Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1974, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1974, Blaðsíða 2
Blaðamaður: „Hvernig fenguð þér fyrst áhuga á æðri skynjun (higher sense perception) eins og þér kallið það f bók yðar „Breakthrough to Creativity'* (Opin leið til frumsköpunar)?“ Karagulla: „Þegar ég var við nám í tauga- og geðsjúkdómafræði, fékk ég stérstakan áhuga á þeirri tegund ofskynjana, sem geðsjúkt fólk fær, þegar um heyrnar- eða sjón- villur er að ræða. Orsakirnar gátu legið f heilaskemmdum eða öðr- um sjúkdómum, svo sem æðakölk- un. Þessi áhugi minn átti rót sfna að rekja til athugunar, sem ég gerði á rúmlega 4 þúsund geð- veikissjúklingum á meðan ég starfaði við konunglega sjúkra- húsið í Edinborg í Skotlandi. Seinna fékk ég mjög mikinn áhuga á starfi dr. Wilder Pen- field, sem er heimsþekktur tauga skurðlæknir, en hann vann við tilraunir til að framleiða ofskynj- anir á þann hátt að láta rafþræði komast í snertingu við heilafrum- urnar. Þessar ofskynjanir voru sams konar og þær sem ég hafði séð koma í ljós hjá geðsjúkling- um. Ég heimsótti hann til Kanada og eftir að hafa rætt við hann um áhuga minn á starfi hans, bauð hann mér að starfa meðsérsem aðstoðarlæknir og var ég þar næstu þrjú árin. Ég hafði mikinn áhuga á að hjálpa þessum sjúkl- ingum og finna einhver ráð til að koma í veg fyrirofskynjanirnar. Ég vissi, að flestir geðsjúkling- arnir þjáðust vegna þess, að þeir heyrðu eða sáu raddir og sýnir, sem afskræmdu raunveruleikann og fékk þá til að haga sér óeðli- lega. Á þessu tímabili fram- kvæmdi ég einnig rannsókn, sem fólgin var í að gera sam- anburð á ofskynjunum sjúkl- inganna. Eftir það varð ég enn sannfærðari en áður um það, að ofskynjanirnar áttu rætur sfnar að rekja til sjúklegs ástands í heilanum. Seinna, eða árið 1958, þegar ég kenndi við háskólann í New York ríki, skoraði einn ýinur minn á mig, að lesa bók Joseph Millards „Edgar Cáyce, krafta- verkamaðurinn undraverði", sem ég gerði. Það, sem vakti mest undrun mína í bókinni, voru „Mér varð ljóst að fyrirbrigðin áttu ýmis sameiginleg einkenni. Það voru frásagnir af fyrirbær- um, sem við vísindamennirnir höfðum fram að þessu ekki tek- ið alvarlega vegna þess hve óvfs indalega hafði verið um þau fjall að. Eg gat ekki vísað á bug þess- um upplýsingum um staðreyndir, ekki einu sinni, þegar fólk stað- hæfði, að það sæi í gegnum sjálf- an lfkamann. Þetta kollvarpaði vissulega skoðunum mfnum um að ógerlegt væri fyrir mannsaug- að að skynja gegnum þétt efni. En þegar ég f ór að hugsa betur málið, varð mér ljóst, að við skynj- um reyndar gegnum þétt efni — þegar við notum rönt- gengeisla. Var þá svo útilokað, að mannleg vera gætl skynjað á sama hátt? Ef til vill var hér aðeins um mismun- andi tíðni að ræða. Með þetta í huga fór ég að leita að fólki með þessa tegund skynhæfileika, en þar sem ég vildi ná sem mestri fjölbreytni á tegundum hinna ýmsu hæfileika markaði ég ekki leit mfna við þetta eina svið, heldur hafði ég upp á fólki með hina margvlslegu skynhæfileika. Hæfileika þessa hef ég kallað „æðri skynhæfileika" f bók minni vegna þess, að ég álít, að til séu skyn- hæfileikar, sem standa eins og ofar f stiga skilningarvitanna. Ég held, að það sé ekkert dularfullt við þetta, heldur eru þetta eðlis- fræðileg lögmál, sem hægt er að skýra sem ákveðin orkusvið.“ „Það er þá út frá þessu sjónar- miði, sem þér notið orðið „æðri skilningarvit“?“ „Já, vegna þess, að til eru tón- stigar, ef svo mætti segja, sem standa ofan við stiga skilningar- vitanna eins og við þekkjum þau. Ég spyr oft sjálfa mig spurninga eins og t.d. „Hvað er hún í raun og veru, þessi æðri skynjun og hvert er lögmál hennar? Hvernig starf- ar hún?