Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1974, Síða 4
ALDRAÐIR SÓTTIR HEIM
Greinaílokkur eftir Þuríði J. Árnadóttur
HÉR HEYR-
IST HVORKI
HÓSTINÉ
STUNA
Rœttvið
Sigurbjörgu Þorldksdöttur
öMinniGrund
Sigurbjörg iunkringd hannyrðum stnum í Minni Grund.
Til fróðleiks fyrir þá, sem ekki
vita náin deili á þeim stað, sem
nefndur er Minni-Grund hér í
borg, skal þess getið að þar er
vistheimili fyrir aldraða. Það er
til húsa að Blómvallagötu 12.
Heimilið er starfrækt af sömu
aðilum og í beinu sambandi við
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund.
Sá, sem kemur að Minni-Grund
í kynnisferð I fyrsta sinn, getur
hæglega álitið að hann hafi farið
húsavilt, þar eð útlit hússins, inni
sem úti, gefur ekki annað til
kynna en að þar sé komið á stórt
og vel búið einkaheimili. Hið eina
sem mælir þar á móti, eru tölusett
númer yfir dyrum á herbergjum
heimilisfólksins, þegar inn er
komið.
1 húsinu munu vera um 50 vist-
herbergi, flest einsmanna en
einnig nokkur tveggja manna her-
bergi. Við það takmarkast vist-
mannafjöldi heimilisins. Á 3. hæð
hússins eru borðstofa og setustofa
ásamt eldhúsi og býtibúri. Þar er
einnig sími til afnota fyrir
heimilisfólk. Á hverri hæð er
eldhús, þar sem heimilisfólk
getur hitað kaffi á kvöldin.
Einnig er á hverri hæð hrein-
lætisaðstaða auk handlaugar i
hverju herbergi. Aðstaða virðist
öll hin ákjósanlegasta fyrir aldrað
fólk að lifa áhyggjulausu en
óháðu lifi, enda eru allir á þessu
heimili við sæmilega heilsu og
hafa fótavist, nema ef tilfallandi
veikindi ber að höndum.
Sigurbjörg Þorláksdóttir býr f
björtu og vistlegu einsmanns her-
bergi á 2. hæð. Hún situr við
sauma sína þegar við berjum að
dyrum hennar. Hún er mikil
hannyrðakona. Má segja að her-
bergið sé þakið hannyróum
hennar. Þessir handunnu munir
ásamt mörgum fjölskyldu-
myndum gefa þessari vistarveru
persónulegan heimilisblæ. Á
©
veggjum eru klukkustrengir, út-
sumaðar sessur og púðar á hæg-
indastólum og sófa, á gólfinu
handhnýtt teppi. Allt er þetta
unnið af Sigurbjörgu sjálfri.
Mikil litagleði er ríkjandi í þess-
um munum og sýnist gestkom-
andi likast þvi að sól skini úr
hverju nálspori.
— Hefur þú verið lengi hér til
heimilis? spyrjum við Sigur-
björgu.
— Ég kom hingað á siðastliðnu
hausti.
— Varla hefur þú unnið alla
þessa handavinnu á þeim tíma?
— Ekki allt, en mest af því sem
hér er, hef ég unnið sfðan ég kom
hingað. Auk þess er ég búin að
láta margt frá mér af því, sem ég
vann síðastliðinn vetur.
Við höfum hér mjög góða að-
stöðu til vinnu af þessu tagi, segir
Sigurbjörg. Á vegum heimilisins
er starfandi föndurstofa mestan
hluta ársins. Þar fáum við efni
keypt íil vinnunnar og fyrir-
myndir til að vinna eftir undir
leiðsögn kennslukonu.
— Selur þú þessa muni, sem þú
vinnur?
— Nei, ég hef ekki selt neitt af
þessari vinnu minni. Mér þykir
gaman að geta gefið þetta I tæki-
færisgjafir, þegar svo stendur á.
Hinsvegar hef ég prjónað dálitið
af treflum og vetlingum, sem ég
hef selt.
— Hefur þú nokkurn tíma af-
lögu til að prjóna á barnabörnin?
— Eg hef alltaf tíma til þess. Ég
á ellefu barnabörn og held að
ég prjóni ekki minna á
þau en aðrar ömmur. Hér höf-
um við líka allan tímann fyrir
okkur sjálf, höfum engum
skyldum að gegna nema að
koma í mat í kaffi. Ég get aldrei
setið auðum höndum, verð alltaf
að halda á einhverri handavinnu.
Sigurbjörg segist una vel hag
sinum.
— Ég get ekki séð hvernig hægt
er að fara fram á betri lífskjör á
elliárum en þau sem við njótum
hér. Við erum frjáls ferða okkar
og gerða, förum út af heimilinu
og komum heim þegar okkur
hentar en vitum að alltaf er fylgst
með okkur. Læknishjálp og
eftirlit með heilsufari er alltaf til
taks, þegar á þarf að halda.
Þannig farast Sigurbjörgu orð um
aðbúnað vistmanna á heimilinu.
Þó að Sigurbjörg telji sjálfri sér
vel borgið á Minni-Grund er
einnig önnur ástæða til þess að
hún kýs þar að vera. Þaðan á hún
hægt um vik að heimsækja eigin-
mann sinn daglega, en hann
liggur að mestu leyti rúmfastur á
Stóru-Grund.
