Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1976, Side 7
Njósnir og
landflótti
Zatopek er ennþá léttur á sér og vinsæll f heimalandi sfnu enda hefur þvf alltaf verið haldið á loft, að
hann hafi verið fylgismaður Dubceks og að hann hafi verið f ónáð sfðan.
Og þú
lika
Zatopek...
Maður er nefndur Josef Frolik.
Hann var fyrrum yfirmaður
leyniþjónustu Tékka, en flýði
land og settist að f Bandarfkjun-
um. Þar hefur hann gefið
einstæðar upplýsingar um
óhugnanlegar aðfarir tékknesku
Ieyniþjónustunnar f þá veru að
hafa uppá fólki, sem hugieiðir
alvarlega að flýja land. Þessar
aðferðir byggjast á að sigla undir
fölsku flaggi og leiða væntanlegt
flóttafóik f gildru. Meðal hjálpar-
kokkanna eru fræg kvikmynda-
leikkona, dægurlagasöngvari og
hinn heimsfrægi hlaupari Emil
Zatopek. Það kemur vissulega á
óvart, vegna þess að um hrfð var
þvf haldið á loft, að Zatopek hefði
haft samúð með Dubcek og væri
andófsmaður sfðan, sviptur
ofurstatign f hernum og að öllu
ieyti f ónáð. Josef Frolik fullyrðir
þó, að þetta sé allt til að sýnast.
Giidran er þannig úr garði
gerð, að fólkinu er hjálpað til að
fiýja og það er aiveg grunlaust,
þegar það kemur að landamær-
um, sem f raun eru engin landa-
mæri. Þar eru settar á svið
bandarfskar herbúðir, þar sem
bandarfski fáninn blaktir yfir
skrifborðinu og þar er mynd af
Bandarfkjaforseta. Þarna fær
flóttafólkið mat, amerfskar
sfgarettur og kaffi. Venjulega
ljómar það af hamingju; þessa
dags hefur það beðið árum
saman. Það hefur fórnað öllu til
þess að geta flúið land. Við mála-
mynda yfirheyrslur fær flótta-
fólkið hæfilega ýktar lýsingar á
mótmælaaðgerðum gegn stjórn-
völdum í Prag og við þessar yfir-
heyrslur er tækifærið notað, að
láta flóttafólkið nefna nöfn
manna, sem hafi f hyggju að
flýja.
Flóttafólkið heldur þvf næst af
stað f áætlunarbfl og telur að
ferðinni sé heitið áfram f átt til
frelsisins. Það fær fatnað, dálitla
peningaupphæð, og mennirnir
sem það heldur að séu bandarfsk-
ir hermenn, vcifa að skilnaði.
Litlu sfðar beygir bfllinn inn á
skógarstfg og óvæntur atburður
gerist. Sveit manna á vélhjólum
stöðvar áætlunafbflinn.
Tékkneska leynilögregian rekur
menn og konur út úr bflnum.
Hamingjusamt flóttafólkið
verður yfirkomið af ótta. Niður-
brotnu er því komið fyrir f lokuð-
jm lögregiubfl og sfðan flutt
nauðugt á fund öryggisþjónust-
unnar.
Hjá öryggisþjónustunni f Prag
eru aliar skýrslurnar sem fólkið
hafði talið sig gefa vestan landa-
mæranna. Tékkneski dómstóllinn
er fljótur að dæma f máli þessa
fólks. Flest af þvf er sett f varð-
hald. En aðrir eru dæmdir til
langrar f angelsisvistar.
Þessi mannrán eru fyrirfram
ákveðin af leynilögreglu
kommúnista f Tékkóslóvakfu.
Flóttafólkið hafði gengið f gildru.
Landamærin, sem það hélt sig
vera að fara yfir, voru engin
landamæri. Þau voru á umráða-
svæði leyniþjónustunnar. Sá, sem
bauðst til að hjálpa flóttafólkinu
vann raunverulega fyrir leyni-
þjónustuna. Bandarfkjamennirn-
ir voru dulbúnir embættismenn
öryggisþjónustunnar. Og herbúð-
ir Bandarfkjamannanna voru
gervifangabúðir, sem f raun var
stjórnað af tékknesku leyni-
þjónustunni. Fáninn og forseta-
myndin voru aðeins til að
blekkja.
Og upplýsingarnar, sem þetta
vesalingsfólk hafði gefið um fólk-
ið, sem langaði til að flýja
kommúnistastjórnina, voru að
sjálfsögðu notaðar. Menn, sem
gátu virst úr bandarfsku leyni-
þjónustunni CIA, en voru raun-
verulega menn úr tékknesku
leyniþjónustunni, leituðu þetta
fólk uppi, og hétu þvf hjálp til að
flýja til Vesturlanda, ef það gæfi
upplýsingar f staðinn. Hver, sem
lofaði þessu var seinna tekinn
fastur eins og hitt fólkið og
dæmdur fyrir njósnastarfsemi.
Herforinginn Prchal, sem var
innanríkisráðherra á fimmta ára-
tugnum, fann þessa aðferð upp.
Framkvæmdin gekk undir
nafninu „Operation Kamen".
Þessar mannaveiðar eru kallaðar
„Dezernat 3“ f skýrslum
tékknesku leyniþjónustunnar.
Flóttamaðurinn Frolik skýrði
frá þessari starfsemi f bandarfska
þinginu og sagði: „Starfsemi
,J)ezernat 3“ fer svo leynt, að
jafnvel þeir sem vinna að upp-
Ijóstrununum vita ekki, hvað þeir
eru að gera. Og svo er það her-
foringinn Iwan Ostrowsky. Eng-
inn veit nákvæmlega, hvort hann
er Tékki eða Rússi. Hann kom frá
Sovétrfkjunum árið 1945 og gekk
f tékkneska herinn. Hann hafði
búið f Rússlandi fram að þeim
tfma. Hann hefur skipulagt og
framkvæmt morð, ofbeldisverk
og njósnir fyrir „Dezernat 3“.“
Frolik skýrir einnig frá starf-
semi „Dezernat 3“ sem beinist
gegn Vestur-Þýzkalandi og áliti
þess út á við. Arið 1962 hóf bryn-
varðarsveit Sambandslýðveldis-
ins æfingar f Wales f Englandi.
Tékkneska Ieyniþjónustan undir-
bjó leyniaðgerðir áður, sem
beindust að þvf að láta lfta svo út
að þýzku herforingjarnir væru
fyrrverandi nazistar. Maður úr
tékknesku leyniþjónustunni eyði-
lagði kirkjugarða, sem tilheyrðu
Gyðingum og málaði hakakrossa
á legsteinana. Brezk blöð voru æf
út af hegðun Þjóðverja en engan
grunaði, að þarna væri f rauninni
leyniþjónustan f Prag að verki.
Frolik hefur einnig greint frá
því, hvernig tékkneska öryggis-
þjónustan fór að þvf að vinna
endaleikinn milli Tékka og
Kanadamanna f heimsmeistara-
keppninni f fshokkf f Prag 1959.
Eftir að Kanadamenn höfðu
sigrað Tékka og snúið heim á
hótel sitt gaf innanrfkisráðherr-
ann, Rudolf Barak, herforingjan-
um Wladimir Matousek skipun
Framhaid á bls. 11
Samkvæmt upplýsingum Josep Froliks notar kommúnistastjórnin f Tékkóslóvakfu frægt fólk og vinsælt til að njósna
þar á meðal söngvarann Karel Gott og kvikmyndastjörnuna Olgu Schoberowa.
©