Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1975, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1975, Qupperneq 7
und manna herdeild létu Banda- ríkjamenn taka sig til fanga á Iwo-Jima, smáeyju, þar sem undankomuleið var engin (og margir náðust því aðeins lifandi að þeir voru annaðhvort meðvit- undarlausir eða hræðilega lemstraðir). Sami andi réð því að Yamato, eitt mesta orrustuskip keisarahersins, var sent til varnar Okinawa með eldsneyti sem nægði aðeins aðra leiðina og án loftvarna — sem sé í opinn dauð- ann. Frávillingarnir voru afleiðing þessarar stefnu að gefast aldrei upp. Sumir nálguðust að vera lið- hlaupar, sem buguðust af því álagi að hefja gagnárás á margfalt öflugri, framsækinn óvin. Aðrir héldu til skógar í smáhópum þar sem það var eina leiðin til að geta haldið áfram að berjast. Þar voru þeir þegar keisarinn lýsti yfir uppgjöf 15. ágúst 1945, viku eftir að fyrstu kjarnasprengjunni var varpað á Hiroshima. Frávillingarnir heyrðu ekki uppgjöfinni útvarpað og hefðu ef til vill látið hana sem vind um eyrun þjóta þar eð flestum þeirra fannst að þeir hefði óhlýðnast skipunum með því einu að halda lífi. Þessi sektarkennd gat haldist árum saman. Þegar Yokoi lið- þjálfi fannst á Guam árið 1972 brá honum illilega er farið var með hann i sjúkrahús til læknisskoð- unar. Hann hafði aldrei áður séð gegnlýsingarvél og hélt að þetta furðutæki ætti að nota til að taka hann af lífi. Einn hópur frávillinga á Nýju Gíneu gerðust mannætur. Sumir þeirra hafa ef til vill lært manna- kjötsát af þarlendum mannætum, en þegar þeir átta, sem eftir lifðu sneru heim til Japans árið 1950, höfðu þeir einnig lagt sér til munns marga japanska hermenn, þeirra á meðal einn liðþjálfa og einn liðsforingja. Ölíkt var farið fjórum öðrum mönnum sem fund- ust á Guam fjórum árum síðar. Þeir forðuðust mannát og sýndu samvinnuhug og þrautseigju er hvaða her sem væri i veröldinni þætti sómi að. Deild sú innan japanska heilbrigðismálaráðu- neytisins, er fæst við mál frávill- inganna, lét frá sér fara I skýrslu, að þessir fjórir væru „allir miklir menn. Þeir hugsuðu ekki um eig- inn hag. Þeir báru velferð hóps- ins fyrir brjósti í einu og öllu og hughreystu hver annan. Þeir voru guðum líkir“. Yokoi liðþjálfi, sem hrópaði „Banzai! Lengi lifi keisarinn!" til mannfjöldans við komu sína til Tokló flugvallar, lifði engu fyrir- myndarllfi keisaralegs liðþjálfa á meðan hann dvaldi I frumskógi sínum á Guam. Hann hélt til skógar ásamt fleiri Japönum skömmu eftir að Bandaríkjamenn gengu á land. Að síðustu var hann eftir við þriðja mann en árið 1964 kom upp þræta á milli þeirra út af hinni þreytandi fæðuöflun og Yokoi hóf einyrkjabúskap I skot- gröf. Hinir tveir, sem héldu saman, létust síðar úr næringar- skorti. Yokoi hefur raunar orðið japönskum afturhaldsmönnum til nokkurra vonbrigða. Hann kvænt- ist efnaðri miðaldra piparmey og notar frægð sína sér til fram- dráttar. Hann hefur farið til Brasilíu i auglýsingaskyni fyrir japanskt fyrirtæki. Hann hefur komið fram I næturklúbbum, klæddur gamla hermannabún- ingnum slnum, staðið upp og heilsað að hermannasið þegar hljómsveitin lék söngva frá styrj- aldarárunum. Og hann hefur gagnrýnt hið gamla japanska þjóðskipulag (að keisaranum