Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1976, Blaðsíða 10
ForsiSa Vinlands i marz 1 902, 1 árgangur nr 1
BlaðiS er þéttskrifaðar átta siður Fyrst og fremst
fjallar blaðið um vesturislenzk málefni, en þó eru
nokkrar fréttir að „heiman", m.a. að maður
nokkur á Eskifirði hafi hengt sig, af bónda úr
Flóanum, sem drukknaði i fyllirii — og að barón-
inn frá Hvitárvöllum hafi skotið sig.
Eftir dr. Richard Beck
VIN-
LAND
eina íslenzka
fréttablaðið í
Bandaríkjunum
Blaða- og tfmaritaútgáfa Vest-
ur-lslendinga er mikill þittur og
merkilegur f bókmennta- og
menningarsögu þeirra.
Alls komu út milli 40 og 50
fsienzk blöð og tfmarit vestan
hafs. Liggur það utan takmarka
þessarar greinar að rekja sögu
þeirra, en um það efni leyfi ég
mér að vfsa til ritgerðar minnar
„Bókmenntaiðja tslendinga f
Vesturheimi" (Eimreiðin, jan. —
marz, 1928), en fyrsti hluti grein-
arinnar, „Blöð og tfmarit**, fjallar
allftarlega um þann merka þátt
vestur-fslenzkrar menningarsögu.
Þó skal á það bent, að eftir að
framangreind yfiriitsgrein mfn
var samin, bættust nokkur tfma-
rit f hópinn, og voru þeirra iang-
Iffust og merkust Árdfs (Ársrit
Bandalags iúterskra kvenna) og
Brautin (Ársrit Hins sameinaða
kirkjufélags tslendinga f Norður-
Ámerfku).
Um hitt er 'oþarft að fjölyrða,
að vikublöðin Heimskringla og
Lögberg áttu sér að baki lengsta
sögu, og voru að sama skapi vfð-
lesnust og áhrifamest. Og góðu
heilli, lifa þau enn, sameinuð fyr-
ir allmörgum árum undir sfnum
gömlu nöfnum, Lögberg-
Heimskringla, og eru tengitaugin
milli fslendinga vestan hafs, og
brúin yfir hafið milli þeirra og
heimaþjóðarinnar.
En af hinum mörgu fréttablöð-
um fslenzkum vestan hafs er ein-
ungis eitt, sem gefið var út f
Bandarfkjunum, Mánaðarblaðið
Vfnland, sem kom út f Minneota,
Minesota, en landnám Islendinga
á þeim slóðum, átti, eins og kunn-
ugt er, aldarafmæli f júlfbyrjun á
sfðastliðnu sumri. Var þeirra
sögurfku tfmamóta minnst með
virðulegu og fjölsóttu hátfðar-
haldi.
En áður en rætt er nánar um
Vfnland, er skylt að geta þess, að
það var ekki eina fslenzka blaðið,
sem gefið var út f Minneota, þótt
eigi væri það fréttablað.
Þar var stofnað árið 1897 barna-
blaðið Kennarinn ( Mánaðarrit
til notkunar við uppfræðslu
barna f sunnudagsskólum og
heimahúsum). Er það fyrsta Is-
lenzkt tfmarit gefið út f Banda-
rfkjunum. Ritstjórar voru séra
Björn B. Jónsson, séra Jónas Á.
Sigurðsson og séra N. Steingrfm-
ur Thorlaksson. Utgefendur voru
fram af S. Th. Westdal og Gunnar
B. Björnsson, en sfðar Kirkjufé-
lagið lúterska. Áf ritinu komu út
átta árgangar, fjórir hinir sfðari f
Winnipcg sem fylgirit Samein-
ingarinnar.
Óhætt mun mega segja, að
Kennarinn hafi náð vel tilgangi
sfnum, enda voru ritstjórarnir
hæfileikamenn, er urðu um langt
skeið forustumenn meðal Vestur-
íslendinga, séra Björn og séra
Steingrfmur sérstaklega á sviði
lúterskra kirkjumála, en séra
Jónas, um annað fram, f þjóð-
ræknismálum.
Skal þá horfið aftur að útgáfu
Vfnlands, er var, eins og fyrr get-
ur, fyrsta og eina fslenzka frétta-
blaðið, sem út kom f Bandarfkj-
unum, en það var gefið út f
Minneota 1902—1908. Stofnandi
þess var Gunnar B. Björnsson,
ritstjóri vikublaðsins The Minne-
ota Mascot, er var vfðlesið blað og
áhrifarfkt f Minnesota þá og sfð-
ar, enda var Gunnar bráðsnjall
blaðamaður. Hann var einnig út-
gefandi blaðsins fyrstu tvö árin,
en Utgáfufélag Vfnlands eftir
það. Framkvæmdastjóri þess var
séra Björn B. Jónsson, þáverandi
sóknarprestur f Minneota. Hann
var einnig meðritstjóri blaðsins,
ásamt Þórði lækni Thordarson,
lækni f Minneota.
