Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 9
ÍSLENDINGARNIR OG ÁRIÐ ÞEIRRA ÍONTARIO Fyrsti hópurinn hélt utan árið 1871/. og fólkið hafðh óljósa hugmynd um, hvað framundan var. Undirbúningur reyndist ónógur, Islendingamir vildu halda hópinn og fólkið rataði í meiri raunir á leiðinni til Nýja Islands en nokkum hafði grunað. Eftir Jean Elford. Greinin birtist í kanadiska tímaritinu The Beaver. John Taylor, óþreytandi hjálparhella íslendinganna, sem fóru Sigtryggur Jónasson, fyrsti Islenzki landneminn i Kanada. Hann fluttist vestur árið 1872. Orðið „Iandnemi“ er sömu merkingar og ert'iði, mannraunir. Reynsla ís- lenzku landnemanna IH74 styrkir þennan skilning. Þótt þeir kæmu það seint, að þeir gætu ferðazt meö gufuskipi og járnbrautar- lest, urðu þeir að þola eins miklar raunir á leiðinni frá tslandi til Gimli í Manitoba og aðrir land- nemar, sem komu fjörutíu til fimmtíu árum fyrr til Austur-Kanada á seglskip- um og ferðuðust með póst- vögnum á landi eða fót- gangandi. íslendingarnir dvöldu árlangt í Ontario, áður en þeir héldu áfram til Mani- toba. Þeir höfðu verið hvattir til að flytjast utan af löndum sínum, sem skrifuðu bréf og lýstu þeirri velmegun, sem þeir nytu í Bandaríkjunum. Þeir sannfærðust ennfrem- ur af frásögnum þeim, sem Sigtryggur Jónasson sendi heim, en hann var þá 22ja ára og hal'ði komið til Kan- ada 1872, og af þeirri stað- rcynd, að fjöldi landa þeirra hafði eignazt eigin heimili í Rosseau í Ontario ári áður. En þó aó nokkrir einhleypir menn hefðu getað komið sér vel fyrir, þá var það öhagstætt fyrir þann hóp 352ja manna, sem kom til Ontario árið 1874, hvað hann var fjölmennur og að hann vildi halda saman. Svo stóran hóp var ekki hægt að hýsa á numdu Iand- svæði, en í fjariægari hcröðum voru litlir atvinnumöguleikar. En af þvt að menn komu með fjöl skyldur sínarmeðsér, var þeim óhægt um vik að ferðast um til aö leita að hentugu landi og boðlegri atvinnu. Verkamannavinna var þeim ekki að skapi Þá var aðstaða þessa fólks einn- ig erfiðari fyrir þá sök, að það var meðal fyrstu útflytjendanna frá Islandi. Landnemar frá Bret- landseyjum fengu til dæmis leið- sögn hjá löndum sínum, sem á undan voru komnir, um það, hvar hentugt land væri að fá, en Is- lendingarnir komu fáfróðir um náttúru landsins, landshagi, lifn- aðarhætti landsmanna og tungu- mál þeirra. Á íslandi höfðu þeir alið búpening og veitt fisk sér til lífsviðurværis. En í Kanada voru þeir í engum tengslum við sjóinn, og bezta leiðin fyrir þá til að koma sér fyrir var að brjóta land og rækta korn. Þeir gátu ekki tekið btipening sinn með sér, og þeir áttu enga peninga til að kaupa nýjan. Daglaunastörf var hægt aö fá — verkamannavinnu — en var þeím ekki að skapi. Komu þeirra til Kanada bar einnig upp á óheppilegum tíma. A áttunda áratug 19. aldar voru krepputímar í Kanada. Við erfið- leika þeirra bættist svo, að þeir komu til Quebec í september og því vetur fyrir höndum. Hefðu þeir komið að vori til, hefðu þeir fengið gott veður f marga mánuði, meðan þeir voru