Þau eru bæði hingað komin af
Austfjörðum. En þau bjuggu
lengst á Reyðarfirði, eða yfir 40
ár. Þar telur Sigurbjörg sína
heimahaga og þar vill hún
leggjast til hvíldar að lokinni
jarðvist, ef hægt verður að koma
því við.
Sigurbjörg er fædd að Geithell-
um í Suður-Múlasýslu, árið 1893.
Hún missti móður sína um leið og
hún kom í þennan heim. Hún ólst
upp hjá frændfólki sínu en fór
sfðan til Seyðisfjarðar, þar sem
hún var í fimm ár og vann á
saumastofu. Þá tók hún sig upp
og ætlaði til Hornafjarðar m.a. í
atvinnuleit. En atvikin höguðu
þeirri ráðagerð á annan veg. Á
leiðinni kom hún við á Djúpavogi
og dvaldi þar i nokkra daga hjá
móðurbróður sínum. Þar veiktist
hún af lungnabólgu. Læknir var á
staðnum og kom hann Sigur-
björgu til heilsu og vildi auk þess
ráða hana sem starfsstúlku á
heimili sitt. Þótti það gott boð í þá
daga. Af einhverjum ástæðum
þáði Sigurbjörg það ekki, en réðst
i þess stað til bónda í næstu sveit.
Á heimilinu var ungur maður,
Þorsteinn Jónsson að nafni. Þar
með var framtíð Sigurbjargar
ráðin. Þau giftust ári seinna.
— I stað þess að komast til
Hornafjarðar eins og ég ætlaði,
segir Sigurbjörg, fluttist ég árið
eftir til Reyðarfjarðar. Þar
stundaði Þorsteinn m.a. sjóvinnu
og ég vann á saumastofu Kaup-
félagsins i fimmtán ár. Við
eignuðumst fimm börn. A meðan
þau voru lítil fluttum við inn í
sveit og unnum við búskap í
nokkur ár. Árið 1959 veiktist Þor-
steinn og hefur verið sjúklingur
meira og minna síðan og var
ýmist heima eða hér fyrir sunnan
til lækninga. Eg fluttist svo
alfarin til Reykjavíkur árið ’64, til
að við gætum verið hér bæði. Þá
keyptum við okkur litla íbúð í
Vesturbænum og ég fékk vinnu á
Elliheimilinu Grund. Það tel ég
hafi verið okkur til happs, bæði
vegna þess hvað mér iíkaði vel
vinnan og hins að við þurftum á
þeim tekjum, sem ég hafði að
halda.
— Hvenær hættir þú þeirri
vinnu?
Þegar ég var 74 ára. Ég er mjög
þakklát fyrir að hafa fengið að
vinna svo lengi og ekki nema eðli-
legt að það tæki enda hjá mér eins
og öðrum.
— Voru það mikil viðbrigði
fyrir þig, þegar þú hættir að
vinna?
— Ekki get ég neitað því. Ég
held að það hljóti alltaf að vera
erfið stund fyrir alla, þegar sú
tilkynning kemur að starfsdeg-
inum sé lokið fyrir fullt og allt.
En við þvi er ekkert að segja.
— Hvað tókst þú þér þá fyrir
hendur?
— Þegar ég var búin að átta
mig á breytingunni, gar ég fundið
mér nóg til að gera. Það var verst
fyrst eftir að ég hætti. Mér fannst
ég ekki vita hvað ég gæti helst
gert við tímann og hendurnar
þegar ég kom heim. En svo fór ég
að vinna meira i höndunum,
prjónað lopapeysur og vettlinga
og seldi það og við höfðum góðan
fjárhagsstyrk af því með ellilaun-
unum. Auk þess hafði ég um
heimili okkar að hirða svo þetta
varð nóg verkefni fyrir mig.
— En hvenær brugðuð þið svo á
það ráð að fara hingað að Grund?
— Ég hef alltaf verið heilsu-
hraust alla æfi, þar til fyrir rúmu
ári, að ég varð vör við heilsubrest.
Þá fór ég á sjúkrahús, en maður-
inn minn fékk vistpláss á
Stóru-Grund, þar sem enginn var
til að hugsa um hann heima. Við
seldum svo íbúðina og ég fór lfka
á Stóru-Grund en svo hingað þeg-
ar herbergi losnaði hér.
— Tókst þú þessa breytingu
nærri þér?
— Ég býst við að fáum sé það
sársaukalaust að þurfa að sundra
heimili sínu og fara á dvalar-
heimili. En þó svo sé, vildi ég ráða
öllum, sem þá ákvörðun þurfa að
taka, að gera það áður en það er
orðið alveg óumflýjanlegt. Að
mínu áliti er best að fara á dvalar-
heimili á meðan maður er sjálf-
bjarga, ef hægt er. Þannig er auð-
veldara að taka því, sem síðar
kann að koma, þegar heilsan
bregst.
En fyrir mig var það ekki erfitt
að fara hingað, ég þekkti til hér
og kveið engu. Eg hef nú mjög
sæmilegri heilsu aftur en hér
líður mér vel og mundi ekki óska
að hafa þetta öðruvísi. Ég tel það
gott athvarf í ellinni að geta búið
á dvalarheimili, þar sem allt er
gert til að fólki líði bærilega.
Gamalt fólk verður, hvort sem er
einhverstaðar að vera og það
getur í fæstum tilfellum verið hjá
Framhald ð bls. 5.