Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1975, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1975, Síða 12
Aö byggja ö kristi einum ÞEGAR blöðunum er flett eftir sumarleyfið sést að prestarnir hafa verið fyrirferðarmiklir á síðunum. Það er líkt og þagnarmúr hafi verið rofinn og allir lærðir og leikir keppist um að láta Ijós sitt skína. Umræðuefnið er með því viðkvæmasta, sem hugsast getur, spíritisminn og tengsl hans við kirkju og kristni. Séra Heimir Steinsson reið á vaðið með skorinorðri grein f Kirkjuritinu. Séra Heimir var dálítið strákslegur og hvatvís eins og hann væri enn í menntaskóla, satt er það, en tilgangur hans mun hafa verið að vekja presta til umhugsunar og hvetja til umræðu í Kirkjuritinu. í greinum, sem hann hefur sent frá sér síðar, hefur hann lýst skoðunum sínum með öðrum hætti en í fyrstu greininni, en þó ekki beiskjulaust. Því miður er það svo um alla umræðu á opinberum vettvangi á fslandi að hún breytist fljótt I einskisvert karp og oft persónulegt hnútukast. Prestarnir eru að þessu leyti jafn mannlegir og aðrir borgarar. Ýmislegt, sem fram hefur komið í þessum umræðum er til lítils sóma, en verstar eru þær tilhneigingar sumra að reyna að gera menn tortryggilega og beinlínis vara við þeim ef þeir eru ekki sömu skoðunar og þeir sjálfir. Það er til dæmis ósmekklegt þegar farið er að vega að vissum prestum fyrir að messuform þeirra sé ekki eins og það á að vera. Hver er hæfur til að kveða upp slíkan dóm annar en biskup landsins? Sjálfur verð ég að játa að mér geðjast best að þeim messum þar sem reynt er að brydda upp á einhverju nýju án þess að brjóta hinar hefð- bundu reglur messunnar. Að ræða um spíritisma á íslandi er mál, sem ýmsir hafa brennt sig á. Mér skilst að prestar hafi yfirleitt ekkert á móti spíritisma sem slík- um ef iðkendur hans játa að hann sé ekki hluti kristinnar trúar. Spíritisminn nýtur þess aftur á móti að jafn ágætir kennimenn og séra Harald- ur Níelsson og séra Jón Auðuns hafa verið í hópi þeirra, sem hafa aðhyllst hann. Það er ákaflega erfitt að láta orð þeirra sem vind um eyru þjóta eða afgreiða þau með hótfyndni. Spíritistar eru líka held ég trúað fólk og kirkju- rækið og hafa reynst söfnuðum sinum vel. Margt hefði mátt kyrrt liggja í þeim umræð- um, sem farið hafa fram milli presta og annarra um spíritisma og trú. En þegar á allt er litið hafa þessar umræður verið gagnlegar. Nýtt tölublað Kirkjuritsins er til vitnis um að í því verður umræðan á menningarlegum grundvelli. Prestastefnan hefur varað við „dultrúarfyrir- brigðum af ýmsu tagi" og bendir á að kristin kirkja „byggir boðun sína og lif á Jesú Kristi einum, eins og honum er borið vitni í Nýja testamentinu". Hér er ekki eingöngu átt við spiritisma eins og Sigurbjörn Einarsson biskup tekur fram í grein i Morgunblaðinu 9. júli sl., heldur hvers kyns kukl og spámennsku. Sannarlega var timi til kominn að kirkjan lýsti ákveðinni afstöðu sinni i þessum efnum. Því ber að fagna hvaða skoðun sem menn annars hafa. Eftirfarandi orð biskupsins eins og reynd- ar grein hans í heild þykja mér lærdómsrík og mælt af þeirri einurð og festu, sem hæfir tilefninu: „Hér er hver maður frjáls að þvi að aðhyllast hverja þá trú, sem hann kýs. Engum kemur til hugar, að skerða það frjálsræði. En prestum er ekki aðeins frjálst, heldur skylt að leiðbeina í trúarefnum út frá kristnum grund- vallarforsendum". Með þessi orð í huga leyfi ég mér að halda því fram að kirkja og kristni þurfi á gusti að halda. Kyrrstaða er eitur í beinum og af mótlæti eflist sá og styrkist, sem einhverju hefur að miðla öðrum. Jóhann Hjálmarsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu Uþ»- fAflT- u a. V / s' í kÓlí ÍíTc/i? i,n>* jp* \LoL‘ uR FAeie. i KAF »ýRi£> Fau« MARKT Iti Wt\ 4 l)1/ -> H V G> 4 N I í k b fí & (<iUl A R N A IMM H R A T 1 N U R 1 s jP L fliKAR 0»*b AUUI 5 u R i.’.r ÖLÁur- A n F A r*rb & 4 £ ó \l~ Lo'tr- írfl irip- ur Qu»r »tun 1 Æ R l F* «- TífiuR t R l M D 1 RÍtC- fíH HYTJ AR A F M 0 T SKodu Tc'hi A R k A' K A R srri/ b M A R S 'o A R M'AL' AR A *** A K K 6£R f>i yiÐ s M 0 / i/ K ft U M L U K J.-Sííi 'R 8 M A L í> l CO''1 i> MA/W HAFH íflM- iULL l£> 4 u M 5 1 £> y1’ K ’l N A i-ifi N A A 'o M i TólPH SiS S T A u R S aeLT Ffl-M- C.FH! öt A’ Kfííir. ir*<L F A R 1 m IM tSli, FíotOI A T A R nfíUfH e 1 N A R L’lF- FÆRt N £. o í) A R Roik Nl i n’fíLH A E> j Bi :■ L £ 1 K f/ZÐ- rrN Æ T I £> K 6 s T MrtA/FJÍ íflMHa. /' A K £ kuir- T A L 1 N N ma’lm- UR. T 1 N é>»ca- uR C k 1 L L ffi i>' |R A L 1 R ofla- LE(f> A' F A AJ 4 1 SVEí.4 UR 1 f> ál 1. F'/RltZ iTurru V‘T- ivearfí TutiVFl v JuB r(\fK átm Pr £> +PWW B' r( iX 1?EG.H !£> Ko M~ ST 'ffiE QLUfiV) VIKA plC-TUIt úniM H OL- $ KEFL- UR. Flomk $0RÐFI Körr- vxniMr1 FTplZ- pCoCit- TvtgMU /oeiR gifjs $QlOfl l£> ■flND I TolV FltA' FUCcL ftflLL /o' HlT. y<joi /Ím' tftí KU' a** H ft \!oo> o IT5VR Áf(?0M S \I£TlH 5lHo*\ IfiTrt |8ÉLr( V éBk.- FÆ R I Tfí ÍT- TÖlu Vo fjp f\(L

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.