Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1976, Qupperneq 3
Og eins og ég sagði áðan, hefur
þetta gengið vonum framar. En
þar kemur svo margt til, sem hef-
ur gert allt miklu auðveldara fyr-
ir okkur en marga aðra i svipuð-
um sporum. Eg held að ekki megi
taka mina reynslu, sem algilt
dæmi i þessum efnum, segir
Steindór.
Hverju er það helst að þakka?
— Það er mikið að þakka fjöl-
skyldufólki okkar. Við höfum not-
ið ómetanlegrar aðstoðar þess,
ekki sist til að komast yfir mestu
erfiðleikana I upphafi. Og siðan
hafa allir reynt að gera sitt besta
til að halda heimilinu i sæmilegu
horfi.
Nú álfta margir að karlmönn-
um gangi verr en konum að hafa
veg og vanda af heimilishaldi og
uppeldi barna?
— Ég hallast helst að þvi að svo
sé ekki, segir Steindór. Mér sýnist
að auðveldara muni vera fyrir
karlmenn að valda því verkefni
en konur, þegar tekið er tillit til
þess að þeir hafa oftast mun betri
framfærslumöguleika fyrir heim-
ilið. Þær konur sem verða að
vinna fyrir heimili, vinna oft
langan vinnudag og taka svo
heimilisverkin þegar heim kem-
ur.
En hvernig hefur þú ráðið fram
úr þeim vanda? Nú vinnur þú
lika langan vinnudag?
— J á, að visu geri ég það. Ég fer
kl. 8 að morgni til vinnu og kem
ekki heim fyrr en um kl. 5 til 6.
Ég vinn sjaldan lengur og get
verið heima eftir það. En við höf-
um haft aðstoð við húsverkin.
Strax og ég kom hingað leitaði ég
til heimilishjálparinnar, sem er á
vegum Félagsmálastofnunar og
þaðan höfum við fengið konur til
að annast húsverkin og mat-
reiðslu fyrri hluta dagsins. Þær
hafa einnig séð um þvotta og
þjónustubrögð fyrir okkur, sem
hefur komið sér vel, þvi ég get
ekki sagt að ég sé vel að mér í
þeim efnum.
En er þetta nema á virkum dög-
um? Einhver verður að matreiða
á kvöldin og um helgar?
— Það vill svo vel til að þar
stend ég betur að vígi, þvi ég vann
við matreiðslu í mörg ár á meðan
ég var I Eyjum. Við Berglind dótt-
ir mín höfum hjálpast að við
kvöldmatinn og matargerð um
helgar og á hátiðum. Það hefur
komið í hennar hlut að sinna
heimilisstörfunum, þótt ég hafi
reynt að leggja ekki með þvi of
þungar byrðar á hennar herðar.
Er það vegna þess að hún er
stúlka, sem það hefur komið i
hennar hlut?
— Það má vel vere, að það sé
ein ástæðan til þess. Hún hefur
verið okkur öllum mikill styrkur
þennan tima, örugg og þolinmóð á
hverju, sem hefur gengið. Til
dæmis hefur hún alltaf séð um að
koma yngri börnunum af stað I
skólann á morgnana en fram að
þessu hefur hún sjálf farið í skóla
um leið og þau. Nú er hún hins-
vegar ekki lengur i skóla og farin
að vínna, en hún heldur áfram að
sinna heimilinu og fylgjast með
systkinum sinum.
— Það er margt sem hefur stutt
okkur, segir Steindór. Auk þeirr-
ar hjálpar, sem erfitt er að sjá
hvernig við hefðum komist af án,
þegar þess var mest þörf má telja
eitt af þvi mikilsverðasta að ekk-
ert hefur brugðið út af með
heilsufarið. Enginn hefur orðið
veikur; við höfum aldrei þurft að
hafa samband við heimilislækni,
síðan við komum til Reykjavíkur.
Hvað hefðir þú gert ef börnin
hefðu veikst? Hefðir þú þá orðið
að vera heima?
