Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1974, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1974, Page 6
Höfðaletur sem útsaumsmunstur. Þennan veggrefil saumaði Hanna Guðjónsdóttir og notaði hún vísuna „Trúðu á tvennt i heimi" og útfærði í höfðaletri. EITT af þeim tímaritum, sem út hefur komió reglulega á ári hverju síðan 1966, er tímarit Heimilisiðnaðarfélags fslands Hugur og hönd. Eitt blað hefur komið út á ári hverju, en til þess er aftur á móti vandað svo sem verða má; það er prentað á vand- aðan myndapappír og margar myndanna litprentaðar. Þótt efni blaðsins hafi alltaf verið vandað sækir það enn í sig veðrið á þjóð- hátíðarárinu og er óhætt að segja að höfundarnir eru ekki af lakari endanum. Þar er fyrst að telja gagnmerki- lega grein eftir Dr. Kristján Eld- járn, forseta Islands, um handa- verk Fjalla Eyvindar. Birtar eru myndir af gripum, sem nú eru í vörzlu Þjóðminjasafnins og talið er að Fjalla-Eyvindur hafi smíð- að, þar á meðal skyrdallur frá Húsafelli, 27 cm hár. Hann á að vera frá tíð séra Snorra og segir dr. Kristján Eldjárn í greininni, að dallinum hafi fylgt svofelld saga: „Einhverju sinni kom gestur að Húsafelli og baðst gistingar. Séra Snorri var í embættisferð, en hús- freyja lét gistinguna fala. Vetur var og sat fólk við vökuvinnu. Svo sem venja var, var gestinum feng- ið verk að halda á. Var það efni í kerald (þ.e. stafaflát.) Lauk gesturinn við að smiða keraldið og sváfu menn af um nóttina. En að morgni fór gestur- inn. Þegar séra Snorri kom heim A8 neðan: Meðal varðveittra handaverka Fjalla-Eyvindar eru pottur og sleif, sem hann notaði á fjöllunum. Dr. Kristján Eldjárn segir svo um þessa muni á ársritinu Hugur og hönd: „Þekktir eru nokkrir kofar Eyvindar og Höllu konu hans inni á reginöræfum, og má lesa um þá f góðri bók Ólafs Briem. Útilegumenn og auðar tóttir. Þetta eru eins og litlir bæir gerðir af hagleik og útsjónarsemi. Kofanir eru byggðir við vatnsból, eins og nærri má geta, og Eyvindur hefur hagað þvf svo til að hægt væri að komast f vatnið án þess að fara út f kuldann. i Hvannalindum fyrir norðan Vatnajökul er eitt þessara bæjarkrfla, sem lítill vafi er á að Eyvindur hefur byggt, þótt engar sagnir séu um það. Bærinn var rannsakað- ur sumarið 1 941. Hann er i hraunjaðri, og úr honum rangali niður í lind fyrir neðan. Þarna var ógrynni af beinum kinda og hrossa, en engir hlutir sem telja mætti smíðisgripi. En stór ihvolf blágrýtishella var þar, og hefur mátt nota hana sem flát eða pott. Og herðablað úr hesti var þar einnig, tiltelgt svo að Ifktist frumstæðri sleif. Steinaldartæki þessi sjást hér á Ijósmynd. Hellan á enn að vera á sínum stað i Hvannalindum, en beinið er f Þjóðminjasafni." 1 „Að skynja rétt hlutföll íhverju viðfangsefni" Gripiö niöur F tfmarit Heimilis- iðnaðarfélags Tslands 1974, HUGUROG HÖND ekki kost að sjá hana vinna á stakkstæði, en ég sá fiskhlaða eft- ir hana f pakkhúsi og þar var eitt þeirra listaverka sem ég hef ávallt sfðan verið hróðugur af að hafa augum leitt, þó ég kunni ekki leingur að iýsa þvf rétt, og hafi reyndar aidrei kunnað, enda vantar mig þekkíngu til að ræða þessa listgrein. En ég fmynda mér að ég muni enn eftir sér- stakri vernd eða munstri í hleðsl- unni og mjúkum búngandi fláa sem auðkendi hennar handaverk frá öðrum fiskihlöðum. Slfk endurminnfng, þó óljós sé, mun láta ókunnuglega f eyrum ýmsra á tfmum sem á þvf þekkjast að annarhver maður er óðamála um list en nokkru færri hafa gert sér ljóst hvar iist byrjar eða endar. Þess tfma er skemst að minnast að hugtakið var orðið svo takmarkað hérna á Islandi, og orðið „Iist“ virtist hafa hlotið svo þraunga merkfngu, að ef menn heyrðu það datt þeim helst ekki annað f hug en málverk gert með olfulitum. Fræg listakona fslensk sem hafði f æsku stundað graffk (,,gráffkju“), en slfk list var nefnd svartlist, og orkaði altaðþvf einsog lfkamleg óþægindi á flesta sem nafnið heyrðu, hún fór þá að stunda olfumálverk tii að skera sig ekki úr f þjóðfélaginu. Svo þú ert farin að stunda olfufiti, varð mér að orði: hvernig kantu við það? Konan svarar og grettir sig: Æ það er einsog að vera að grufla f skósvertu. Þó fiskstökkun hafi aldrei komist f metorð sem listgrein, er hitt sönnu nær að list byrjar hvorki né endar f olfulitum frem- ur en fiskstökkun. Á okkar tfð þegar verk manns- handarinnar hefur verið lagt nið- sá hann keraldið og lét svo um mælt að þetta hefði enginn annar en Fjalla-Eyvindur smíðað. Var það orð að sönnu.“ I greininni getur Dr. Kristján Eldjárn einnig um tágakörfu, sem Fjalla-Eyvindur átti að hafa gefið konu í Skagafirði, sem skaut yfir hann skjólshúsi og leyndi honum, meðan hann var veikur. Þessi tágakarfa er á Þjóðminjasafninu, en í byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ segir Dr. Kristján að sé önnur tágakarfa, eignuð Fjaila- Eyvindi og hafði hún fundizt i kofarúsum Eyvindar á Hveravöll- um árið 1880. Freistandi væri að gripa víðar niður í þetta ágæta rit Heimilis- iðnaðarfélagsins, en í þetta sinn látum við nægja að birta upphaf greinar, sem Halldór Laxness, rit- ar, og ber hún yfirskriftina: Handverkið, upphaf og endir listar Þegar ég var í Olafsvfk 1936, var ég gerður kunnugur gamalli konu sem vann að fiski. Henni og bónda hennar hafði verið stíað sundur samkvæmt lögum, fyrir meiren aldarf jórðiíngi, af þvf bóndinn var holdsveikur. Hann var sendur suður á Laugar- nesspftala sem þá var stofnaður fyrir ekki allaungu. Þau hjón sá- ust ekki framar. En konan var sá listamaður f þvf að hlaða fiski að hún átti sér eingan lfka þar I plássi né öðrum nálægum, og fólk gerði sér ferð niður á stakkstæðin á kvöldin til að virða fyrir sér fiskihlaðana konunnar og dást að þeim. Með þvf ég var staddur f plássinu um hávetur átti ég þess Prjónaður lopajakki á karlmann. Litir: Sauð- svart, mórautt og hvftt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.