Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1974, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1974, Blaðsíða 15
ntvwiH FLúmii Það bar við fyrir langa löngu, að Alexander riddari í Metz ákvað að fara í pílagrímsför til Grafar- innar helgu. Flórentína kona hans óf hvítan líndúk, skar skyrtu úr honum og saumaði á rauðan kross. „Þú skalt aldrei fara úr þessari skyrtu," sagði hún við mann sinn. „Hún mun verða hvít og hrein til merkis um, að ég verð þér trú þangað til þú kemur aftur.“ Riddarinn kyssti konu sína og hélt til Landsins helga. Þar lenti hann í fangelsi. Sem þræll varð hann að draga plóg og serkneski eftirlitsmaðurinn lamdi hann eins og uxa. Að sjálfsögðu vakti það brátt furðu hans, að skyrta franska riddarans var ávallt tár- hrein — þrátt fyrir svita og blóð, saur og ryk. Það var undri líkast. Soldáninn tók einnig eftir þessu. Hann kallaði Alexander fyrir sig. „Hvernig stendur á því?“ spurði hann riddarann. „Það kemur af því, að ást og tryggð eiginkonu minnar er söm við sig.“ Soldáninn hló. „Engin kona getur verið svo trygg,“ hróp- aði hann, „að hún geti haldið skyrtu mannsins síns svo hreinni, að á hana falli ekki blettur." En Alexander sat við sinn keip. Til þess að hegna honum fyrir lygina, sendi soldáninn einn af liðsforingjum sínum, sem kunni tungur Vesturlanda, dulbúinn sem kaupmann til Metz. Serkinn fann Flórentínu og varð ástfang- inn af henni. Engin kona f heim- inum fannst honum henni jöfn að fegurð og hreinleika. „Ég hef hitt eiginmann yðar, tigna frú,“ sagói hann. Hún hrökk við. „Hvers vegna kemur hann ekki til baka?“ Liðsforinginn gerði sér upp hryggðarsvip. „Honum líður illa, góða frú. I fullri hreinskilni sagt: Já, meira en það. Það er þungt hlutskipti að vera hnepptur í fangelsi.“ Flórentína lét liðsforingjann segja sögu hans. Hún gat ekki tára bundizt, því að ást hennar til Alexanders var hin sama og fyrr. Serkinn hins vegar átti þá ósk eina að vinna ástir frúarinnar. En hversu mjög sem hann lagði sig í líma um það, bar það ekki minnsta árangur. Þegar honum varð Ijóst, að þetta var ekki til neins, hélt hann aftur heimleiðis. Hann vissi nú, að þrællinn hafði sagt satt. Flórentina fór á eftir honum engu að síður, á laun, dul- búin sem pílagrímur. Hjá Fen- eyjum dró hún hann uppi og slóst í föruneyti hans, án þess að hann þekkti hana. Hún var með hörpu með sér, og þegar hópurinn tók sér hvíld að kvöldlagi, lék hún ástar- og saknaðarljóð á hörpuna. Leikur Flórentínu, sem var berg- mál ástar hennar til Alexanders, hrærði hjartastrengi Serkjans. Að lokum komust þau til hirðar soldánsins. „Er kona þrælsins í raun og veru svona trú?“ spurði drottnari hinna trúuðu sendiboða sinn. Liðsforinginn gat aldrei iýst nógsamlega fegurð Flórentínu og ást hennar til Alexanders. Hann gleymdi ekki heldur að geta um, hve afburða vel samferðamaður hans, kristni pílagrímurinn, lék á hörpu. Soldáninn kallaði Flórentínu fyrir sig. Hljómlist hennar snerti alla, er á hlýddu. Flórentfna hlaut að hugsa um Alexander, er þoldi svo bitra neyð. Tár hrundu af augum hennar. Allt sem lá henni á hjarta birtist í hörpukliðnum. Það var eins og þar rynni saman í eitt dauði og líf, hamingja og óhamingja. Hljómlistin sagði meira en mörg orð. Soldáninn varð mjög hrærður. „Þú mátt óska þér einhvers, ferðalangur," sagði soldáninn við Flórentínu. „Hörpuleikur þinn er mér meira virði en gull og gimsteinar." Flörentína fleygði sér til jarðar. „Gef mér einn af þrælum þínum, tigni herra," bað hún, „sem ég fæ að velja mér.