Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 5
ÞESS hefur verið minnzt með ýmsu móti uppá sfðkastið, að hundrað ár eru senn liðin frá því ei hópur islenzkra landnema steig á land á Nýja íslandi. Eins og fram kemur hér I blaðinu, átti sá atburður sér raunar ekki stað fyrr en seint í október árið 1875; allt um það hefur þessa verið minnst í ágúst. Menn geta imyndað sér aðkomuna þarna á strönd Winnipegvatnsins en veturinn í nánd og verður hann harður þar om slóðir ekki síður en á fsa köldu landi. Þessi hópur var buinn að vera um eins árs skeið austar í Kanada við lélega aðbúð. Svo hrapalega skipulagslaust var staðið að þess- um mannflutningum, að hópurinn kemur til fyrir- heitna landsinsundir haust og ekki að vita, hvernig farið hefði ef úrvalsmenn eins og John Taylor hefði ekki rekið á fjörur landans þarna í nýja heiminum. íslendingar guldu þess, að ekki voru neinir áhrifamenn af íslenzku bergi brotnir fyrir í landinu til þess að greiða götu þeirra í allsleysinu. Vesturheimsferðirnar voru mikil blóðtaka fá- tækri og fámennri þjóð og i seinni tíð hafa menn velt fyrir sér hvort þarna hafi aðeins farið ævin- týramenn og uppflosnað fólk, eða þá kjarni þjóð- arinnar. Kannski liggur sannleikurinn einhvers- staðar mitt á milli, en margt bendir til þess, að duglegt fólk og áræðið hafi öllu fremur haft til að bera þann kjark, sem með þurfti. Eins og Jón Þ. Þór bendir réttilega á í grein sinni hér í blaðinu, voru landþrengsli víða orðin mikil I sveitum og dugmiklum, ungum mönnum var ekki að skapi sú tilhrgsun að vera vinnumenn alla ævi. Það orð sem fór af íslendingum vestra, bendir einnig til þess, að þeir sem stigu stóra skrefið hafi engir veifiskatar verið. Af þeim ástæðum má ætla, að blóðtakan hafi orðið enn tilfinnanlegri fyrir land og þjóð. Áreiðanlega er erfitt fyrir nútímafólk að ímynda sér erfiðleikana og þá stöðu, sem upp gat komið, þegar ákveðið var að segja skilið við gamla landið.Mér kemur í hug saga, sem ég þekki af raunalegum endalokum búskapar gamalla hjóna. Guðrún Ófeigsdóttir frá Fjalli og Sigurður Sig- urðsson höfðu búið á Svínavatnr í Grímsnesi og siðast í Útey í Laugardal. Þeim hafði orðið 14 barna auðið, en aðeins 4 höfðu lifað af bernskuna. Þau voru rétt um sjötugt og komin „í hornið" til dóttur sinnar í Útey, þegar þrjú eftirlifandi börn þeirra ákváðu að flytjast vestur. Trúlega hefðu þau kosið að fá að lifa siðustu ævidagana i kyrrð og ró heimasveitarinnar. En aðstæðurnar leyfðu það ekki — og í landinu var að sjálfsögðu engin stofnun eða dvalarheimili, sem hægt væri að leita til. Þau urðu að fara með. Sigurður var tiltölulega hress, en Guðrún var útslitin og heilsulaus. Þegar brottfarardagurinn rann upp, var hún alveg komin i rúmið. En hér var engin miskunn; hún varð að fara. Hún var drifin uppúr rúminu og flutt suður til Reykjavíkur á kviktrjám; það er að segja staurum, sem lagðir voru þversum á tvo hesta. Þannig voru sjúklingar fluttir í þá daga — og lík. Af ferðalaginu suður fara engar sögur; annað eins þótti ekki í frásögur færandi. En þegar til höfuðstaðarins kom var ástand Guðrúnar Ófeigs- dóttur meðþeim hætti, aðekki þóttitaka því að bera hana um borð i Amerikufarið. Hún var skilin eftir hjá góðu fólki til að deyja. Þar kvaddi hún mann sinn og börn, en þau héldu áfram og gekk vel í nýja heiminum. Sigurður sat fyrir hjá Ijós- myndara, þegar vestur kom og eftir þeirri mynd er forsiðumyndin gerð. Sonur Sigurðar kom til íslands á Alþingis- hátíðina 1930 og aftur 1954, þá 92 ára og bráðhress. Ég fékk það hlutverk þá að aka með honum um Suðurlandsundirlendið. Hann hafði verið bóndi. Nú leit hann yfir landið, sem hann hafði yfirgefið barn að aldri. Og honum fannst allt standa i sömu sporum; hvert sem hann leit voru óræktarmóar og endalausar mýrar — en hvergi kornakur. Gísli Sigurðsson. Stephan G. Stephansson i Ég hef