Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1974, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1974, Blaðsíða 8
EINN ÚR HÓPNUM „Af hverju ertu með svom hertch,T — spyrja bömin — Jón Björgvinsson ræ ðir við HILMAR SIG URBJARTSSON sem slasaðist ífebrúar 1973 Hilmar missti hægri hendi fyrir neðan olnboga og vinstri fót fyrir neðan hné. 0 Þvf miður ifður vart sá dagur, að blaðalesendur fesi ekki um meiri eða minni slys eða ðhöpp á sfðum dagblaðanna. Auðvitað finnur fóik til með þeim, sem f þessum slysum lenda, en þó eru þessi slys hinum almenna les- anda á einhvern hátt f jarlæg. Það er alltaf hinn maðurinn, sem f slysunum lendir. Við trúum ekki, að slfk slys geti hent okkur og gleymum þvf jafnframt, að f augum annars fólks erum við ein- mitt þessi hinn maður, sem f slys- unum lendir. Á sfðum dagblaðanna er ekki sagt frá nándar nærri öllum þeim slysum, sem verða, og þegar sagt er frá miklum slysum, fylgjumst við f bezta falli með lfðan þeirra slösuðu f einn eða tvo daga á eftir, og svo er málið gleymt og grafið. Þeir slösuðu eru þó lengur en einn eða tvo daga að ná sér eftir slysið og sum sár gróa aldrei. Þeir sem hafa tapað hluta af orku sinni af síysförum eru flestum ókunnir, en samt er hóp- ur þessa huldufólks stærri en við gætum trúað. Við fengum ungan mann og unga stúlku til að segja frá reynslu sinni í opinskárri frá- sögn. Þau eiga það sameiginlegt, að hafa hlotið varanlega örorku af völdum slyss, sem henti þau fyrir um það bil ári, á þeim aldri, þegar framtfðin brosir við fólki. Við skulum lesa frásögn pilts- ins núna, en frásögn stúlkunnar bfður næstu lesbókar. Hilmar Sigurbjartsson er 21 árs Reykvíkingur. Hann var aðeins tuttugu ára þegar hann missti hönd og fót í hörmulegu vinnu- slysi: „Ég var tuttugu ára þann 15. febrúar 1973, þegar fótunum var snögglega kippt undan fyrra líf- erni I orðsins fyllstu merkingu. Ég hafði fram að þeim tfma stundað ýmis störf eins og aðrir strákar, verið á sjónum og var auk þess í pípulagninganámi. Líf mitt var eins og gengur og gerist meðal stráka á þessum aldri, við unnum og skemmtum okkur. Svo var það í febrúar í fyrra, að ég fór að vinna f fyrirtæki, sem bróðir minn á. Fyrirtæki þetta leigir út loftpressur og gröfur til ýmissa verka og er allstórt á sínu sviði. Sjálfur vann ég á viðgerða- verkstæðinu. Um miðjan febrúar gátu strák- ar, sem unnu á einni af traktors- borvélunum, sem við leigðum út, ekki mætt vegna veikinda. Vegna mannfæðar var ég sendur á vinnustaðinn. Þá var verið að vinna á Ártúnshöfða, þar sem bærinn var með grjótnám. Þar var mikil gryfja og unnið að sprengingum og greftri. Ég var sendur niður í gryfjuna með vél- ina og fór að bora. Stórar gröfur frá öðrum verktaka voru einnig þarna niðri og mokuðu uppi við hamravegginn. Skyndilega hrynur gríðarlega stórt bjarg úr hamraveggnum og yfir mig, þar sem ég er við vinnu niðri í gryfjunni. Ég man ekkert eftir mér, þegar þetta gerðist og eiginlega veit enginn, hvað gerðist í raun og veru. Af ein- hverri ókunnri ástæðu féll þetta 20 tonna bjarg einfaldlega niður og