Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 7
MANFREÐ VILHJÁLMS- SON arkitekt ÉG SKOÐA sjðlfan mig þegar svona er spurt og svarið liggur Ijóst fyrir: Það verk sem ég vinn að á liðandi stundu er mér hugstæðast, ekki verk gærdagsins. Mig grunar, að þetta þyki of hvers- dagslegt svar, strýk skeggið og reyni að hugsa. Hugarfóstur og föndur eina kvöldstund eru mér kannski kærust verka, t.d. röramublur frá þeim tima, er ég kynntist rörum og skrúfangi i miðstöðvarlögn mins húss og þeim undraheimi, sem „finntings" býr yfir. Smátt eða stórt verk, húsgagn eða stórhýsi skiptir engu. Það er glíman sjálf við heill- andi viðfangsefni sem er mér kær. Sumarhús og einbýlishús sem ég hef teiknað eru mér sennilega hug- stæðust og þá vegna þeirra vina, sem þau hafa fært mér. Hér nefni ég engin nöfn. Sem arkitekt er ég trún- aðarmaður þessara vina minna. Annars lýtur arkitekt að ýmsu leyti öðrum lögmálum en aðrir listamenn að minu áliti. Listmálarinn skilur við sina mynd og það dettur engum i hug að breyta þar linu eða lit. Þann munað má arkitektinn ekki leyfa sér. Húsið sem hann teiknar erfyrst og fremst gagnhlutur. Með nýrri kyn- slóð þarf kannski að flikka upp á flíkina. Þetta tel ég sjálfsagt, en vænti þess hins vegar að þar standi i fyrirrúmi maður með góðan sjón- smekk (sbr. málsmekk). Verk meistaranna út i hinum stóra heimi hafa þurft slikan „eyrnaþvott". Eins og lesanda er Ijóst, vill þvæl- ast fyrir mér svar við spurningunni, enda margs að gæta og margs að minnast. Á slikri stundu koma upp í hugann gengnir áfangar. Fyrsta teikningin að húsi eftir að heim kom frá námi erlendis, sem tekur á sig mynd raun- veruleikans hlýtur að marka per- sónuleg timamót. Þessir fyrstu til- burðir minir voru Nesti i Fossvogi. Viðfangsefnið var óvenjulegt, af- kvæmi bílaaldar. Húsin eða skýlin voru smiðuð hjá Bilasmiðjunni eins og hver önnur bilayfirbygging þeirra tíma. Byggingarefnið það sama og i bilasmíði: gler, gúmmi og járn. Hið stóra svifandi þak, sem tengir húsin saman, vörumerki fyrirtækisins. Þetta voru bráðabirgðahús, enda leyfi yfirvalda háð því. Þeirra ævi- Nesti I Fossvogi eins og byggingin var upprunalega. skeið hið sama og æviskeið bilsins. Nú hefur hins vegar Nesti fest rætur i Reykjavik og þá kom að endur- byggingunni. Þar hefði maður með góðan „sjónsmekk" mátt fara hönd- um um. Ekki meira um það. Góð orð eins og kollega f min eyru og vinsamleg skrif i erlendum fagrit- um voru uppörvandi fyrir óreyndan arkitekt. EYSTEINN JÓNSSON fyrrum ráðherra Þegar ég lit til baka verða mér ofarlega i huga samningar þeir um stjórnarmyndanir, sem ég hefi tekið þátt I fyrir Framsóknarflokkinn og til stjórnarmyndana leiddu. Býst við að svo sé vegna þess, að þá voru teknar fleiri stórar ákvarðanir á stuttum tima um framkvæmdir og löggjafar- atriði en endranær. i landi sam- steypustjórnanna eru þessháttar samningar eínskonar uppskerutimi i stjórnmálum. Þessu fylgja að visu oft vonbrigði og margskonar mæða eins og flestu bjástri mannanna, þvi aldrei er allt eins og menn vilja hafa það og málamiðlun verður að gera, sem stundum er óljúft að fallast á. En hvað sem þvi liður bregst ekki, að þá koma til framkvæmda baráttu- mál, sem menn eða flokkar hafa unnið að, oft árum og jafnvel