Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1974, Blaðsíða 7
íílMlaílj.A M ’i' / •. mmnW-jk W Jlj 'Sf Ifí WMHIIII » TT * . t Á ÞESSU merkisári — 1974 — minnumst við fslendingar 1100 ára samfelldrar byggðar á eylandinu okkar kæra. Ellefu hundruð ár, heil eilífð, augnablik — allt eftir því, við hvað er miðað. Ef við tökum jarðsögulegt tfmatal til hliðsjónar, þar sem vfsindamenn hafa lesið aldur jarðar með rann- sóknum á frumefnum hennar og telja hann ekki i milljónum heldur milljörðum ára, þá verða þessi 1100 ár fslands byggðar „Einn dagur, ei meir". Það eru einmitt þessi orð, sem þjóðskáldið. Matthias, hefur um aldur byggðar á fslandi i þjóðsöng okkar, sem hann orti árið 1874 á þúsund ára afmælinu. Matthías fann ekki sjálfur upp þessa samlfkingu, og ekki hafði hann hana heldur úr visindaritum. Nei, fyrirmyndin var sótt i bók bókanna, Biblíuna, sem sumir virðast telja að standi i vegi fyrir visindum og fram- förum, en mætti fremur nefna vöggu þeirra. Já, 1100 ára byggð á landi voru segja skráðar heimildir, en öll höfum við eflaust heyrt um Irska einsetu- menn, sem áttu að hafa verið hér fyrir í landinu, er landnámsmennirnir tóku setjast hérað. Sagnir herma, að þeir hafi hrökklazt úr landi, enda verið kristnir og því ekki átt samleið með heiðnum vikingum. Ég hef heyrt greindan mann og margfróðan halda fram annarri kenn- ingu um örlög þessara frumbyggja, og finnst mér hún svo forvitnileg, að ég vil geta hennar litillega. Hann heldur þvi fram, að sumt af þessu kristna fólki hafi flenzt hér og orðið vinnuhjú eða þrælar vikinganna. Þannig hafi börn sumra landnáms- mannanna fengið kristnar fóstrur, sem hafi bæði visindi og óafvit- andi lætt kristinni siðfræði inn hjá margri ungri og opinni sál. Er ekki liklegt að börn, sem búin voru að velkjast vikum saman yfir hið úfna Atlantshaf og taka þátt i óvissu og eftirvæntingu hinna fullorðnu, hafi verið opin fyrir nýjum áhrifum á nýju umhverfi? Hver dagur hefur ver- ið hinni næmu bamssál sem opinber- un. Þeir fullorðnu voru önnum kafnir við að koma upp skýli fyrir veturinn og sinna öðrum nauðsynjum. Skyldi þá ekki hafa verið notalegt, þegar veturinn lagðist að i veldi sinu, að kúra i fangi eða við kné fóstrunnar irsku og hlýða á frásögur hennar. Hún hafði auðvitað vit á að láta trú sina liggja i þagnargildi, þegar hús- bændur voru nærstaddir en búa hana i ævintýrabúning fyrir börnin. Þetta eru nú aðeins rómantiskar grillur mínar, en fræðaþulurinn, sem ég minntist á og talaði i alvöru um þessar írsku barnfóstrur, mælti á þessa leið: „Gæti ekki verið, að þarna fyndust orsakir þess, hve ótrú- lega hljóðalaust gekk að lögfesta kristna trú í landinu?" Við þekkjum öll, hve nærri lá, að barizt yrði á Þingvöllum árið 1000 og munum orð hins spakvitra, heiðna höfðingja: „ef vér slftum lögin, þá slitum vérog friðinn". Þarna talaði friðelskandi spekingur, þótt yfirlýstur Ásatrúar- maður væri. Ekki væri það undrunar- efni, þó að finna mætti i fornum heimildum frásagnir af uppreisnum herskárra sveitarhöfðingja gegn hin- um nýja sið, en svo er ekki. Má þvi álykta, að jarðvegurinn fyrir kenn- ingar Hvita-Krists hafi verið vel und- irbúinn i margra hjörtum og löghelg- un kristinnar trúar þvi betur tekið en annars mætti telja eðlilegt. f fslendingabók Ara hins fróða seg- ir svo: „f þann tið var fsland viði vaxið milli fjalls og fjöru," Ekki eru fræðimenn alveg sammála um, hvernig berí að skilja þessi orð. Ný- lega las ég grein i biaði, þar sem komið er inn á þessi mál. Greinina ritar einn af okkar sjálfmenntuðu fræðimönnum, refaskytta með meiru. Hann vitnar til svarðarrann- sókna i Þingeyjarsýslum. Þar hafa vísindamenn getað lesið jarðsögu alda og árþúsunda. Þeir gefa jarðlög- um nöfn og númer f skrásetningum sinum. Eitt öskulag, sem talið er tæpra 3000 ára gamalt, nefna þeir H 3. Á sumum stöðum vottar ekki fyrir viðarleifum