Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1974, Qupperneq 13
Við erum, mannkindurnar, margvíslegar að
sálargerð, sem betur fer. Sennilega eru vand-
fundnir tveir einstaklingar, sem eru nákvæm-
lega eins að þankagangi, i viðhorfum eða mati
á fyrirbærum lífsins. Engu að síður erum við
öll samferðarmenn, um lengri eða skemmri
veg, og þurfum að deila dimmu og birtu
tilverunnar. Við þurfum að samræma það
tvennt, sem mestu máli skiptir, að varðveita
sjálfstæðan persónuleika og aðlaða hann sam-
félagslegum aðstæðum.
Það er óhjákvæmilegur fylgifiskur sjálf-
stæðs persónuleika, að velta fyrir sér þvi
mannlífi, sem hann er þátttakandi í, skoða
fyrirbærin og viðfangsefnin frá öllum hliðum,
mynda sínar eigin skoðanir og setja sér eigin
markmið, eftir þvi sem takmörkuð þekking og
dómgreind hvers og eins hrekkur til. Það er
frumskylda einstaklingsins, að mynda sínar
eigin skoðanir og fylgja þeim eftir i samræmi
við leikreglur hins borgaralega þjóðfélags. Að
hafa engar skoðanir, að taka aldrei afstöðu til
valkosta i þjóðlifinu, er að bregðast sjálfum
sér og samborgurum sínum.
Frjálsri skoðanamyndun verður þó ætið að
fylgja vitundin um það, að mannleg þekking
og dómgreind er takmörkum háð; að við
verðum alla lífsleiðina leitendur sannleikans,
en getum aldrei höndlað hann með fullri
vissu. Skoðanamyndun okkar verður að vera
sífelldri endurskoðun háð, geta þróast í takt
við tímann, geta tekið mið af nýjum „sannind-
um", sem mannsandinn uppgötvar á þroska-
braut sinni.
Hættulegasta hindrunin í þessari viðleitni
og jafnframt beinasta leiðin til stöðnunar eða
hrörnunar, er að sjúga sig fastan í ákveðið
hugmyndakerfi, fyrirfram gerða forskrift eða
„patentlausn" á vandamálum tilverunnar.
Það getur að vísu verið þægilegt skjól í
margslungnum heimi, að hvilast í fullvissu
kerfis eða kenningar. Það einfaldar fyrirbærin,
svo við sjáum þau aðeins í hvítu eða svörtu,
sem rétt eða röng, og leggur okkur fyrir-
hafnarlaust niðurstöður i hendur, sitiltækar.
Slík sjálfviljug sálarfangelsun er ömurlegt
hlutskipti. Það er erfitt að samræma hana
nauðsynlegri virðingu fyrir skoðunum ann-
arra, jafnvel gagnstæðum skoðunum, sem
eiga þó jafnan rétt á sér. Frá henni er þvi
skammt til öfga, tilhneigingar til að útiloka
frjálsa skoðnamyndun. Og þá er alræði skipu-
iagsins komið i hlaðvarpann; i hverju sálar-
gerð hvers og eins skal vera með sama vöru-
merki, af sama færibandi, úr sömu „tindáta"-
verksmiðju. Við höfum mörg viti til varnaðar í
þessu efni úr mannkynssögunni, líka þeim
kapitula hennar, sem við erum öll að semje
sameiginlega þessa stundina.
Já, við þurfum að lifa i sátt við sjálf okkur
samborgara okkar og umhverfi okkar, móðir
jörð. Náttúruvernd á þvi rikt tilkall til okkar,
máske aldrei fremur en nú. Við megum ekki
raska um of því samhengi jarðlifsins, sem við
erum hluti af og erum háð. En þetta sjónarmið
má ekki fremur en önnur færa út í öfgar. Við
þurfum, þrátt fyrir allt, að lifa í þessu um-
hverfi, í þessu landi, og verðum að beizla
auðlindir þess i þágu samtiðar og framtíðar,
innan marka eðlilegrar tillitssemi við um-
hverfið.
En í lok þessa lauslega rabbs skal við það
staldrað, að nauðsynlegt krydd i hinn (stund-
um) gráa hversdagsleika, er að nýta og njóta
hinna broslegu hliða i tilverunni. Næst
fegurðinni, sem blasir við hvarvetna, i verkum
mannanna, en fyrst og fremst höfundar til-
verunnar, er það hið kankvísa bros í augum
hennar, sem færir okkur gleðistundir og lifs-
fyllingu. Að taka sig of hátíðlega er að fara á
mis við sólskinið í sjálfum sér.
Stefán Friðbjarnarson.
KM--
t>\
5 KJ-
A'LF-
rt
V(kl
f
&
LdKA-
ÞRÐ
&
$6 6
MéaIV-
r fitT-
PFIOUN
HEIT|
poo.-
SE TM.
fcP-
! R
AÐA
STf|Fu8
ftAN A
£
TflP-J
AÐ
FÆ£>A
FA'-
Lítri
MUi-
UJAU
L'iKAM$
Hi-ur-
I to fo
MALM'
IN M
FUUL-
INN
en- n'
naeif-
IM O.U.
Hurr
sv/eei
;Pi FnR
L'BLE-
ft.ff.1
ÞRIF
K/60
U M
O. R.
L/tR-
Ð'
Fkum-
EFN|
R R
ftFK)/-
/g- M V
Koss-
USJA
>R M
' NC«-
áMB
Kvev-
D-tft
UERI
íT
■YKKre
PIMM
V ({>«./
L'lF-
F^Rl
AflaN
EIN
K£KU-
ISJT-
nrie-
i£TN-
MA-flK
St R-
Hi-T.
Pý'R'
i ro
1
FeU(<
■rveiP.
e n° s
1»-
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
K'V/tC.l tTofu HmJ (F m u kHHH ' ! UÓÐ peitol ýfig
í 5 K p A FU L L E / N A RlfF
61- fiu V O T ’A F E /V 6 / V»K- Á P
K- U f E F N A -B U R V'UKA 11« L A 5 N A
U ’.v V. 0 L A A 5 H- EN * m n A R L A Tfít Lítf. 'ST V 1 Ð
« SP Lsr Q R HCIO- ulU- o K Ð U bL /sr- UiNO A M 1 É. T 1
r eno ifí aupn. € 5, í R KIK- K A - fté'NO NAFN 'A s A T A F
£ £ mr- A Ð K / F /1 s / Dfl Ö- PM&.I / T H
J A L A MVMWI þATr o 5 A k HA“b -LF A A S 0
p ó 5 AUÍ>r ‘ '•■r' HAFNI N 'A M A fulU' 4! »FHA N A £ T / / K
£ iM. 1 A L / N íéliiL W p A T A R A fuNW|\ $LA' A M A
i UFNÍP AQEIN. A/ £ 5 A (,FR{> K A R. M U R «£ A B
0 r N 1 N KJ (u-t’ A L FPUM £FNI 1 LLa: ARVÐ A A F«N- £,«* l
KfiMN IV fT. K E ALL T Ö 6 8€l- Nfl T A N N A F K V s
S T £ 1 T A $ 1 ASJ- A N D L 1 T T