Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1974, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1974, Blaðsíða 12
□ULRfEn EFm □G TRÚRR REVflSLR TILRAUN MEÐ HAFSTEINI MIÐLI hafði raunverulega gefið þeim, og töldu hana eiga helzt við um sig. Tveir fundarmenn settu þá lýs- ingu, sem við þá átti, í annað sæti. En nákvæm áthugun á röðun lýs- inganna var ekki möguleg eins og að framan greinir. Hver skýrsla geymdi lýsingar á fjórum til fimm látnum mönnum, sem voru auðkenndir með skfrnarnafni og einnig oft með föðurnafni. í einni skýrslunni voru nöfn átta manna. Fjöldi smáatriða í lýsingum á látnu fólki var mjög breytilegur. Þegar skírnarnafn var aðeins nefnt var ómögulegt að kannast við umrædda persónu svo óyggj- andi væri. í öðrum tilfelium var sagt frá fullu nafni og nákvæm lýsing gefin á útliti og framkomu og stundum sagt frá nöfnum nokkurra ættingja hins látna. Þeim var nær alltaf lýst í hópum, venjulega tveimur eöa þremur sa'man, en stundum gat fundar- maður aðeins kannazt vió einn þeirra. Þessir hópar framliðinna reyndust venjulega hafa verið ættingjar eða vinir þegar þeir voru á lífi. i lýsingum Hafsteins var venjulega greint frá því hvernig skyldleika þeirra var háttað. Annað frekar áberandi ein- kenni var, að tiltölulega stór hóp- ur framliöinna, sem var lýst, hafði látizt voveiflega. Fimm þeirra níu, sem frá var sagt 1 lýsingunum og hægt var að kann- ast við með sæmilega öruggri vissu, höfðu drukknað eða farizt í öðrum slysum. Þessir níu voru í fjórum hópum. I hverjum þessara fjögurra hópa var maður, sem hafði farizt voveiflega og í öllum tilfellum stóð hann í sambandi við fundarmann. Tíð dæmi voveiflegs dauðdaga í könnun okkar eru at- hyglisverð og hliðstæð athugun- um á meintum minningum frá fyrra lífi. Eins og áður hefur verið lýst var talið skynsamlegt að fara með lýsingarna'r til nánustu ættingja fundarmanna til þess að endur- skoða röðunina á þeim. Þeim var ekki sagt frá vali fundarmanns fyrr en þeir höfðu sjálfir metið lýsingarnar. Eftirfarandi dæmi sýnir gildi þess að fá aðstoð ætt- ingja fundarmanns við mat á lýs- ingunum. Ung kona, ungfrú E., þekkti ekki greinilega nokkra manneskju sem var lýst í einni af lýsingunum. Þegar ættingjar hennar á íslandi höfðu lesið lýs- ingarnr og komizt að því, að í þeim var rétt lýsing á tveimur meðlimum fjölskyldu hennar, var mati hennar breytt með hennar samþykki. í aðeins þessu eina til- felli var upphaflegu mati fundar- manns breytt. Eins og fyrr var greint, var þetta gert áður en I.S. sagði E.H. frá réttri röð fundar- manna. Við birtum hér frásögn míðilsins á fundinum með ungfrú E: Þarna kemur maður uin fimmtugt, hann hefur þekkt þessa persónu frá fyrri árum. Maöur um fiinmtugt, rétt meðal- maður á hæð en þykkur yfir herð- ar, þykkvaxinn allur, hæggerður maður, prúðmenni, fylginn sér og ákveðinn, segist heita Þórður Þor- steinssen, hefur átt heima í sveit á tslandi. Nálægt, mjög nálægt þorpi, kauptúni. Þvf það kemur með honum þarna gömul kona, háöldruð, Guðbjörg að nafni. Þau hafa þekkzt og þekkt þennan mann þarna, þegar hann var drengur. Já, ég held það. En það er einnig þarna maður, þriðja persóna, sem hefur þekkt hann, hefur farið mjög snöggt, skyndilega, maðalmaður á hæð, grannur frekar, bæði utan um sig og f andliti, toginleitur, ffnlegur maður og segist heita Gunnlaug- ur Jónsson. Akaflega ákveðinn persónuleiki, hefur farið mjög snöggt, einkennilega, sérkenni- lega, þar er eins og mér finnist standa í mér. Það er einhvern veginn svoleiðis, það hefur eitt- hvað skyndilega skeð f sambandi við öndunarfæri hans og hann hefurfariðaf afleiðingum þess. Með honum koma