Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 16
HUG- STÆÐUSTU VERKIN JÁRNBLÓMIÐ þeim kostaboö. Lítió fiskiþorp getur ekki boðið upp á sömu kjör og heimurinn. Hér höfðu fæðzt upp ungir sveinar, sem spiluðu á hljóðfæri. Heimurinn bauö þeim út til sín, einum, tveimur eða þremur. Þetta voru piltar af Brjánsætt, sem er kynþáttur full- ur af snilligáfu og geðveiki. 1 hon- um mátti einnig finna trúarof- stæki og fjármálavit. Piltarnir þágu boðið og fóru burt, og eng- inn þeirra kom heim aftur. Þeir höfðu lofað að koma heim aftur, þegar þeir væru orðnir fullnuma, en ekki staðið við það. Þeir höfðu svikið loforð sin og haidið áfram að spila fyrir heiminn: einn á slaghörpu, annar á orgel, þriðji á fiðlu. Allir listamenn eru fæddir svikarar, en þeim er ævinlega skotið undan ábyrgð. Ekki eru þeir fyrr hlaupnir frá skuldum sínum við hreppinn og skyldum sinum við formann og pabba gamla en þeir eru sagðir vera að þjóna köllun sinni og hlýða rödd guðs í brjóstinu á sér. Fiskiþorp- ið, sem fæddi þá upp, varð að sjá þeim öllum á bak, en siðar bætti það sér upp skaðann með því að gorta af þeim, þakka sjálfu sér hæfileika þeirra og vegsemd. Það hafði sjálfsagt ekki minna upp úr því, kannski meira, því að ekkert verður ævarandi eign manns fyrr en maður hefur misst það. En smiðinn sinn fékk það til baka. Hann kom heim aftur og réði sig til starfa á viðgerðarverk- stæðið. Filpus tók við honum — í smiðjuna. Ingimundur í Smiðjunni átti vinkonu i þorpinu, dóttur kirkju- haldarans. Þegar hann var tutt- ugu ára, þá var hún átján. Hún hét Lúísa, einbirni foreldra sinna, en móðirin dáin. Þetta var falleg stúlka og vel gefin og gerðist ung bústýra föður síns, sem rak skó- verkstæði í kjallaranum heima hj,á sér, og hafði lærling. Svo var hann lika safnaðarfulltrúi og kirkjuhaldari. Hann hét Narfi, og húsið hans Ból. Þegar Lúsía var á nitjánda ári veiktist hún. Hún varð föl og missti máttinn smátt og smátt, veslaðist upp eins og blóm á haustdægri. Það var sagt að hún hefði mein i lífi eða átu í lifur. Læknirinn skoðaði hana rækilega og reyndi við hana öll meðul úr lyfjabúðinni. Ekkert þeirra kom að haldi. „Lúisa?" sögðu börnin í þorp- inu. „Af hverju heitir hún Lúsía, en ekki Lovísa, eins og hún Lovisa í Deild?“ Ein af eldri konunum svaraði og sagði: „Ætli það hafi 'þótt nógu fínt. Þetta átti víst að vera meira upp á dönskuna.1' Ingimundur hafði komið heim um vorið, og nú leið og haustí. Hann kom ekki oft að Bóli upp á siðkastið. Þó hann kæmi þangað heim að húsinu og berði að dyr- um, þá var undir hælinn lagt, hvort honum yrði boðið inn. Syst- ir Narfa skósmiðs var farin að gegna bústýrustörfum í húsinu og hún virtist þeirrar skoðunar, að smiðurinn ætti ekkert erindi inn til sjúklingsins. „Ef þú ert kominn til að finna hana Lúísu," sagði hún í dyra- gættinni, „þá liggur hún fyrir og tekur ekki á móti gestum." „Jæja,“ sagði Ingimundur i Smiðjunni, „ég bið þá að heilsa." Nú var ekki vist að þessi kveðja kæmist til skila, upp á loftið til Lúisu, en það sakaði kannski ekki: Það var einhver í loftsglugg- anum, þegar hann gekk frá hús- inu, fölt andlit í dökkri umgerð, hann sá það þegar hann leit til baka. Ingimundur kinkaði kolli upp í gluggann. „Ég er hér eins og þú baðst mig,“ sagði hann, eða kannski hugsaði hann það bara með sjálf- um sér. Fyrir hálfu öðru ári, þegar hann vai að leggja af stað suður í lærdóminn, þá hafði stúlkan, sem nú stóð þarna föl og magnlítil bak við gluggatjöldin, sagt við hann: „Þið farið allir og skiljið mig eina eftir, og nú ferð þú, Mundi." „Ég kem aftur," hafði hann sagt — ,,ef þú vilt það heldur." „O, þetta hafa þeir allir sagt, strákarnir, bæði hann Palli og hann Raggi og hann Sigurjón. Jæja, viltu kannski lofa því að koma aftur?" „Já, Lúisa, ég kem aftur," hafði Ingimundur sagt. Svo hafði hann farið. Og honum hafði gengið svo ágætlega hjá meistaranum. Hann var fullur af smáskrýtnum hugmyndum, sem fundu útrás i handbragðinu hans. Heimurinn kinkaði til hans kolli og gerði honum tilboð: „Haltu áfram Ingimundur. Ég hef ætlað þér verk að vinna. Þú verður hjá mér i nótt,“ hafði heimurinn sagt við hann. En eftir árið fór önnur að tala tilhans: „Mundi, komdu heim eins og þú lofaðir. Komdu heirn!" Það var togazt á um hann og