Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1975, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1975, Side 15
hfíruK 1 sumar fórum við Kátur niður i fjöru. Það var heitt, enda miður júlf. Þegar við komum niður f fjöru, fór ég að leita að skeljum og kuðungum. Kát- ur var að elta fugla, sem syntu á sjón- um. Þegar ég var búin að fá nóg af skeljum, leit ég upp, en sá ekki Kát. Leitaði ég lengi að honum og kallaði á hann. En ekki kom Kátur. Fór ég þá að vaða og vonaði að Kátur kæmi. Og hann kom, en með látum. Hann stökk aftan á mig og ég datt f sjóinn. Þegar ég leit við, alveg sárreið, sá ég Kát, þar sem hann stóð f sjónum með höfuðið eitt uppúr og brosti til mfn. Fauk reið- in þá út f veður og vind. Eg fór að skellihlægja, skreið upp f fjöruna og fór að vinda fötin mín. Þá kom Kátur rennvotur og hristi sig. Þegar við vor- um orðin sæmilega þurr, fórum við Kátur heim. Urðu sumir reiðir, en aðrir hlógu. En við Kátur hlustuðum ekki á það, þvf við vorum orðnir enn betri vinir en nokkru sinni fyrr. Laufey Jónsdóttir Efstasundi 56 Reykjavfk. BÖRNIN TEIKNA OG SKRIFA Síðastliðið sumar fór fram landnámshátið Vestfirðinga I Vatnsfirði, þar sem Hrafna-Flóki hafði vetursetu. Myndin er gerð I tilefni hátíðarinnar og höfundurinn heitir Björn Ólafur Gunnarsson og á hann heima i Bolungarvík. Björn Ólafur var ekki fullra fimm ára, þegar hann teiknaði myndina. Atkomendur Nöa Framhald af bls. 4 vani, sem hann hafði barist gegn árangurslaust i rúman mánuð. Og það annað eins þvaður. Hann var að verða eins og fólkið, sem skildi bæklinga eftir i strætisvögnun- um. „Ég verð að gæta mín,“ sagði hann. „Gerði égþað aftur!“ Siminn hringdi uppi. Hann heyrói Ann ganga að símanum með þessu rólega, styrka göngu- lagi, sem einkennir allar barns- hafandi konur. „Elliot! Nat Medarie.“ „Segðu honum, að ég sé að koma, Ann“ Hann lét hurðina falla gætilega að stöfum og gekk upp háan steinstigann. „Sæll, Nat. Hvað er i fréttum?“ „Sæll, Plunk. Ég fékk kort frá Fitzgerald. Manstu eftir honum? Hann er í yfirgefnu silfurnám- unni i Montana? Jamm. Hann seg- ir, að við getum gert ráð fyrir, að þeir noti litium-sprengjur.“ Plunkett studdi sig við vegginn með olnboganum. Hann hélt tól- inu við hægri öxl, svo að hann gæti kveikt sér í sígarettu. „Fitzgeradl skjátlast stundum." „Umm. Eg veit nú ekki, en þú veizt, hvað litíum-sprengjur þýða?“ „Já,“sagði Plunkett og leit út gegnum veggi hússins á logandi jörðina, „keðjuverkun, sem byrj- ar í andrúmsloftinu, ef þeir nota nógu margar. Kannski ein dugi... “ „Er það svo?“ greip Medarie fram i. „Þá erum við í sömu spor- unum og áður. Þá lifir enginn okkar þetta af og við getum eins byrjað ferðirnar af barnum i kirkjuna og aftur til baka eins og hann Fred, mágur minn i Chicago gerir núna. Ég var vanur að segja við hann — Nei, Plunk, það sann- ar, að ég hafði á réttu að standa. Þú grófst ekki nægilega djúpt.“ „Djúpt! Ég er eins langt neðan- jarðar og ég vil, ef ég hef ekki nóg af blýi og steinsteypu mér til varnar getur þú ekki komist upp á yfirborðið áður en þú deyrð úr þorsta, Nat. Nei — ég notaði pen- ingana í orkustöð, ef hún bregst verður þú að dæla loftinu í tóma loftkútana með handafli!" Hinn hló. „Allt i lagi, ég vona, að við sjáumst." „Ég vona, að ég...“ Plunkett leit út um gluggann og sá gamlan jeppa nálgast húsið. „Veiztu nú hvað, Nat? Charlie Whiting var að koma. Er ekki sunnudagur?" „Jú, hann kom líka snemma til min. Það er einhver stjórnmála- fundur í borginni, sem hann ætl- ar á. Það er ekki nóg að stjórn- málamennirnir og hershöfðingj- arnir glápi hver á annan heldur eru heimspekingar staðarins byrj- aðir að örvæntayfir þvi, hvað seint gengur að útrýma þeim og hafa ákveðið að safnast saman til að hraða öllu.“ „Vertu ekki svona bitur," sagði Plunkett brosandi. „Ég skal biðja fyrir þér. Skilaðu kveðju til Ann, Plunk.