Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 20
Jöl hermanns- ins hans. Þá fór hjarta hans að slá mild- ar en mannshjörtu eiga að slá, leið- indatár komu fram i augu hans — einmitt nú, þegar hlýrra loft benti til þess, að hann nálgaðist jörðina og yrði að átta sig á stefnunni. — Farið þið! hrópaði hann. — Fyrirgef okkur óhlýðni okkar, herra, en þú mátt, ó, þú mátt ekki yfirgefa okkur, nema þú gefir okkur tákn, sem við getum fært föður þin- um. Þá tekur hann okkur kannski í sátt aftur! — Sleppið mér! veinaði hann, því að taugaveiklaðir englarnir vildu ekki leyfa honum að falla eins og vera bar, heldur héldu þeir fast um hendur hans og fætur og flugu með hann lárétt til jarðarinnar, sem nálg- aðist óðum. — Sleppið mér, ég tek ranga stefnu! — Herra, við grátum yfir syndum okkar — en herra, þú þarft ekki að nota stóra boltann, sem þú heldur á núna. Þú kemur til jarðarinnar sem fullvaxta maður. Megum við ekki færa guði hann sem kveðju frá barni hans? — Ég missi vitið, sagði hermaður- inn kuldalega og hélt sér við málefn- ið. því að hann vildi hugsa skýrt. en i næstu andrá fórallt, sem varlaustog hreyfanlegt i likama hans að bæia á sér og hann varð að bresta í skelli- hlátur til að ráða við hreyfingar lík- ama síns og hann hló og hló, svo að englarnir, sem skildu ekki hlátra, stöðu á hann stórum. alvarlegum augum, áður en hann megn- aði að svara sundurslitnum orðum, af hlátri. — Ó, friðarenglar, þér indælu ver- ur, já, takið þennan stóra bolta og færið minum virðulega föður hann, ef þið þá vitið hvar hann býr. Segið, að hann megi fá hann i jólagjöf og að hann megi gera við hann hvað sem hugur hans girnist, nema missa hann —, farið þið nú ekki i boltaleik á leiðinni, berið hann svo varlega til himinhallar hans sem hann væri sof- andi barn, sem ekki má vekja! Þá leiftruðu skinandi sólir i himin- augum englanna og þeir kysstu á frjálsar hendur hermannsins með vörunum. Þeir þrættu ekki. heldur skiptu sér i tvo hópa; annar fór með sofandi sprengjuna til guðs, en hinn fór með titrandihermanninn til jarðar. — Snjórinn er kaldur og háll, þú gætir dottið og meitt þig illa, sögðu þeir og virtust ekki treysta fallhlif hermannsins sérlega vel. Þeir lögðu hann varlega niður á hvitt engið, án þess að snerta snjóinn, þeir voru berfættir, en hermaðurinn var i þykkum hermannastigvélum. — Vertu sæll, vertu sælf og þökk fyrirl sungu englarnir glaðir og þeir böðuðu vængjunum ákaft til að ná félögum þeirra, sem voru á leið til guðs. Hermaðurinn hlustaði á söng þeirra, en þegar hann var þagnaður, laut hann niður og setti svalandi snjó á enni sitt. Þegar það var ekki til neins, henti hann sér endilöngum í snjóinn, sem breyttist strax i sveita. — Hvað hef ég gert, stundi hann. — ég hef gefið einhverjum guði einu ABC-sprengjuna okkar — ég sá feg- urstu sýnir I dauðans angist minni og var svo heimskur að trúa á sýnirnar — nú er ég kominn til jarðar aftur, en hvar er sprengjan — sprengjan var raunveruleg, en engin sýn — eða var sprengjan aðeins sýn, fyrst ég lifi enn? Hann reis upp til að horfa í kring- um sig. því að menn sjá betur þegar þeir standa en þegar þeir sitja og hann sá fallbyssur fjandmannanna. sem miðuðu á himininn skammt undan og hann varð hræddur og ætlaði að flýja. þótt þær væru skreyttar með greni og jólaskrauti f tilefni kvöldsins. En sjá — það stóð vera fyrir framan hann. Eftir útlínun- um að dæma var þetta maður, en hann sá enga mannlega drætti, allt var hulið að baki einhvers, sem stundum var myrk þoka, stundum skjálfandi Ijós. Það vaknaði von um frelsun í hjarta unga hermannsins, þvf að ókunni maðurinn bar sig ekki eins og hermaður. Kannski var þetta friðsamur gamall bóndi, sem myndi veita honum húsaskjól. Hermaður- inn, sem kunni ekki tungumál fjand- mannanna baðaði út höndum og fót- um til að gera sig skiljanlegan, en þá tók ókunni maðurinn til máls og hann talaði móðurmál hans, að vfsu ekki fullkomlega vel, heldur hikandi og stamandi, en með mildum hreim: — Gleðileg jól, hermaður! — Viltu hjálpa mér? spurði her- maðurinn glaður og hann hljóp til ókunna mannsins, en hrasaði um ísmola og lá kyrr á jörðinni. Hann hafði aðeins mátt til að lyfta höfð- inu, þegar hann sá að augu gamla