Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1974, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1974, Blaðsíða 9
i Frá sýningu Sverris Haraldssonar a8 Kjarvalsstöðum. Mörgum finnst, aö Ijósvirkiö mikla iloftinu beri myndlistina ofurliði. verzlanir borgarinnar og skoða þá list, sem þar er á boðstóium, -inn- lenda og erlenda, og keypt er í stór- um stfl af mönnum, sem enginn virðist þekkja né vita deili á. Það væri verðugt verkefni fyrir félags- fræðinga að kanna, hvort þarna sé ekki hinn þögli meirihluti. Á þessum stöðum er ótæmandi úrval af fram- leiðslu, sem þrlfst f skjóli van- þekkingar og vanrækslu á sviði myndmenntar og verður ekki heimfærð undir annað en menningarmengun. Úr vanþekkingu er hægt að bæta, en til þess verður að viðurkenna, að hún sé fyrir hendi. Kjarvalsstaðir eru og tækifæri, sem Reykjavíkurborg hefur til að bæta svolítið fyrir vanrækslu- syndir hins fslenzka ríkis, að annast menningarmiðlun, sem fyrir löngu hefði átt að vera eht meginverkefni þeirrar húsgangsstofnunar, sem kall- ast Listasafn íslands, að annast tengsl Islands við evrópska menn- ingu með því að sýna okkur evrópska myndlist, forna og nýja. Svar mitt við spurningu númer tvö er nei. Snorri Sveinn Friðriksson listmálari: i. Sýningarhúsinu á Miklatúni eða Kjarvalsstöðum, eins og það hefur verið nefnt, hefur að minu viti verið valinn sérlega góður staður f þessum kyrrláta garði, og ekkert bendir til annars, en að svæðið geti orðið borgarbúum þægilegur dvalarstaður, þegar fram Ifða stundir. Byggingarstfll þessa húss er lát- laus og traustur og það fellur sórlega vel að umhverfi sfnu. Rústuðu járnplöturnar á framhlið gefa þvf hlýlegan og náttúrulegan svip. Ég get þvl sagt, að ýtlit þess falli mér mjög vel ! geð. f húsinu eru tveir sýningarsalir, sem skipta má niður f smærri sali, og hefur hver sinn inngang, sem er mikill kostur. Myndir njóta sfn mjög vel á striga- klæddum veggjum og hefði sjálfsagt ekki verið hægt að hugsa sér betri lausn hvað það snertir. En þó er eitt, sem verulega hamlar því. að þessir sýningarsalir geti talizt með öllu vel heppnaðir sem slfkir og er það með eindæmum ábúðarmikið loftvirki þeirra, ég minnist þess ekki að hafa séð þarna neina sýningu, sem þessi hrikalega svarthvita loft- mynd hefur ekki bókstaflega tröllrið- ið. Þessi risamynd er fyrst og fremst gerð til þess að tryggja jafna lýsingu. sem myndar þó eigi að síður skraut- legt skuggaspil á veggjunum. Hér er um að ræða tvö verulega þýðingarmikil atriði. sem tæplega verður komizt hjá að ráða einhverja bót á. II Við skulum ekki loka augunum fyrir þvf, að bygging Kjarvalsstaða er glæsilegt frcmtak, tvfmælalaust hið merkasta, sem opinberir aðilar hafa gert til stuðnings myndlistarlffi hér. En eins og er þá er tilvist þessa sýningarhúss og starfsemi eingöngu bundin við Reykjavík. Persónulega vænti ég þess, að fyrr en siðar verði þessi stofnun miðstöð myndlistar í landinu og þaðan muni skipulagt kerfisbundið starf til kynn- ingar og eflingar á myndlist f öllum þeim byggðarlögum, sem einhverja möguleika hafa á þvi að kynna hana. En til þess að stofnun sem þessi geti orðið virk og lifandi þarf að koma til ríkur skilningur á gildi slfks starfs. Það, sem ég hef aðeins litillega Eins og vel sést á þessari mynd, er birtan mjög misjöfn á veggjunum. Ljósmagnið efst á þessum myndum er um það bil helmingi meira en að neðan. . .■ - Draumur myndlistarmanna og listunnenda um glæsilegt sýningarhús f Reykjavik hefur rætzt, eða hvað? Rætzt og ekki rætzt, segja sumir. Menn koma auga á ýmsa annmarka á Kjawals- stöðum og vissulega veldur slfkt vonbrigSum. Svo dýrt er að sýna þar, að sýning þar sem Iftið seldist, yrði verulegur fjárhagslegur baggi fyrir listamanninn. Hæpið er að margir leggi út í þesskonar ævintýri. j annan stað þykir ýmsum myndlistarmönnum, að undirstöðuatriði i gerð hússins hafi mistekizt. j myndlistarhúsi hafa birta og lýsing meginþýð- ingu. Hvorttveggja virðist hafa mislukkast á Kjarvalsstöðum. Dagsbirta er af skornum skammti, þvi hið mjög svo umdeilda loftvirki skyggir á hana. Þrátt fyrir ótrúlegan kostnað við loftvirkið, er lýsing á veggjum bæði dauf og misjöfn. Veitingabúðin er á gangvegi og fleira mætti telja. Húsið er hinsvegar þokkalegt að ytra útliti. Lesbókin hefur fengið fjóra myndlistarmenn til þess að svara tveimur spurningum um Kjarvals- staði; í fyrsta lagi um sýningaraðstöðuna og i öðrulagi um rekstrarformið. Svör þeirra gefa nokkra hugmynd um afstöðu myndlistarmanna almennt og þarna kemur m.a. fram sú uppá- stunga, að myndlistarhúsið verði rekið á sama hátt og Þjóðleikhús. 1 . .... .. pfl|É|$s§É f', ',l m\ 1 -fí L M 1 1 S í’ 1 1 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.