lenti í heilu lagi ofan á mér. Fyrir kraftaverk lenti höfuðið á mér milli tveggja steina og bjarg- aðist þannig. Ég man greinilega, að ég komst tvisvar til meðvitundar. Fyrst vaknaði ég, er ég var dreginn undan þessu fargi. Ég minnist þess ekki þá, að hafa fundið fyrir neinum sársauka. Ég sofnaði aftur, er þeir voru að bera mig upp hæðina og sjúkrabíllinn var að koma. Eftir akstrinum í sjúkra- bílnum man ég ekki, en ég vakn- aði aftur, er ég var lagður á skurð- borð á Borgarsjúkrahúsinu. Þar var ég svo svæfður. Ég vakna ekki aftur fyrr en eftir viku. Ég hafði Iegið einn á gjörgæzlustofu, en þegar ég vaknaði til meðvitundar, var ég fluttur niður á 6 manna stofu á slysadeild Þegar ég vaknaði, varð mér ljóst, hvað hafði gerzt. Ég hafði brotnað á 6 stöðum. Ég rif- brotnaði og viðbeinsbrotnaði, en lappirnar fóru verst. Ég tvilær- brotnaði á vinstra fæti og þrí- brotnaði á þeim hægri. Vinstri fóturinn hafði verið tekinn af fyrir neðan hnéð, og hægri hend- ina hafði ég misst fyrir neðan olnbogann þegar á slysstað. Þótt ég vaknaði þarna til óskemmtilegra staðreynda, held ég geti sagt með sanni, að ég hafi tekið þessum staðreyndum ákaf- Iega rólega og án allrar móður- sýki. Maður verður að taka því, sem að höndum ber og reyna að láta það breyta sem minnstu. Raunar verður maður ekki virki- lega var við afleiðingar slyssins, meðan maður liggur á sjúkrahúsi. Það er þegar maður kemur út í lífið á ný og reynir að taka upp fyrri lifnaðarhætti, að maður rekur sig á. Ég hef þó reynt að láta slysið breyta lifnaðarháttun- um sem minnst. Ég leitast á allan hátt við að haga lffi minu eins og ég hagaði því fyrir slysið. Þegar ég vakna á gjörgæzlu- deildinni viku eftir slysið, er ég að vakna til 7 mánaða dvalar á sjúkrahúsi. Fyrst dvel ég á Borgarsjúkrahúsinu. Þá þrjá mánuði, sem ég er þar, er ég að mestu rúmfastur, en um leið og ég er orðinn fær um að aka um í hjólastól, er ég fluttur yfir á endurhæfingardeild Borgar- sjúkrahússins við Grensásveg. Sú deild var þá ný tekin til starfa og aðstaðan að ýmsu leyti ófullkom- in fyrst í stað. Meðan ég dvaldi þar, fór ég í æfingar tvisvar á dag. Það voru einkum gönguæfingar, sem ég var látinn gera, en þar að auki gerði ég æfingar sjálfur. Þarna var t.d. tafla, sem ég æfði mig að skrifa á með vinstri hend- inni. Um síðir tókst mér að ná valdi á vinstri hendinni og ég gat orðið skrifað með henni. Á æf- ingadeildinni fékk ég mína fyrstu gervilimi og tók að æfa mig á þeim. Síðar fékk ég fullkomnari limi. Við létum tímann líða við spil, lestur og rabb. Ég hef alltaf lesið mikið og les þá bara allt, sem ég næ í. Seinast var dvölin þó farin að verða anzi leiðinleg. Þá var mikið af unga fólkinu, sem hafði veitt mér félagsskap, farið. Nú var ég orðinn það hress, að ég gat farið heim um helgar. Og svo var það í september 1973, að ég komst alkominn heim. Ég var skiljanlega orðinn þreyttur á inni- lokuninni og vildi því fara að komast út. Fljótlega keypti ég mér bíl til að komast á milli. Eg get þannig heimsótt vini mína og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.