Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1976, Blaðsíða 15
Ert þú maðurinn, sem eg leita að? Meðan sú var tíðin, að eg trúði því, að menn meintu eitthvað með hástemmdum ræðum sín- um um æskulýðsmál, þá átti eg þann draum, að í Saltvík á Kjalarnes risi skóli fyrir þá æsku- menn sem hallt standa í lifinu. Eg reyndi að finna slikum skóla form, og við nokkrir félagar lögðum fram greinargerð, þar sem þessari hug- mynd var hreyft. Við ætluðumst til að fræðslu- yfirvöld, riki og borg tækju höndum saman og biðu atvinnuvegum þjóðarinnar aðstöðu til þátttöku. Þarna yrði rekinn búskapur, hand- verk stundað og róið til fiskjar, allt unnið við hlið eldra fólks, sem hefði áhuga á að hjálpa hinum ungu til þroska. Þarna væri og kennari, sem hjálpaði nemum til þess að Ijúka sóma- samlega unglingaprófi. Mér fannst, og finnst enn, að Saltvik hafi verið og sé kjörinn staður til slíks skólahalds. En hugmyndin virðist hafa verið andvana fædd, menn hafa meiri áhuga að gaspra um málin en taka á þeim af alvöru, rifast um hvort dansstað- ir séu nógu margir eða ekki. Flest, sem fyrir hina ólánssömu unglinga er gert, er vægast sagt hlálegt kák. Eg gæti nefnt ykkur dæmi þessu til sönnunar, en vart er þess þörf, flest þekkjum við unglinga sem ekki ná að þroskast til manns, ráfa um sjálfum sér og öðrum til tjóns og leiða. Eg hefi enga trú á, að mál slikra unglinga verði leyst á hælum, í stað lyfja og samræðna á slikum stofnunum vil ég vinnu, streðvinnu, við hlið lifsreynds fólks. Eg er hreinlega hræddur við, er eg horfi á ráp foreldra, þessara ógæfubarna, milli sál- fræðinga. lækna, presta og félagsfræðinga. Takið þið venjulegt, heilbrigt barn og athugið, hve lengi það myndi þola slika meðferð. Það þarf ró I stað óróa, þarf að skilja það, að það er ekki einhver hókuspókus — maður úti i bæ sem leysir mál þess, heldur það sjálft í glimu við verk, sem það ræður við. Eg vil uppbyggj- andi starf í stað hjálpar við að drepa tíma. Það mun lika koma í Ijós. að i mörgum tilfellum, — eg sagði mörgum ekki öllum, er vandamálið ekki unglingarnir sjálfir, heldur þær óláns- manneskjur sem þau hlutu að foreldrum. Þó fólk kunni eitthvað fyrir sér I rúminu, þá er ekki endilega vist að það sé hæft til þess að taka afleiðingunum sem þar geta skeð. En snúum nú aftur að Saltvik. Vist veit eg, að það kostar peninga að reka slikan skóla, vinnu- skóla, en það kostar líka peninga að börn velti við fætur okkar og verði aðeins reist upp til þess að ganga inní fangelsi þjóðarinnar. Hug- myndin um Saltvík kom fram og dó, okkur félagana vantaði afl til þess að bera hana til sigurs. Ef til vill les þessar linur einhver, sem slíkt afl á, hefir kraft til að stofna þau samtök, að þau verði ekki kæfð i pólitisku moldviðri þeirra, sem eru að klóra sig upp metorðastiga þjóðfélagsins. Ef slikur maður finnst, þá langar mig til þess að hvísla þvi í eyra hans, að fáist Saltvík á Kjalarnesi ekki til þessara nota, þá stendur auður kvennaskólinn að Laugarlandi i Eyjafirði, mikið hús og reisulegt, og við hlið hans er ríkisjörð, prestssetur, sem ekki er stundaður búskapur á. Þetta er lika kjörinn staður, stutt á miðin og eyfirzk mold stendur fyrir sínu. Það er ekki aðeins eg, sem er að leita að karftmenni, til þess að bera þessa hugmynd til sigurs, heldur lika fjöldi unglinga, sem ekki hafa hlotið þau móðurtök hjá þjóð okkar, að þau nái þroska venjulegs fólks. Ert þú maðurinn, sem eg leita að? Sig. Haukur Guðjónsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu . F f v: t'- T ' \ * S K G T L u R r K o r 1 ö A * A R. A L ' ií r-.\. '0 L A ijfcLi £ r u R. A A E F L A F A 't> s K A R w £ ö -» 8 ú £> 1 s 1 u A > * L L 7 Á T A R A u M ( (2 R T Ú f> A * ■ R ii 9 R 9 N ö / Ck A M A R S| M R. 1 M 1 F r l A R CK A e M N ‘q A (p A A ,<■ V L r A R *» M A A s M A M r T o A R s p u 9 R A 0 6. r 'o n 'A L i Ö 1 N £ 1 L A T A A P T A hX u M M 1 U b i£ R. T A ÍJ A u M 6. L U £\S>' f-jflLÍ- UUJfí flF ■.TflC ■ l.TMNIÍ ■ sTl)l'i.< líKrtíM I INU 5LOI2- L£<Á MISSiR FU(xL UIV\ - OCRf) BflflKfl fe- NL' UCL- 1 vJ N 5 K/6D- 1 5ÓP ttú$- áýu. Rf F- 1 M fl ÍTfíRF 5KoT HRó?- upa 1* HvÁs- ma: ð io MAFN P v'R ^ > \y 1 HÍFf) STAm aR- Dv-Rlí> f/t>TA8 i SrÆRB- FRÆÐt VlÐuR- K6NM 1 fo rr- HflFN Kuen- FflMCfl- DVfLT- u m HÁTr. U R ÖOLAÐ Tf'PPuM v t Ci €> Á SpRÐíNU HÁK KfluP- STAMK IVEIÐI' |Aí)rrRf BoR FH u- 6TART- ARfl HEi M- ILI L / KAMÍ' HLuT/NN LR Cc“ L ZCLud SfíMHU, 'f\R\£> K/J/fPfl uNDie- J /fí/£lR E/m5 HPP- tfLÍfllR c-1 r° . K A0I líK' Vð- RP | L L VCVl - ÍTT fJ 1 ín'A “ e 5 PIL PLflUA PRflFfl PUKifl nes FoP-- SK- 6YTI B9l\ giNKfW uirririfl SPoTf gfl'RAN FÆÐfl KBÍK, FRuh- e fn i / 0. u K W*- F/tR' Fycm 5fufTU KúéiK KLlfl- ua fl»V ElM- KfNNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.