að tryggja sér viðunandi húsnæði, matjurtagarð og ,ef til vill nokkrar vistir til vetrarins. En eins og málum var hátlað, voru þeir háðir daglattna- vinnu til að afla fyrir nauðþurft- um vetrarins. Þó að þetta færi ekki óforsjált fólk, var það orðið nær félaust, þegar það kom til Kanada. Gegn 500 dollara tryggingu skráðu 540 manns sig fyrir fari með norsku gufuskipi, sem átti að sigla frá Eyjafirði í júlt 1874. Fólkið yfir- gaf heimili sin og hélt með far- angur sinn til hafnarbæjarins til að bíða skipsins. En það kom ekki. Útgjöldin af því að búa utan heimilis síns neyddu marga til að snúa aftur til heimkynna sinna. Að sex vikum Iiðnum tóku þeir, sem eftir voru, sér far með St. Patrick fyrir 35 dollara á mann. Þeir komu til Quebec 23. sept- ember, örþreyttir eftir erfiða ferð og veikir af'fæðu, sem þeir voru óvanir. Vagnarnir þóttu nýstárleg farartæki Jafnvel þegar hér var komið, vissu innflytjendurnir ekki, hvar þeir ættu að nema land. Þaö hafði upprunalega verið ætlun þeirra aö fara til Nova Scotia, og inn- flytjendaerindreka þaðan tókst að telja þrettán þeirra á að fara þangað. Landi þeirra, Sigtryggur Jónasson, kom til mðts viö þá í Quebec og fékk hina til að fara til Kinmount í Ontario, Iftils þorps í Victoria-héraði. Honum hafði ver- ið veitt umboð hjá innflutnings- ráðuneytinu í Ontario til að bjóða þetta. Ilann hafði ráðgazt við Is- lendingana, sem höfðu komi til Rosseau í Ontario árið áður, og þeir höfðu stungið upp á Kin- mount fyrir suðaustan Rosseua sem hentugum stað fyrir hina nýju innflytjendur. Einn landnemanna, Símon Sim- onarson, segir frá ferðinni í End urminningum sínum: „Um kvöldið fórum við upp í vagnana, sem flestum þótti mjög nýstárleg farartæki, svo ólík öllu, sem þekktist heima. Við héldum til Montreal, þar sem við mötuð- umst, og þaöan áfram til Toronto. Að kvöldi hins 24. fluttum viö inn í innflytjenda skýlin." Islendingarnir bjuggu í skýlun- um i hálfan mánuð, meðan verið var að útvega þeim húsnæði í Kinmount. Þar bjuggust þeir við að biði þeirra hús og eitthvað af brotnu landi fyrir hverja fjöl- skyldu. Ilvort þeir höfðu gildar ástæður til að ætla þetta, er ekki vitað með vissu. Nova Scotia bjó þannig í haginn fyrir innflytjend- ur sína, og það er hugsanlegt, að slik loforð hafi verið gefin. Til þess að afla landnema á þessum tíma gáfu margir innflytjenda- umboðsmenn margs konar loforð, en laun þeirra fóru eftir fjölda þess fólks, sem þeir löðuðu til þess héraðs, sem gerði þá út. „Héldum á veikum börnunum í örmum okkar Frá Toronto fóru íslendingarn- ir I járnbrautarlest 160 kilómetra i norður til endastöðvar járn- brautarinnar í Coboconk. Siðan fóru þeir rúma 20 km hljólfara- slóð ýmist fótgangandi eða sitj- andi á hestvögnum, sem fluttu farangurinn. Simon Símonarson lýsir komu þeirra: „... fólkinu var hent af vögnun- um undir trén í myrkrinu, og hef ég aldrei séð neitt slíku líkt. Við vissum ekki, hvert við áttum að snúa okkur og héldum á veikum börnunum í örmum okkar ... Tveir landar okkar komu með daufar