fullorðnar manneskjur tvær, fullorðin kona, allliingu farin, fullorðinn maður, foreldrar hans auðsjáanlega og biðja að láta vita um sig. Eitt- hvert húsnafn í sambandi við þau, veit ekki Bræðrum... ha.. ., Bræðrapartur. Þau áttu heima þar. Jón á Bræðraparti. Þetta hef- ur átt heima á kauptúni á tslandi mjög nálægt Reykjavík. Búið. Eaðir ungfrú E. og aðr- ir meðlimir fjölskyldunnar könnuðust strax við Þórð Þorsteinsson og móður hans, Guóbjörgu. Þegar Þórður var uin fjörutíu og sex ára gamall drukknaði hann þegar bátur hans sökk 1948. Hann var frekar þrek- inn maöur, í meðallagi hár og hafði búið með móður sinni á Patreksfirði. Þórður hafði verið kvæntur afa-systur ungfrú E. Bát- ur hans kom oft til Reykjavíkur þar sem afi ungfrú E. átti heima. Þórður bjó hjá afa ungfrú E. þeg- ar hann var í Reykjavik. Móðir Þórðar, Guðbjörg, dó 1943, níutíu og þriggja ára gömul. (Allar þess- ar uppiýsingar eru frá fjölskyldu ungfrú E.j. Öll smáatriði 1 lýsingunni á Þórði og Guðbjörgu virðast kom I KLETTAGLJUFRUM NEW YORK-BORGAR Við spurðum Hafstein Björnsson, miðil, hvað hann vildi segja um rann- sóknirnar I Bandaríkjunum og þá ekki slzt, hvernig honum féllu að- stæður, sem voru mjög á annan veg en hann er vanur á fundum sinum hér heima. Hafsteinn sagði, að það, sem hon- um hefði þótt eftirtakanlegt hjá þessum tveimur prófessorum, sem voru með honum í fyrra sinnið, dr. lan Stevenson og dr. Karlis Osis, hefði verið, hvað þeir báru tak- markalausa virðingu og lotningu fyrir málefninu. „Þeir minntu mig mikið á Einar Kvaran," sagði Haf- steinn Björnsson, „þessi mikla vara- semi, að neita engu né játa að ókönnuðu máli." Hafsteinn Björnsson sagði, að þarna hefðu verið tæki af ýmsum gerðum, sem hann kynni ekki að segja frá, tölva, segulbönd, speglar o.þ.h. „Mér fannst ég verða ákaf- lega Iftill f þessu framandi um- hverfi," sagði Hafsteinn Björnsson ennfremur, „en var þó staðráðinn f að standa mig og verða hvorki mér né þjóð minni til skammar. New York er ekkert nema klettagjár og margt mjög neikvætt og illa verkandi þar, svo að það er ekki hlaupið að þvf að verða andlega sinnaður f þessu umhverfi. Ég bjó f húsi við Central Park og við vorum vöruð við þvf að fara út f þann garð að kvöldi til, þvf að f honum fyndust lik á hverjum morgni." Hafsteinn Björnsson sagði, að það hefði verið ákaflega hnýsilegt að dveljast þarna vestra og ekki sfzt skemmtilegt að halda fundi fyrir fólk af öllum kynþáttum og þjóðernum. Or. Erlendur Haraldsson þýddi jafn- óðum fyrir fólkið á fundunum, „en allt, sem ég talaði, fór inn á segul- bönd og tölvur". Hafsteinn hélt einnig fundi fyrir einn og einn þátt- takanda ! einu og var sá númeraður og settur f sérstakan klefa, þar sem hann heyrði ekki til miðilsins né miðillinn til hans. í eitt skipti hélt hann skyggnilýsingar fyrir 13 slfk númer, en venjulega voru númerin eða þátttakendurnir 10. Niðurstöður af þessum fundum liggja ekki fyrir ennþá. En nú er unnið úr efninu og er sú vinna undir eftirliti fyrrnefndra prófessora, auk dr. Erlends. „Aftur á móti liggja fyrir niður- stöður af fundum með Islendingum f New York sumarið 1972," sagði Hafsteinn Björnsson. „Um þær get ég Iftið sagt, þvf að ég hef ekki enn fengið skýrsluna á íslenzku og ég tala ekki ensku. Aðstæðurnar voru mér auðvitað framandi og ég er al- veg óvanur slfkum rannsóknum, en mér þykir svona undir niðri einna vænzt um það f mfnu miðilsstarfi að hafa fengið að ganga undir þessa prófraun svo ágætra visindamanna. Og ef ég ætti eina ósk, væri hún sú, að slfk rannsóknarstöð væri á fs- landi. Að lokum vildi ég aðeins geta þess. að menn skyldu ekki ætlast til of mikils