Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1976, Blaðsíða 12
Jens Eyjólfsson bygginga- meistari. Myndin er tekin Verk hans lofa meistarann 1925, er Jens var 46 ára ga™" Skyggnzt I byggingameistarann Jens Eyjðlfsson og fagurra húsa í Reykjavlk iðnsögu íslands og fleiri heimildir um listhneigða og sagt frö aðild hans að byggingu merkra Eftir Guðmund Egilsson ÞEGAR farið er um eldri hluta Reykjavfkurborgar getur það ver- ið frððlegt að virða fyrir sér bygg- ingarlag húsanna, sem ber svip bæði eldri og nýrri tfma. Þó er eitt sem skilur eldri húsin frð hinum nýrri og gerir þau áhuga- verðari, en það eru skreytingar húsanna og útlit, sem byggjendur og teiknarar hafa verið ósparir á að vanda vel, ef miðað er við hina siéttu steinsteyptu kassa, sem hafa svipminna útlit en hús frá eldri tfmum. Á þetta ekki sfst við um dyraumbúnað, hurðir, sem eru prýddar útskurði, umgerð kringum glugga, steinsúlur sem setja skemmtiiegan svip ð bygg- ingarnar, vindskeiðar, sperrutær, hörpudiska og eftirlfkingar af ís- lenska fálkanum, að ógleymdu heilu listaverki um fornmenn innmúrað f vegg eins stórhýsís f miðbænum. En hverjir voru þessir stórhuga byggjendur? Og hverjir voru þeir I teiknarar, sem skópu svo fögur verk, sem sjást munu um ókomin ár? Hér munu margir hafa lagt hönd við, eins og venja er við slfk mannvirki, og væri of langt mál að geta allra, enda skortir heim- ildir til slfks. — Flestir þeirra manna, sem hafa eftirlðtið okkur þessar fögru byggingar hafa safn- ast til feðra sinna. Þó væri það vissulega verðugt verkefni fyrir þá menn sem vinna að söguritun og varðveislu gamalla húsa, að ekki væri látið bfða öilu lengur að safna heimildum um byggjendur þessara húsa. Einn þessara manna var Jens Eyjólfsson byggingameistari. Þegar ég leitaði heimilda um Jens var Iðnsaga Islands mér drýgst og þá 1. bindi, þar sem prófessor Guðmundur Hannesson ritar um húsagerð á Islandi, en ritum þessum ritstýrði dr. Guð- mundur Finnbogason. Ekki þarf að hafa mörg orð um ágæti þess- ara rita, þvf þar hafa hinir fær- ustu menn lagt sig fram að vanda sem mest, og figgur gffurleg vinna að baki svo viðamiklum rit- um. Og ekki er á færi nema góðra vfsindamanna að gera þvf eins góð skil og raun er á. Af lestri þessarar bókar má ráða nokkuð um byggingarmáta og tækni hér á landi, einnig að Jens Eyjólfsson hafi átt drjúgan þátt I þvf að bæta byggingartæknina. Þvf hef ég reynt að safna saman nokkrum upplýsingum um þennan fjöl- hæfa byggingameistara, sem auk þess að vera frábær húsateiknari var mikill athafnamaður. Hann byggði talsvert eftir teikningum prófessors Guðjóns Samúelsson- ar. Sem dæmi um samvinnu þeirra má nefna Landakotskirkju og hús Nathans og Olsen (Austur- stræti 18). Ljóst er að Guðjón húsameist- ari hefur komið auga á hæfileika Jens þegar hann fól honum og Kristni Sigurðssyni múrarameist- ara að sjá um svo vandasamt verk sem bygging Landakotskirkju hefur verið, svo og stórhýsis Nathan og Olsen, sem hefur verið nefnt svo eftir fyrstu eigendum þess húss. Þegar litið er aftur til þessara tfma, vekur það furðu hverig smiðir leystu sfn vandamál, þar sem engir vélkranar voru til þá og nýhafinn innflutningur á litlum og ófullkomnum vélum til að hræra steypu, hvað þá að til væru