aðgætt ársreikninginn minn, afföll gerð og hagræðin i vonum — hef svo líka litið yfir þinn, lagsi heimur, gert min strik i honum. Okkur ég á baggavægið bendi — bankatöflur eru ei samt við hendi. Hleyp þó yfir öll, á þeirri leið, óviss gjöld, er skáka bezta ráði: Frostnóttina, er sáðjörð okkar sveið, sólskinið, sem aldrei til vor náði. Þar ég inn i okkar reikning skrifa uppjöfnuð, að búa kyrr og lifa. Fyrirgefðu! ég tjónið mitt ei tel, talnabrotum öllum smærra og lægra. Inn í þinn er þörf að skyggnast vel, þar á veltur hlutfallsdæmi stærra. Ég vil reyna að sjá hvað er i sjóði, segja hreint, hvað muni skuld og gróði. Mér varð hamla í hárri reikningsmennt heimskan min og afdráttur þinn bæði, sem í æsku ekkert gátu kennt óvita í þinni talnafræði. Heimur, umber aðferðina mína. Öfugt set ég dálkana við þina. II. Bústofn þinn var úrlausn — útlát huld —; Allt er skynjum, líf og sannleik kenni, hann er erfð og aldagömul skuld, eykst því meir sem grynnir þú á henni. Ársvinnan þín, æ og þessu sinni, öll er bráðaþörfum tífalt minni. Þessi fúlgan stækkað hefur strax, — stapp þó sé, hvort hún á nokkrum þyngi hafi fjendum mannkyns morðfélags móður eflzt á liðnu friðarþingi. Margra alda miðar það að sanna mikla skuld í reikning Guðs og manna. Þó að hafi fámennt Ijóssins lið leyst úr töfrum bibliur og eddur, þá er eins og espazt hafi við afturhald og grafnar skottukreddur. Bezta vit sitt spakir heimskað hafa, hundraðfaldazt þörfin af að skafa. Þó menn æski alþjóðlega sitt eigin gagn i bræðralagi að reka, torveldast að taka fyrir hitt: Tvíræð orð, sem grunnhyggnina fleka, undan steinum orðanna að fiska einkaleyfin, hver á sina diska. Hafi oss aukizt yfirburða vald, anda lofts og jarðar hemja að vinna: Þrældómsokið — sem kvað syndagjald - sezt ei á oss hlutfallslega minna. Mammon leggst nú þungt á þý og herra þroskun sú er fram úr illu i verra. III. Heimur, okkar höfuð eru ei sterk! hvílum oss við þessa talnabálka. — Það er sarg og sinnuleysis verk samanlagning skekktra og langra dálka. Viðrum okkur, sjáum þá hvað setur, sörlumst út, þó nú sé kominn vetur. Er ei þessi grenihrisla græn, gegnum allt sem fryst og snjóað getur? Ættkvísl hennar ólst upp sólskins-hæn, áður en jörðin þekkti frost og vetur. Þessi breytti, í stopul-viðrum storða, stuttum yl í langan vetrarforða. Ekkert guðsskjól gætir hennar í grimmviðrum og kófi norðandrifa. Lif, sem heppnast, hallast sjálft að þvi hollvænasta, nær svo til að lifa. Sólarylur bak við svarta börkinn býr í merg þér, iðjagræna mörkin. ÁRSREIKNINGURINN IV. Útiloftið hefur, heimur minn! Hresst oss upp og liðkað hugsun alla. Tifum létt á Ijóðafótum inn, Ijúkum af um reikning þinn að fjalla. Það sem ávannst af þér hefur gengið — eign er hnossið séð en ekki fengið. Hvílik auðlegðl Sjáið þennan sjóð! sundurlynda, niðings-fótum troðna rakna við og þreifa um, sterka þjóð, þrældómshlekkinn bióði sínu roðna! Gálgahamar hröktum reistur bændum, heimur minn, er gull í mund og vændum. Lít á safnið, sem að vex og grær, samandreginn margra alda forða! þar sem okrið allar dyggðir flær, iðjusemin stritar hungurmorða. Þú átt eftir árið þetta góða óeyddan og lögum tryggan gróða. Og hjörðin þessi — óskert er hún enn! yfir hana ná ei tölur margar: Þeir, sem urðu hvorki mennskir menn, meinlaus dýr né sæmilegir vargar. Lengi þyngir þína gróða-keltu þetta fé, er komst á slíka veltu. V. Rengdu ei, að sé reikningsfærslan góð! réttur hagur skárri en suma dreymi um. Einmitt við hjá svona vörðum sjóð sannleikann og æsku vora geymum. Ég hef ekki einu sinni talið aukatekjur, margt sem í er falið. Við erum ekki ársins leigðu hjú útgreidds kaups úr búi húsbændanna. - Við erum báðir, vinur, ég og þú, veiðimenn í óbyggð hugsjónanna. Okkur þær í allra veðra og vona viðlagssjóði tryggjum við nú svona. — 1907. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.