Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1976, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1976, Qupperneq 6
SIGMUND Framhald af bls. 5 Sigmund það hvarfla að sér að setjast að í Þorlákshöfn fyrirfullt og fast. Af þvi varð þó ekki; Sigmund fylgdi þeim meirihluta Vestmannaeyinga sem heim sneri Og þó er hann ekki einn hinna innfæddu. Sigmund er fæddur í Noregi 1 931, en var á fjórða árinu, þegar foreldrar hans fluttu til íslands og settust að á Akureyri. Faðir hans heitir Jóhann Baldvinsson löngum kallaður „Jóhann norski". Hann hafði gert strandhögg í Noregi og hafði heim með sér eiginkonu. Hún heitir Cora og þau hjón búa nú á Skagaströnd. Sigmund ólst upp á Akureyri til 9 ára aldurs, en um búskap foreldra sinna segir hann, að það fólk muni naumast til á landi hér, sem flutt hafi jafnoft búferlum sem þau. Stundum bjó fjölskyldan á Akureyri, stundum á Svalbarðseyri, Dagverðareyri eða Skagaströnd — og alltaf verið að flytja milli húsa á þessum stöðum. Börnin urðu sjö og efnahagurinn var þröngur svo ekki sé meira sagt, en alltaf nóg að borða. Jóhann norski var vélstjóri og löngum við hvalveiðar eða selveiðar á norskum selföngurum í íshafinu. Ekki var Sigmund búinn að sllta barnskónum, þegar honum fór að verða hugleikið að fást við teikningar. Hann minnist þess að kennslukona hafi kennt honum ungum að loka augunum, sjá eitthvað fyrir sér og teikna það síðan. En þorpin á Norðurlandi, sem áður eru nefnd, voru vettvangur æsku hans og á Skagaströnd kynntist hann ungri stúlku frá Vestmannaeyjum, Helgu Ólafsdóttur, sem varð konan hans. Þau byrjuðu búskap á Skaga- strönd, þá var Sigmund vélstjóri I frystihúsi og fékkst við að mála myndir. Það þótti ekki einleikið hvað hann hafði alla tið hneigst til þess, en þegar hann lltur til baka þá finnst honum að það skoplega hafi alltaf yfirskyggt alvöruna. Einu sinni átti að láta á það reyna, hvort strákurinn gæti orðið alvarlegur listamaður og á þeim tlma var það hreint ekki svo lltið kraftaverk að vera sendur frá Skagaströnd I Handfða- skólann — llklega talið að eitthvað væri hægt að gera þarfara. Kurt Zier var skólastjóri um þetta leyti og fyrst voru nemendur teknir I mánaðartlma til reynslu. Sigmund gekk ekki ver en öðrum að teikna uppstillingarnar, en lét ekki þar við sitja, heldur bætti hann við skop- myndum af kennurunum eftir þvl sem plássið leyfði á blaðinu. Og að mánuðnum liðnum tilkynnti skóla- stjórinn honum, að því miður gæti þessi virðulega stofnun ekki tekið við honum sem nemanda. Raunar segir Sigmund nú, þegar hann lltur til baka, að alvarlegur listamaður hefði hann aldrei getað orðið. Hinsvegar hefði verið ágætt að fá einhverja undirstöðu I teikningu. O Sigmund og Helga fluttust til Vest- mannaeyja 1954 eða 55; hann man þaðekki nákvæmlega. Þá varaðtaka því sem gafst og I fyrstu var hann við flökun I frystihúsi og síðan verkstjóri þar. Að fara úr vélgæzlu í handflökun var talsverð breyting á högum og viðbrigði á ýmsan hátt. Skömmu eftir búferlaflutningana til Eyja var ráðizt I húsbyggingu og húsið þeirra að Brekastlg 12, sem nú er 20 ára var eitt þeirra sem stóð af sér gosið. Sigmund hefur teiknistofu I risherbergi; þar er flest I meiri röð og reglu en almennt tiðkast á þess konar