rafmagnshjólsagir, fræsarar og önnur slfk verkfæri, sem þykja sjálfsögð í dag til að létta störfin og auka afköstin, enda hefðu not af slfkum verkfærum ekki komið að gagni við fyrstu byggingar stórhúsa bæjarins, þar eð raf- magn kemur ekki fyrr en árið 1921. En vfkjum nú aftur til ársins 1879. Á Hvaleyri við Hafnarfjörð bjuggu þá hjónin Helga Einars- dóttir og Eyjólfur Eyjólfsson sjó- maður. Fæddist þeim sveinbarn 3. desember þetta ár. Var dreng- urinn skfrður Jens. Hann var þriðja barn þeirra hjóna, en alls eignuðust þau fjögur börn talin eftir aldri: Sigrfður, Einar, Jens og Guðmundur, en móðirin lést af barnsförum þegar Jens var tveggja ára gamall. Jens flyst seinna með föður sfnum að Há- teigi f Garðahverfi. Eyjólfur gift- ist sfðar Þorgerði Halldórsdóttur. Rörn þeirra eru Þórey, Ólavfa, Þorgils og Valgeir. Faðir Jens stundaði sjóróðra, en rak jafnframt nokkurn bú- skap. Slfkt var algengt á þeim árum, að dugnaðarmenn hefðu mörg járn f eldinum. Að Háteigi lfður æska Jens við störf og leik. Nokkuð snemma verður vart við hæfileika hans til smfða. Er honum þá komið f nám hjá Magnúsi Th. Blöndal f Hafn- arfirði og sfðar I Reykjavfk hjá Guðmundi Jakobssyni, sem talinn var einn lærðasti byggingameist- ari f þá daga. Að trésmfðanámi loknu stundar Jens framhaldsnám f kvöldskóla iðnaðarmanna og það var áður en Iðnskólinn f Reykjvfk er stofnað- ur. Eftir að Jens lýkur trésmfða- námi siglir hann til Kaupmanna- hafnar og dvelst þar f 2 ár. Vann hann þar að húsasmfði og stund- aði jafnframt nám f húsagerðar- list. Mun það hafa verið árið 1903 að hann kemur aftur til Islands og byrjar þá strax starf sem bygg- ingameistari. Fyrsta verk Jens Eyjólfssonar hér f Reykjavfk sem sjálfstæðs byggingameistara var að teikna og byggja timburverksmiðjuna Völund og setja niður trésmfða- vélar. 1 74. blaði Isafoldar árið 1905 segir m.a. á þessa leið: „Völundarverksmiðjan er ná- lega 50 álna langt timburhús tvf- loftað en 16 álna breitt og 16 álna hátt upp að turni — og er kjallari undir þvf öllu. — Svo er að sjá sem sögunarvélunum verði ekki meira fyrir að fletta endilöngum stórum eikardrumbum, en það væru smjörkökur. Gufuvélin er 11 þúsund pund á þyngd, óvenju hraðgeng. Reykháfur verksmiðj- unnar er 26 álna hár frá jörðu og rúmra 6 álna vfður að neðan. Hafa verið f hann 23 þúsund steinar. Gufa f málrnpfpum frá vélinni hitar húsið og henni er ætlað að þurrka allan efnivið f þar til gerðum skála. Lýsa á verk- Stórhúsið Nathan og Olsen Austurstræti 18 í byggingu. Steypuvinnu er lokið, sperrur hafa verið reistar. Því er rétti tíminn að halda reisugildi. Eins og sjá má á myndinni er þetta að vetrarlagi. Prófessor Guðjón Samúelsson teiknaði húsið. Jens Eyjólfsson var yfir- smiðurog Kristinn Sigurðsson múrarameistari. Bygging- arframkvæmdir hófust á árinu 1916 og lauk á rúmum 2 árum. Kristkirkja í Landakoti í byggingu. Ein glæsilegasta kirkja landsins. Professor Guðjón Samúelsson teiknaði hana. Jens Eyjólfsson byggingameistari sá um bygging- arframkvæmdir ásamt Kristni Sigurðssyni múrarameist- ara myndin er frá árinu 1929 en þá var langt komið að steypa húsið upp. Ef myndin hefur prentast vel, má greina smiðina á myndinni, sem unnu við mótauppslátt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.