Heiti blaðsins, Vfnland, var
ágætlega valið, og þurfti engrar
skýringar við. En þótt mér sé ekki
kunnugt um, að nein tengsl hafi
verið þar á milli, er ekki ófróð-
legt að minna á það, að fyrsta
fslenzka blaðið f Winnipeg, viku
blaðið Leifur, er stofnað var vori
1883, bar vitanlega nafn Leif:
hins heppna. Eitt er vfst, eins of
framannefndar nafngiftir sýna
þá hefir Vfnlandsfundur hans
áreiðanlega verið ofarlega f hug-
um vestur-fslenzkra landnema, og
ekki ólfkiegt, að þeim hafi stund-
um fundist þeir vera þar, f sögu-
legum skilningi, f fslenzku land-
námi.
Og hvað vakti svo fyrir útgef-1
endum Vfnlands? Þvf verður eigi
lýst betur, en með þvf að vitna til
stefnuskrár blaðsins f fyrstu rit-
stjórnargrein þess (2. marz
1902);
„tslendingar f Bandarfkjunum
hljóta að Iáta sér annt um ýmis
málefni, er bræður þeirra f Can-
ada láta sig litlu skifta. Stjórnar-
mál þeirra eru öll önnur, jafnvel
atvinnuvegir og menntamál
þeirra eru að mörgu Ieyti ólfk. Áf
þessum og fleiri ástæðum hafa
margir Islendingar hér syðra Iát-
ið f ljósi óánægju yfir þvf, að þeir
hefðu ekkert blað eða tfmarit
sjálfir.
„Vfnland" er stofnað f þeim til-
gangi að bæta úr þessu eftir föng-
um, en þeim, sem f það fyrirtæki
hafa ráðist, er það full ljóst, að
erfiðleikarnir verða margir við
það, að byrja þess konar starf,
einkum vegna þess, að fslending-
ar eru svo dreifðir f smá-flokkum
um norðurríkin, og eiga þvf erfitt
með að styðja nokkurt sérstakt
fyrirtæki f sameiningu; en öll
óháð alþýðublöð eiga allan vöxt
sinn og viðgang undir hylli al-
mennings.“
Hér eru tildrög stofnunar blaðs-
ins skýrð af fullu raunsæi og á
ljósan og skorinorðan hátt. Hvers
konar lesmál átti svo þetta nýja
blað að flytja lesendum sfnum?
Það er skýrt tekið fram f loka-
málsgrein þessarar fyrstu rit-
stjórnargreinar blaðsins:
„Vínland" verður ekki málgagn
neins sérstks f lokks, og tekur eng-
an þátt f pólitfskum né öðrum
flokkadeilum. Áðalstarf blaðsins
verður það að ræða hlutdrægnis-
laust málefni Islendinga, einkum
þeirra er búa f Bandarfkjunum,
og flytja fréttir frá fslendingum,
■>æði þeim er búa hér f álfu og á
slandi. Ágrip af almennum frétt-
um og stuttar greinar um þau
tnál, sem mest er um rætt meðal
almennings, mun blaðið flytja
mánaðarlega; einnig verður getið
nýrra fslenzkra bóka og annarra
rita, og ýmsra enskra bóka er að
gagni mættu koma fyrir alþýðu.“
Við gaumgæfilega yfirferð Vfn-
lands frá upphafi vega og til leið-
arloka, fæ ég eigi betur séð, en að
það hafi efnt vel toforð sfn við
lesendur.
Ritstjórnin hvfldi Iengstum að
mjög miklu leyti á herðum Þórð-
ar læknis Thordarson þau sex ár,
sem blaðið kom út. Þvf til stað-
festingar, sæmir vel að vitna til
eftirfarandi ummæla séra Björns,
framkvæmdastjóra Utgáfufélags-
ins og meðritstjóra blaðsins, f til-
kynningu hans f sfðasta blaði þess
(febr. 1908):
„Sérstaklega þökkum vér þó
Dr. Th. Thordarson, sem lengst af
hefir verið ritstjóri blaðsins, fyr-
ir hið mikla verk hans.“
Ritstjórnargreinarnar eru þvf
vafalaust flestar ritaðar af Þórði
lækni; fjalla þær um margvfsleg
tfmabær efni, eru bæði fræðandi
og vekjandi til umhugsunar, og
bera þvf vitni, að þar heldur á
penna gjörhugull maður og marg-
fróður, og ritfær vel.
Undir fyrirsögninni „Helztu
viðburðir“, er venjulega var skip-
aður sess á forsfðu blaðsins, birt-
ist gagnort yfirlit yfir heimsfrétt-
ir á breiðum grundvelli.
Hið sama má segja um hinar
mörgu og oft allftarlegu greinar
blaðsins um stjórnmál, þjóðmál
og önnur menningarmál f Banda-
rfkjunum. Ennfremur flutti blað-
ið mörg glögg og greinagóð ævi-
ágrip öndvegismanna á sviði
stjórnmála, menningarmála, vfs-
inda og bókmennta, innan Banda-
rfkjanna og utan.
Fréttir frá fslandi, og oft harla
ftarlegar, flutti blaðið reglulega,
og ræddi einnig ósjaldan fslenzk
mál, sem þá voru ofarlega á
baugi.
Framhald á bls. 16.
Gunnar B. Björnsson, útgefandi Vínlands. Sonur hans fer
Valdemar Björnsson, sem íslendingum erað góðu kunnur.