verkstæðum. í gerð eldhússins hefur uppfinn- ingamaðurinn farið á kostum; það gæti verið úr kvikmynd um lífið á 21. öldinni eða hannað fyrir geimskip. Kjarni eldhússins er hringlaga og stendur á gólfinu miðju. Svo dæmi sé nefnt um tækniafrek Sigmunds I eld- húsinu, þá má geta þess að maður getur staðið á sama punkti og farið I alla efri skápana, því þeir snúast I kringum kjarnann. Sigmund kann ekki vel við sig annarsstaðar en I Vestmannaeyjum nú orðið. En samneyti við fólk þar I bænum hefur hann ekki ýkja mikið. Að sumu leyti er það vinnan sem einangrar, segir hann og að nokkru leyti hefur það til komið vegna þess að hann var um árabil verkstjóri og þeir geta átt á hættu að einangrast. „Frystihús er alveg heimur út af fyrir sig", segir Sigmund, 0 Eins og áður var vikið að, taldi Sigmund sig hafa nokkuð annað mat á verðmætum llfsins en fyrir gos. Áður fóru þau hjónin til útlanda; stundum jafnvel tvisvar á ári. En nú er langt um liðið síðan þau hafa farið og Sigmund sagði, að sig langaði ekki lengur út fyrir pollinn. „Mín hugmynd um gott líf, erað geta verið heima — æsingalítið," sagði hann. íþróttir stundar hann ekki utan sund og hobbýið sitt gerði hann að atvinnu og situr svo uppi hobbýlaus að mestu siðan. Teikningarnar vinnur Sigmund nokkra daga fram I tfmann. Hann talar um, að helzt vildi hann geta séð það I blaðinu á morgun sem hann teiknar I dag. En á því eru tæknilegir annmarkar. Auk þess kann flug að teppast til Eyja dögum saman og þá þarf blaðið að eiga tvær eða þrjár teikningar til vonar og vara. Stundum er talað um, að íslend- ingar séu litlir húmoristar, en það er naumast rétt. Þeir eru það á sinn hátt. Sérgrein landans eru nafngiftir ýmiskonar og uppnefni, sem stund- um hitta óþægilega nærri markinu. Mér koma til hugar nýyrði eins og Spilverk sjóðanna (Framkvæmda- stofnunin) og Framsóknarvist (gæzlu- varðhald). í verstöð eins og Vest- mannaeyjum hefur húmorinn ugg- laust sérstakan blæ og þá tegund af gamansemi þekkir Sigmund bezt. Um það segir hann svo: „Það má segja að gamanið sé stundum grátt. Þeir sem vinna við fisk og fiskvinnslu, hafa ákveðinn húmor, sem er grófur og oft heldur kaldranalegur eins og líf sjómannsins er og var. Nei, hér eru engir dansk- ættaðir orðaleikir eða fáguð gaman- semi. Menn sem búa I stöðugu nábýli við harðræði og hættu Ifta öðruvísi á hlutina og þeir hafa annarskonar skopskyn. Og það verður að segjast eins og það er, að ærið oft er gaman- ið á kostnað náungans." Eldhúsið á Brekastíg 12 hefur Sigmund sjálfur hannað og mun það vart eiga sinn líka. Þar hefur uppfinningamaðurinn farið á kostum. Miðja eldhússins er byggð utanum öxul og efri skáparnir snúast utanum öxulinn. Sveinn Bergsveinsson HLJÖÐLÁTT FERÐALAG Sál mín er þreytt — Ég sé enga von, mér sýnist dagur hver opin gröf. Mér var ýmislegt veitt, — þótt ég ætti ekki son. Aftur tók náttúran sina gjöf. Og má aðeins þjást, — og mælt út það pund að mega ekki riða í eigið hlað. Það flaug til min ást þessa einu stund, þegar árröðull fluttist úr hádegisstað. Andvari — kul síðan ofsarok ýfði mitt hár sem varð snemma hvitt. Svo heilsa menn þul, — siðan hljóðlát lok. Og menn harma að gerist hér ekkert nýtt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.