undanskildum) og styrjöldina. Hann kveðst lítið hafa lært I hern- um, sem að gagni mátti koma I frumskóginum. Eitt var sameiginlegt öllum frá- villingunum, en það var tor- tryggni þeirra gagnvart öllum tii- raunum til að fá þá út úr frum- skóginum. Þetta stafaði sumpart af þvl, að þeim fannst eins og Yokoi, að þeir hefðu brotið af sér með því að halda lífi. En þeir voru einnig fullir grumsemda um að óvinurinn væri að leika á þá. Það var einkum fyrstu árin eftir styrjöldina, sem þeir stóðu vígreifir á varðbergi fyrir öllum leitarflokkum, bandarlskum og innlendum (sem þóttust oft eiga þeim grátt að gjalda vegna hermdarverka er unnin voru af sumum japönskum herflokkum). Flestir frávillingarnir voru þess fullvissir, að hvað sem orðið hefði um Japan — og þeir höfðu yfir- leitt aðeins óljósa hugmynd um endalok styrjaldarinnar — þá myndi japanski herinn einhvern- tíma koma þeim til bjargar. Tveir menn, sem bjargað var frá Guam árið 1960 óttuðust að þeir hefðu fallið I bandarlska gildru þar til löngu eftir að þeir voru farsællega lentir I Japan. Fyrst héldu þeir að þeim myndi ef til vill verða fleygt út úr flug- vélinni, sem flutti þá heim. Slðan komust þeir að þeirri niðurstöðu er þeir gátu ekki séð fjallið Fuji (sem var hulið skýjum) að verið væri að flytja þá til framandi lands. Er þeir loksins stigu fæti á japanska grund. var það I banda- rískri herstöð og nokkur kvíðvæn- leg andartök bjuggust þeir við hinu versta: að Japan væri eftir allt saman orðið bandarísk ný- lenda. En engan var eins erfitt að lokka út og Onoda. Fyrsta fréttin um að hann væri enn á lífi barst árið 1950, er einn þriggja annarra hermanna úr flokki hans var við- skila við hina og gaf sig fram. Samband Japans og Filipseyja bar þá enn merki stríðsins og voru engir leitarflokkar sendir I það sinn. En fjórum árum síðar, er flokkur Onodas hafði átt I úti- stöðum við filipeyska lögreglu- sveit, var opinberum japönskum leitarflokki leyft að koma til Lubang. Einn manna Onoda — liðþjálfi að nafni Shimada — hafði látið lífið I bardaganum, og fimm árum slðar 1959, er leitin hafði engan árangur borið, taldi japanska stjórnin að liðsforinginn og hinn félagi hans, óbreyttur hermaður að nafni Kosuka, væru einnig látnir. Næsta sönnun, sem til Japans barst um það að liðsforinginn væri enn á lífi, var annar skot- bardagi, I október árið 1972, milli lögreglunnar og frávillinganna, en þar lét hermaðurinn Kosuka llfið. Japanir sendu þegar af stað þrjá stóra leitarflokka til viðbótar — með 150 þúsund sterlings- punda tilkostnaði — og tóku með I förina bróður Onoda og aldraðan föður hans til að kalla til hans gegnum hátalara. En þessi leit varð jafn árangurslaus og hinar fyrri. Onoda vissi af leitarflokkun- um. Hann heyrði rödd bróður sins gegnum hátalarana og hann hirti upp afrit af tilskipuninni um upp- gjöf, er fyrrum yfirmaður hans, Yamashita hershöfðingi, gaf út árið 1945 og hafði verið dreift yfir eyjuna úr flugvélum. 