Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1975, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1975, Side 16
sekúndur. Ekki sem verst. Alls ekki sem verst. Hann hafði reikn- að með þrem. Klang-ng-ng-ng-ng! Hann titraði og skalf allur frá hvirfli til ilja. Hvað var að? Hann vissi, hvað honum bar að gera. Hann varð að taka færanlega rennibekkinn, sem stóð í hlöð- unni. ,,Elliot!“ kallaði konan hans. Hann fann, að hann rann niður þrepin á fótum, sem einhverra ástæðna vegna neituðu að hreyfa sig. Hann fór inn í kjallarann. Hræðslusvipur var á öllum þar inni. „Eru allir hér?“ spurði hann hásum rómi. „Allir, pabbi,“ sagði Saul frá sinum stað við lofthreinsunartæk- ið. „Lester og Herbie eru i innsta herberginu við hinn tenginn. Hvers vegna grætur Josephine? Lester grætur ekki. Ég græt ekki.“ Plunkett leit á grönnu stúlk- una, sem sat kjökrandi úti i horni og lagði höndina á stöngina, sem stóð út úr veggnum. Hann leit á klukkuna. Tvær mínútur og tólf sekúndur. Ekki sem verst. „Hr. Plunkett!" Lester Dawkins kom æðandi eftir ganginum. „Hr. Plunkett! Herbie hljóp út til að sækja Rusty. Ég sagði, að hann mætti það ekki. . .“ Tvær mínútur og tuttugu sek- úndur, sá Plunkett um leið og hann stökk upp stigann. Herbie hljóp yfir grænmetisgarðinn og smellti fingrum til að lokka Rusty til sín. Munnur hans opnaðist upp á gátt, þegar hann sá föður sinn. Hann staðnæmdist um stund og hundurinn hljóp geltandi milli fóta hans. Herbie datt. Plunkett hljóp til hans. Tvær mínútur og f jörutíu sekúndur. Herbie stökk á fætur og hljóp álútur áfram. Voru þessar þrumur fjarlæg sprenging? Þarna — aftur! Eins og risi að ropa. Hver hafði byrj- að? Skipti það nokkru máli nú? Þrjár mínútur! Rusty hentist niður kjallartröppurnar og diilaði skottinu. Herbie kom stynjandi á hæla hans. Plunkett greip í jakka- kraga hans og stökk. Um leið og hann stökk, sá hann — í suðri — regnhlífarnar opnast til að leggja landið i auðn. Röð eftir röð af þeim . . . Hann henti drengnum ágólfið, þ^ar niður kom. Þr jár mínútur og fimm sekúndur. Hann þreif i stöngina og beið ekki eftir þvi að dyrnar lokuðust að baki hans áður en hann þaut inn í ganginn. Tvær dyr eftir til að loka hinum dyrunum. Honum tökst það. Hann togaði i stöngina. Hann leit á skriðklukkuna. Þrjár mínútur og tuttugu sekúndur. „Sprengjurn- ar,“ kjökraði Josephine. „Sprengjurnar!" Ann þreif í Herbie, þegar hann kom inn i stærsta herbergið, þrýsti honum að sér, strauk yfir hár hans og faðmaði hann að sér hrópandi ísifellu: „Herbie! Herbie! Herbie!“ „Eg veit, að þú ætlar að berja mig, pabbi. Ég — ég vil bara, að þú vitir, að mér finnst ég eiga það skilið." „Ætlarðu ekki að refsa mér? Ég á það skilið. Ég á allt það versta skilið, ég. ..“ „Það má vera,“ sagði Plunkett og studdi sig másandi við vegginn með tifandi geigerteljunum. „Það má vel vera, að þú eigir rcfsingu skilið,“ hrópaði hann svo hátt, að þau litu öll á hann, en ég mun hvorki hegna þér nú né siðar! Og eins og ég verð við þig,“ öskraði hann,“ „eins átt þú að verða við þitt fólk! Skiljið þið það?“ „Já,“ svöruðu þau slitrótt og grátandi. „Við skiljum það.“ „Sverjið! Sverjið þess dýran eið, að þið og ykkar börn og börn barna ykkar munu aldrei refsa annarri mannveru — hvað, sem hún brýtur gegn ykkur!“ „Við sverjum!" hrópuðu þau á móti. „Við sverjum!“ Svo settust þau öll niður. Til að biða. 30 öra stríö ONDOA Framhaid af bls. 7. nokkra hugmynd um það, eða jafnvel nokkrar efasemdir um Japan, hvernig hefði ég þá átt að vinna mitt verk svo lengi?“ Það var tuttugu og fjögurra ára háskólastúdent, Norio Suzuki að nafni, sem sannfærði hann loks- ins. En jafnvel eftir að Onoda hafði gert sér ljóst að styrjöldinni var lokið, neitaði hann að gefast upp umsvifalaust. í stað þess sagði hann Suzuki, að hann þyrfti enn að fá fyrirmæli frá yfirboð- ara sínum áður en hann tæki þá ákvörðun að gefast upp. Suzuki hélt aftur til Japans og náði sambandi við fyrrverandi sveitarforingja Onodas, Hoshimi Taniguchi ofursta, sem nú er sextíu og þriggja ára og rekur bókaverslun. Þeir fóru saman til Lubang mánuði síðar, og endi var að lokum bundinn á styrjöld liðs- foringjans, er hann heyrði Tani- guchi lesa skipunina um uppgjöf. Ástæðan fyrir þessari þrá- kelkni er sú að Onoda var liðsfor- ingi í njósnasveit, sem fékk það verkefni að heyja skæruhernað að baki víglínu óvinanna. Hann var vel valinn til slíks starfa. Gagnstætt öðrum frávillingum, sem voru, (eins og flestir japanskir hermenn) af fátæku bændafólki, var Onoda af menntuðu miðstéttarfólki kominn. Faðir hans var ritstjóri dagblaðs og móðir hans miklu betur menntuð en aðrar japanskar konur af hennar kyn- slóð. (Eoreldrar Onoda, sem nú eru á níræðisaldri, buðu son sinn velkominn með miklum virðu- leik og jafnmiklum áhyggjum af því tjóni sem hann kynni að vera valdur að á Lubang). Onoda virðist hafa verið greind- ur og harðger drengur, en i stað þess að fara i háskóla hóf hann störf á vegum japansks fyrirtækis i Kina. Árið 1944 var hann, þá 22ja ára gamall aðstoðarforingi, sendur i nýja deild njósnaskóla hersins. 