tekið fast í. Heimurinn var sterk- ur, en stúikan fyrir austan reynd- ist sterkari. Eða var það ekki hún? Voru það kannski sjálf for- lögin? — Eitt er víst: Hann glat- aði ró sinni og yndi hjá meistaran- um og sneri aftur heim. Og nú þegar hann var kominn heim sagði íólkið í þorpinu: „Velkominn heim, Ingimundur. Það held ég að þú sért nú oróinn lagtækur, eftir allan þennan lær- dóm. Ekki ónýtt fyrir hann Pusa gamla brasa að fá þig aftur í smiðjuna!" En hvað sagði Lúsía? Já, hvað sagði hún? Hún var orðin svo sterk og ósveigjanleg til augn- anna: „Ég vissi að þú myndir koma aftur, Ingimundur," sagði hún, „það er ekki hægt að svíkja mig.“ Hún var eins og dæmd kona, sem hefur gert fangelsi sitt að stjórnarráði. Og horfði beint framan í Ingimund meðan hún sagði þetta, og gekk þétt upp í fang hans og kyssti hann á munn- inn. Hann roðnaði, en hún roðn- aði ekki. Hún stóð föl og sigurviss frammi fyrir honum, en ekki hamingjusöm. Liklega hefur hún þá þegar verið orðin veik og farin að halda að hún yrði skammlíf. Þetta sumar varð ekkert sumar i landi Ingimundar, það var ekki annað en löng, ömurleg hausttið, sem stefndi að vetri. Litur ungfrú Lúísu fölnaði og þróttur hennar eyddist. Hún var jurtin, sem á sérhverjum morgni stendur veik- ari á rót heldur en hún gerði á kvöldinu sem leið, af því að nóttin í nótt hafði verið hrimnótt. Faðir hennar sá þetta ekki síð- ur en aðrir, kannski var honum það meira að segja ljósara en öðru fólki, af þvi að Lúísa var blómið hans eina, og hann átti ekki önn- ur fleiri til að annast um. Svo vildi líka til að hann var ekki öreigi eins og nágrannar hans flestir, hann var bjargálna hand- verksmaður, smíðaði og gerði við skófatnað, seldi sveitabændum hnéhá leðurstígvél, sem hann sneið sjálfur, saumaði og plukk- aði í kjallaranum á Bóli, — sterk og víð stígvél, sem urðu eins og harmónikubelgir um mjóaleggina á bændum eftir að þau fóru að eldast. Auk þess átti hann danska kunningja, tvo eða þrjá, kaup- menn i höfuðstaðnum, og kannski gerði það einmitt gæfumuninn: Hann fékk einn þeirra til að taka Lúisu með sér til Kaupmanna- hafnarþetta haust og koma henni undir læknishendur þar — lærð- ari en fundust á Islandi. Kaup- maðurinn sigldi burt með Lúisu um veturnætur. Hún var farin. Og ekki löngu seinna var það sem Ingimundur smiðaði járn- blómið. Hann var ekki nema rúm- lega tvitugur þá, og þótti mörgum undarlegt þetta athæfi hans. Það var undarlegt að þvi leyti, að eng- inn vissi tilefnið. Hlutir eru venjulega búnir til I einhverjum tilgangi. Eða þeir áttu að merkja eitthvað. Til dæmis krossinn, sem merkir hjálpræði mannkynsins fyrir Jesúm Krist. Hvers vegna smíðaði Ingimundur þetta járn- blóm og hvað átti það að merkja? — Eða hafði einhver beðið hann um að búa það til? — Ekki séra Björn, sóknarpresturinn, hann sagðist ekki hafa gert það. Ekki heldur Narfi Jónsson, kirkjuhald- arinn. Nei, slikt hafði auðvitað engum dottið i hug fyrr en gripur- inn var orðinn helgigripur, festur á kirkjuturninn efst uppi. Það var fyrst þá, sem þeir höfðu verið spurðir, presturinn og kirkjuhald- arinn, — hvort þeir hefðu fengið Ingimund til verksins. „Nei,“ sögóu þessir menn. „Hann bauð það fram sem gjöf og sömuleiðis vinnuna við að setja það upp.“ Meira sögðu þeir ekki. Og ekki lét Ingimundur fleira eft- ir sér hafa: „Mér bara datt það i hug,“ sagði hann, þegar hann var spurður. En svo hittist á, að þetta járnblóm smiðaði hann veturinn sem Lúisa dvaldi veik erlendis, og hann setti það upp á kirkjuturninn vorið sem hún kom aftur heim. Nei, prestur og kirkjuhaldari — auðvitað hafði hugmyndin um járnblómið ekki kviknað i höfð- inu á þeim: þetta voru venjulegir menn, með algengan hugsunar- hátt. Jafnvel frjálslyndir menn. Það hefðu ekki allir í þeirra spor- um léð máls á því að festa slikt krumsprang á helgan dóm. En þeir gerðu það. Þeir höfðu ekki slegið hendi móti gripnum, heldur virzt hann hagleiksverk og þegið hann. Ekki hafnað þessari sérkennilegu gjöf til kirkjunnar. Nei. Meira að segja höfðu þeir þakkað piltinum opinberlega á helgum stað: frammi fyrir altari og úr prédikunarstóli. Það var þeirra hlutdeild — og að fela listamanninum sjálfum að festa járnblómið á turninn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.