ljóstýrur og vfsuðu okkur veginn að hjalli, sem var í bygg- ingu ... Daginn eftir var fóikinu skipt niður í nýbyggða kofa ... fjölskyldu okkar, og átta öðrum, var úthlutaður kofi númer f jögur. Menn geta ímyndað sér, hvernig andrúmsloftiö var innan dyra ... veggirnir og gaflarnir voru gerðir af trjábolum og loftið úr borðum. Itúmin voru hvert fyrir ofan ann- að áföst við vegginn ... sjúkdóm- ar ásóttu svo fólk í þessum kof- um, að vesalings börnin veiktust öll meira og minna.“ Roskið fólk var dauöþreytt eftir ferðalagið, og börnin voru ekki aðeins þreytt eftir ferðalagið, heldur þjáðust' þau af skorti á hæfilegri fæðu. Simon Símonar- son heldur áfram: „Sársaukafyllst fyrir mig var að horfa á Guðrúnu niína ljtlu þjást svo mikið og geta ekkert gert til að lina þjáningar hennar. Hún hélt engu niðri. I»að var litla mjólk að fá og það litla sem var vár ekki gott. Níu dögum eftir að Guðrún veiktist, tók Guð Itana til sín.— í náðarfaðm sinn.“ Þennan vetur dóu 24 Islending- anna, og af 8 börnum, sem fædd- ust, létust fimm. Til viðbótar dauðsföllum, veik- indum og vonbrigðum, sem vart verður lýst, kom svo það, að litla atvinnu var að fá. Vinna hófst við Victoria-járnbrautina um það leyti sem þeir komu, en mennirn- ir voru fleiri en störfin. Járn- brautaríélagið notfærði sér of- framboöið á vinnumarkaðnum og lækkaði launin úr einum dollara á dag i níutíu cent. Mönnum fannst vinnan erfið, því að þeir voru ekki van- ir þess konar vinnu og voru illa haldnir líkamlega eftir hina ströngu ferð. Maður nokkur, sem vann jafn marga dag og nokk- ur annar í hópnum, vann innan við hundrað daga á timabilinu frá miðjum október til miðs marz, þegar verkið stöðvaðist vegna fjárskorts. Sumir þeirra, sem ekki fengu vinnu við járnbrautina, réðust sem vinnumenn á bóndabæi gegn fæði fyrir sig og fjölskylduna. Sig- tryggur Jónasson, sem hafði sett á fót verzlun ásamt Friðjóni Frið- (Form Uo. 5) .aoM.flúAJ lí o'rTCtó/'' JW Jílf *of b. ropoM.bi* for My goodl wmmI.'^Im tboy oro »0« Sn*d ta * aUjj^ , fUtM MÖ Woi»M> **t*tad *n IUo*«U or BH.pplng Billo will *ol b* *c> wwtadead. , ■ "" ... -r |bUi, wnll b* owfaÍMt t* CmIi. *fa*rf*4, t* ta fyimf by the Toronto emd' Hipiuing RaHway Company, mbjnct to lh« Idmmuni ctmdi tiont $UU*d upon theother tide, and tujreed to b-y the SKippigg Note delivered to th« C'ofíi pany .at the time of giving this receipt tkrrefor. Ótrúlegt en satt: Enn er til reikn- ingur frá járnbrautarfélaginu, sem flutti Islendingana hluta leiðarinnar I septembermánuði 1875. rikssyni í Minnesota, skrifaði inn- flutningsráðuneytinu í Ontario í janúar og skýrði frá því, að þarna væru „yfir 25 manns atvinnulaus- ir og eru margir þeirra kvæntir og með fjölskyldu. Ég get ekki séð þeim fyrir nauðþurftum öllu lengur, svo að þeir verða annað- hvort að fá vinnu eða deyja úr hungri." Hjálparhellan John Tayior kemur til sögunnar A þessum tímamótum tók full- trúi Bibliufélagsins, John Taylor, að einbeita sér að því að hjálpa tslendingunum, en hann starfaði við Tniboðsstöð i nágrenni