“ Soldáninn varð við þessari bón. Flórontína lét leiða sig til þræls- ins, s'em dró plóginn. Hún fann Alexander, máttlítinn, skinhor- aðan og óhamingjusaman. Hann þekkti hana ekki. Hún faldi andlit sitt í hettu pflagrímskápunnar. „Það er bezt að leysa þennan," sagði hún við eftirlitsmanninn, og soldáninn leyfði Alexander að hverfa aftur heim til sfn. Einnig á leiðinni heim var hún dulbúin, svo að maður hennar vissi ekki, hver hún var. Þegar þau voru aðeins hálfa dagleið frá Metz, sagði hún við hann: „Hér skiljast vegir okkar. Þú skalt ekki þakka mér fyrir að frelsa þig, en gef þú mér eitthvað til minningar um þig.“ Alexander svaraði: „Þú hefur bjargað lífi mínu. Ef þú kemur með mér til Metz ætla ég að launa þér ríkulega." „Ég gerði þetta ekki í gróða- skyni. Leyf mér að skera dálitla pjötlu af skyrtunni, sem þú ert í. Snorri Aðalsteinsson, 12 ára, hefur teiknað myndina að ofan, sem hann kailar „HúsiS hennar Linu" og þar á hann við Linu langsokk. A8 neSan er teikning eftir Kristfnu Magnúsdóttur, SæviSarsundi 96. Hún er bara 5 ára. Kristin er þama a8 passa litlu systur sina, sem heitir Soffía GuSrún og hún er búin a8 sparka saanginni ofan af sór, segir I skýringu me8 teikningunni. AthugiS, a8 teikningar þurfa a8 vera litaSar eins og þessar tvasr til þess a8 þsr komi vel út I btaSinu. Mér hefur veríð sagt frá undrinu. Það er mér meira virði en gull og fé.“ Riddarinn hikaði, áður en hann svaraði: „Af því að þú hefur gefið mér lff og frelsi aftur, mun ég gera það. Engum öðrum í öllum heiminum mundi ég gefa svo mikið sem einn þráð í skyrtu minni. Hann er trygging fyrir ást konu minnar.“ Flórentína sneið dálitla bót af skyrtunni, kvaddi og skundaði heim til sín. Skammri stundu sfðar kom maður hennar. Hún tók á móti honum með blíðu, og ham- ingjusamur þrýsti hann henni í faðm sér. Brátt komst Alexander að raun um, að vinir hans og kunningjar duldu eitthvað fyrir honum. Það var eins og það væri þeim við- kvæmt, en enginn vildi kveða upp úr með, hvað það væri. Að lokum hafði þó einn vina hans kjark til þess. „Ég get ekki byrgt það inni lengur,“ sagði hann við ridd- arann. „Það er líka dálítið undar- legt. Þvf að þegar þú varst farinn að heiman, kom útlendingur til Flórentínu. Hann kom hvað eftir annaö heim til hennar, og þegar hann var farinn, fór hún á eftir honum. Hún var mjög lengi í burtu, en hún hlýtur að hafa kom- izt á snoðir um, að þú kæmir heim, því að hún birtist fyrst núna rétt á undan þér. Riddaranum brá í brún. Og því næst náði reiðin tökum á honum. Hann bauð ættingjum sínum og vinum til verðar heima hjá sér. Þegar allir voru orðnir mettir og höfðu notið drykkjar dýrindis vina, reis hann á fætur: „Það hefur eitthvað komið fyrir,“ sagði hann háum rómi, „sem fellur mér þyngra en allt, sem ég varð að þola f fangelsisvistinni. Ég vildi óska að það hefði aldrei orðið.” Hann sneri sér að konu sinni: „Ég spyr þig, hvar hefurðu verið svona lengi, Flórentína? Hvers vegna fórstu að heiman? Og ég spyr þig, hvort ég hafi verðskuld- að það af þér, að þú hefur látið hus mitt standa svona autt og yfirgefið?" Allir viðstaddir stirðnuðu upp og gláptu á frú riddarans. Flór- entína laut höfði skömmustu- leg. Hún fann, að Alexander efað- ist um trúfesti hennar. Þegjandi stóð hún upp og gekk út úr mat- salnum. Þegar hún kom aftur, hélt hún á stykkinu úr skyrtu Alexanders f hendinni. Hún lagði Framhald á bls. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.