Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1974, Side 10
Framhald af bls. 8
hvað, sem var persónulega hræði-
legt. Þegar hann skrifaði undir
steinprentun af „Ópinu“ 1893:
„Ég heyri óp náttúrunnar", hafði
hann gert umhverfi mannsins
hvorki meira né minna en að
magnara mannlegra þjáninga.
Náttúran og mannlegt eðli höfðu
fengið sömu merkingu. Munch
hafði samsamað sjálfan sig hinum
ytra heimi til fullnustu. Hann
taldi sig ginntan af öllu því, sem
hann óttaðist mest, og úr þeim
gildrum ætti hann ekki aftur-
kvæmt.
Og sú gildra, sem honum stóð
mest ógn af, var á nokkurs vafa —
konan. 1 fyrstu myndum Munchs
er konan meginviðfangsefnið. Og
mér finnst sannast sagt, að þá
fyrst fari myndir hans að verða
lítt athyglisverðar, þegar þrá
hans eftir hinu kyninu og ótti
hans við það hættir að verða það,
sem fyllir huga hans mest.
Ef til vill er hér rétti staðurinn
til að varpa fram einni allsherjar
alhæfingu. Á Italfu og í Frakk-
landi hafði meginþáttur listar-
innar frá endurreisnartímabilinu
verið dýrkun málaranna á hinu
kvenlega — hvort sem um var að
ræða gyðju eða ástkonu. En f hin-
um kaldari, norðlægari löndum
púritanismans var þvf ekki þann-
ig farið. Og ef menn Ieita að
meginmuninum á list Frakklands
annars vegar og Þýzkalands og
Norðurlanda hins vegar um
síðustu aldamót — á blómaskeiði
Munchs, — þá gæti hann legið f
þvf, að hinum frönsku listamönn-
um var i blóð borin ást á því, sem
veitti líkamlegan og andlegan
unað, en að hinir hafi verið gagn-
teknir af hrifningu af þvf, sem
var ruglingslegt og ljótt. Alla
vega finnst mér þetta hafa veriö
þannig.
A því leikur enginn vafi, að
Munch laðaðist mjög að kven-
fólki, en það var eins með hann og
Van Gogh, að honum fannst
ómögulegt, að hægt væri að stofna
til varanlegs, hamingjuríks sam-
bands við neina konu. En gagn-
stætt þvf, sem var um Van Gogh,
varð þessi tilfinningjaflækja hjá
Munch að þráhyggju, og þessa
þráhyggju gerði hann að miðdepli
listar sinnar — eða að minnsta
kosti að miðdepli alls, sem var
mikils virði í list hans. Munch
lýsti sambandi manns og konu
Til vinstri: Svefnherbergi Munch I
Asgardstrand, þar sem hann dvaldist
sumurin á siðasta áratugi aldarinnar.
Að neðan: f þessu skrautlega timbur-
húsi, sem var hótel á þeim tíma, bjó
Edvard Munch um aldamótin.
sem skaðsamlegum hlut eða það
hreinlega eins og það væri ekki
til. Kona var annaðhvort blóðsuga
eða einbúi.
„Dans lffsins'V sem, eins og ég
hef áður haldið fram, er ein af
aðalmyndunum í myndaflokkn-
um, er eitt sannasta dæmið um
þessa skoðun hans á konum.
Stúlkan til vinstri stendur sak-
leysisleg og bíður, klædd hvftum
kjól. I miðjum hópi dansenda
njóta piltur og stúlka nærveru
hvors annars augnablik, með lok-
uð augu, en hægra megin stendur
sama stúlkan aftur, nú svart-
klædd. Hún er yfirgefin eða hún
er f sorg eða hún hefur eyðilagt
líf manns síns. Hverju máli skipt-
ir það? Alla vega er hún óánægð
yfir því, og sennilega hefur mað-
urinn, hvar sem hann er, orð-
ið enn verr úti. Undir fölri
birtu mánans dansa allir aðr-
ir á rheðan - f eilífa hringi
valsa eftir Strauss (ég er viss
um það), ánægð að þvf er
virðist, þangað til þér verður litið
á eina manninn, sem snýr andlit-
inu að áhorfandanum, en hann
ber svip ósvífins fábjána.
