Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1975, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1975, Page 4
En þegar verulega tók að halla undan fæti fyrir Þjóðverjum, urðu þeir einnig að taka þvi. Oft var það sem þýzka sendiráð- ið i Stokkhólmi bar fram mótmæli gegn greinum í sænskum blöðum, gegn einstökum blöðum og blaða- mönnum og dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Westman studdur af utanríkisráðherranum, Giinther, var undanlátssamur og gerði blöð upptæk samkvæmt gömlum ákvæðum i prentfrelsislögunum. Yfirleitt jók það enn á þá athygli, sem greinarnar vöktu — en til- gangurinn var þó að draga úr hinum fjandsamlegu skrifum i garð Þýzkalands, sem GUnther var alltaf að kvarta yfir; þau tor- velduðu honum stefnu hans í utanríkismálum, sagði hann, að forða Svíþjóð frá hernaðarátök- um. En þessi þýzku mótmæli gegn hinum fjandsamlega anda í Sví- þjóð gegn Þýzkalandi voru að mestu leyti skrifstofustörf — þýzkir sendiráðsmenn og nýskip- aðir þýzkir „sérfræðingar í mál- efnum Norðurlanda" þurftu að sýna, að þeir hefðust eitthvað að. Úr því að Þýzkaland hafði ekki brugðizt með hernaðarlegu of- beldi við sænskri neitun við her- flutningunum gegnum Svíþjóð, þá var enn ósennilegra, að það myndi gera það, af þvi að almenningsálitið I Svíþjóð yrði ae fjandsamlegra f garð Þjóðverja. Það voru kúlulegur og málmgrýti, sem einhverju máli skipti fyrir Þjóðverja, en ekki meðvindur í blöðunum. Gagnvart bandamönnum, Bandaríkjunum, Englandi og Sovétríkjunum, skipti Svíþjóð á hliðstæðan hátt fyrst og fremst máli sem glompa á hinu víðtæka hafnbanni á Þýzkaland. Aftur var það útflutningurinn á kúlulegum og málmgrýti, sem var aðalmálið. Auðvitað fannst þeim það Iinka hjá Svíum að hleypa Engel- brechtsherfylkinu og hermönnun- um frá Noregi í gegnum Svíþjóð, en þeim þótti það miklum mun lftilvægara en sænsku viðskiptin við Þýzkaland. Sovétríkjunum var í rauninni sama um bæði þetta og hitt, en fannst það hag- stætt að hafa Sviþjóð hlutlausa — meðal annars til að geta náð sam- bandi við Finna vegna hugsan- legra friðarumleitana. Með hverjum mánuði, sem leið, eftir að verulega tók að síga á ógæfuhliðina hjá Þjóðverjum frá og með 1943, minnkaði svo sænski útflutningurinn til Þýzkalands, og 1944 gátu bandamenn gengið úr skugga um það, að sú glompa á hafnbanninu, sem Svíþjóð hafði verið, væri að mestu leyti úr sög- unni. Og þar með var næstum því hægt að halda því fram, að Svf- þjóð væri „lauslega í bandalagi" við England og Bandarikin, „næstum þvf þátttakandi" í stríð inu gegn Þýzkalandi — með því að hætta að selja þeim kúlulegur og málmgrýti. Vfst er líka hægt að heyja stríð með útflutningsbanni — lítið bara á olíuvopnið í hönd- um Araba á þessum áratug! Sá sem hafði hina sænsku utan- ríkispólitík með höndum, var mjög kynlegur náungi, sem greinilega hafði verið skipaður í stöðu sina að nokkru leyti af til- viljun. Hann hét Christian Gúnter og var af mörgum álitinn vera næstum því frumgerðin að grind- horuðum og leiðinlegum sænsk- um embættismanni. Hann var einn af síðustu mönnunum í opin- beru lífi í Svíþjóð, sem notaði nefklömbrur, en með þeim varð hann á einhvern hátt málmkennd- ur og gljáandi að sjá: — maður sá ekki augun, og þegar hann tók af sér nefklömbrurnar eða setti þær á sig — til dæmis við umræður i UM Christan Gunther utanríkisráðherra Svia í síðari heimstyrjöld- inni og hina umdeildu af- stöðu Svía. Eftir Jan Olof Olson UR KARTÖFL U- DEILDINNI íRÁÐHERRASTÓLINN Christian Gunther t.v. með brezka ráSherranum Victor Mallet. Um sænska utanrikisráð- herrann á strfðsárunum, Christian Gúnther, og afstöðu Svfa f striðinu. Stefna Svfa í sfðari heims- styrjöldinni varð aldrei hetjuleg. Svíþjóð var hlutlaus. Einn af ráðherrunum í þjóð- stjórninni, K.G. Westman