Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1975, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1975, Page 16
Nautasögur að vestan Framhald áf bls. 3 Finnur afi minn. Vék hann ekk- ert undan, hvaö sem ég reyndi. Vígvöllur okkar bola var á smá- holóttu landi vestan árinnar í Nesdal, viö svonefndar Litla- vatnshæöir. Tók ég það til ráðs aö smáhopa milli hólanna og fylla húfuna mína af steinum, er urðu að duga mér, meðan ég skauzt yfir grasigrónu lautina til næsta háls eða holts, og senda honum þaðan duglega skothríð af steinum. Það tafði bola i sókninni, að hann leitaði að þeim steinum, sem ég hafði kastað I hann, tók þá I kjaftinn, skók sig allan og fylltist enn meiri illsku og ákefð að nálg- ast mig. Þetta endaði þannig, aö leikurinn barst til Stóruskriðu og þá var rnér borgið. Þaöan fékk boli vel úti látnar steinasending- ar, svo honum þótti nóg um, en faliegur var hann. Það gljáði á skrokkinn á honum og dauöa hlaut hann fyrir aldur fram vegna illskunnar. SVARTUR STEFÁNS I HOLTI Sera Stefán Stefenssen prestur í Holti í Önundarfirði átti alltaf naut þau ár sem hann var í Holti á seinustu áratugum 19. aldar. Ég var þá bóndi á Kirkjubóli og fór með bola hans á hverju vori og sótti þá fyrir hann á haustin í Nesdal. Áttum við séha Stefán mikiö saman að sælda og fór allt vel á millum okkar, og ánægóur var hann að fá út í bollann sinn áður en hann gekk í kirkju. Guðný kona mín skammtaði honum það ævinlega og talaði hann aldrei um þá skömmtun, þó hann léti eigi skammta sér á öðrum sviðum. Svartur var fallegur boli, stór og kraftmikill. Ég fékk Sigmund mág minn i Hr'auni og menn hans til að sækja bola og ná honum i Nesdal. Við mættum bolunum á Djúpadalseyrununl, rétt noröan við Stóruskriðu, fórum -af baki og ræddum hvernig bezt yrði aö handsama bolann. En boli var fljótari að ákveða sig en viö. Hann hljóp hávaðalaust á okkur og varð ég fyrir höggi hans og þeytti hann mér nokkra metra út í þýfi. Ég hlaut engin meiðsli, en verkjaði undir hökuna. Öðara var boli kominn og hefur eflaust ætlað að gera mér meiri skil og þjarma að mér i þúfunum. Eg reiddist og gaf honum utan undir með járnstaf, sem ég hafði að barefli. Kom l'lKVÍandi: H.f. Arvakur. Hcykjavík Kramkv.slj.: Ilaraldur Svcinsson Rilsljórar: Mallhfas Johanncssrn Slyrmir ílunnarsson Hilslj.fllr.: (ifsli SÍKUrðsson AuKlýsinKnr: Arni (iarðar Krislinsson Rilstjórn: Aðalslræli 6. Simi IOIOO höggið neðan til við augað og öðru höggi kom ég á miðshesið. Þar að auki gengu félagar minir i skrokk á honum. Við þessa atlögu lét boli undan síga, en ég fylgdi ho.num fast á hlaupum og lét járnstafinn dynja á honum við hvert færi sem' gafst, en fylgdarmenn mínir tóku hest minn. Boli fékk ekkert tæki- færi til að snúa á mig en söng sinn illskusöng. Þegar hallaði undan fæti niður Hraunsdalinn varð för okkar bola hraðari en hjnna á hestunum. Á hlaupunum niður dalinn, datt mér i hug mýrarpytt- ur, kallaður Skotsauga, I svo- nefndum Flóa á móti Hálsi sem þá var fremsti bær á Ingjalds- sandi. Þar ætlaði ég honum aö lenda. Þetta tókst; ég stefndi hon- um á dýið og brátt sat boli fastur I Skotsauganu. Ég hljóp á hann þarna, mýldi hann, stökk á bak honum og keyrði hann áfram. Við þessa ráðningu reif boli sig lausan upp úr dýinu og teymdi ég hann gang- andi sem fangaðan óvin heim i Hraun. Sama dag komst ég í Holt og alla leiðina var boli prúður og vel viöráðanlegur. Ég batt hann við hcstasteininn í Holti og sagði presti ferðasöguna eins og hún gekk til. En ekki man ég, að afi minntist á hverju prestur Iaunaði honum ferðina. Éflaust hefur það veriö á einhvern hátt. Áfdrif bola urðu þau, að prest- ur varð að láta skjóta hann viö hestasteininn, þar sem ég batt hann, þvi enginn vildi eða treysti sér tíl aö leysa hann. Oft þarf sterk bein ... Framhald af bls. 2 og Itafa aðstöðu til. Barnauppeldi tekur yfirleitt svo skamman tfrna í ævi móðurinnar, að það er ástæöulaust að niiöa allt viö þaö, þó aö maöur vilji reyna aö njóta þess sem bezt. Og meö því aö halda sér viö í sfnu fagi eöa endurmennta sig, geta konur komiö ferskar og endurnæröar út í atvinnulífiö aftur eftir nokkurt hlé. Þaö er gaman aö fylgjast meö því, hvaö ungar konur sækja fast inn á ýntis sviö þjóöfélagsins, sem þær hafa hingað til látiö afskipta- laus, og ef þessu heldur áfram, kann svo aö fara aö viö náuni fullu jafnrétti á viö karlmenn í atvinnullfinu, hvaö snertir tekju- öflun og ábyrgö í störfum. Ilingað til hefur launajafnrétti fyrst og fremst tíðkazt í orði, og allir vita, aö þaö eru ekki margar konur í háunt embættum hér á landi. Hins vegar má þessi jafnréttis- harátta ekki leiða þaö af sér, aö þeir aðilar í þjóðfélaginu, sem sizt geta boriö hönd fyrir höfuö sér, þ.e.a.s. börnin, verði út und- an. — Og hvernig hagar þú uppeld- inu? Læturöu telpuna hjálpa meira við heimilisstörfin, eöa reyniröu aö hafa jafnrétti á heim- ilinu? — Þau eru þaö ung ennþá, aö lítið hefur á þaö reynt, en þau hafa samt svipuöum skyldum aö gegna, og vitaskuld eiga þau aö fá jafna möguleika til náms og starfa, eftir þvf sem vilji þeirra og hæfileikar segja til um. Mildur? 1 | £££? * S ; Palmolive-uppþvottalögurinn er mjög áhrifamikill og gerir uppþvottinn Ijómandi hreinan og skínandi — jafnvel þóttþérþurrkið ekki af ílátunum. Jafnframt er efnasamsetningin í Palmolive þannig, að hann er mjög mildur fyrir hendurnar. Prófið sjálf... Palmolive í uppþvottinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.