Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1976, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1976, Page 14
Fremst á myndlnni má sjá spennistöðvar- hús Rsfmsgnsveltu Reykjavfkur ’sem Jens teiknaði og byggðl 1920—21 en þau ár byggAi hann Jafnframt nokkur hús eftir sömu teikningu fyrir Rafmagnsveitu Reykjavfkur. Þetta hús varð að vlkja fyr- ir breytingum sem gerðar voru I miðbaen- um, ásamt húsl Knút Sfmsen bejarstjðra sem faðir hans reisti og var númer 25 við Hafnarstræti og var fyrsta húsið sem reist var samkvæmt bygg- ingarsamþykkt Reykjavfkur. Þar var einnig fyrsta Kaup- höll tslendinga stað- sett um árabil. Eins og sjá má á myndinni hefur versti ðvinur gömlu húsanna Kúlan lokið hlutverki slnu. Og við taka ámoksturstæki sem moka múrbrot- um á blla sem aka þvl I uppfyllingu. Spenni- stöðvarhús Rafmagns- veitu Reykjavlkur hefur verlð brotið niður. Og vissulega litur þetta ekkl vel út fyrir áhugamenn um húsfriðun, en svo skemmtilega vill til að RR á 3 hús af þess- ari gerð, og er þegar hafinn undirbúning- ur að varðvelzlu eins þeirra, en það er spennistöðin Duus, eða Vesturgata 2 sem verður rafvædd á ný. Eiga ráðamenn RR þakkir skillð fyrir þann skilning sem þeir sýna þessum málum. Verk hans lofa meistarann Framhald af bls. 13. getað fyllilega áttað mig á, hvernig á þvf stðð að þarna ruku báðir hestarnir á fulla ferð. Ég býst naumast við, að það hafi ver- ið ásetningur okkar að ríða svo djarft á þessum stað. Þegar við komum niður undir Gasstöðina komu bflar og hestvagnar á mðti okkur. Eggert var svo heppinn, að hann gat rennt Trausta á stfg, sem lá inn að Gasstöðinni og var þar með sloppinn. Ég var kominn dálftið lengra og tók það ráð að snúa Blesa til vinstri á vegkantin- um. Þar var ræsi meðfram veg- kantinum, en fast að ræsinu var rimlagirðing framan við hús með litlum grasi grónum garði framan við. Þegar ég kom út á vegabrún- ina að ræsinu, er þar hestur með vagni fyrir mér, en bfli þaut framhjá. Það skipti engum tog- um. Blesi tekur sig þarna upp af vegkantinum og hentist yfir ræs- ið og rimlagirðinguna inn f garð- inn. Varð ég ekki var við, að hann kæmi við girðinguna. Ég var óvið- búinn þessu heljarstökki og hent- ist úr hnakknum og slengdist á hliðina niður á rimlana, sem voru sneiddir og oddlagaðir, eins og slfkir rimlar eru vanir að vera. Þegar athuguð er aðstaða hestsins undir þetta stökk, þvf að hann sneri skáhallt við girðingunni þegar hann tók sig upp, þá hygg ég, að fullyrða megi, að þetta hafi verið með frækilegri stökkum, sem fslenskur hestur framkvæm- ir með átján fjórðunga drelli á bakinu. Hæð og svigrúm þessa stökks var ekki mælt. Ég svaf vel um nóttina eftir þetta skemmti- lega ævintýri. Morguninnn eftir var ég hálfstirður f skrokknum og flýtti mér að komast f heitt bað. Kom þá f ljós, að hægra læri mitt og mjöðm var kolsvart að lit eftir kynninguna við rimlagarðinn.“ Nokkrum rtýjungum byrjar Jens á þegar hann byggir Krists- kirkju f Landakoti, en þar notar hann járnrennur eða pfpur sem steypan rann eftir niður f vegg- ina. Einnig má geta þess, að Jens steypti vikurstein með tveimur holrúmum og klæddi innan hið mikla sjúkrahús f Landakoti með þeim, en árið 1928 hafði hann gert múrhúðun úr vikursandi ínná útveggi kaþólsku kirkjunn- ar. Éitt af mestu áhugamálum Jens var bygging kirkju f Selási. H :fði hann eignast allstórt landsvæði þar, komið upp glæsilegu sumar- húsi, ræktað landið og bætt. Kirkjan skyldi vera helguð sjó- mannastéttinni. Árum saman vann hann að þessu mikla áhuga- máli sfnu og stuðlaði að fjársöfn- un til þeirra framkvæmda og lét f þvf sambandi gefa út kort af kirkjunni, eins og hún átti að vera. Hugmyndin er tekin úr fs- lenskri náttúru og sameinar got- neskan byggingarstfi. Ekki auðn- aðist Jens að sjá þetta stærsta áhugamál sitt rætast. Teikningar munu hafa verið afhentar biskupsskrifstofu til varðveislu. Ekki er mér kunnugt um að