Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1975, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1975, Side 14
ÍSLENZK KONA KORTLEGGUR LEYNDARDÓM HEILANS Edda Sveinsdóttir við mælitækin, sem hún notar við rannsóknir sinar. Greinin um Eddu birtist I dönsku blaði og þar var því miður ekki gerð nánari grein fyrir henni. Nýstárlegar og áhugaverðar rannsóknir fara nú fram á mörk- um hinna gamalkunnu vísinda- sviða. Ríður þar mjög á, að rannsóknarfólk sé búið hæfi- jeikum til þess að laga sig að nýjum hugsanagangi, og svo samstarfshæfileikum. Einkum er síðar taldi hæfileikinn nauðsyn- legur. Samvisindalegar rannsókn- ir útheimta hópvinnu, samvinnu fólks úr ýmsum áttum. Eitt dæmi um slikar sam- visindalegar rannsóknir er svo nefnd medicoteknik, samstarf lækna og tæknifræðinga. Cand.mag. Edda Sveinsdóttic lektor, er fyrirliði samstarfshóps, sem stefnir m.a. að því að reyna að gera Ijósa starfsemi heilans. Hún er jafnframt tæknimeistari hópsins. Hún varð cand.mag. í stærðfræði árið 1965, og hefur starfað við Kaupmannahafnar- háskóla frá þvi hún lauk prófi, nánar tiltekið við þá stofnun er nú nefnist Datalogisk Institut. Rannsóknarstarfið fer fram i samvinnu við Klinisk Neurofysio- iogisk Laboratorium i Háskólan- um i Lundi og samskonar stofnun i Bispebjerg-sjúkrahúsinu. Anton Helgi Jðnsson Ekki var ég síðri kvenkostur en aðrar norrænar höfðingjadætur Numið ég hafði þau verk sem husfreyju ber að kunna ef þjóna hún vill með prýði bónda og búi. Líkami minn var ungur og kvikur Hinn skeggjuðu andlit höfðu hann oft girndaraugum litið. En hugur minn stefndi ofar vana og innrættri undirgefni Með sönnu ég vissi á kynfærin eigi ákvarðað geta tegundaskiptingu dýra. Þá fannst eyja úti i sænum og þar átti frelsi að ríkja Þar vildi ég helga mér land hugsandi vera jafningi allra af mannkynsins meiði. En kvígan var stöð og eldar karlanna brunnu hraðar en svipa mín á hana gekk. ;ÍTy - jPfejjfcwMSÍrjl f.v/.»■*,.V, m R.. ... . ; W/:: Bp>: ; Ýmsum aðferðum er beitt tii að komast að þvi, hvemig starfi heilans sé háttað. í þessum rann- sóknum er notuð svo kölluð gammamyndavél. Gammamynda- vélin þolir geislunina frá geisla- virkum isótópum og úr henni koma nokkurs konar „röntgen myndir" af heilanum. U.þ.b. ára- tugur er frá þvi farið var að nota vélar sem þessa. Rannsókn fer þannig fram, að isótóp er dælt í æð. Hann berst síðan með blóð- inu um heilann. Nú berst blóðið ekki jafnhratt um hina ýmsu vefi. og þvi má með þessari aðferð finna, ef einhverjir vefir eru óeðli- legir, t.d. kemur það i Ijós, ef um heilaæxli er að ræða. Við það verk, sem Edda Sveins- dóttir vinnur, er gammamynda- vélinni beitt á annan hátt. Eins og áður er geislavirkum isótóp dælt inn i æð. En nú er ekki tekin „röntgenmynd" af heilanum. Heldur er nú mæld geislunin frá hinum geislavirka isótópi. Jafn- framt reiknar tölva þau Isótóps- linurit, sem fram koma. Útkoman birtist á sjónvarpsskermi og sér læknir þá samstundis, hvort þörf muni frekari mælinga, t.d. að biðja sjúklinginn að anda hraðar, svo mynd fáist af þvi, hvernig heilinn starfar við slíkar aðstæður. Þvilikar mælingar má nota til þess að leita uppi æðakölkun i heilanum, eða miðstöðvar floga- veiki, eða til þess að sjá, hvernig heilinn bregzt við þegar menn lesa. skrifa, virða fyrir sér myndir o.s.frv. Þessar rannsóknir eru geysi- flókið tækniverk. Milljón sinnum á sekúndu verður að mæla það hvar isótópinn sé niður kominn. Á markaðnum eru engar vélar, sem það geta. Rannsóknarhópurinn ræddi verkefnið við fulltrúa rafeinda- vélafyrirtækis, sem oft áður hafði verið kallað til liðs, en það reynd- ist ekki hafa yfir nægum mannafla að ráða. Edda Sveins- dóttir varð því sjálf að ráðast i lausn málsins. Hóf hún að vinna i fyrirtækinu á kvöldin, um helgar og í leyfum sinum. Eftir eins árs strit kom árangurinn í Ijós. Það var tæki, sem mældi tíu sinnum fleiri isótópa á sekúndu en þau, sem áður voru á boðstólum. Fyrst þegar þessu verki var lokið gat hið eiginlega rannsóknarstarf hafizt. Edda Sveinsdóttir kveðst hafa mestan áhuga á hinni tölvu- tæknilegu hlið samstarfs- ins, þ.e.a.s. því starfi, sem lýtur að tölvunni sjálfri. En hún leggur áherzlu á það, að bráðnauðsynlegt sé að fylgj- ast vel með starfi læknanna. Læknarnir eru ekki einfærir um að gera sér grein fyrir þvi, hvers konar tæki muni henta bezt til rannsókna. Tæknimeistarinn verður þvi að hafa einhvern skilning á hinum læknisfræðilega þætti. Edda hefur m.a. aflað sér þeirrar þekkingar með því að verja löngum stundum I þeim tveimur rannsóknastofnunum, sem áður var um getið, og einnig á læknafundum, er hún hefur setið. „En það er þó ekki nóg, að ég skilji læknana og þann vanda, sem þeir glima við", segir hún. „Það er að visu skilyrði. En mestu máli skiptir að ég kunni þá tækni sem nota skal til verksins. Það er eiginlegt framlag mitt til málsins." „Kortlagning" heilans reynir til hins ýtrasta á þekkingu og getu manna og á það við um læknis- fræðilega og tæknilegan þátt verksins. Samt sem áður reynist sá árangur sem fæst, nothæfur og hefur hagnýtt gildi i lifeðlis- fræðistofnunum. En enn mun nokkur timi líða þar til hægt verður að stofna til almennra rannsókna á þessu sviði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.