áratug- um saman, og viðhorf hljóta viður- kenningu i landsstjórn og löggjöf, sem mótuð hafa verið I langvinnri baráttu. Að sjálfsögðu hefur misjafnlega vel tekist frá minu sjónarmiði séð I þessum samningum, en það verður ekki rakið hér. Geta má þess til fróðleiks, að samningar þeir, sem hér er við átt eru þessir: Við Alþýðuflokkinn 1934, Alþýðu- flokkinn og Sjálfstæðisflokkinn 1939, Alþýðuflokkinn og Sjálf- stæðisflokkinn 1947, Sjálfstæðis- flokkinn 1950, Sjálfstæðisflokkinn 1953, Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkinn 1956 og loks við Alþýðu- bandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1971. Samningar flokkanna um stofnun lýðveldisins voru ekki stjórnarmynd- unarsamningar. Um lausn lýðveldis- málsins gerðu flokkarnir samkomu- lag án þess að stjórnarmyndun fylgdi. Eigi að leggja úti að taka til sér- staklega einstaka þætti eða mál, er komið á hálan Is, en gera vil ég þó þá úrlausn að nefna glimuna við krepp- una fyrir striðið, þegar markaðir okk- ar hrundu og finna þurfti ný úrræði i staðinn, stofnun lýðveldisins, út- færslu landhelginnar i áföngum úr 3 milum i 50, landgræðsluáætlunina og framkvæmdirnar á Skeiðarár- sandi, sem rufu einangrun Austur- lands og opnuðu hringveg um land- ið. VIGDIS KRISTJÁNSDÓTTIR Vigdís með Vetrarbrautina. listvefari Það verka minna, sem stendur ég gerði fyrir einum 8—lOárumog mér einna næst, er veggteppi. sem kalla Vetrarbrautina, en ég á erfitt með að lýsa því i orðum hvernig á þvi stendur. Þetta er meira tilfinn- ingalegs eðlis. í þvi finnst mér vera min lífssaga, ef svo má segja. Ég held að það sé hin kalda feg- urð, sem talar mest til min — norðurljósin, tunglskin og vetrar- myndir — og svo islenzku smáblóm- in. Teppið var selt, en nú er ég búin að fá það aftur og hef i huga að gefa það Lágafellskirkju til minningar um foreldra mina og fjögur systkini, sem hvila þar i kirkjugarðinum, eða Við- eyjarstofu, ef þar verður setl upp safn, því ég er ( 7. lið frá Skúla fógeta. Ef ég ætti að segja forsögu þessa veggteppis, verð ég að fara langt aftur i timann. Ég missti móður mina ársgömul og faðir minn dó. þegar ég var 17 ára. Ég ólst þvi upp hjá móðursystur minni, Sigriði Þórðar- dóttur, sem hafði mjólkursölu á Laugaveginum. Á unglingsárunum aðstoðaði ég við mjólkurafgreiðslu fyrri part dags- ins og brauðsölu seinni hlutann. Þá voru slíkar verzlanir opnar fram á kvöld, svo litill timi varð afgangs. Ég hef hins vegar frá þvi ég man eftir mér verið haldin þeirri áráttu að sækja út í náttúruna og skissaði þá upp það sem fyrir augun bar. Þvi fór ég oft á fætur klukkan sex á morgn- ana og gekk hér um nágrennið, inn Elliðaám, út á Seltjarnarnes og upp t Öskjuhlið. Þetta voru þeir staðir, sem ég komst á og frá þessum gönguferðum á ég ótal góðar endur- minningar. Það hefur alltaf verið mitt lif og yndi að vera svona ein á göngu upp um holt og hæðir. Þá finn ég eitt- hvað æðra og betra I kring um mig og finnst ég komast i snertingu við guðdóminn og eilifðina. Aldrei hef ég verið svo langt niðri að ég gæti ekki orðið upprifin þegar út kom. Og það eru endurminningar um slika upp- hafna unaðsstund, sem ég átti I Öskjuhliðinni, sem eru i þessu teppi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.