áformað sé að nota þessa teikn- ingu. Verkfæri Jens frá þessum tfma voru sérstæð mjög. Hafa þau ver- ið afhent Árbæjarsafni til vörslu. Munu þau, að ég best veit, vera geymd á Korpúlfsstöðum. — Erf- itt hlýtur að vera fyrir þá sem veita viðtöku gjöfum sem þessum að þurfa að hola þeim niður f vafasamar geymslur. Hygg ég að slfkt fyrirkomulag hljóti að særa tilfinningar gefenda og geta jafn- vel orðið til þess, sem er enn verra, að safnið eignist alls ekki þá muni, sem það ætti að geyma. En sjálfsagt er naumt skammtað til þessara mála f fjárveitingu, því eitt er vfst, að þeir sem veita þessu viðtöku er gott fólk sem skilur gildi þess að varðveita slíka muni. Jens hafði um tíma fleiri járn f eldinum en byggingar, þð það sé ekki öllum kunnugt, en það var útgerð. Þó hygg ég að hann hafi þar ekki fengið ábata sem erfiði. Var það togarinn Sindri, sem hann var meðeigandi f. Held ég þátttaka hans f útgerðinni hafi fremur orðið til að rýra efnahag hans en gefa rfkulegan gróða. Jens lét setja fallegan silfur- skjöld upp um borð f togaranum. Orti Sigrfður Eyjólfsdóttir, systir Jens, fallega vfsu á skjöldinn: Sindri úr Ægi, safni auð, sem sæmd og lán f stafni, gegnum brim og bárugnauð, berist Guðs f nafni. Þegar sameigninni vegna út- gerðarinnar var slitið ætlaði Jens að taka skjöldinn og finna honum annan stað, var hann horfinn og hefur ekkert til hans spurst sfð- an. Á sfnum bestu árum reisti Jens sér fbúðarhús við Grettisgötu nr. 11. Hús þetta sker sig úr frá öðr- um húsum f götunni hvað list- fengi snertir, enda hefur mikil alúð verið lögð f byggingu þess og þvf verið vel við haldið. Hann hafði þá nokkru áður fest ráð sitt, eða árið 1908, er hann giftist Val- gerði Jónsdóttur Bjarnasonar faktors hjá Edinborgarverslun, mestu mannkostakonu. Valgerð- ur var manni sfnum hin mesta hjálparhella f erilsömu starfi. Gat hún létt undir með bónda sfnum, unnið f teikningum og útreikn- ingum, en reikningsgáfur hafði hún svo umtalað var. Hún var kona bókhneigð og skrifaði fall- egt rétt mál. Valgerður var systir Árna Jónssonar timbursala, en þau hjón voru sameignarmenn með honum að þvf fyrirtæki. — Þau áttu tvö börn, Jón sem heit- inn var eftir föður Valgerðar, og Helgu sem leát 8 ára gömul og var öllum harmdauði. Einnig átti Jens son sfðar; er það Gunnar B. Jensson húsasmfðameistari. Á þessum árum var besturinn þarfasti þjóninn. Voru þau hjón fljót að tileinka sér þá skemmtan. Valgerður hafði mikið yndi af hestum og áttu þau jafnan fallega og góða reiðskjóta. Og friðsælt hefur það verið f þá daga að láta klárana skokka frá Grettisgötu 11, laus við hættur og hávaða bfl- anna, sem þá var Iftið af. — Val- gerður og Jens voru glæsileg hjón, sem vöktu hvarvetna at- hygli þar sem þau fóru um. Heim- ilislffið var menningarlegt. Val- gerður var kona félagslynd og áhugasöm um stjórnmál og fylgd- ist vel mað þvf sem þá var að gerast hverju sinni. Jón sonur þeirra var músikalskur og spilaði oft af mikilli innlifun og samdi lög, en flfkaði þvf Iftt og hélt ekki til haga og er skaði af. Jón starf- aði við fyrirtæki Arna Jónssonar. Kona hans var Helga Ásmunds- dóttir, sem lifir mann sinn, og hefur hún rækt vel og varðveitt minningu tengdaforeldra sinna. Á heimili Jens dvaldist f fjölda ára systir Valgerðar, Guðrún Jónsdóttir, en hún stundaði nám hjá Stefáni Eirfkssyni myndskera og hefur hún látið eftir sig fjölda teikninga og listsaumsverka. Þó Jens sæi ekki allar hugsjón- ir sfnar rætast hefur þessi fram- sýni athafnamaður skilað miklu dagsverki, sem við munum njóta um ókomin ár. Jens andaðist f Reykjavfk f ágúst 1959, tæpra 80 ára, þar sem hann hafði starfað sfn bestu manndómsár. Hús Eimskipafélags íslands. Eins og sjá má á myndinni hefur húsið verið reist á fjörukambinum. Hlaðinn hefur verið varnargarður til að verjast sjógangi og má greinilega sjá grjótið í hleðslunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.