— Nei, ég hefði þá reynt að fá
meiri aðstoð, einhvern til að vera
heima hjá börnunum, nema um
meiri háttar veikindi hefði verið
að ræða. En á það hefur ekki
reynt, sem betur fer.
t þvi sambandi má geta þess að
Steindór starfar við verkstjórn
hjá Kirkjusandi hf, og ætti frem-
ur óhægt um vik að vera frá
vinnu, ef annars væri kostur.
Hafðir þú ekki áhyggjur af
börnunum á meðan þú varst allan
daginn i burtu við vinnu?
— Ekki svo mjög, segir Stein-
dór. Þau voru ekki mikið meira
ein heima en gengur og gerist um
börn, þegar mæður þeirra vinna
utan heimilis. Það var oftast lítið
meira en klukkutimi, sem þau
yngri þurftu að vera heima ein,
eftir að þau komu úr skólanum en
þá kom Berglind systir þeirra
einnig heim. Það var líka mikið
öryggi fyrir mig að vita af heimil-
um skyldfólks okkar i næsta ná-
grenni, ef eitthvað bæri út af. Og
það var mest þess vegna sem við
settumst að hérna á þessum stað,
þó við höfum reynt að misnota
það ekki meira en nauðsyn bar til.
En hvaða áhrif hefur þessi tími
haft á börnin. Hefur þessi lífs-
reynsla breytt hugarfari þeirra og
viðhorfi til lífsins?
Faðir þeirra telur að ekki beri
mikið á þvi, að minnsta kosti ekki
svo séð verði, þó óhjákvæmilega
hljóti þau að gera sér Ijósan mis-
muninn sem orðið hefur á lifi
þeirra.
—Ég held að eldri börnin hafi
fundið meira fyrir breytingunni,
segir hann. Það kom meira við
þau en yngri börnin, sem höfðu
fleira nýtt að fást við og hugsa um
fór til frænku sinnar norður í
Eyjafjörð. Þessi sumardvöl hefur
Steindór hefur stundum farið
með börnin i ferðalög. Myndin er
tekin uppi I Borgarfirði, þar sem
Steindór var með börnin og höfðu
allir mikla ánægju af.
og.tók huga þeirra fljótt föstum
tökum.
— En þetta hefur komið okkur
öllum til að hugsa öðruvísi en
áður, heldur Steindór áfram. Mót-
læti hefur oft þau áhrif á fólk, að
það fer að ihuga betur annarra
hlutskipti. Núna verður mér
stundum hugsað til þess, þegar
félagshópar hafa merkjasölu,
hvað fáir vita I raun um vandamál
þessa fólks, nema það sjálft.
En hvað gerið þið vkkur til
dægradvalar? Ferð þú með börn-
in á skíði eða I ferðalög?
— Mér finnst sjálfum við eiga
margar skemmtilegar stundir
saman, segir Steindór. Tildæmis
eru jól og aðrar hátiðir okkur
ánægjulegur tími. Við njótum
þess og erum sjálfum okkur nóg.
Það er kannske mikið þessvegna,
að ég tók þann kost að haga heim-
ilisaðstoð fyrir okkur á þann hátt,
sem er. Með því erum við ein fyrir
okkur og ég kann þvi vel að vera
einn með börnunum, þegar við
getum verið öll heima, eins og
oftast er um helgar og á hátiðum.
Þetta er svipað og hjá öðrum fjöl-
skyldum.
— Við reynum lika að fara í
einhverja sumarleyfirferð á
hverju sumri. 1 fyrra fórum við
hringferð, landveginn. Sumarið
áður var farið í útilegu á Snæ-
fellsnesi og nú I sumar eða öllu
heldur í vor, áður en börnin fóru i
sveitina, vorum við vikutima I
sumarbústað í Borgarfirði. Þetta
var að visu nokkuð snemmt, segir
Steindór, en ég vildi láta þau
njóta þess áður en hópurinn
tvístraðist. Þau yngri hafa alltaf
farið i sveit á sumrin; drengirnir
hafa verið og eru enn hjá bróður
minum, sem býr í Ölfusinu en
yngsta dóttir min hefur verið i
Vestmannaeyjum hjá móðurfólki
sínu á sumrin, þar til nú að hún
komið sér mjög vel bæði fyrir
börnin og mig; með þvi hef ég
komist hjá að hafa utanaðkom-
andi aðstoð við heimilið á sumrin.
