúarnir hvitnuðu. „Eg skal drepa alla álfana strax á morgun," grenjaði Björn. Guðrúnu sortnaði fyrir aug- um. En Björn hló tryllings- hlátri. Næsta morgun var Björn ekki vaknaður á venjulegum tíma. Systir hans hugði að lúi eftir ferðina mundi valda. Hún gegnir skepnunum, og fór svo að reyna að vekja Björn, en hann svaf sem fastast. Hann svaf næstu daga og vikur, og allt hugsan- legt var reynt til að vekja hann, en allt án árangurs. Guðrún reyndi að hjúkra hon- um eftir getu. Svo leiö árið til næstu jóla. Á aðfangadag var Guðrún mjög harmþrungin. En þá mundi hún eftir álfa- móðurinni, sem varð alvis á jólunum. Hún afréð að ná fundi hennar. Hún bjó sig til feröar sem bezt hún gat. Og eftir langa göngu'náði hún fundi álfadrottningar. Guðrún heilsaði henni. Hún tók henni vingjarnlega og mælti: „Þú munt komin hingað vegna bróður þins. — Dreyp þú á hann dropa úr lifsins lind áður en þessi jól eru liðin, og mun hann þá vakna." „Hvar er lifsins lind," spurði Guðrún. „Hún rennur víða fram," mælti álfamóÖir. Guðrún hélt nú heimleiðis og leitaði að lifsins lind og gat hvergi fundiö hana, því allt var frosið. Hún leitaði fram á nótt. Hún óttaðist að hún hefði farið framhjá lind- inni án þess að verða hennar vör. Hún bjóst nú við að geta ekki vakið bróður sinn. Undir miðnættið reikaði hún í bæ- inn niöurbeygð og harm- Framhald á bls 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.