Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Qupperneq 4
■ ■ og með þwí að Óspakur var mikill og góður viðskiptavinur bankans, fékk hann nú að berja augum sjálfa tölvudeildina. . .
/
Ardæla-
______________bændur
Pólitísk dæmisaga
eftir Kristján Friðriksson
Einu sinni voru hjón á bæ. Þau bjuggu
á jörð þeirri er Efri-Dalur heitir. Þar er
grösugt og gott undir bú. Veiðiá mikil
fellur eftir dalnum til sjávar og á jörðin
allt land að ánni beggja vegna. Gnægð,
bæði af laxi og silungi veiðist í ánni og
hefur svo verið svo lengi, sem elztu
menn muna. Hjónin eiga sér 10 börn,
sem eru að komast á fullorðins ár, þegar
saga þessi hefst.
Ekki er getið nafna heimilismanna ut-
an þess, að næstelzti sonur hjónanna hét
Spakur — og þótti bera nafn með rentu,
þvi hánn var gætinn og íhugull. Elzti
sonur hjóna stundaði kvikfénaðinn á
bænum, en Spakur hinn gerhuguli gaf
sig einkum að veiðinni í ánni góðu.
Næsti bær við Efra-Dal er Neðri-
Dalur, en Ardæla-fjallgarður skilur lönd
milli bæjanna. 1 Neðra-Dal hagar að öllu
leyti svipaö til eins og í Efra-Dal. Glæsi-
leg veiðiá rennur einnig þar eftir endi-
löngum dalnum til sjávar. Börnin eru
jafnmörg og börnin í Efra-Dal og á sama
aldri. Ekki er getið nafna þeirra heldur,
utan þess, að næstelzti sonurinn hét
Óspakur. Hér var það Iíka elzti bróðir-
inn, sem stundaði kvikfjárræktina, en
Óspakur sá næstelzti gaf sig að veiðiskap
í ánni góðu.
Óspakur var myndarmaður, dugmikill
og áræðinn, en ekki að sama skapi íhug-
ull að því er sumir töldu. Einkum hafði
Efra-Dals-fólk á orði, að Óspakur stigi
ekki í vitíð, þó hann væri bæði mál-
skrafsmikill og framgjarn. En vel mætti
imynda sér, að hér væri um illmælgi að
ræða, því oft eru kritur milli stórbýla í
sömu sveit.
Nú liða stundir fram. Tæknin fer að
halda innreið sína á Árdalabæina eins og
annars slaðar. Ræktunin vex og kvikfé
er fjölgað.
Og veiðiárnar gefa af sér vaxandi tekj-
ur, því verðið, bæði á laxi og silungi, fer
hækkandi. A báðum bæjunum er nú
búið að koma upp nýtízku fiska-
sláturhúsum með öllu, sem þar heyrir
til.
Og nú gerast markverð tíðindi í sög-
unni. Öspakur í Neðra-Dal ákveður að
stórauka veiðina í ánni hjá sér. Hann fer
til fjarlægra landa. Tekur stór lán og
kaupir sér feikilega dýran og mikílvirk-
an veiðiútbúnað, þannig að hann er nú
búinn „öllum fulikomnustu tækjum",
eins og komizt var að orði, þegar verið
var að vegsama hið glæsilega framtak
hans í fjölmiðlum samtimans.
Og árangurinn lét ekki á sér standa.
Veiðin fór nú vaxandi um skeið eftir þvi
sem veiðitækin urðu fullkonmari. Nú
gátu systkinin i Neðra-Dal leyft sér sigl-
ingar til sólarlanda oft á ári hverju og
komu heim sólbrún og sælleg. Þau óku
um byggðina á glæsilegum tryllitækjum
og byggðu sér hallir heima í Neöra-Dal,
sem voru svo stórar, að það þurfti síma-
kerfi til að kallast á milli herbergjanna
og menningarneyzlan var svo stórbrotin,
að hátalararnir, sem fluttu nýtizku
hljómlist af segulböndum, voru á stærð
við litla geitakofa. En allt kostaði þetta
peninga, og þó að miklu væri af að taka,
þar sem aflinn seldist vel, þótti Óspaki
hinum stórhuga rétt að gera enn betur.
Og segir nú frá einni ferð, sem Óspakur
gerði til bankastjóra síns til að biðja um
lán. Bankastjórinn tök hinum unga
framtaksmanni með mikilli blíðu.
Og nú var bankastjórinn orðinn svo
finn og voldugur með vaxandi veltu í
landinu, að honum þótti betur við eiga
að taka ákvarðanir með aðstoð ráðgjafa
sins. Nú kallar hann á ráðgjafann. Sá hét
Rauður ráðgjafi. Óspaki fannst hann
kannast við nafnið úr gamalli barna-
sögu.
