Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1974, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1974, Blaðsíða 3
Daglegt brauðhjá þeim Kissinger-hjónum: Hóreru þau meB herra og frú Gromyko. vel hafa þær reynzt, að menn eru farnir að tala um töfra eðagaldra. Hann reifar ekki málin eins og málafærslumaður i dómsal, heldur sem skólamaður og sagn- fræðingur. En magnaðasta vopn hans er skopskyn og fyndni. Þegar allt virðist komið i strand, slær Kissinger á hátiðleikann með brosi og hnittinni athuga- semd, sem breytir afstöðu manna. Islenzkir stjórnmálamenn minn- ast þess stundum, að Ölafur heit- inn Thors hafði þennan hæfileika í rfkum mæli. Hann gat leyst erfiðan hnút á augabragði með einni hnittinni setningu og þeim sérstöku persónutöfrum, sem honum voru gefnir. A þennan ómetanlega hæfileika Kissingers hefur aldrei reynt í eins ríkum mæli og nú uppá sið- kastið á sáttafundum með Isra- elum annarsvegar og framá- mönnum Araba hinsvegar. Þar sem Bandarikjamenn höfðu tekið afstöðu með ísraelum og gert þeim baráttuna kleifa með ný- tizku vopnum hefði mátt ætla, að utanrikisráðherra Bandaríkjanna væri sizt af öllu maðurinn til að bera sáttaorð milli mótherja, sem hafa hatazt frá fornu fari. Það er til marks um persónu- töfra Kissingers, að vart mátti á milli sjá, hvorir mátu hann meira, forystumenn ísraela eða Araba. Sadat Egyptalandsforseti talar um Kissinger sem „kæran vin sinn“ og kallar hann þar af leið- andi Henry, þótt Kissinger ávarpi Sadat ævinlega „Mr. President“. Aðdáun þeirra er gagnkvæm og enginn veit, hve stórkostlega þýð- ingu það út af fyrir sig getur haft á heimsfriöinn. Kissinger hefur ekki farið dult með, að hann telur Sadat fremstan af leiðtogum Araba. En hástemmdust lýsingar- orð geymir Kissinger til handa kinverskum starfsbróður sinum, Chou En-lai, sem hann telur „mesta stjórnvitring vorra tima“. Það kann að vera rétt, en sá stjórnmálamaður, sem mest áhrif hefur i heiminum um þessar mundir, er þó að öllum likindum Henry Kissinger sjálfur. Ef ein- Forsiðumynd af fréttaritinu Time: Töframaðurinn Kissinger með friðardúf- una. Eins og að líkum lætur er Kissinger óendanlegt efni fyrir skopteiknara. „Vinur minn Henry", segir Sadat Egyptalandsforseti. Hann fer ekki dult með hrifningu sfna á Kissinger og samband þeirra er mjög gott. enn — eins og ekkert hafi í skor- izt. Eins og allt var i pottinn búið, hlaut að teljast misráðið að skipa friðarverðlaunum Nóbels milli þeirra Kissingers og Le Duc Tho. Fyrir allt sitt sáttastarf er Kiss- inger að vísu vel að þeim kominn og kannski enginn betur. En i Parísarviðræðunum var hann ein- ungis að bjarga leifunum af and- liti Bandaríkjamanna, sem búnir voru að svíða græna jörð og fremja óhæfuverk á lifandi fólki um áraraðir. Að vísu var gott og blessað að geta einhverntíma stöðvað þann skollaleik. Er* varla var ástæða til að verðlauna samn- ingamanninn sérstaklega fyrir það. Kissinger hefur sinar aðferðir við samningaumleitanir og svo Einar Ólafur Sveinsson BAUGABROT Baugabrot nefni ég þetta kvæði, af því að það er saman sett af brotum, sem með nokkru móti hafa