ofan við þetta 3000 ára gamla öskulag. Þar hefur sem sagt ekki vaxið viður siðastliðin 3000 ár. Það er þvi ef til vill ástæða til að milda örlítið dóminn yfir forfeðrun- um vegna gróðureyðingar þeirra. Skógur var e.t.v. minni en almennt hefur verið talið. Alsaklausir eru bú- endur þó ekki af gróðureyðingu landsins, en þeir hafa sinar afsakan- ir. Hvernig voru ástæður þeirra? Við þekkjum ótal sögur um heyleysi, eldiviðarleysi o.fl. Þar var oft um líf og dauða að tefla, bæði manna og málleysingja. Hvað hefðum við gert I þeirra sporum? Gleymum ekki heldur eyðingaröfl- um sjálfrar móður náttúru. Þar eru engin vettlingatök viðhöfð. Ég nefni fyrst eldgos. Þau þekkjum við öll. Stundum vöktu þau önnur öfl, svo sem þegar jökulár breyttu farvegi sínum af þeirra völdum, en hrikaleg- ast var þó þegar stiflur brustu við uppistöður, sem myndazt höfðuvið jöklana. Orð eru vandfundin, sem lýsa slikum hamförum. Sandfok og uppblástur hefur komið hart niður á mörgum heiðarbóndanum, svo og skaraveðrin, sem þingeyska refa- skyttan nefnir t grein sinni, en i einu sliku veðri kubbuðust sundur i miðju tré, sem voru 5—8 þumlungar í þvermál. Þetta segir hann hafa gerzt i Ásbyrgi árið 1961 og er eflaust ekki einsdæmi. f bók dr. Sturlu Friðrikssonar um vistfræði íslands, „Lff og land", seg- ir, að um 2 milljónir manná séu taldar hafa fæðzt hér siðan land var numið. Á þvi timabili hafi lifað hér 33 ættliðir karla og kvenna. Flatar- mál gróðurlendis telur hann að hafi verið um 40.000 ferkm við upphaf landnáms, en sé nú um 20.000. Það kemur þá i Ijós, að hver fæddur fslendingur hefur samkvæmt þessu kostað landið einn hektara gróður- lendis. Ljótt, ef satt er. sagði gamla fólkið stundum. En hve stór hluti ibúa landsins, og hve mikla afsökun eiga þeir i þekkingarskorti sinum, fátækt og getuleysi? En við skulum ekki eyða tima né orku í það að nöldra um, hverjum sé um að kenna, heldur snúa bökum saman i skynsanlegri baráttu fyrir gróðurvernd. Látum það ekki sann- ast, að eyðing gróðurlendis aukist í réttu hlutfalli viðfólksfjölgun. Hvað sagði ég? — Fólksfjölgun! Það er næstum bannorð á okkar dögum. Ég hef vist syndgað stórlega með þvi að fæða 5 börn i þennan hungraða heim. Nú gera menn sér betur grein fyrir þvi en áður, að mannkynið allt er ein heild á einum hnetti, sem verður að geta brauðfætt sinar mörgu milljónir. Fólksfjötgun i heiminum er hvorki meiri né minni en 73 millj. á ári, sem mér telst til að jafngildi 200 þúsund- um á dag, en það er einmitt fjöldi fslendinga nú. Vist er þörf á að hamla gegn fólksfjölgun f heiminum og mest þar, sem örðugast er að koma þvi við, sökum eymdar og fáfræði. Ég er þeirrar skoðunar, að við Islendingar i okkar stóra landi (mið- að við fjólksfjölda). með okkar tæra vatn og hreina loft, eigum að lofa þjóðinni að fjölga eðlilega. þvi að með dugnaði og skynsamlegri hag- ræðingu hlýtur hvert mannsbarn hér að geta framleitt mörgum sinnum meiri og dýrmætarí fæðu handa hin- um hrjáða heimi heldur en hann þarfnast sjálfur. En til þess verðum við auðvitað að fá full umráð yfir hafinu umhverfis landið og nýta margháttaðar auðlindir þess með skynsemi og dugnaði. Enn er eitt ótalið, sem á skylt við takmörkun á fólksfjölgun, og tel ég það mál málanna hjá okkar þjóð árið 1974. Ég á við frumvarp um fóstur- eyðingar, sem nú liggur fyrir Alþingi og er vel kunnugt af umræðum i fjölmiðlum. Hugsið ykkur, ef þaS verður eftirminnilegasti atburðurinn frá árinu 1 974, þegar islendingar halda hátíðlegt 1 200 ára afmæli is- lands byggðar árið 2074, að þá var samþykkt morð-löggjöf. — Fyrirgef- ið orðbragðið, en hér dugar engin tæpitunga. Börn voru eitt sinn borin út. Það tilheyrði heiðnum sið. Við vitum lika um margar ólánsamar stúlkur á öll- um öldum, sem i eymd sinni og niðurlæginu fyrirfóru fóstri sinu og sjálfri sér stundum einnig. En höfðu þær sömu aðstöðu og stúlkur