“ Plunkett lagði símann á og fór niður. Hann sá Charlie Whiting fyrir utan jeppann. „Eggin eru komin inn, Plunkett," sagði Charlie. „Kvitt- unin er undirskrifuð. Hérna. Ég sendi ávisun á miðvikudaginn." „Takk fyrir, Charlie. Krakkar, þið eigið að fara að lesa. Komdu, Herbie. Þú átt i enskupróf i kvöld. Hækka eggin enn. Charlie?" „Upp úr öllu valdi.“ Gamli mað- urinn settist inn í framsætið og lokaði á eftir sér. Hann stakk oln- boganum út um opinn gluggann. „Ha, ha. Og i hvert skipti, sem eggin hækka græði ég meira á ykkur þessum náungum, sem ætla að lifa striðið af og þorið ekki sjálfir með eggin til borgarinnar. „Þú átt það skilið," sagði Plunkett og fór hjá sér. „Hvað um þennan fund i borginni?" „Það eru nokkrir menn, sem ætla að ræða um ráðstefnuna. Ég segi, að við eigum að hætta að sitja hana. Mér finnst, að við ætt- um að hætta þessu veseni. Við höfum aldrei komið með pálmann í höndunum af ráðstefnum. Milljón ráðstefnur undanfarin ár og allir vita hvað hlýtur að gerast. Ha, ha, þeir sóa tímanum. Ég segi, að við eigum að byrja.“ „Ef til vill gerum við það. Ef til vill þeir. Eða — kannski fá aðrar þjóðir þessa góóu hugmynd, Charlie.” Charlie Whiting ræsti vélina. „Vitleysa. Hvernig geta þeir gert eitthvað, ef við byrjum? Það segi ég að minnsta kosti. En þið, þessir náungar...“ Hann hristi höfuðið reiðilega, þegar billinn lagði af stað. „Halló!" hrópaði hann, þegar hann beygði inn á veginn. „Sjáðu þetta!" Plunkett leit yfir öxl sér. Charlie Whiting benti á hann með vinstri hönd. Vísifingur stóð beint út en þumalfingur upp í loftið. „Sko, hr. Plunkett!“ öskraði gamli maðurinn. „Bomm! Bomm! Bomm!“ Hann hló móðursýkis- lega og laut yfir stýrið. Rusty hljóp fyrir hornið og elti hann geltandi eins og hunda er siður. Plunkett horfði á eftir bilnum uns hann hvarf úr augsýn. Hann horfði álitla hundinn, sem kom stoltur heim. Vesalings Whiting. Vesalings allir þeir, sem vantreystu vitleys- ingunum. Hvernig gátu menn leyft göml- um gráðugum nirfli eins og Whit- ing að kaupa framleiðsluna vegna þess, að fjölskyldan þorði ekki að hætta á borgarferð? Þetta hafði hann nú ákveðið fyrir mörgum árum og i heimin- um voru margir, sem voru sann- færðir um, að þeir væru fljótari að skjóta en allir hinir — og að hinum væri heldur ekki alvara. Fólk, sem trúði þvi, að litlir drengir söfnuðu snjóboltum við gangstéttina og færu heim án þess að henda þeim. Fólk, sem talaði um það, hvort betra væri að nota steinveggi eða gaddavírs- girðingar meðan bíllinn fór út af brúninni. Fólk, sem hugsaði rétt. Fólk, sem kærði sig kollótt. Það var þreytandi að standa og aðvara þá, sem engan áhuga höfðu. Þá fór maður að óska mannkyninu alls góðs, en vildi bjarga sér og f jölskyldunni frá örlögum þess. Lengra líf fyrir ein- staklinginn og fjölskyldu hans, hugsaði hann... Klang-ng-ng-ng-ng! Plunkett þrýsti á hnappinn á skeiðklukkunni. Undarlegt. Það var engin æfing hjá almannavörn- um í dag. öll börnin voru úti nema Saul — og hann færi ekki út úr herberginu, hvað þá að hann fiktaði við aðvörunarkerfið. Nema, Ann... Hann fór inn í eldhúsið. Ann hljóp til dyranna með Dinah í fanginu. Hún var undarlega ókunnugleg. „Saulie!" veinaði hún. „Saulie! Flýttu þér, Saulie!" „Ég er að koma, mamma,“ kall- aði drengurinn og tók tvær tröpp- ur i hverju spori. „Ég kem eins fljótt og ég get! Ég næ þvi!“ Plunkett skildi allt. Hann studdi hendinni þunglega á vegg- inn undir veggklukkunni. Hann sá konu sína ganga þung- lamalega nióur i byrgið. Saul hljóp fram hjá honum og að dyr- unum. „Ég kemst I tæka tið, pabbi! Ég kernst!" Plunkett varð ómótt. Hann kyngdi. „Rólegur, sonur minn,“ hvislaði hann. „Það er aðeins Dómsdagur." Hann reis á fætur og leit á skeiðklukkuna og sá, að svita- blettur hafói komið á vegginn undan hönd hans. Ein mínúta og tólf sekúndur. Ein mínúta og tólf

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.