Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 10
HUG- STÆÐUSTU VERKIN EIRÍKUR SMITH listmálari Hefur einhver séð skilirý á flögri? Ekki vænti ég að einhver hafi rekizt á stóra mynd, sem ég gerði einu sinni I fordyri Skógaskóla. Ég spyr nú bara af því að þetta mynd- verk er mér fyrir ýmissa hluta sakir hugstætt. Nú, ef svo skemmtilega vildi til, að einhver Ijúflingur hefði séð það á flögri, til dæmis niðri á Skógasandi, eða undir þykku lagi af hörpusilki þar í sveit, þá þætti mér vænt um að fá að Ifta það einu sinni enn. Sannleikurinn er sá, að ég málaði heilmikla veggmynd í fordyri Skóga- skóla i kringum 1950. Benedikt Gunnarsson listmálari gerði aðra mynd á annan vegg þar. Ég minnist þess, að þetta var mjög skemmtilegt viðfangsefni; efniviðurinn sóttur I umhverfi Skógaskóla. En báðar voru þessar veggmyndir horfnar, þegarég átti þarna leið um á sfðastliðnu mrl Bókstaflega gufaðar upp. MAGNÚS JÓNSSON frá Mel, fyrrum ráðherra Traust og vinátta þess fólks, sem stjórnmálaafskipti mln hafa komið mér I kynni við. EMILIA JÓNASDÓTTIR leikkona Þetta er erfið spurning. Ég er nú orðin 73 ára og á 50 ára starf við leikhús að baki. Byrjaði f leikriti með Haraldi Björnssyni á Akureyri, þegar ég var 22 ára. Hlutverkin eru þvt mörg og eí til vill þykir mér vænst um þau minnstu, þvf ekki rfður minna á að þau fari vel úr hendi og þau eru ekki slður vandasöm en hin stærri. Við vfgslu Þjóðleikhússins lék ég Guðfinnu I Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson og það hlut- verk er mér víssulega hugstætt — En það hlutverk sem er mér einna efst f huga, þegar ég Ift til baka. er hlutverk móður Jóns Hreggviðsson- ar I íslandsklukkunni eftir Laxness undir stjórn Lárusar Pálssonar. Arndfs Björnsdóttir átti að fara með það hlutverk en lenti f slysi, svo ég var látin taka við þvl. Þetta kom mér alveg f opna skjöldu — ég vissi ekkert um verkið, hafði ekki einu sinni lesið það þá, en fékk aðeins 3 æfingar áður en að sýningu kom. Það fór þó allt blessunarlega vel. KRISTJAN FRA DJÚPA- LÆK skáld Þetta eru trúlega erfiðustu spurn- ingar, sem lagðar verða fyrir lista- mann. Kemur þar margt til. Mér persónulega eru verk annarra höfunda miklu hugstæðari en min eigin. Að auki er tilfinningalíf mitt það margþætt og skapbrigði mikil, að aldrei gæti sama verk hentað daglangt til samsvörunar þanka- ganginum. Ljóð mln eru allt frá tárvotum kveinstöfum og sálmum upp (eða niður) f gráasta gaman og ósvffni. Svarið við fyrrihluta spurningar væri þvl auðveldast og sannast: Ekkert verka minna er mér hugstæðara öðru fremur til lengdar. En til þess að gera ritstjóra einhverja úrlausn, skal reynt út frá skapferli augna- bliksins að nefna sérstaka tegund verka minna, en það eru eftirmæli. Og þá einkum um farna listamenn, helst „mislukkaða", (hvað sem það merkir nú). — Myndi ég þá benda á: f minningu skálds, Steindórs Sigurðssonar, I bókinni Lffið kallar (1950), kvæðið um Vilhjálm frá Skáholti, kafli IV. f Minnum, f bók- inni 7X7 tilbrigði (1 966) og Dagur Austan, f bókinni Þreyja má þorrann (1953). Tökum þá t.d. það slðast nefnda: DAGUR AUSTAN Lokið er þætti harmleiks og hetjudáða, helvegur troðinn, fækkað um einn í stræti. Tæmdur f botn er bikar hins gullna dreyra, hjá bölvaldi lífsins autt er í horni sæti. Vorkalið brumið hrynur æ fyrir aldur. Enginn fær staðist tímanna svartagaldur. Áleitnar huldur heilla manns þrá úr vegi, hlúðin nær skammt frá draumanna bjarta eldi. Þyrstum erallt, sem þorstanum svalar, drykkur, þreyttum er hjarnið friðandi sæng að kveldi. Og hver getur skilið andann, sem yfirgefur alfaraleið, og snúið til jökla hefur? Skáldið er ríkt. Þú hyggur það snautt, sem heldur að hamingjan komist fyrir í pyngju þinni. Rænið það hverri fjöður og fyrirlítið. Flæmið það út á gaddinn, lokið það inni. Skáldið á sjóð, sem eykst þegar af er tekið, auð til að brenna skóginn en hirða sprekið. Borgari, látið þér blóðpening yðar skína í betlarans lófa, vegna yðar hann grætur, hann kann að breyta dumbhljóði málmsins dauða í dýrðlegan fögnuð, algleymi heillar nætur. Yður hver hringur Draupnis í duftið bindur, á dásemdir hinna þér eruð löngu blindur. Hátt risu öldur harms yfir þyrnibrautir, hærra bar ægisdætur, þú jarðargestur. Utsýni stækkar, öflugri vængjatökum andinn skal ná, er líftaugin granna brestur. Margt er að þakka. Gleði og Sorg eru systur, hinn síðasti verður stundum að marki fyrstur. Dagur Austan er dáinn í kvöldsins rökkur, djúpið eilífa geymir hann sér f fangi. Útsærinn hefur andvörpin hinstu þaggað. íslendings gröf varð löngum í votu þangi. Væringjans saga syrgir hann ein í drögum, systir hans nóttin felldi sinn dóm að lögum. Og þá kæmi sfðari hluti spurning- arinnar: Hvers vegna? Jú, þvf skal Ijóstrað upp, viti menn það ekki, að skáld eru eins og aðrir menn, dæma- laus ólfkindatól. Þau hugsa mest um eigin persónu, stærð hennar, frama eða vanmat á henni, en af aumingja- skap, glámskyggni, en oftast slótt- ugheitum, yrkja þau oft f þriðju per- sónu, eða um hana. Meina þó sjálfa sig, tjá eigin hug t nafni annarra. „Það var tekinn Ijótur leppur og löðrinu þurrkað öllu f hann," segir af öðru tilefni. Ætli þetta kvæði, sem hér er birt, sé mér ekki hugstætt vegna þess að þar er hægt að heim- færa eigin höfuðverk upp á annan. Það er a.m.k. ekki hjáróma f eyrum mér enn f dag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.