Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1974, Blaðsíða 7
gjteísyraKf SETllR SVIP A BORGIA Þa8 færist nú mjög f vöxt a8 opinberar byggingar séu skreyttar meS myndiistarverkum. enda ætti þaS að vera sjálfsagður hlutur. Viðamesta myndskreytingin til þessa er vafalltiS hin veglega mósaikmynd Gerðar Helgadóttur á nýju Tollstöðinni við Tryggvagötu. Þetta listræna framtak setur svip á miðborgina og gerbreytir götunni, sem var heldur óhrjáleg áður. Listakonan og allir, sem að þessu verki stóðu, eiga heiður skilið. laginu, ef ég léti yður vita hvers ég óskaði. Og er þá innileg bón mín, að þér gjörið svo vel og út- vegið mér, ef mögulegt er, útgáfu yðar af Landnámu 1843 og skal ég bæta ríflega við ef sú bók fengist, en sé það ómögulegt, að Land- náma fáist, þá væri mér þökk á að fá 3.—9. deildar með registurs- deildinni af árbókum Espólíns. Eitthvað af þeim liggur óselt hjá félaginu, en það vil ég síður gangi fyrir Landnámu. Ég hafði með bréfi í fyrra haust sent yður registur yfir handrit Gísla Konráðssonar, eins og ég lofaði áður, og óskaði eftir að fá línu frá yður, um hvort það komst eður ei. Enn hef ég ekki fengið neitt svar, og mér þykir það mjög slæmt hafi það ekki komið til yðar. Þó hef ég að sönnu registur eftir, þá verður að hreinskrifa það. En verra var að því fylgdi annáll sr. Egils fróða á Völlum, því fyrir honum hafði ég mikið. Gjörið nú svo vel og lofið mér að vita með Llru í haust, ef Guð lofar yður að sjá tsland enn, hvort það hefur komist eður ei, því ég vona að hr. kaupmaður Á. (sgeir) As- geirsson verði þá búinn að senda þetta til yðar, og væri bezt að senda bréf það með Torfa á Kleifum, og látið mig þá um leið vita hvort yður er hugur á að fá reisubók Jóns Indíafara Ölafs- sonar, hún er ekki víða til það ég veit, en þér líklegast hafið þó séð hana. Mig langar að senda félaginu skýringar yfir örnefni í Gullþóris- sögu, sem ég er búinn að safna, en hef ekki haft tíma til að hrein- skrifa. (Skýringar þessar voru síðar birtar f Safni til sögu Is- lands). Ég vildi að forsjónin gæfi yður enn langa lffdaga og góða, svo þér félluð ekki frá fyrr en stjórnar- bótarmálið væri komið úr klóm Dana, eða að minnsta kosti að þér gætuð staðið I einhverju betur sigri hrósandi yfir höfuðsvörðum andskota vorra, heldur en nú lítur útfyrir, eða enn sé orðið, þó mikið sé aðgjört. En það er bágt að róa einni ár, þegar óeining og flokka- dráttur er innbyrðis á allar síður, og enginn fastur né einlægur vilji fæst til að fylgja, nema að hafa yður fyrir skjöld, sem skal taka á móti öllum vopnalögum ranginda og kúgunar. En hver vill draga sig í hlé meðan hæst ætti að standa vörn og sókn, en án efa hafið þér verið valinn til einhverra afdrifa- meiri en enn eru orðin til að gjör- ast forvfgismaður hins íslenzka frelsis. Þá þarf alls ekki að óttast að fyrirhöín yðar verði að lokum ólaunuð, því þér eruð verkfæri annars enn veraldlegra herra. — Forlátið flýtisklór þetta og fáfengilegan miða og kveð ég yður svo með vinsemd og ósk um alla farsæld f bráð og lengd. — Yðar heiðarlegheita velunnari og vin, Sighvatur Grímsson Borgfirðingur". Svar við þessu bréfi Sighvats skrifar Jón svo í Reykjavfk 10. ágúst sama ár, hann hefur