1 einni ráns- ferð sinni I þorpin hafði honum áskotnast ferðaútvarpstæki, svo hann gat hlýtt á japanskar og erlendar útvarpssendingar. Onoda sagði slðar að sér hefði aldrei dottið I hug að Japan hefði beðið ósigur. „Ef ég hefði haft Framhald á bls. 16 Richard Beck % ÞRJÚ LJÖÐ NEISTAR FRÁ ARINELDI DAGSETUR Hallar dagur höfði að sæng hranna næturskýja, dreymir undir dökkum væng dögun morgunhlýja. SUMARAUKI Þótt riti ellin rúnir mér á vanga, ei raunasöngva neina það mér vekur; frá liðnum sumrum rósir ungar anga, með ilmi sinum verma, er hausta tekur. YNGILINDIN Ættlandsdvöl var yngilind, alla llfsins daga brosir syni móðurmynd, mikil hennar saga. Svartur hvíti ÞÚ SEM LEGGUR Á DJÚPIÐ Þú sem leggur á djúpið langdregnum morguns árum róandi grottu í gráðið gegn válegum tára dalnum firna há fjöll munu rísa gegn framsæknu brjósti þinu tindarnir titrandi hniga und táldregnum fjallgöngumanni sjá munt þú sælurnar liða og sökkva i hafsjó timans. þó skyldi enginn ætla að elta hamingju sina sá maður sem hugsar um hafmey er hér um bil vis með að farast sú sól sem er gengin til sængur við svartnættið — dauðann henni ber lifinu ei lengur að lifa né ávaxta meira á storminum kveður hver strengur stilltur upp á 11» og dauða hljómar sem undarlegt ýlfur örlög þin syngur i reiða. eitt sinn skal hver sigla, og sigla sinn eigin sjó. VÍSNAÞATTUR MORGUNVÍSA Bjartur dagur hægt og hljótt heim að dyrum gengur — þó er eins og þessi nótt þyrfti að endast lengur. Sveinbjörn Beinteinsson. TUNGAN Aldrei þverri orka máls — arfur feðra vorra: orSgnótt Beru, Egils, Njáls, Ara, Sturlu, Snorra. Lárus Salómonsson VÍSUR ÓLAFAR. Úr sögu. Löng og mörg eru liðin ár, lýjast fætur og þyngjast spor, yfir styrtir og svíða tár, sakna ég þín mitt æskuvor. Gleði mína gleymskan tók, græt ég hljótt í leynum. Ljóð og draumur lokuð bók Ijúfust ást í meinum. Lágur himinn, litil jörð lífsvon mina byrgja sigldi ég yfir feigðarfjörð fáir mundu syrgja. Flest þó gleymist, fátt sé kært og fækki í huga Ijóði, minning þin þó skartar skært og skin i hjartans sjóði. Þórunn Elfa. Hásetar Gísla Hafliðasonar frá Hrauni í Grindavik 1915. Skipshafnarvisur í Grindavík á ver- tíðinni 191 5. 1. Gísli finnur götuna, greitt að inni fiskana. Hefur stinna háseta, hann til vinnu sjómanna. 2. Er við djarfur árina, og til þarfur sjóverka. Meður starfar mund harða, Magnús arfi Hafliða. Aðsendar vísnr úr ýmsuni áttum 3. Jón er lagi löngum ann, lengi ánægju hafa vann. Ári vægir engri hann, áis nær hagi risa kann. 4. Jónas slingur sterklega, stilltur þvingar árina. Ei með fingur er lina, útgerðingur Hafliða. 5. Sést og þar hann Sigurður, seggur snar og til fljótur. En samt var hann óvanur, er þó bara rétt góður. 6. Óharðnaður unglingur, en þó maður vel röskur. Ei með slaður Ólafur, en þó glaður Jónssonur. 7. Þar er vagni ára á, einn er Magnús nefnast má. Lítið gagn mun gera sá. Gildir bragnar spurning tjá. 8. Róður stundar rösklega, reynir i mundum árina. Getur lund haft glaðlega. Gísli kundur snar Narfa. 9. Þar má lita þróttknáan Þorkel nýtan Austan-mann. Greiða í flýti fiskinn kann, um flóðin hvit úr netum hann. 10. Kristinn undur knálegur, korðalundur Jónssonur. Reynir mundir röskastur, við ramman stundum kappróður. 11. Þar er Hákon þolseigur, þegnum hjá við stritróður. Orðinn sá er aldraður, afbragðs-knái sjómaður. 12. Þykja á valdir þóftu-mar þórar skjalda viðast hvar. I vísna skvaldri virðast þar, vera taldir hásetar. Magnús Magnússon frá Nesi Grindavik.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.