Þannig er þá lffið! En hvað
Munch hlýtur að hafa verið önug-
lyndur maður! En samt hvílir
guðdómleg vitfirring yfir þessum
óhugnanlegu myndum. Það hug-
arástand, sem að baki þeim ligg-
ur, er of broslega vanþroskað til
þess að geta veitt mikla ánægju,
og tæknin, sem beitt er, er of gróf,
en ég viðurkenni, að þær lýstu
leið, sem listin gæti farið — og
sérstaklega þýzk list fór. Dimmur
vegur að vfsu, En afsannaði þá
fullyrðingu, sem almennt var við-
tekin, að allir vegir í list lægju til
Parísar!
Framhald á bls. 16
Þorsteinn Antonsson
Listgagnrýnandinn
og
reiknistokkurinn
I.GREIN
List er fullkomnunarþrá mannkyns
F skýrastri mynd sinni. En þvi er
líkast, sem list i nútímanum reyni
vísvitandi a3 vera ófullkomin. Ef svo
er þá af hverju?
Með þessari ritgerð ætla ég að
leitast við að svara spurningunni
sem mér hefur löngum fundist áleit-
in og tveimur öðrum: IHvernig getur
skáldskapur þrifist á timum visinda-
legrar aðferðafræði; þegar sannleik-
ur er það eitt, sem fellt verði að
rökvisikerfum vísindagreina og ekki
gildur, fyrr en fjallað hefur verið um
hann oft og af mörgum? Hlýtur ekki
menningarpólitik, sem heldur fram
sjálfstæðu gildi bókmennta, að telj-
ast afturhaldsafl frá sjónarmiði sjá-
fræðings, eðlifræðings, verkfræð-
ings?
Ég ætla að reyna að svara spurn-
ingunum þremur svo að viðunnandi
sé fyrir þá sem aðhyllast reiknings-
stokkinn fremur en listgagnrýnand-
ann og þó frekast með tilliti til skáld
sögugerðar vegna þess m.a., að ég
þekki, þegar um list er að ræða, best
viðbrögð mín við þeim ímynduðu
mynstrum. Og sný mér strax að
efninu.
Vitneskju um sig sjálfa öðlast
menn af umgengni við aðra, svo er
um flesta að mestu leyti og alia i
einhverjum mæli. Hvað gerist í raun
og veru, þegar maður talar við ann-
an? Ef samræðan er Itfleg, samsamar
hann sig viðmælanda sínum, svo að
þá stund hverfur honum öll bein
vitund um sig sjálfan. Með hætti,
sem er öldungis kostulegur, fyllir
hann út þá mynd, sem hinn er hon-
um þá stundina, talar i anda þeirrar
manneskju. Um leið er hann I ímynd
sinni um sig sá, sem hinum er ætlað
að hyggja hann; báðir gera sig til og
mynda með sér dálitla félagslega
hugmyndasamstæðu um sjálfa sig.
Við langvarandi samskipti, t.d. barns
og foreldra, tengist hún ferlinu, sem
gerir manninn I augum sjálfs sin og
annarra að einstakling (ego), hann
hættir að llta hana flutlægt og tekur
að líta hana huglægt, sem hluta af
sér sjálfum. Hún rennur saman við
sjálfslmynd hans, Hafi verið um
valdastöðu annars gagnvart hinum
að ræða, er sá, sem valdið hafði, þar
með orðinn hinum að samvisku, i
stað þess að þarfnast valdbjóðandi
raddar, kallar hann mynd hins fram i
huga sér, fyrst meðvitað, en þegar á
líður ómeðvitað, er hann þarf að
taka ákvarðanir. Þannig ávinnur
hann sér innrætti (superego).
Skáldskapur, sem er umgengni við
annan fyrir tilstyrk tækis, bókarinn-
ar: félagslegur verknaður. andlegt
athafnaferli, er frá þessu sjónarmiði
endurnýjun áunnins innrættis á
sjálfu sér, brottvísun þess og sátt-
máli milli þess og höfundar. Bækur
eru. sögulega séð, lausn á ófullnægj-
andi sjálfsskilningi við samsömun í
beinni umgengni. Hver og einn get-
ur, ef hann vill, mætt skilningi. i
þeim mæli, sem skilningur getur yfir-
leitt orðið, fyrir tilstyrk þeirra. En
getur þurft að leita engu minna, en
þótt hann leitaði sér sálufélaga með
hinum algengari hætti.