“ Þessum spurningum er ég að leitast við að svara. Tfu ár liðu, án þess að ég léti nokkuð uppskátt af tilraunum mínum. Þar af fóru átta ár til þess að rannsaka hinar ýmsu tegundir hæfileika hjá fólki og á hvern hátt þessi orkusvið birtust. Um þetta verður fjallað í nýrri bók, sem samstarfsmaður minn, dr. Viola Neal og ég erum að semja og mun bráðlega verða gef- in út á prent. Sífellt bætast við ný heimildaratriði. Við rannsóknir mínar á skyggnu fólki hef ég komist að raun um, að flest hefur þessa hæfileika á einhverju takmörk- uðu sviði. Af þessari ástæðu verð- ur vfsindamaður, sem vinnur við þessar rannsóknir að hafa skapað sér heildaryfirlit yfir hinar ýmsu tegundir hæfileika svo að hann sé fær um að meta gildi þeirra hvers fyrir sig. Margar bækur hafa komið út um þessi efni, sumar skrifaðar fyrir meira en hundrað árum sfð- an. Fáir gera sér það ómak að nota þessar heimildir." „Haldið þér ekki að ástæðan fyrir því sé sú, að vegna aldurs þeirra sé fólk vantrúað á gildi þeirra sem heimild og álíti enn- fremur, að ekki sé unnt að vinna úr öðrum heimildum en þeim, sem séu tiltölulega nýjar og hafi þess vegna meira rannsóknar- gildi." „Ég álft, að vottfestar heimidir okkar nú á dögum séu ekki nærri eins góðar og þær, sem tilheyra liðna tímanum, vegna þess, að vfs- indamenn okkar eru svo bundnir af skoðunum sinum. Ég held, að vísindamaður, sem vill rannsaka óhlutbundið og fordómalaust, sem gerist í náttúrunni, á sér ein- hverja hliðstæðu og það sem á sér stað einu sinni, hlýtur að end- urtaka sig. Af þessu leiddi, að Cayce hlaut að eiga sér hliðstæðu einhvers staðar og ég ákvað að finna fleiri hans lfka og kanna hæfileika þeirra. En til þess að geta framkvæmt þetta áform, var mér nauðsyn að kynnast betur þessum málum og gera mér betur grein fyrir því, um hvað væri að ræða. Ég eyddi heilu ári í þess- um tilgangi og las og kynnti mér betur þessi efni. Ég las bæði sjálfsævisögur fólks og sfgild rit, sem höfðu verið skrifuð fyrir meira en hundrað árum síðan." „Hvað funduð þér?“ hvorki sjúkdómsgreiningar Cayce eða skýringar hans á endur- holdgun, þótt þetta hvort tveggja væri afar athyglisvert. Það, sem mesta furðu vakti hjá mér, voru fjarskynjunarhæfileikar hans. Ég spurði sjálfa mig hvernig átt gæti sér stað skynjun utan heila mannsins, heilans eins og við þekkjum hann í dag. Þetta sam- ræmdist alls ekki kenningum mínum og raunar var það þetta atriði, sem fékk mig til að gefa þessu fyrirbrigði nánari gaurn." „Það var f rauninni þetta atriði, sem leiddi yður inn á þessa braut?" „Já. Mér voru vísindin nægi- lega kunn til þess að vita að allt, Dr. Shafica Karagulla. INNGANGUR: Dr. Shafica Karagulla, sem er tauga- og geðsjúkdómalæknir og hefur langa reynslu að baki í sinni grein, sem hefur í 16 ár rannsakað það, sem hún nefnir „higher sense perception" eða æðri skilningarvit. Brautryðj- endastarf dr. Karagulla f læknisfræði og dularsál- arfræði hefur sannfært hana um það, að maðurinn er samsettur úr mismunandi tegundum orku. Hún álítur, að efnislíkami hans sé aðeins ein mynd þessarar orku eða sú, sem sýnileg er, andstætt því, sem almennt hefur verið álitið. í þessari grein ræðir hún opinskátt um rannsóknir sínar, kenn- ingar og sjónarmið og fjallar um stöðu mannsins í alheiminum bæði andlega og efnislega. AÐ RANNSAKA MANN- VERUNA SEM LIFANDI ORKULIND Rœttvið Dr. Shafica Karagulla Fyrri hluti EsterVagnsdöttir þýddi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.