verið brædd saman i eins konar heild. Fyrsta vísan er úr Flateyjarbók, eignuð Haraldi hárfagra, og segir þar, að það sé úr drápu, sem hann hafi ort um Snæfríði Svasadóttur. Þá er hér allmikið af vísum i hornklofum, og er það allt verk þess, sem þetta ritar. Allt annað eru brot eignuð i Snorra-Eddu Ormi Steinþórssyni. Hin fornu brot eru gædd dularfullum svip; vísa sú, sem eignuð er Haraldi konungi, hefur yfir sér eins konar dauðans blæ, um brot Orms má segja nokkuð hið sama, en að minnsta kosti er yfir þeim draumheimsandi. Á þann er þetta ritar sótti langtíma hvöt að yrkja í eyður þessara brota. Sú heild, sem úr þessu varð, ef heild má kallast, er hans verk. Var sem hann sæi á málminum í deiglu sinni glampa og skugga gömlu brotanna. En eins og nú var sagt er heildin hans verk, og verða menn að dæma um eins og þeim þóknast. Hin fornu brot eru kunn fyrir kynlegleika efnis og snilld bragar. Um orðfæri visast til skýringa á öðrum stað í blaðinu. Lýk ég svo þessu máli. „Bið ég yður að virða vel; vér höfum fleira á hendi." Hneggi ber ek æ ugg, ótta hlýði mær drótt (dána vekk dul at mey) drauga á kerlaug; drápu lét'k ór Dvalins greip dynja, meðan fram hrynr (rekkum býð ek Regins drykk réttan) á bragar stétt. Seggir þurfut ala ugg — engu sný'k í Viðris feng háði — kunnum hróðrarsmlð haga — of minn brag. [Sóttu of svarta nátt — svefns varmér, hrings Gefn: - draumar I dimmum sveim; daprt gerðisk þá mitt skap: þóttumk af þungrt sút, þröngð at lífi, horskt víf, (brenna knátti bastlit kinn) bleik af nauð gulls eik. Vart mætti vella gátt vita í þann rann, orpin váru andvörp afar sár gegnum tár, unz hné at hvilutré haddfögr, marghög; dáin var þá drós Ijós; daprt gerðisk mitt skap. Var sem sliti úlfaat ótt um hjartarót, sú fannsk mér sárust raun; sveið mér þá hugarleið . . . Þótti mér þá brátt, þat vakði undr í lund, dimmum i draum-heim, dauða- var þat kynlig nauð:] At væri borit bjórs brikarok mitt lik,— rekkar nemi dauðsdrykk Dvalins, — i einn sal . . . Skorða var i föt færð fjarðbeins afarhrein; nýrri slöng nadd-Freyr nisting of mjaðar-Hrist . . . [Grima um grátt húm gengrtreg nauðarveg, beigr sækir brjóst fast, birta hrein er furðu sein. Morgunn siðla sigr stig; sorg grefr hjarta borg. Hvat mun um hvita snót? Heljar kvöl vekr böl. Ótti sækir óðar gátt; undarliga ferr mér: þykir mér et þýða fljóð þreyja lifs, fagrt vif. Væn mun þetta villusýn; váði sækir mitt ráð: vil glepr vist ok dul, varla knátti sjálfrátt. Björt lýstu þá brúna-ljós bltð þin til min, óru-t þessi augu feigs, eldr var i brár felldr. Geisli var glæstr ást; glóð yljar hjarta-slóð; gleði- skin sól I sal sviphrein fjörsteins. Hefja skal nú hróðrarmál, hring-eik! á nýjaleik; nauð sár þá fyrnisk forn: fagrt vif er enn lífs . . .] Hrosta drýgir hvern kost hauk lúðrs gæi-Þrúðr, en drafnar loga Lofn löstu rækir vinföst . . . Þvi at hols hrynbáls hramma, þats ek berk framm, Billings á burar full bjarkar hef ek lagit mark . . . Hróðrarnjóti funa Friðr (Fundins mærða'k salar grund) fastan lagða'k flagðs gust, fjarðar, á brims garð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.