mannsins Ijómuðu svo mildilega. að hjarta hans óx og sprengdi ein- kennisbúninginn yfir bringu hans, og samt fann hann ekki til kulda. En nú var hann ávarpaður á ókunnri tungu — eða var það móðurmál hans, sem var borið svo undarlega fram — honum fannst orðin svo kunnugleg, svo þekkt að þau nfstu barnssál hans að rótum og þó skildi hann þau ekki. —' Ég er enginn málamaður, sagði hermaðurinn. — Ég skil þetta ekki. — Einu sinni skilduð þér það, var hið sorgmædda svar, og nú skildi hermaðurinn hann og fannst þó allt i einu, að hann hefði skilið meira áður, þegar hann skildi ekki neitt. — Heyrðu þá mál mitt á móður- máli þinu, hermaður. Þú hefur snortið hjarta mitt með því að senda englana með jólagjöf til mín. — Ó, guð, hvfslaði hermaðurinn undrandi og hann reif hné sfn til blóðs með þvi að þrýsta þeim enn fastar að hvössum isnum og hann gleymdi þvf, að hann var hermaður og grét sem barn og kom engu orði upp. — Ég hef handa ykkur gjöf frá fornu fari, sem þið hafið aldrei viljað þiggja, þvi að ykkur lætur betur að kaupa en þiggja gjafir. Eigum við að skipta nú, maður, þú gefur mér kraftmiklu sprengjuna þina, en ég gef þér hinn eilffa sannleika, sem ég held hér i hægri hönd minni. Lauslega krepptur hnefi gamals manns kom út úr myrkrinu. Hann virtist ekki rúma mikið, en her- maðurinn trúði þvf, trúði þvf, að guð faðir segði satt. — Eilffa sannleikann, stamaði hann auðmjúkur. — Já, en það er alltof mikið, það, sem ég gaf þér var ekki svo mikils virði. Ef ég á að vera algjörlega heiðarlegur, þá fann ég ekki upp á þessu, heldur englarnir þínir, svo að ég er gjafarinnar alls ekki verðugur. — Ég bið þig um að forsmá hana ekki, elskaði sonur minn, flyttu mönnunum, sem ég sakna, boðskap sannleikans og þeir munu þekkja mig aftur. Ungi hermaðurinn horfði undrandi á titrandi höndina, sem var rétt upp til hans, þó að hann lægi á hnjánum eins og ókunni maðurinn hefði einnig kropið á kné, þótt hann væri guðfaðir sjálfur. — Faðir, sagði hermaðurinn. — ég þakka þér mikla náð þína, en . . . viltu ekki geyma sannleikann þinn um stund og koma mér á öruggan stað fyrst? Ég er í landi fjandmann- anna og hvað getur ekki komið fyrir, ef þeir ná honum? — Ó, þú eilífi maður, heyrði hann milda rödd guðs segja, en guð var horfinn, þegar hermaðurinn leit bros- andi upp. í snjónum andspænis honum lá sprengjan, hörð og ein- mana og titraði eins og stórt, skjálf- andi hjarta. AFÁLFUM OG HULDU- FÖLKI Eftir J. A. Konan með ærnar Árið 1913 var ég smali heima á Ytri-Dal og sá um kvíærnar um sumarið. Það var komið fram f júlímánuð þegar þessi atburður gerð- ist. Ég var inn á dal að hafa saman ærnar eftir nóttina. Það var sólarlaust veður, en þurrt og skírt loft. Ég hélt heim á eftir ánum og fór hægt. Lítil árspræna skipti dalnum. Austan til við ána voru sléttar eyrar. Þar var kona sem leiddi telpu í vinstri hendi sér. Svona níu til tfu ára að aldri. Hún rak þrjár hvítar ær á undan sér. Þetta var meðalhá kona, svartklædd með klút bundinn yfir höfuðið. Hún rann á eftir kindunum, en horfði alltaf til mín. Ég horfði á hana i góðan tíma, en svo hvarf hún allt í einu þegar hún kom að stórum hólum, sem Krosshólar voru kallaðir. Voru sagnir manna um það, að þar byggi álfafólk. Á bænum fyrir austan ána var engin kona, sem líktist henni og engin telpa var þar til. Stúlkan með lambið Þessi saga gerðist f októ- bermánuði haustið 1912. Það var búið að smala fénu í Ytri-Dal, þar sem ég átti heima. Þetta kvöld virtist vera norðan bylur í vænd- um og átti þvf að hýsa féð. Við börnin stóðum í kringum fjárhópinn á stöðlinum á meðan verið var að telja í húsin. Þá sá ég allt í einu unga, háa og granna stúlku hlaupa innan um féð og virtist hún vera að ná gráu hrútlambi úr fénu. Þá kalla ég til hinna barnanna: „Nei, þarna er hún Jóna." Þar átti ég við roskna konu, sem var vinnukona hjá okkur, en fór aldrei út til svona erinda. Mér þótti þetta vegna þess að stúlkan var líkt klædd, f dagtreyju og pilsi með rauðrósótta smekksvuntu og bönd aftur á bakið. Hin börnin skömm- uðu mig fyrir vitleysuna. Nú sá ég hana flæma lambið út úr fénu og rann á Þar var kona, sem leiddi telpu I vinstri hendi sér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.