þá lík- lega verið á þingi. „Háttvirti vin: Astsamlega þakka ég yður fyrir yðar góða bréf frá 5. f.m. og send- inguna, sem kom til min með skilum núna nýlega. Ég er nú að reyna að útvega handa yður Land- námu, en veit ekki hvort það tekst. Takist það ekki, þá vona ég að geta sent yður það bindi frá Kaupmannahöfn. Bréf yðar frá í fyrra, sem þér nefnið, og registur yfir handrit Gísla, sem og annál sr. Egils á Völlum, hef ég ekki fengið enn, og mundi hafa verið heldur glaður við að fá það hvorttveggja. Ætlið þér getið ekki spurt upp, hvernig það hefur verið sent, svo það kannski finnist. Eða skyldi Gísli ekki vilja eða mega selja handrit sín? (Svo sem kunnugt er runnu flest ef ekki öll handrit hans til bókasafnsins í Flatey, en fóru sfðar á Landsbókasafn, þar sem þau eru enn). — Reisubók Jóns Indiafara höfum við reynd- ar, en ég vil gjarnan fá hana ef hún væri fáanleg. Það væri mér líka kært að fá skýringar yfir ör- nefnin í Gullþórissögu. — Ég sé á yðar góða bréfi, að yður þykir vænt um frelsi og framför okkar Islendinga, og hafið áhuga á alþingi. Það er nú að vfsu satt, að frelsisvon var af hendi Dana ekki mikil, en það mun svo lengstum verða, að þeir hafa í oss tangarhald sem mest þeir geta. En það erum vér sjálfir, sem verðum að sýna þeim, að þeir geti ekki haldið okkur öðruvfsi, en okkur semur til, og þetta vona ég að landar okkar læri smám- saman, hvort sem ég lifi lengur eða skemur. Allt hvað við fáum hjá Dönum af þess konar tagi, verðum við að herja út sjálfir. Það væri óskanda að ungir mennt- aðir menn gæti gefið sig I þjón- ustu lands vors, til að fylgja málum þess, og að þeir færi um kring, og héldi fundi til að út- skýra frá þjóðmálum vorum, og halda þeim í réttri stefnu. — Finnið þér ekki rnörg hand- rit eftir sr. Björn sáluga í Trölla- tungu? Hann átti margt. Rask (Rasmus Kr. Rask stofnaði bók- menntafélagið 1816 og ferðaðist víða um landið) talar um i for- mála Snorra-Eddu, að drengur i Hrútafirði hafi átt Eddubók merkilega, sem Rask fékk eigi á ferð sinni. Hún mun nú ekki spyrjast upp, vænti ég? — Forlátið mér þennan flýtis- miða og verið ætfð sælir, yðar einlægur vin, Jón Sigurðsson". Þá verður á vegi okkar langt bréf, frá Jóni, dagsett í Höfn, 30. apríl 1871: „Háttvirti kæri vin: Kærar þakkir fyrir yðar góða bréf 10. oktbr. f haust, og þar með fylgjandi ævi nafna míns, Jóns Sigurðssonar. Ég skal sjá um að hún glatist ekki, og heilsið honum kærlega með ástarþökkum, þó yðar sé samt mest fyrirhöfnin. Þér eruð reiður við kaupmenn- ina, og kennið stjórninni um, að skemmd vara sé flutt, en hér eru önnur ráð við. Allur almúgi á að heimta rannsókn og skoðun sýslu- manns undir eins og finnst skemmd vara. Skoðunargjörðin verður auglýst I blöðum og kaup- manni stefnt til skaðabóta. Kvartanir heima á palli duga ekkert. Með þessu móti vann Skúli fógeti mjölbæturnar á sinni tíð. Þá var líka beinlinis steypt niður skemmda mjölinu bóta- laust. En hér verður að vera sam- heldni, svo ekki sé allir að kalla hver á annan og á alþing og á stjórnina, en gjöra ekkert sjálfir, hver um sig, sem gæti þó svo mikið og margt. Þér segið mér að Strandamenn sé reiðir Torfa Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.