1 þrjá mánuði lagði hann stund á japanska hernaðarlist ásamt öðrum ungum liðs- foringjum, kenningar Maós um skæruhernað, bardagaaðferðir rússneskra ættjaróarsinna, sem börðust gegn Hitler að baki víg- línunnar, hagfræði og mannfræði og eitl erlent tungumál (ensku, rússnesku eða kínversku). Tilgangur skólans var sá að þjálfa sérfræðinga í skemmdar- verkum og skæruhernaði og búa þá undir áralangan hernað á eigin spýtur. Onoda kom til Lubang snemma árs 1945 með fyrirmæli um að varna Bandarikjamönnum nota af flugbrautinni þar. Ekki er ljóst hversu mörgum liðsmönnum hann hafði á að skipa (hann var eini liðsforinginn) opinberar skýrslur flökta á milli 70 og 200. En þegar Bandaríkjamenn stigu á land skömmu siðar fengu Japanirnir skipun um að hefja skæruhernað. 1 byrjun árs 1946 hafði Bandaríkjamönnum tekist að drepa nokkra þeirra og telja aðra 40 á að gefast upp. Upp frá Brite verða tennumar dinn ferskari. Brugðio af Ultra Britccrengu ltkt — það cr svo hrcssandi ferskl vegna samsetningar sinnar, að þú finnur, hvcrnig andi þinn verður ferskari hvernigtennurnar v<»rA:i hvítíiri no aliá mpira I>cím.scni nota Ultra Britc cinu sinni.fínnst annad tannkrcm harla bragdlaust. þvi voru Onoda og félagar hans þrír einir á báti. Sá sem fyrst hélt hópnum saman var ekki Onoda heldur lið- þjálfi hans, sem var sjö árum eldri maður. Maðurinn, sem fannst árið 1950 sagði að Onoda hefði ávallt hlýtt á liðþjálfann og það hafi verið sá síðarnefndi, sem ákveðnastur var í því að gefast ekki upp. Þjálfun Onoda varð að sjálfsögðu til þess að hann leit með tortryggni á allar siðari til- raunir til að lokka hann út —- honum hafði verjð sagt að striðið myndi ef til vill standa áratugum saman, svo honum var eðlilegt að líta á leitina sem bragð af óvinarins hendi. Ef einmanaleiki hefur átt sinn þátt i uppgjöf Onoda, hefur hann ekki viðurkennt það ennþá. Hann hefur aðeins sagt að lífið í frum- skóginum hafi verið erfitt og án nokkurra ánægjustunda. Vist er, að ef hann hefði ekki átt þess kost að tala í ró og næði við Suzuki, án þess að eiga neitt á hættu kynni hann að vera enn á Lubang. Norio Suzuki kom til eyjarinnar i febrúar s.l. eftir að hafa verið á flækingi um Asiu, Evrópu og Afríku i fjögur ár. Margir ungir og eirðarlausir Japanir hafa farið eins að og hvorki þeir né Suzuki (sem var þekktur i sumum japönskum sendiráðum fyrir að koma þangað allslaus og biðja um lán fyrir fari heim) virðast af sama sauðahúsi og Onoda. En það fór vel á með þeim Suzuki og Onoda. Suzuki ráfaði ekki um skóginn i leit að liósforingjanum. Hann tjaldaði aðeins utarlega i skóginum og beið. Kvöld nokkurt er hann var að matreiða handa sér, birtist Onoda og hélt á riffli. Suzuki spurði á hátiðlegri japönsku: „Eruð þér Onoda liðs- foringi?“ A sinn hátt var þetta jafn formleg kveðja og þegar Stanley sagði: „Doktor Living- stone geri ég ráð fyrir.“ Ekki leið á löngu þar til mennirnir tveir voru farnir að slá hvor öðrum gullhamra — Suzuki sagði hermanninum að hann væri hetja að hlýða þannig fyrirskip- unurn út í æsar og Onoda sagði það gleðja sig að Japan skyldi enn eiga hrausta og djarfa drengi eins og Suzuki. Þeir Japanir sem óað hefur hvað mest við sögu Onodas eru þeir sem skilja áhrif hinnar gömlu japönsku þjóðernisstefnu, sem vita, að þar gafst ekkert rúm fyrir einstaklinginn, að þar var siðfræði og öllu öðru skipað niður eftir gildi þess fyrir þjóðina. Það er þessi tortíming einstaklingsins, sem þeir sjá í hörmungarlifi Onoda á Lubang. Þeir eru ekki hrærðir yfir þolgæði og hugrekki liðsforingjans, sem þeir lita aðeins á sem sönnun fyrir þvi hve hræðilega gagngert hið garnla Japan mótaði þegna sina. Sönn, mannleg vera hefði gefist upp fyrir löngu, segja þeir. T.St. þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.