nú á dögum? Fengu þær menntun, til- sögn og handleiðslu, og var þá trygg- ingalöggjöf, sem bætti úr brýnustu fjárhagsþörfinni? Hvert mætti hugsa sér, að yrði næsta skrefið, ef frjálsar fóstureyðingar verða lögleiddar? Hvort binda menn meiri vonir við, að ófullburða fóstur geti einhvern tima unnið landi og þjóð til heilla eða ósjálfbjarga gamalmenni? Ef við er- um svo heimsk og miskunnarlaus að eyðileggja frjóanga, sem tilbúnir eru að skjóta rótum, þá klfgjar okkur varla við þvi á hinni kærleikslitlu tækniöld að ryðja burt feyskjum og fúasprekum. Hvers konar þjóð verð- ur það, sem heldur þjóðhátið á fs- landi 2074? Nei, nóg er komiðaf óhugnanleg um spám.en þæreru, þvi miður ekki minn heilaspuni. Litum til baka til dæmis til ársins 1835. Hugsum okk- ur, að fátæk og þreytt móðir að Skógum i Þorskafirði, sem þá gekk með þriðja barn sitt, hefði hugsað Ifkt og ein mjúkmál listakona, er kom fram fsjónvarpinu islenzka fyrir nokkrum árum, þegar rætt var m.a. um fóstureyðingar: „Æ. erum við mæður ekki orðnar þreyttar á að fórna?" Og hefði svo móðurinn i Skógum tekizt að farga fóstri sfnu, þá hefðum við fslendingar aldrei eignazt neinn Matthías Jochumsson. En hann orti siðar um sina kærleiks- riku móður: „hvað er engill úr Paradis hjá góðri og göfugri móð- ur?" Nú mun einhver segja eða hugsa: Ekki verða öll fóstur frægir menn. þótt lifi haldi. Alveg rótt. En VÍð, sem verðum bara venjulegt fólk, eigum öll heimtingu á vernd þeirrar móður, sem lét lif okkar kvikna. Ábyrgð föður er auðvitað engu minni, þótt hann verði ekki þeirrar náðar aðnjótandi að fá að að fóstra afkvæmi sitt i eigin likama. Mörgum sinnum hefur hinn is- lenzki þjóðarstofn verið hætt kominn i plágum og harðindum, en seiglan og kjarkurinn hjá þeim, sem af lifðu, var ódrepandi. Við getum dregið upp mynd frá slikum tímum: Móðir situr með ungbarn. Likari er hún vofu en mannsmynd, skinhoruð og tekin, en barnið tottar uppþornuð brjóst henn- ar. En þarna eru fleiri svangir munn- ar. Þarna sjáum við hjúið dygga, konuna, sem ekki varð sjálfri bams auðið, en fórnaði lífi sinu til aðstoðar við margþreytta móður, tók stöðugt við næstyngsta barninu, þegar nýtt bættist i hópinn. Við sjáum hana sitja með lítinn anga, ef til vill tvo, og reyna að syngja þá I svefn. Svefn- inn er stundarfróun, þegar hungrið sækir að. Föður barnanna fáum við e.t.v. greint I iðulausri stórhrið, þar sem hann neytir siðustu orku til þess að brjótast móti óveðrinu — heim, heim færandi björg í bú. Þetta er mynd af okkar þrautseigu og kærleiksriku forfeðrum. Þeim eig um við tilvist okkar hér að þakka. Eigum við svo vísvitandi að stuðla að eyðingu niðja þeirra? Skáldið, Indriði Þorkelsson, kveð- ur svo: Ykkur þótti úr ánauð væður állinn kaldi, feðurog mæður, en okkur þykir hann ekki stæður, ættlerunum, systur og bræður. Mörgum mun þykja þetta of beizkur biti til að kyngja. Sannleik- ur okkar voru felstir anauðir af fé, en marigir áttu kaBtlöÍka, og hann eitti styrkinn og varnaði þvi, að lifs- neistinn slokknaði, þegar öll sund virtust lokuð. Þetta fólk sýndi og sannaði, að „kærleikurinn breiðir yf- ir ailt, túrir öllu, vonar allt og umber allt". Þurfum við ekki lengur á kær- leika að halda, fyrst við erum hvorki að deyja úr hungri né kulda? Eða er hann kannski ekki til lengur? Jú, vist er hann til, þvi að skrifað stendur: „kærleikurinn fellur aldrei út gildi". En við verðum að gera ráð fyrir honum, bæði i eigin sál og ann- arra og leita hans þar. I trú á sannleiksgildi þess, að guð sé kærleikur, vil ég enda mál mitt með hinni alkunnu visu Steingrims skálds: Trúðu á tvennt i heimi, tign sem hæsta ber, guð í alheims geimi guð I sjálum þér. Þess vil ég óska, að efni visunnar væri gulli greypt i hjarta hvers (s- lendings — hvers manns — og mætti gegnsýra húsun hans, orð og gjörðir. 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.