Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 16
Arið þeirra I Ontaro Mjög óhreinn fatnaður þarf mjög gott þvottaefní... Framhald af bls. 10 togi niður eftir fljótinu^Á þeirri siglingu norður var oft höfð við- dvöl til að afferma vörur i borgum og þorpum á leiðinni og til að taka timbur til að kynda katlana. Stundum tók gufu- bátinn niðri, og karlmennirnir urðu að vaða út í fljótið til að ýta honum á flot aftur. 15. október tóku þeir land á mótum Rauðár og Assiniboine- fljóts við Efra Garry-virki. Þar var farangurinn settur á land, og hópurinn fékk húsaskjöl í inn- flytjendabúðum. Meðan á dvöl þeirra stóð í Winnipeg, keypti Taylor birgðir fyrir 4000 dollara hjá Hudson- flóa-félaginu og tók að láni 1000 dollara að auki til kaupa á öðrum vörum — tvö kertamót, fimm eld- unarofna, veiðarfæri ogskotvopn. Hann tók einnig út birgðir af nautakjöti og brauði til brýnna þarfa. Stigiö á land í Gimli 21. október 1875 anna í skrúfu gufubátsins, og tals- vert af vetrai%istum fór for- göröum. Við komuna til Willow Bar síðdegis 21. október skrifaði John Taylor bréf, sem hann sendi til baka með gufubátnum, til John Lowe í landbúnaðarráðuneytinu í Ottawa. Hann skrifaði efst á blaðið: „Gimli, Nýja tslandi, Norð-Vesturlandi, 21. október 1875.“ Þar segir m.a.: „Ég hef'þann heiður að til- kynna yður, að hingað er kominn heilu höldnu hópur Islendinga undir umsjá minni ... Nokkuð hefur verið um veik- indi vegna skjólleysis á fjögurra vikna og fjögurra daga ferðalagi. Engin mannslát, en ein fæðing síðastliðna nótt. Það var svein- barn, fyrsti innborni borgarinn.“ Þennan dag byrjuðu íslenzku landnemarnir nýtt líf í ein- angruðum óbyggðum á önd- verðum löngum norðlægum vetri. Sumarið 1877 heimsótti Dufferin lávarður nýlenduna og sagði meðal annars í ávarpi sínu: „Ég lagði opinberan hciður minn að veði gagnvart hjnum kanadisku samborgurum mínum fyrir því, að þið mynduð sigra.“ Þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem á vegi þeirra urðu, sýndu Islendingarnir í Gimli með dugnaði sínum, hag- sýni og óbilandi viljaþreki, að þeir meira en verðskulduðu það traust, sem Dufferin lávarður bar til þeirra. Taylor hafði ætlaö að leigja gufubát til að flytja land- nemana noröur til Gimli, en hann komst að raun um, að það myndi kosta 1000 dollara. Þar sem fjárhagurinn leyfði slíkt á engan hátt, keypti hann sex gamlar flatbytnur, tvo litla árabáta og timbur til við- gerða á þeim. Þegar viögerðuiium var lokið, lagði hópurinn upp að nýju, og karlmennirnir reru drekk- hlöönum bátunum af vörum og fólki. Viö mynni Winnipegvatns leigði Taylor gufubát til að draga bátana yfir vatnið. En er lagt skyldi af stað, rakst annar árabát- Með Ajax þvottaefni verður misliti þvotturinn aiveg jafn hreinn og suðuþvotturinn. Hínir nýju endurbættu efnakljúfar gera þaá kleíft aó þvo jafn vel nteó öllum þvottakerfum. Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus. Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hreinn og hvítur. Ajax þvottaefni, með hinum riýju efnakljúfum sýnir ótvíræða kosti sína, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatiminn er stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir skýrast. Hreinsandi efni og nýir, endurbættir efnakljúfar ganga alveg inn í þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti í forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni. Ajax þvottaefní þýóir: gegnumhreinn þvottur meó öllum þvottakerfum. BILL MC ARA Framhald af bls.7 „Ekki ert þú íslendingur, herra McAra?“ sögðu þeir Jack og Harry og augun ætluðu út úr höfðinu á þeim? „Jú, ég er Islendingur í húð og hár,“ sagði Bill McAra snjöllum rómi, „og ég er svo stoltur af því, að ég þoli það með engu móti, að landar mínir séu ertir og atyrtir að raunalausu, og taldir með villimönnum. — Þið megið vita, að blóðið rennur ávallt til skyldunnar." Björn leit til mín brosandi. Hann skildi nokkurn veg- inn, hvað Bill McAra var að segja, og hélt að hann væri að spauga. En það var samt langt frá því, að hann væri að gjöra að gamni sínu, því að hann var reiður, þó hann stillti sig. „En nafnið þitt er skozkt eða írskt,“ sagði Harry hikandi. „Ég hefi látið kalla mig Bill McAra siðan ég kom til þessa lands, en réttu nafni heiti ég Baldur Arason.“ (Hann bar fram íslenzka nafnið með enskum hreim). „Og nú skuluð þið drengir, velja um tvo kosti: Annar er sá, að biðja þennan landa minn, — hann herra Snow, fyrirgefn- ingai, og lofa því, að áreita hann aldrei framar, hinn er þessi, að leggja niður rekurnar og fara. — Ég hefi lokið máli minu.“ — Hann gekk snúðulega burtu, eins og honum lægi i léttu rúmi, hvorn kostinn þeir tækju. Þeir Jack og Harry litu hvor til annars, og eftir augnabliks hik gengu þeir þangað, sem Björn stóð, tóku í hönd hans og báðu hann fyrirgefningar. En auðséð var, að þeir tóku það nærri sér. Björn var nú ánægður. Og enginn vafi er á því, qð hann fyrirgaf þeim af öllu hjarta. Og eftir það heyrði ég hann aldrei kvarta um það, að menn þar við námuna væru honum óvinveittir. En Bill McAra var hinn sami eftir sem áður: Þurrlegur og óþjáll og talaði aldrei íslenzkt orð svo ég heyrði. Ég spurði hann tvivegis hvort það væri áreiðanlegt, að hann væri af íslenzku bergi brotinn. Og svarið, sem ég fékk i hvorttveggja skiptið, var þetta: „Ég stend við það, sem ég hefi sagt þvi viðvíkjandi. — Blóðið rennur ávallt til skyldunnar." Hann sagði þetta með hálfgerðum þjósti, svo að ég áræddi ekki að vekja máls á þvi í þriðja sinn. Hvort Björn fann nokkurn tíma hálfbróður sinn er mér með öllu óljóst. Hann var í Nanaimo um hríð eftir að ég fór þaðan. En þegar ég kom þangað aftur fimm árum siðar (það var haustið 1913), þá var hann farinn þaðan. Og Bill McAra hafði líka farið burtu úr þeim bæ um líkt leyti. Og lýkur svo þessari sögu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.