í skáldskap er hið mikilvæga
persóna höfundar sjálfs, hún er við-
sættanleg vegna þess að milli henn-
ar og skáldskaparmynstursins er
jafnvægi, ef vel er að verið. Vegna
þess að mynstur málsins eru
sveigjanlegri en flest önnur, sem
mönnum mæta, nýtur viðbrigða-
hæfni manna sín sérlega vel gagn-
vart þeim og margskonar eigindir,
sem búa aflhæfar i mönnum, en hafa
ekki notið sin, koma í Ijós við kynni
af þeim og þroskast. Ef list yfirleitt
hefur eitthvert gildi, þá er það þetta,
að hún er almenn visbending um
hinn innri mann. Hún hefur einnig
sterka höfðun til undirvitundar og
brýtur þvt upp venjuformaðan
hugsunarhátt; það gerir hún með
sefnæmi, endurtekningum, hliðrun-
um skynrænna mynda (setur þær úr
fókus), með táknum og beinlínis með
því að festa i mynstur sin surrealiska
svipi undirvitundarinnar. Þessi höfð-
un er sérstaklega áberandi i nútima-
list, sem mótvægi. einmitt vegna
þess, hve yfirborðshugsunarháttur
visinda er rikjandi. Hann er vitundar-
innar, sem er stjórntæki mannsins.
En öll endurnýjun fer fram i undirvit-
undinni. Orð Rilkes um boðskap
skáldskapar gilda um alla list:
„Breyttu lifi þinu!" Af bókmenntum
allra tima verður séð, að rithöfundar
leggja höfuðáherslu á breytinguna;
það sem máli skiptir er það sem frá
undirvitundinni kemur, hið inn-
blásna, og þetta verður séð af 3ju
persónunni, sem svo oft er notuð
(„höfundur", „hann"), en í nútiman-
um hefur úrvinnslan úr þvi, sem
aflað er með skáldskaparmynstrinu,
að þvi er oft virðist, farið forgörðum;
sjálfið tengir ekki hugmyndir sinar
um sig i verkinu við sinar fyrri um
sig, né niðurstöður inn í verkið. (Ber-
ið t.d. saman hin fyrri verk Laxness
við hin nýrri.)
Þegar ég lít á bókaskáp, minn héð-
an frá borðinu minnist ég, glund-
roðakennt, mergðar nútimaskáld-
verka, sem ég hef haft kynni af,
jafnframt þvi, að ég sé fyrir mér
nokkur hundruð bóka, sem gegnum
árin hafa skipað sér i hillurnar. Sér-
staklega eru þetta bækur frá siðustu
tveimur áratugum. Timi er til kom-
inn að ég dragi saman yfirlit. Einhver
kynni að hafa gagn af því, og það
fellur, trúi ég, að stefnumiði þessar-
ar ritsmiðar. Furðu mikið af bókun-
um fjallar um afbrigðilegheit af einu
eða öðru tagi. Eyturlyfjaneytendur
(Sadeg Hedayat, Gurney Norma,
Ricard Brautigan, Farina), kynvill-
inga (Burroughs, Genet, James Bald-
vin, Selby, Bechett), vitfirringa
(Panduro, Hannah Green, Satre,
Bellow Gra'ss), guðsafneytara
(Camus, Dostoyevsky, nú og Guð-
bergur), eru kynósa (Roth, Robert
Coover) og verk fleiri höfunda eru
hjúpuð andrúmslofti stulunar eða
martraðar (Ralph Ellison, John
Gardner, Le Clezio, Kafka, Carlos
Fuentes, Kosinski o.fl.) En þótt per-
sóna höfundar sé það, sem gildir i
skáldverki, er gagnslitið að álykta
um höfunda af þvi andrúmslofti, sem
rikir i verkum þeirra. Skýring verður
fremur sótt til þeirra staðreynda, að
bókmenntir, sem hefðbundin menn-
ingarleg grein, hafa ásamt fagur-
fræði úrelst (ég neita ekki, að um
endurnýjun geti orðið að ræða), get-
an til könnunar út frá ímynduðu
mynstri lifir hins vegar áfram — sú
er einmitt starfsaðferð visinda —
og menn grípa til þeirrar aðferðar
af mörgum, óskyldum ástæðum.
Framangreind efni eru tekin fyrir til
að vekja athygli á þeim. til að
hneyksla til að láta róðrarþræla hinn
ar sökkvandi galeiðu bókmennt-