dóms- málaráðherra — sem í fyrri h'eimsstyrjöldinni hafði veriö einn af yngstu ráðherrum Sví- þjóðar, og i hinni síðari varð mjög óvinsæll meðal blaðamanna, af því að hann gerði blöð svo oft upptæk — skýrði sænsku hlut- leysisstefnuna þannig: hlutleysis- ins á ekki að gæta sem afstæðrar grundvallarreglu, heldur er hér um að ræða raunhæfa stefnu til að halda Sviþjóð utan við styrjöld- ina. Og það varð hin sænska stefna. Hefði verið litið á hlutleysis- stefnuna sem heilaga, hefðu Svíar átt að fylgja allt annarri stefnu — snúast gegn kröfum Þjóðverja oft á tíðum og taka áhættuna á alvar- legum deilum við Þyzkaland, kalla yfir sig reiði Hitlers. Núna vitum við, að við heföum getað verið kjarkmeiri og djarfari — ekki sízt vegna þess, að Hitler var alltaf í tímaþröng. En það var ekki eins auðvelt að vita það þá — hvert landið á fætur öðru, sem hafði sýnt Hitler þrjósku, hafði verið hertekið og orðið að þola hið ruddalegasta ofbeldi. Þeir, sem fylgdu fram utanríkisstefnu Svía — sem aðeins gat verið fólgin í þvi að hliðra tiUog smeygja sér undan, eftir þvf sem hagsmunir og tilætlanir strfðsaðiljanna kröfðust — Iitu þannig á stöðuna, að það væri betra að láta undan þýzkum kröfum, áður en rýtingnum væri otaö — í mynd úrslitakosta — að það væri betra að veita samþykki í tíma, svo að hægt væri að fá eitthvað í staðinn, jafnvel svolitla viðurkenningu, i stað þess að láta bara segja manni, hvað maður ætti að gera. Svíþjóð Iagaði sig eftir aðstæð- um. Gegn þessari aðlögun voru þeir, sem af heitu hjarta héldu því fram, að Svfar ættu hiklaust að © standa við hlið hinna striðandi lýðræðisríkja gegn nazísku ein- ræði, og ennfremur þeir, sem sögðu, að við værum svo nátengd- ir nágrönnum okkar, að við ætt- um að berjast við hlið þeirra án tillits til þess hvað yrði um okkur sjálfa. Svíþjóð veitti talsverða aðstoð, en án þess aö berjast. Svíar gengu lengst f aðstoð sinni við Finnland — bæði efna- hagslega og pólitískt. Eftir því sem þjóðverjum gekk verr í strfð- inu, voguðu Svíar sér að hallast meir og meir á sveif með bardaga- mönnum. En það leið þó á löngu, til dæmis, áður en Svíar viður- kenndu fulltrúa hinnar frjálsu, norsku stjórnar í London í Stokk- hólmi. En jafnvel svo seint sem á árinu 1944, þegar Bandaríkja- menn reyndu að benda Svium á, að þeim bæri að sýna lýðræðis- ríkjum heimsins þá hollustu í bar- áttu þeirra gegn Hitler að stöðva kúlulegu útflutninginn til Þýzka- lands, tóku Svíar það óstinnt upp og bentu á, að landsmenn þyrftu á þeim vörum að halda, sem þeir fengju frá Þýzkalandi í staðinn. Hlutur Svíþjóðar var því hvorki til heiðurs né sóma. Gagnvart Þýzkalandi var Sví- þjóð fyrst og fremst land, sem flutti út málmgrýti og kúlulegur, og hvorttveggja var þýzka hergagnaiðnaðinum mjög mikil- vægt. Það voru því hagsmunir Þýzkalands að viðhalda eðlilegum viðskiptum við Svíþjóð og þá auð- vitað jafnframt, að bandamenn næðu ekki herstöðvum þar eða réðu á annan hátt yfir sænsku landsvæði. Allt annað skipti minna máli — þar á meðal flutn- ingur Engelbrechts-herfylkisins yfir Svíþjóð til Finnlands og ferð- ir þýzkra hermanna frá Noregi i leyfi. Þjóðverjar hefðu vafalaust aldrei brugðizt harkalega við, þótt við hefðum neitað um leyfi til þessara ferða um land okkar — og gerðu heldur ekki veður útaf því, að leyfisferðir hermanna frá Noregi voru stöðvaðar — en hefðu tæplega þolað það, að út- flutningur málmgrýtis hefði verið stöðvaður á fyrstu árum stríðsins. Svium var mjög legið á hálsi fyrir afstöSu þeirra t styrjöldinni, ekki slzt á hinum NorSurlöndunum. En Svtar urðu striðsins að sjálfsögðu varir, þótt hvorki yrði tjón né blóðsúthellingar. Hér má sjá langa biðröð fólks á Malartorginu í Stokkhólmi vegna matvæla- skömmtunar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.