við þá. Fyrst reyndi hann að stofna skóla fyrir börnin, en fannst svq siðar, að einhvers konar fullorðins- fræðsla myndi gera meira gagn. Ilann skrifaði æðsta manni menntamálaráðuneytisins í Ontario 15. janúar 1875. „Ég hef móttekið bréf yðai', þar sem þér skýrið mér frá fjárveit- ingu til „bráðabirgða“- byggingar... Ég hef verið að vonast til þess, að þessir tsiendingar gætu komið sér það vel fyrir meðal okkar, að þeir myndu laða þúsundir landa sinna til að koma á eftir þeim . .. við höfum séð, hve mikla kosti það hefur í för með sér að fá hingað til þessa strjábýla Winnipeg fimm árum eftir að íslenzki hópurinn kora til Nýja islands. Lombardstræti. lands harðgert og gott fólk... Er ekki hægt fyrir stjórn okkar með svo miklar tekjur umfram útgjöld á fjárlögum að sýna meira frjálslyndi og skilning með þetta markmið fyrir augum, þ.e. að hin óræktuðu land- svæði, sem nú eru engum til gagns verði numin af jafn hóg- væru og nægjusömu fólki og þessu .. . Ef aðeins væri hægt að finna einhvern áhrifarfkan vin til að fá úthlutaö landi frá stjórninni og fjárveitingu til aö reisa fyrir- niyndarbúgarð í þessu strjálbýla liéraði, þar sem hægt væri að veita bæði vinnu og fræðslu þeim, sem þess óskuðu, myndi máiið þegar vera leyst á fullnægjandi liátt áskömmum tíma.“ Islendingarnir lögðu hart að sér til að bæta kjör sín. 38 fóru til Nova Scotia að ráðum Jóhannesar Arngrímssonar, umboðsmanns ríkisstjórnarinnar í því héraði. Aðrir fóru til Lindsey til að vinna við sögunarmyllurnar. 31 kvænt- ur maður gerði samning um að taka við 4000 ekrum af óræktuðu landi, en náðu ekki að ryðja land- ið nógu tímanlega fyrir vorsán- ingu. Þeir sem höfðu vinnu, höföu ekki ráð á þvi að sleppa henni til að ganga frá landinu, en hinir höfðu enga peninga til að koma sér fyrir. Ennfremur leiddi nákvæm-rannsókn í ljós, að jarð- vegurinn var ófrjósamur og grunnur. Mikil vonbrigói með landnámið eystra Islendingarnir voru ákaflega vonsviknir út af landnáminu bæði St. Boniface-ferjan leggur upp frá í Kinmount og Rosseau og töldu, að þeir myndu vera betur settir, ef þeir kæmust með einhverjum ráðum á vestur-slétturnar. Ilið nýja fylki, Manitoba, laðaði á þessum tíma að sér landnema frá Ontario. John Tayl.or bauðst til að fara til Ottawa til að leita stuðn- ings yfirvalda þar við landnám Islendinga í Manitoba. Taylor komst að raun um, að embættismenn sámbandsstjórn- arinnar höfðu lítinn áhuga á máialeitun hans og að engin fjár- veiting væri til þess ætluð að flytja landnema frá einum lands- hluta til annars. Svo virtist sem ekkert væri hægt a gera. En þá skarst landstjórinn, Dufferin lá- varður í leikinn. Hann hafði heimsótt ísland, sem ungur mað- ur og hafði miklar mætur á Is- lendingum. Hann benti á það, að . ' ''Á’ú '..........'• Haustkvöld árið 1875; fyrsti land- nemahópurinn stlgur á land I Viði- nesi á Nýja islandi eftir rúmlega heils árs þvæling austan úr austur- héruðum Kanada. Myndin er eftir Árna Sigurðsson, gerð 1950. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.