af miðli við framandi og óvenjulegar aðstæður. En ef ég fer aftur utan 1975, eins og ráðgert er, get ég fremur litið á mig sem heima- mann og geng ekki að þvf gruflandi, hvað fram fer. Þá geta lýsingar mínar einnig orðið nákvæmari." heim og saman. En sú yfirlýsing Hafsteins, að þau hefðu þekkt fundarmann, „þegar hann var drengur," var röng. Ungfrú, E. er auðvitað ekki drengur og hún fæddist í raun og veru ekki fyrr en nokkrum árum eftir að Þórður og Guðbjörg dóu. (Þess skal getið, að Hafsteinn hélt því ekki fram að hann þekkti kyn neinna hinna ósýnilegu fundarmanna.) Fjölskylda ungfrú E. kannaðist ekki við Gunnlaug Jónsson og föð- ur hans Jón. Á íslandi gerði E.H. ítarlega fyrirspurnig um hús, sem heitir Bræðrapartur í þorpi skammt frá Reykjavfk. Á öllu Faxaflóasvæðinu fundust tvö gömul hús með því nafni. Annað þessara húsa er á Akranesi og þar hafði búið maður að nafni Gunn- laugur Jónsson, fæddur 1894. Hann lézt 1962. E. H. tókst að hafa upp á bróður hans, O.J., sem býr 1 Reykjavík og fékk staðfestingu hans á því, að lýsing Hafsteins á Gunnlaugi og Jóni væri hákvæm. Gunnlaugur kafnaði þegar matar- bití festist í hálsi hans. Faðir Gunnlaugs, Jón, hafði einnig lát- izt 1962 og móðir hans 1961. 1 fyrstu gátum við ekki fundið nokkurt samband milli Gunn- laugs Jónssonar og fjölskyldu ungfrú E. Hins vegar mundi bróð- ir Gunnlaugs, O.J., óljóst eftir því, að Gunnlaugur hefði þekkt afa ungfrú E. þegar Gunnlaugur vann í tvö ár í Reykjavfk á skrif- stofu, sem vinur afa ungfrú E. átti. Aðspurður sagði afi ung- frú E., að hann hefði oft heimsótt eigandann á þess- ari skrifstofu þótt hann myndi ekki eftir Gunnlaugi .Jóns- s.vni. Þess má geta. að Gunn- laugur hafði unnið á þessari skrif- stofu um sautján til átján árum áður og að afi ungfrú E. er nú háaldraður. Ungfrú E. hafði aldrei áður set- ið fundi með Hafsteini. Frásögn- in, sem átti við ungfrú E., var sú eina þar sem tókst með sæmilega öruggri vissu að kannast við allar persónurnar, sem var minnzt á. á hinn bóginn fengum við nokkrar skýrslur þar sem ekki tókst að kannast við neina persónu. I einu öðru tilfelli staðfestu meðlimir fjölskyldu fundarmanns fyrstu lýsinguna, sem hann valdi með því að þekkja annað fólk, sem kom við sögu. í þessu tilfelli valdi fundargestur, sem er gift manni af rússneskum ættum, skýrsluna eingöngu á grundvelli lýsingar miðilsins á fólki, sem tal- ar rússnesku. Rússnesk nöfn voru nefnd, en ekki var hægt að kann- ast við þau. Íslenzkir foreldrar þessa fundargests völdu hins veg- ar þessa lýsingu eingöngu vegna nokkurra íslenzkra nafna, sem þau þekktu en þó ekki með öruggri vissu. 1 öðru tilfelli þekkti annar fundarmaður (kona) aðeins með öruggri vissu eina mann- eskju, sem var ekki skyld heinni en hún hafði þekkt liana. Eftir frekari rannsókn tókst okkur að bera kennsl á aðra manneskju, sem var lýst ásamt hinni fyrri. Síðari persónan, en hana þekkti fundargestur alls ekki, reyndist hafa unnið með persónunni, sem fundargestur hafði kannazt við. Þær höföu báðar farizt f sama slysi. Tilfelli sem þessi, sem E.H. hefur einnig tekið eftir á fundum Hafsteins þar sem minna eftirlit er haft virðast útiloka tilgátur um að skynjun Hafsteins sé til komin fyrir hugsanaflutning. i öðru dæmi kannaðist mágur fundarmanns greinilega við tvær persónur, sem var lýst í frásögn miðilsins þótt fundarmaður hefði sjálfur ekki kannazt við nokkra persónu í lýsingunni eða nokkr- um öðrum lýsingum og hefði getið sér rangt til um þá skýrslu sem átti við hann. Þær tvær persónur, sem mágurinn kannaðist við, höfðu látizt nokkru áður og höfðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.