Rauður ráðgjafi var maður fámáll og
dularfullur, langur og beinvaxinn, en i
útliti og framkomu sambland af skóla-
dreng og gamalmenni.
Rauð ráðgjafa þótti rétt að leggja lán-
beiðnina fyrir tölvudeild bankans. Og
með þvi að Óspakur var mikill og góður
viðskiptavinur bankans, fékk hann nú
að berja augum sjálfa tölvudeildina. Þar
gaf nú á að líta. Þar voru hvorki meira
né minna en 150 tölvur. Sumar tölvurnar
voru í líki velsnyrtra og yndislegra
yngismeyja með ýmiss konar viðbyggð-
um takkabúnaði. Aðrar voru gljáfægðar
og virðulegar frístandandi maskinur úr
málnti með takkaandlit og blikkandi
glerglyrnur og suðuðu eins og fiskiflug-
ur, ef þær voru settar í gang.
Og nú gengur blandan af skóladreng
og gamalmenni, þ.e.a.s. Rauður ráðgjafi,
hægum skrefum og virðulegum að einni
glampandi véltölvunni og ræsir hana —
og Öspaki sýndist hún brosa til hans um
leið og hún fór að suða. Nú lýtur banka-
stjórinn höfði að eyra Óspaks og segir
við hann dimmri röddu og með ódul-
búinni hreykni: „Þessi tölva er nú alveg
sjálfvirk. Þetta er franirciknitölvan".
Og nú rýnir Rauður ráðgjafi spekings-
lega í viðskiptaspjald Óspaks i Neðra-Dal
og segir:
Já, veiðin hjá þér á árinu á undan því i
hittiðfyrra var 10 þúsund, en er nú kom-
in upp í 20 þúsund. Samkvæmt fram-
reikningi tölvunnar verður hún komin i
40 þúsund eftir tvö ár. Og nú skín grænt
ljós í andliti framreikningstölvunnar —
og bankastjórinn brosir hróðugur — en
blandan af skóladreng og öldungi, þ.e.
Rauður ráðgjafi, sýnir engin svipbrigði
til að hætta ekki virðuleikanum.
En nú rennur Ijós upp fyrir Óspaki.
iskasláturhúsið mitt verður of litið til
„ð taka á móti svona miklum fiski? Hvað
er til ráða við þvi?
En bankastjórinn, sem er skjótrátt
góðmenni, sér strax ráð viö þessp. Hann
segir: Þingmaðurinn ykkar er einmitt
nýbúinn að fá því til leiðar komið af
vizku sinni og framsýni, að stofnuð hef-
ur verið fiskasláturhúsastækkunarlána-
deild við peningaprentsmiðju þjóðarinn-
ar og úr þeirri lánadeild getur þú fengið
lán til að stækka fiskasláturhúsið þitl
eftir vild.
„Gott", sagði Óspakur. Hann var nú
glaður í sinu hjarta og fannst hann sjálf-
ur vera eins og ungur Guð f árdaga —
enda óumdeildur bjargvættur og leiðtogi
sins samfélags, þ.e. Neðradalsfjölskyld-
unnar.
Víkur nú sögunni heim að Efra-Dal.
Sagt var, að Spakur veiðistjóri i Efra-
Dal, hefði glott kuldalega, þegar hann
frétti að tölvan hefði reiknað út fiska-
sláturhússstækkunarlánið til handa
veiðibóndanum í Neðra-Dal, þvi hann
sagði, að einmitt þessi sama tölva hefði í
fyrra reiknað út neitun við lánbeiðni frá
honum, þegar hann hefði verið að biðja
um lán til að koma upp verkstæðum i
Efra-Dal, til að búa til veiðarfæri og
fleira, sem hann taldi þarflegt.
En það er annars af Spak að segja, að
hann fór hóflegar i kaup á tryllitækjum
en þeir í Neðra-Dal og stillti hann til-
kostnaði og eyðslu yfirleitt nokkuð í hóf,
en notaði hagnaðinn af veiðiskapnum til
að koma upp ýmiss konar verkstæðum i
Efra-Dal, hvað sem framreikningstölvur
og spekingar ráðlögðu.
En nú gerast enn tiðindi. Aðkomandi
veiðimenn höfðu lengi legið á því lúalagi
að hremma verulegan hluta af fiski
þeirra Árdalabænda rétt utan við ósana
á veiðiám þeirra.
Nú gerðu bændur félag með sér og
stugguöu burt þessum aðvifandi veiði-
görpum og fór nú sambúð Árdalabænda
batnandi unt sinn, meðan þeir santeinuð-
ust gegn aðkomuvarginum.
Og viti menn. Veiðin óx hjá báðum
Árdalabændum við þetta. Og þessa veiði-
aukningu notaði l'ramtaksmaðurinn
©