Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1976, Blaðsíða 2
Steíndór H Jartarson. Þótt þáttum þessum sé valið samheitið: „Konur og jafnrétti“, er ekki með því átt við, að konur einar eigi hlut að máli, þegar rætt er og ritað um jafnréttis- eða jafnstöðumál kynjanna. En eins og fyrr var fram tekið, verða þó fleiri við- mælendur konur. Ástæðan er einfaldlega sú, að með því verða dæmi um mis- bresti á jafnrétti skýrar dregin fram í dagsljósið. Á ýmsan hátt bitna þess- ir misbrestir einnig á körl- um. Hefð og viðteknar venjur hafa sljóvgað svo mjög athygli samfélagsins á þeim staðreyndum, að enginn tekur eftir þeim fyrr en hann þarf sjálfur að horfast í augu við þau hlutverk, sem gleymst hef- ur að búa hann undir að gegna. í öllu því umfangi, er nær til mennta- og starfs- þjálfunar þjóðfélagsþegn- anna, hefur enn ekki mér vitanlega verið gert ráð fyrir að leggja þurfi sér- staka áherslu á, að búa karla undir þann mögu- leika að verða að gegna bæði föður- og móðurskyld- um við afkvæmi sín; ekki fremur en konum er kennt að haga menntun sanni samkvæmt því, að verða ef til vill einn góðan veður- dag, að ganga börnum sín- um i móður- og föðurstað. í því efni verður hver ein- staklingur að ráða fram úr eigin vanda, ef og þegar til þess kemur. Og enginn getur tryggt sig gegn áföllum ogörlaga- ríkum breytingum á lífs- háttum sínum og sinna. Einn þeirra sem hefur orðið þess var, er viðmælandi minn f þessum þætti, Steindór Hjartar- son. Hann er fimm barna faðir. Við fráfall konu hans fyrir fjór- um árum, stóð hann frammi fyrir þeirri staðreynd að verða einn að taka ábyrgðina af umsjá heimilis- ins og uppeldi barnanna. Var hann við því búinn að tak- ast á hendur það vandaverk? Hver voru helstu vandamálin að ráða fram úr? Steindór hefur góðfúslega lofað að svara nokkrum spurningum, er þetta varða, ef það mætti verða til umhugsunar og yfirvegunar öðr- um þeim, er í svipuðum soprum kunna að standa og leysa þurfa sama vanda. — Ég veit ekki hverju svara skal; nei ég var engan veginn við þessu búinn. Ég held að fáir taki þennan möguleika með i reikn- inginn og reyni að búa sig undir það fyrirfram, þó alltaf megi gera ráð fyrir slíku. Ég hugsaði aldrei um það fyrr en staðreyndin var orðin að veruleika, segir Steindór. Ég er stödd á heimili hans að Stóragerði 22, en þar hefur hann búið ásamt börnum sínum síðast- liðin þrjú ár. Áður bjó fjölskyldan í Vestmannaeyjum, en Steindór varð að yfirgefa heimili og búsetu þar, þegar eldgosið hófst. Svo aug- ljóst er að mikal röskun hefur orðið á högum þeirra og heimilis- lífi á siðustu fjórum árum. Hvaða vandamál telur þú að hafi verið stærst og erfiðast að leysa? — Ég hef nú ekki svar við þvi I fljótu bragði, segir Steindór. Það hefur verið lítill tími til að gera sér grein fyrir því; aðalatriðið hefur verið að ráða fram úr þeim vanda og leysa þau verkefni, sem daglega komu I ljós. Við Berglind dóttir min vorum að ræða um þetta, eftir að þú hringdir I gær og vorum sammála um, að okkur hafi vegnað betur en búast mátti við. Enginn vandi hefur reynst svo stór að hann leystist ekki á einhvern hátt. En það þarf auðvit- að ekki að taka fram, að mikið vantar á að heimilis- og fjöl- skyldulíf sé hið sama þegar móð- urina vantar. ER FÖÐUR- HLUTVERKIÐ VANMETIÐ? / Þuriður J. Amadóttir ræðir við STEINDÓR HJARTARSON, einstæðan föður í Reykjavík Á hvaða aldri voru börnin þeg- ar þessi breyting varð á högum ykkar? — Eisti sonurinn var þá sautján ára, dóttir fimmtán ára, tveir drengir sjö ára og yngsta dóttirin var sex ára. Það sem leysti brýn- asta vandann þá, var að litla telp- an fór til móðursystur sinnar og var hjá henni í næstum tvö ár, en tengdamóðir min kom til okkar og hugsaði um heimilið fyrir okkur hin I tæpt ár eða þangað til að eldgosið hófst og flestir urðu að farafráEyjum. Það hefur verið óhjákvæmilegt að leysa upp heimilið? Það hefur orðið ykkur erfitt eins og á stóð? — Já, en hjá þvi varð ekki kom- ist I bili, segir Steindór. Ég sendi börnin frá Eyjum en var þar sjálf- ur áfram þar til fyrirtækið, sem ég vinn fyrir flutti til Reykjavík- ur. Börnin fóru sitt í hvora áttina. Elsti sonur minn fór að vinna á Eyrarbakka, Berglind fór til bróð- ur míns í Reykjavik og hélt þar áfram I skóla um veturinn; tvi- buradrengirnir voru árlangt hjá bróður minum og mágkonu á Sel- fossi og yngsta telpan fylgdi móð- ursystur sinni, þegar hún flutti til Reykjavíkur. Þetta olli miklu róti en viðtökurnar voru eins góðar og best mátti verða og hjálpin ómet- anleg. Hvenær komst svo heimilið aft- ur I samt lag? — Ég flutti hingað f þessa Ibúð haustið eftir og börnin komu heim upp úr þvi. Þau fóru öll í skóla hér nema elsti sonur minn; hann var áfram á Eyrarbakka og hefur litið verið heima þar til nú fyrir nokkru, að hann er kominn heim til okkar. Siðan við komum hingað hefur heimilið og daglegt lif okkar fallið í fastar skorður. Steindór heima hjð sér ðsamt börnum sfnum, sem hann gengur bæði í föður- og móðurstað með fyrirmyndar árangri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.