Steindór sýnir mér mundir, sem
teknar voru á þessari siðustu
sæluviku þeirra í Borgarfirðin-
um. Fjölskyldan er þar bæði inni
og úti við, heilbrigð og lifsglöð
eins og best verður á kosið. Ég hef
orð á því við Steindór.
— Já, segir hann, þetta varð
mjög vinsæl vika hjá börnunum,
og þau eru sem betur fer hraust
og heilbrigð. Ég hef líka sjálfur
ánægju af að vera með þeim á
þessum ferðum okkar. Það má
kannske geta um það í þessu sam-
bandi, bætir Steindór við, að fyrir
tveimur árum fórum við Berglind
saman til Italiu. Það var ógleym-
anleg ferð fyrir okkur bæði. Mér
fannst hún hafa unnið til þess að
upplifa eitthvað skemmtilegt,
sem ekki gleymist.
En það er önnur fjölskyldu-
mynd, sem ég kem auga á þarna i
stofunni: Sú mynd er af börnun-
um og foreldrum þeirra á meðan
heimilið var óbreytt i Vestmanna-
eyjum. Arið 1956 gengu þau I
hjónaband, Þyri Agústsdóttir og
Steindór Hjartarson. Hún var frá
Vestmannaeyjum en hann úr
ölfusinu. Á þeim árum, sem
heimilið naut þeirra beggja, hef-
ur sá trausti grunnur, sem fjöl-
skyldan stendur nú á, verið lagð-
ur.
Ég beini þeirri spurningu næst
til Steindórs, hvað honum sé efst i
huga, þegar hann lítur yfir þessi
siðustu erfiðu ár?
— Mesta þakkarefnið er að
börnin eru heilbrigð, segir hann.
Og að okkur hefur miðað áfram á
eðlilegan máta, þrátt fyrir mikið
áfall. Ég álit að það megi meðal
annars þakka því, að heimilið var
að ýmsu leyti betur undir þessa
breytingu búið en mörg önnur
heimili, sem svipað er ástatt um;
til dæmis voru allir búshlutir og
húsbúnaður til og I svo góðu lagi
að engu hefur þurft við að bæta
síðan.
— Það kom sér líka vel fyrir
okkur að ég var ekki óvanur mat-
reiðslu, en margir karlmenn eru
svo illa settir í þeim efnum að
þeir geta varla bjargað sér með
einföldustu hluti. Þessvegna álit
ég að okkar ástæður gefi kannske
ekki rétta mynd af ástandinu eing
og það getur viða verið.
Hefur þú kennt sonum þfnum
að bjarga sér sjálfir með mat-
reiðslu og önnur húsverk?
— Ég get nú ekki sagt að ég
hafi lagt mikla rækt við það. En
sjálfsagt væri þess þörf, hvað sem
fyrir þeim kann að liggja. Það er
alltaf best að vera fær um sem
flest, hvort sem á þarf að halda
eða ekki, segir Steindór að lokum.
Mér sýnist að heimilið beri það
með sér, að heimilisfaðirinn sé
einn þeirra, er þetta hafa tileink-
að sér. Hér er friðsæll og góður
staður fyrir hvern sem er, en
einkum þó fyrir börnin sem eiga
hér athvarf.
Sú hugsun hvarflar að mér,
hvort föðurhlutverkið sé ekki
vanmetið oftar en réttmætt er.
Það nýtur sjaldan sömu virðingar
og hlutverk móðurinnar. Er ekki
einmitt nú tímabært að taka aðra
afstöðu til þess en almennt er
gert? Það gæti leitt til þess, að
feður og mæður ættu auðveldara
með að deila með sér verkum og
taka jafnan þátt I ábyrgðinni af
framtíð og velfarnaði barna
sinna.
!